Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019 SMÁRALIND – KRINGLAN maze Phythagoras hilla með stoðum. Verð 12.900,- stk. – margir litir Bæjarlind 6 | sími 554 7030 Við erum á facebook Gallabuxur Kr. 15.900 Str. 36-46 • 5 litir Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum hyggst í sumar undirbúa og jafnvel hefja tilraunaveiðar á humri í gildrur. Humarinn yrði síðan flutt- ur lifandi úr landi og boðinn við- skiptavinum á veitingahúsum, væntanlega að mestu á meginlandi Evrópu til að byrja með. Humarkvóti er í sögulegu lág- marki og kom fram í ræðu sem Guðmundur Örn Gunnarsson, stjórnarformaður VSV, flutti á að- alfundi félagsins í lok síðasta mán- aðar að þetta væri m.a. gert til að bregðast við samdrættinum. Fyrir tæpum tíu árum gerði Vinnslu- stöðin tilraunir með gildruveiðar. Þær gengu þokkalega „en við hvorki þekktum mikið til tilheyr- andi markaðsmála né höfðum nægilega góð tengsl við mark- aðinn,“ sagði Guðmundur í ræðu sinni. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri, segir að þessar veiðar yrðu fyrst og fremst í til- raunaskyni. Fyrirtækið eigi hum- argildrur, en það sé ekki nóg að koma þeim fyrir á líklegum stöðum. „Þú færð upp lifandi humar, sem þarf að halda lifandi og selja þann- ig. Tæknin sem þarf til flutnings er þekkt, en áður en viðskiptavinur á veitingahúsi í Evrópu getur valið sér lifandi humar frá Vinnslustöð- inni úr búri þurfum við að átta okk- ur á því hvernig best er að standa að þessu. Þetta yrðu engar magn- veiðar og við þyrftum að fá marg- falt hærra verð fyrir lifandi humar heldur en frystan til að þetta borgi sig,“ segir Sigurgeir. Óþægilega lítið vitað um ástæður Í ræðu sinni á aðalfundinum fjall- aði Guðmundur Örn meðal annars um brest í loðnuveiðum og hum- arveiðum og sagði meðal annars: „Loðnubresturinn lokar vissulega dyrum hjá okkur, sem við vonum og trúum að sé tímabundið, en Vinnslustöðvarfólk kannar þessa dagana hvaða dyr megi hugsanlega opna í staðinn og reyna að draga úr áfallinu sem loðnubresturinn aug- ljóslega er. Humarbrestur kemur yfir okkur á sama tíma, sömuleiðis verulegt högg fyrir félagið og samfélagið hér. Sameiginlegt er með humri og loðnu að óþægilega lítið er vitað um ástæður þess hvernig komið er. Reyndar hafa vísindin alls engin svör við spurningum um hvað eig- inlega gerðist með humarinn og hvers vegna.“ Undirbúa veiðar á humri í gildrur  Yrði fluttur lifandi úr landi Á flugi Lifandi humar er víða að finna á matseðlum veitingahúsa. Andri Yrkill Valsson yrkill@mbl.is Það var greinilegt vor í lofti á höfuð- borgarsvæðinu um liðna helgi þar sem veður var bæði bjart og stillt. Fjölmargir nýttu tækifærið og tóku fram grillin að nýju eftir veturinn og starfsfólk bensínstöðva fann vel fyr- ir því miðað við sölu á gaskútum. „Það seldist rosalega vel og klár- aðist að mestu leyti,“ segir Jón Ingvi Geirsson, verslunarstjóri Olís í Garðabæ, en viðmælandi sem Morg- unblaðið ræddi við sagðist hafa ver- ið einn af um 80 viðskiptavinum sem endurnýjuðu gaskútinn á stöðinni síðastliðinn laugardag. „Það getur passað, salan var í það minnsta mjög mikil,“ segir Jón Ingvi, en stöðin var vart undirbúin fyrir svona góða sölu þar sem nýjar birgðir af gaskútum koma jafnan ekki nema aðra hverja viku yfir vetrartímann og fram undir páska. Harpa Viðarsdóttir á N1 í Foss- vogi tekur í sama streng. „Ég klár- aði alla tíu kílóa plastkútana mað- ur!“ segir hún og telur líklegt að um hafi verið að ræða hátt í 20 kúta. Enginn hafi þó þurft frá að hverfa þar sem til hafi verið minni kútar, bæði fimm og níu kílóa. Þá hafi verið augljóst að veðrið hafði góð áhrif á viðskiptavini. „Nú er sumarið komið, sko. Það er miklu léttara yfir fólki núna,“ segir Harpa. Bjartsýnin tekur völdin á ný Einar Long, framkvæmdastjóri Grillbúðarinnar við Smiðjuveg, tók í sama streng og Harpa, um að létt hafi verið yfir fólki í góða veðrinu. „Það er komin smá bjartsýni í fólk eftir þetta volæði á undan,“ segir Einar, en aukinn straumur fólks lá í verslunina um helgina. „Þetta er að byrja á þessum árs- tíma og er svona á hverju ári, fólk fer af stað þegar vorar og veðrið batnar. Spáin framundan er mjög góð, það er vor í lofti,“ segir Einar Long. Gaskútarnir kláruðust í góða veðrinu um helgina  Grillvertíðin er greinilega hafin hjá landsmönnum Morgunblaðið/Golli Grillveður Gasgrillin voru víða vakin úr vetrardvala í góða veðrinu sem ríkti á höfuðborgarsvæðinu um helgina og grillvörur seldust vel. „Ekki hefur fjölgað mikið hjá WOW, en þeir eru orðnir um 740,“ segir Unnur Sverrisdóttir, starfandi for- stjóri Vinnumálastofnunar, spurð hvort fleiri fyrrverandi starfsmenn félagsins hafi sótt um að komast á at- vinnuleysisskrá. „Þessar tölur eru fyrir WOW, en svo er 701 umsókn frá fólki sem hefur starfað hjá öðrum fyrirtækjum, þannig að það er nú mikið að gera.“ Vegna fjölda um- sókna hefur stofnunin hafið skoðun á því hvort þörf sé á því að fjölga starfsfólki, að sögn Unnar, sem tek- ur fram að mest mæði á greiðslu- stofu atvinnuleysisbóta og í þjón- ustuveri. Þá verður bætt við sumarstarfsmönnum og staðan end- urmetin í haust. Bundnar eru vonir við að dragi úr nýjum umsóknum í ljósi þess að samið var um kjarasamninga nýver- ið sem gæti leitt til meiri róar á vinnumarkaði. „Ég á ekki endilega von um það að allt þetta fólk fari á at- vinnuleysisbætur,“ segir Unnur og útskýrir að margir skrái sig atvinnu- lausa í þeim tilgangi að tryggja sig, en finni síðan nýtt starf áður en til þess kemur að þeir þurfi atvinnu- leysisbætur. „Það eru að koma bestu mánuðirnir í ráðningum, maí og júní.“ Hún segir þungann vera á höfuð- borgarsvæðinu og á Suðurnesjum og hafa stofnuninni borist rúmlega þús- und umsóknir frá höfuðborgarsvæð- inu og 368 af landsbyggðinni, þar af eru 213 af Suðurnesjum. gso@mbl.is Fjölga starfsfólki eftir þörf  Um 1.500 umsóknir borist VST um atvinnuleysisbætur Kolmunna- veiðar við Færeyjar Veiðar íslenskra uppsjávarskipa á kolmunna hefjast væntanlega aftur í vikunni. Venus NS fór á sunnudag frá Vopnafirði áleiðis í færeyska lög- sögu og áhöfnin á Jóni Kjartanssyni SU 311 flaug til Færeyja í gær, en skipið hefur síðustu vikur verið í Sandavogi í Færeyjum. Fleiri skip eru í startholunum, en önnur fara ekki á kolmunna fyrr en eftir páska. Kolmunni er venju samkvæmt að ganga inn í færeyska lögsögu þessa dagana, en það hefur verið nokkuð árvisst að þar hafa kolmunnaveiðar byrjað syðst í lögsögunni um 10. apríl. Mest mega 15 íslensk skip vera að veiðum í færeyskri lögsögu á sama tíma. Samkvæmt yfirliti á vef Fiskistofu eru íslensku skipin búin að veiða 95 þúsund tonn af kolmunna í ár og fékkst sá afli allur á alþjóð- legu hafsvæði vestur af Írlandi. Samtals eru heimildir ársins rúm- lega 250 þúsund tonn. Morgunblaðið/Eggert Venus Stefndi á Færeyjamið í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.