Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019 Fagleg þjónusta hjá löggiltum heyrnarfræðingi Góð heyrn glæðir samskipti Með þeim færðu notið minnstu smáatriða hljóðs sem berst þér til eyrna. Í þeim er nýr örgjörvi með 100% meiri hraða, tvöfalt stærra minni og eru sérlega sparneytin. Tækin eru heyrnartól fyrir þráðlaust streymi úr síma og öðrum tækjum. Hægt að stjórna allri virkni með appi eða með takka á tækjum. Eru með rafhlöður, sem hlaðast þráðlaust á einfaldan hátt, eða með einnota rafhlöður. ReSound LiNX Quattro eru framúrskarandi heyrnartæki Hlíðasmára 19 • 201 Kópavogur • Sími 534 9600 • heyrn.is Erum flutt í Hlíðasmára 19 Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is Ákvörðun hefur verið tekin um að hafa lokaða glugga Barnaspítala Hringsins sem snúa að fram- kvæmdasvæði við Landspítalann, en þar fer fram jarðvegsvinna um þess- ar mundir. Tilteknir gluggar spít- alans hafa verið festir aftur og óheim- ilt er að opna svaladyr. „Gluggunum sem snúa að fram- kvæmdunum, jarðvegsvinnunni, er lokað vegna teórískrar hættu á því að jarðvegsbakteríur geti borist inn þeg- ar það er svona mikið rót. Þetta er mjög stíf ákvörðun til að varna þessu og hættan er afskaplega lítil,“ segir Ásgeir Haraldsson, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, en innan veggja spítalans hefur verið látið vita af þessu, m.a. með tilkynningum sem límdar hafa verið á svaladyr spít- alans. „Bannað að opna svaladyrnar! Hætta á að myglusveppur [aspergill- us] úr jarðvegi berist inn vegna fram- kvæmda fyrir utan,“ segir á límmið- unum. Ævintýri að fylgjast með Ásgeir segir að ónæmisbældum sjúklingum, t.d. börnum í krabba- meinsmeðferð, stafi helst hætta af jarðvegsbakteríum, en áréttar að að- eins sé um algjöra varúðarráðstöfun að ræða. Landspítalinn hefur á dögunum kynnt breyttar aðgönguleiðir að spít- alanum og þurft að gera aðrar ráð- stafanir vegna framkvæmdanna. Ás- geir segir að starfsemi barnaspítalans hafi almennt séð gengið vel meðan á framkvæmdum hefur staðið. Á vinnusvæðinu hefur þurft að gera sprengingar sem fólk á svæðinu finnur vel fyrir. „Við starfsfólkið búum við það að hér titrar allt og skelfur allt tvisvar á dag. Það þolist alveg þokkalega,“ seg- ir Ásgeir. „Fyrir krakka, sérstaklega pínulítið stálpaða og unglinga, þá er alveg frábært að geta fylgst með vörubílum, krönum, borum og köllum í gulum vestum. Það er ævintýri fyrir marga hérna,“ segir hann. Loka gluggum spítalans vegna jarðvegsbaktería Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Barnaspítali Fólki á spítalanum er bent á að opna ekki svaladyr vegna hættu á því að myglusveppur berist inn vegna jarðvegsframkvæmda.  Varna því að myglusveppur berist inn í Barnaspítala Hringsins  Getur valdið ónæmisbældum skaða Jón Birgir Eiríksson jbe@mbl.is „Af því við erum ekki eigendur hússins mun ég ekki tjá mig um ástand þess,“ segir Alma D. Möller landlæknir, spurð út í myglu í húsnæði emb- ættis landlæknis við Barónsstíg og flutninga, en auglýst hefur verið eftir nýju húsnæði til leigu. Óháður mats- maður lauk við úttekt á ástandi húsnæðisins fyrir um tveimur vik- um og að sögn Ölmu var ákvörðun tekin um flutninga í kjölfarið og leigusamningi til ársins 2026 rift á grundvelli 1. og 3. tl. 60. gr. húsa- leigulaga. Riftunin er þannig byggð á því að leigusali hafi ekki bætt úr annmörkum á hinu leigða húsnæði og því að húsnæðið hafi spillst þannig […] að það nýtist eigi leng- ur til fyrirhugaðra nota eða teljist heilsuspillandi að mati heilbrigðis- yfirvalda. Áður höfðu landlæknis- embættið og húseigandi látið skoða húsnæðið í sitthvoru lagi, en nið- urstöður úttektanna stönguðust á. Því var ákveðið að fá óháðan aðila. Þorsteinn Steingrímsson húseig- andi sagði á vef RÚV að myglu og skemmdir í húsinu væri að rekja til sóðaskapar og vanrækslu land- læknisembættisins. Þessu hafnar landlæknir. „Það er mjög skýrt í skýrslu matsmanns að þetta hefur ekkert með okkur að gera,“ segir Alma. Tjá sig ekki sem leigjendur hússins Alma D. Möller  Samningi rift eftir úttekt matsmanns Barónsstígur Embætti landlæknis leigði í gömlu heilsuverndarstöðinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.