Morgunblaðið - 09.04.2019, Síða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019
Helga Möller söngkona, semsigraði í Eurovision fyrir
rúmum þremur áratugum með
Gleðibankanum, í það minnsta í
huga Íslendinga, var í léttu spjalli á
K100 í gærmorgun.
Þar lýsti húnmeðal annars
ánægju með nýjasta
framlag Íslands til
þessarar tónlist-
arhátíðar, en minnti
flytjendur þess um
leið á að Eurovision
væri ætlað til að
sameina þjóðir en
ekki sundra þeim.
Þetta er ágætábending. Það
skortir ekki vettvang til að sundra
fólki og þjóðum í dag og sjálfsagt
að halda í það sem eykur samkennd
og samhug, svo sem Eurovision, Ól-
ympíuleika og annað ámóta.
Þá ræddi Helga um heilsufar sittog hitnaði í hamsi. Hún sagði
farir sínar ekki sléttar af kynnum
af heilbrigðiskerfinu. Hún hafði les-
ið áhugaverða umfjöllun sunnu-
dagsblaðs Morgunblaðsins um lið-
skiptaaðgerð erlendis og sagðist
vera að fara í eina slíka eftir að
hafa beðið í meira en ár.
Þessa aðgerð hefði að hennarsögn verið hægt að fram-
kvæma á Klíníkinni hér á landi fyr-
ir 1,2 milljónir en heilbrigðisyfir-
völd kysu frekar að láta hana bíða
lengi og greiða svo 3 milljónir fyrir
aðgerð í Svíþjóð.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigð-isráðherra ritaði grein hér í
blaðið í gær um að verið væri að
stytta biðlista. Það er gott. En
hvers vegna er hagkvæmasta og
fljótlegasta leiðin ekki valin?
Helga Möller
Af Hatara og
heilbrigðismálum
STAKSTEINAR
Svandís
Svavarsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Sr. Ingiberg Jónas
Hannesson, fyrrver-
andi prófastur og al-
þingismaður, lést á
Hjúkrunarheimilinu
Sóltúni í Reykjavík 7.
apríl síðastliðinn, 84
ára að aldri.
Ingiberg fæddist í
Hnífsdal 9. mars 1935,
sonur hjónanna Hann-
esar Guðjónssonar,
sjómanns og verka-
manns, og Þorsteinu
Guðjónsdóttur, hús-
móður og verkakonu.
Ingiberg varð stúd-
ent frá Menntaskólanum að Laug-
arvatni 1955 og lauk embættisprófi í
guðfræði frá Háskóla Íslands 1960.
Að loknu guðfræðinámi var hann
ráðinn framkvæmdastjóri blaðsins
Frjálsrar þjóðar og vann við blaða-
mennsku á vegum þess um nokkurra
mánaða skeið. Hann var vígður
sóknarprestur 26. júní 1960 og veitt
Staðarhólsþing í Dölum þar sem
hann þjónaði í 45 ár; og jafnframt
Hvammsprestakalli frá 1970. Hann
var settur prófastur í Dalaprófasts-
dæmi 1969 til 1971 og síðar skipaður
prófastur í Snæfellsnes- og Dalapró-
fastsdæmi 1976-2005.
Ingiberg var varaþingmaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Vesturlands-
kjördæmi 1974-1978 og sat sem slík-
ur á Alþingi um nokkurra mánaða
skeið og síðan sem al-
þingismaður Vestur-
lands á árunum 1977-
1978. Ingiberg starfaði
sem fréttaritari Morg-
unblaðsins frá 1970 til
1994.
Ingiberg gegndi
margvíslegum félags-
og trúnaðarstörfum.
Hann sat í nefndum og
ráðum m.a. fyrir sveit-
arfélagið og kirkjuna;
má nefna að hann var
formaður barnavernd-
arnefndar og áfengis-
varnarnefndar til
fjölda ára. Hann var formaður skóla-
nefndar Laugaskóla í Sælingsdal í
33 ár. Þá var hann formaður Veiði-
félagsins Laxins í 30 ár, endurskoð-
andi Kaupfélags Saurbæinga um
árabil og formaður Ungmenna-
félagsins Stjörnunnar í nokkur ár.
Ingiberg sat sem fulltrúi á Allsherj-
arþingi Sameinuðu þjóðanna 1978 og
1984. Fjöldi greina og hugvekja ligg-
ur eftir Ingiberg í ýmsum bókum,
blöðum og tímaritum.
Eftirlifandi eiginkona Ingibergs
er Helga Steinarsdóttir. Börn Ingi-
bergs og Helgu eru Birkir, Þor-
steinn Hannes, Bragi Jóhann og Sól-
rún Helga.
Útför Ingibergs fer fram frá Víði-
staðakirkju í Hafnarfirði mánudag-
inn 15. apríl kl. 13.
Andlát
Sr. Ingiberg Hannesson
Félagsmenn í Grafíu – stéttarfélagi í prent- og miðl-
unargreinum, kjósa þessa dagana um tillögu um að
félagið verði aðili að Rafiðnaðarsambandi Íslands.
Í tilkynningu Grafíu til félagsmanna um at-
kvæðagreiðsluna segir að meginástæður áforma
um aðild að RSÍ séu tvær. „Annars vegar sú mikla
fækkun starfa sem hefur orðið í prentiðnaðinum, og
því fækkun félagsmanna sem gerir erfiðara að við-
halda þeim réttindum sem stærri verkalýðsfélög
bjóða félagsmönnum sínum. Starfandi félagsmenn
GRAFÍU eru 721 í dag en heildarfjöldi fé-
lagsmanna eru 974. Og hins vegar þau tækifæri
sem skapast sem hluti af stærra sambandi til að
sinna kjarnaverkefnum fyrir félagsmenn á sama
tíma og sótt er fram t.d. með betri þjónustu og betri
nýtingu fjármuna.“
Stjórn og trúnaðarráð félagsins hvetja fé-
lagsmennina til að styðja aðildina að RSÍ og benda
á að með Grafíu innanborðs verði RSÍ sterkasta
iðnaðarmannasambandið með um 5.700 greiðandi
félagsmenn.
Grafía var áður Félag bókagerðarmanna en nafni
þess var breytt árið 2015. Félagið á rætur sínar í
Hinu íslenska prentarafélagi sem var stofnað 1897
og er elsta stéttarfélag landsins með samfellda
sögu. Því nafni var breytt í Félag bókagerðar-
manna við sameiningu Hins íslenska prentara-
félags, Bókbindarafélags Íslands og Grafíska
sveinafélagsins 1980. Árið 2015 var nafni félagsins
svo breytt í Grafía til að endurspegla betur störf fé-
lagsmanna en grafískir hönnuðir höfðu m.a. sam-
einast félaginu um seinustu aldamót.
omfr@mbl.is
Kjósa um aðild Grafíu að RSÍ
Elsta stéttarfélag landsins með samfellda sögu Félagsmönnum hefur fækkað