Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Eru sparifötin hrein? Sindragata 12c | Ísafirði | Sími 456 1300 | smidjan@velsmidjan.is FYRIR BÍLINN FJARLÆGIR BLETTI EFTIR OLÍU, FITU, MALBIK EIGINLEIKAR NÆR TIL ERFIÐRA STAÐA ÖRUGGT Á ALLT PLAST PLAST HREINSIEFNI FYRIR BÍLAINNRÉTTINGAR lífeyrissparnaðar geti haft mikil áhrif á kaupgetu margra, einkum tekju- lágra. Þá kemur fram í skýrslunni að árið 2017 veittu sveitarfélög og Hus- banken í Noregi um sjö þúsund svo- nefnd startlán, sem styðja eiga tekju- lága til íbúðakaupa. Sá fjöldi jafngildi um 450 lánum á Íslandi á ári hverju. Umfangið virðist óvíst Það er hluti af aðgerðum stjórn- valda vegna kjarasaminga að banna 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán frá og með næstu áramótum. Slík lán hafa gert tekjulágum kleift að kom- ast á neðstu þrep fasteignastigans. Umfang þeirra virðist ekki ljóst. Það svar fékkst frá Seðlabankan- um að ekki væru tiltækar upplýsing- ar um vægi 40 ára verðtryggðra jafn- greiðslulána á markaðnum. Hins vegar fengust þær upplýsing- ar hjá Íbúðalánasjóði að staða lána- safns sjóðsins væri um 300 milljarð- ar. Þar af eru 70%, eða um 210 ma, verðtryggð lán til 40 ára. Ekki lá fyrir skipting milli jafngreiðslulána og lána með jöfnum afborgunum. Til samanburðar segir á vef Seðla- bankans að skuldir heimila með veð í íbúð séu samtals 1.646 milljarðar króna en þar af voru verðtryggðar skuldir 1.277 ma. Benda þessar tölur til að vægi 40 ára verðtryggðra jafn- greiðslulána sé enn töluvert. Leiðréttingin átti þátt í að lækka skuldir hjá Íbúðalánasjóði. Eigi eiginfjárlán að einhverju leyti að þjóna sama hópi og 40 ára verð- tryggð jafngreiðslulán þurfa þau því að hlaupa á milljörðum, ef ekki tug- um milljarða, í fyllingu tímans. Íbúðalánasjóður veitir aðeins verð- tryggð lán en hann hætti almennum útlánum 2012. Sjóðurinn hafði ekki upplýsingar um skiptingu lána hjá öðrum lánastofnunum. Yngvi Harðarson, hagfræðingur og framkvæmdastjóri Analytica, veitti ráðgjöf vegna skýrslu forsætis- ráðuneytisins árið 2014 um afnám verðtryggingar á nýjum neytenda- lánum. Yngvi segir aðspurður að Íbúða- lánasjóður hafi verið ráðandi í 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Hagfræðingarnir Valdimar Ármann og Ásgeir Jónsson hafi skilgreint slík lán sem „Íslandslán“. Samkvæmt þeirri skilgreiningu hafi nær ein- göngu Íbúðalánasjóður boðið slík lán. Bankar og lífeyrissjóðir hafi á síðustu árum endurfjármagnað stóran hluta af lánum sjóðsins. Hefur dregið úr þenslunni Elvar Orri Hreinsson, sérfræðing- ur hjá Greiningu Íslandsbanka, segir aðgerðirnar í flestum ef ekki öllum tilfellum eftirspurnarhvetjandi. „Það væri meira áhyggjuefni ef við værum staðsett á húsnæðismarkaði eins og hann var fyrir um það bil tveimur árum þegar hækkunartakt- urinn var talsvert hraðari. Nú er minni þensla á húsnæðismarkaðnum og talsvert framboð í pípunum sem kælir hann að öðru óbreyttu og vegur gegn eftirspurnarhvetjandi aðgerð- um sem þessum,“ segir Elvar Orri. Hann segir eiginfjárlánin munu gera tekjulágum auðveldara að fjár- magna húsnæði. Á móti komi að tak- marka eigi aðgengi að 40 ára verð- tryggðum lánum. Slík lán hafi gert tekjulágum kleift að kaupa húsnæði með því að bjóða lægri greiðslubyrði. „Ef sami hópur mun taka eiginfjár- lán, sem væri hvort sem er að taka 40 ára verðtryggð lán, verða áhrifin á húsnæðismarkaðinn sennilega ekki mikil. Ég held þó að slík lántaka ein- skorðist ekki við tekjulága, sumum hugnast verðtryggð skuldsetning til lengri tíma. Margir líta enda á hús- næði sem verðtryggða eign og að tekjur vaxi alla jafna í takt við verð- lag. Því telji sumir skynsamlegt að skulda verðtryggt,“ segir Elvar Orri. Spurður hversu mikil áhrif eigin- fjárlánin muni hafa á markaðinn seg- ir hann það fara mikið eftir skilyrð- unum, þ.e.a.s. hversu stór hópur verði gjaldgengur til að sækja um slík lán. „Ef þetta verður of almenn aðgerð, og ef margir sem þurfa ekki á þessu að halda nýta sér þetta, mun það ýta undir hækkun á húsnæðisverði.“ Gætu haldið að sér höndum Hann segir aðspurður að eiginfjár- lán geti haft áhrif á væntingar. „Þeir sem telja sig geta nýtt þessi úrræði til húsnæðiskaupa gætu e.t.v. viljað halda að sér höndum þar til það skýrist betur hvenær hægt verður að nýta sér úrræðin og hvaða skilyrðum þau verða háð,“ segir Elvar Orri. Sem áður segir stendur til að banna 40 ára verðtryggð jafn- greiðslulán og að hámarkslánstími verðtryggðra lána verði 25 ár. Gunnar Bjarni Viðarsson, sérfræð- ingur á greiningardeild Arion banka, segir bannið munu hafa mest áhrif á ungt fólk sem er að stíga sín fyrstu skref á fasteignamarkaði. Þannig muni einhverjir eiga erfitt með að standa undir greiðslubyrði til að komast á fasteignamarkaðinn sem hingað til hafa getað tekið lán. Færir vandamálið til Hins vegar geti eiginfjárlán aukið kaupgetu tekjulægri hóps sem hing- að til hefur ekki getað komist inn á markaðinn. „Þessir einstaklingar hafa átt erfitt með að standa undir greiðslubyrði og ekki fengið lán. Þeir hafa því verið fastir á leigumarkaði eða í heimahúsi. Það virðist vera ætl- unin að hjálpa þessum einstakling- um. Hættan er sú að verið sé að færa vandamálið milli hópa.“ Gunnar segir fjóra þætti munu hafa úrslitaáhrif á þróun fasteigna- verðs á næstu misserum. Í fyrsta lagi aukið framboð íbúða. Í öðru lagi að Seðlabankinn skuli hafa lækkað bindiskyldu í 0%. Það hafi aftur áhrif til vaxtalækkunar þar sem það lækk- ar ávöxtunarkröfu sértryggðra bréfa. Í þriðja lagi bann við 40 ára verðtryggðum jafngreiðslulánum. Í fjórða lagi aðgerðir til að gera til- teknum hópum kleift að komast á húsnæðismarkaðinn. Vaxtalækkanir og ívilnanir til fasteignakaupa geti vegið á móti hinum tveimur þáttun- um til hækkunar. Samandregið sé ekki sjálfgefið að fram undan sé tíma- bil þar sem fasteignaverð verður lægra. Gætu hlaupið á tugum milljarða  Eigi eiginfjárlán að þjóna tekjulágum líkt og 40 ára verðtryggð jafngreiðslulán eru fjárhæðirnar háar  Sérfræðingar telja eiginfjárlánin geta örvað eftirspurn og þar með ýtt undir íbúðaverð næstu misseri Morgunblaðið/Hari Uppbygging Ívilnanir frá hinu opinbera til handa tekjulágum gætu örvað íbúðamarkaðinn á næstu misserum. Ari Skúlason, sérfræðingur hjá Landsbankanum, segir mjög lítið framboð af hús- næði á höfuð- borgarsvæðinu í þeim flokki sem hentar best tekjulágum. Því þurfi að byggja það til að anna eftirspurninni. „Slík uppbygging tekur hins vegar tíma. Þá er ég ekki viss um að nokkur viti hversu mikið er verið að byggja af slíku húsnæði sem stendur,“ segir Ari og rifjar upp að árið 2015 hafi í tengslum við kjarasamninga verið gefin fyrirheit um að byggja 2.300 íbúðir. Það hafi ekki gengið eftir. Ari bendir á að hátt hlutfall þeirra sem hafa keypt fyrstu íbúð á síðustu árum hafi fengið aðstoð vina og ættingja. Í því sé fólgin viss stéttaskipting. Fyrri loforð voru ekki efnd ÍBÚÐIR OG KJARASAMNINGAR Ari Skúlason Gistinóttum á hótelum og gisti- heimilum fjölgaði um 5,1% á síðasta ári. Á sama tíma fækkaði gistinótt- um í Airbnb um 3,3%. Í nýrri Hagsjá Landsbankans kemur fram að fækkun gistinátta í Airbnb megi einungis rekja til fækkunar gistinátta á höfuðborg- arsvæðinu og Suðurnesjum. Fækk- unin nam 9,4% á höfuðborgarsvæð- inu og 11,4% á Suðurnesjum en gistinóttum fjölgaði á öðrum svæð- um. Mest hlutfallsleg fjölgun var á Vesturlandi, 18,6% en einnig var mikil fjölgun á Norðurlandi vestra (15,6%) og Austurlandi (12,3%). Aukin skilyrði og eftirlit virðast hafa dregið úr áhuga einstaklinga á því að standa í Airbnb-leigu- starfsemi. Eftirlit með starfseminni hefur verið eflt og sett þrengri skil- yrði fyrir Airbnb-starfsemi, m.a. tímamörk á útleigu. Færri gistu í Airbnb en fleiri á hótelum og gistiheimilum BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Umfang eiginfjárlána til stuðnings húsnæðiskaupum tekjulágra einstak- linga gæti hlaupið á milljörðum, jafn- vel tugum milljarða, sé tekið mið af markmiðum umræddra lána. Sérfræðingar sem Morgunblaðið ræddi við treystu sér ekki til að áætla eftirspurn eftir eiginfjárlánum. Til dæmis taldi Magnús Árni Skúlason, framkvæmdastjóri Reykjavík Economics, að vinna þyrfti ítarlegri greiningu á eftirspurn tekjulægstu hópa áður en nokkuð væri fullyrt í þessu efni. Sé ónóg framboð af ódýrum íbúð- um sé hætt við að fjármunirnir fari til framkvæmda- eða söluaðila og komi þá ekki kaupendum til góða. Starfshópur sem skipaður var af félagsmálaráðherra skilaði á föstu- daginn var skýrslu um leiðir til að lækka þröskuld ungs fólks og tekju- lágra inn á húsnæðismarkað. Rætt er um að ríkið veiti 15-30% lán af kaup- verði, svonefnd eiginfjárlán. Eins og fram kom í samtali Morgunblaðsins við Ásmund Einar Daðason félagsmálaráðherra á laug- ardaginn hyggst ríkisstjórnin skoða eiginfjárlánin sérstaklega. Ekki náðist í ráðherrann í gær vegna fyrirspurnar um umfang og út- færslu lánanna. Fram kom í kynn- ingu hans á föstudag að það ætti eftir að útfæra tillögurnar. Stefnt væri að lagasetningu á grunni þeirra í haust. Ekki hlutverk starfshópsins Frosti Sigurjónsson, formaður starfshópsins, segir það ekki í verka- hring hópsins að útfæra tillögur. Fram kemur í skýrslu hópsins að hlutfall fólks í lægstu tekjubilunum á leigumarkaði hafi hækkað mikið frá árinu 2004. Árið 2016 hafi um 35 þús- und heimili verið á leigumarkaði, eða 72% fleiri en áratug áður, samkvæmt lífskjararannsókn Hagstofunnar. Leiddar eru líkur að því að slíkum heimilum hafi fjölgað á leigumarkaði. Var það hluti af markmiðum hópsins að gera hópum sem hafa átt erfitt með að eignast íbúð kleift að kaupa. Fram kemur í skýrslunni að meðal- verð í fyrstu íbúðakaupum á höfuð- borgarsvæðinu á fjórða fjórðungi í fyrra var 40,7 milljónir. Miðað við að ríkið leggi til 20% þeirrar fjárhæðar í formi eiginfjárláns, eða um átta millj- ónir, myndi stuðningur við þúsund slík íbúðakaup kosta átta milljarða. Skilja má á markmiðum starfs- hópsins að ætlunin sé að hjálpa mun fjölmennari hópi að kaupa íbúð. Ljóst sé að auknar heimildir til ráðstöfunar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.