Morgunblaðið - 09.04.2019, Page 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
„Sumir fara í tímabundin verkefni
á borð við pílagrímaferðir og sólar-
landaflug í Evrópu fyrir hin ýmsu fé-
lög,“ segir Vignir og nefnir einnig
aðspurður að stór hluti flugmann-
anna hafi farið í viðtal hjá Cargolux
en 60% félagsmanna ÍFF voru Ís-
lendingar. Hvað flugstjórana varðar
virðast þeir tvístrast í fleiri áttir.
Vignir segir aðspurður að það
hjálpi til að ÍFF-menn kunni til
verka á Airbus-þotum í ljósi vand-
ræðanna með Boeing 737 Max-þot-
urnar sem enn eru kyrrsettar.„Flug-
félög eru væntanlega mikið að nota
Airbus núna. Maður finnur það al-
veg,“ segir Vignir sem segist enn
ekki hafa fengið símtalið frá Skúla
Mogensen sem reynir þessa dagana
að byggja WOW air upp á nýtt.
„Hann verður að hafa hraðar
hendur því menn eru að tínast út um
allan heim,“ segir Vignir.
Í vinnu strax eftir gjaldþrot
Að sögn Guðmundar Úlfars Jóns-
sonar, formanns flugvirkjafélags Ís-
lands, hefur flugvirkjum WOW air
gengið vel að finna sér ný störf og
bresk ráðningaskrifstofa sendi full-
trúa hingað til lands aðeins fjórum
dögum eftir gjaldþrot WOW air.
„Það eru nokkrir strax komnir í
vinnu á Íslandi og voru mættir til
vinnu annars staðar á fyrstu dögum
eftir gjaldþrot. Aðrir eru komnir
með vinnu erlendis. Ekki allir en
mjög margir,“ segir Guðmundur við
Morgunblaðið.
„Íslenskir flugvirkjar eru eftir-
sóknarverðir alls staðar í Evrópu og
hafa oft meiri réttindi en aðrir flug-
virkjar,“ segir Guðmundur.
„Þýski markaðurinn er alltaf svo-
lítið stór hjá íslenskum flugvirkjum
og svo eru það sömuleiðis breskar
ráðningaskrifstofur sem annast út-
hýst viðhald fyrir ýmis félög,“ segir
Guðmundur. Segir hann þó að marg-
ir þurfi að ráða sig í ákveðin verkefni
erlendis og verði síðan í fríi hér á Ís-
landi þess á milli.
Út fyrir landsteinana
AFP
Atvinna 61 flugvirki starfaði hjá WOW air þegar félagið leið undir lok.
Vel hefur gengið hjá flugmönnum, flugstjórum og flugvirkjum WOW air að
finna sér ný störf Fjölmargir hafa farið í viðtal hjá flugfélaginu Cargolux
Starfsmenn WOW air
» 188 flugmenn og flugstjórar
störfuðu hjá WOW air er félag-
ið leið undir lok. 60% þeirra
eru íslenskir ríkisborgarar.
» 61 flugvirki starfaði hjá
WOW air þegar flugfélagið varð
gjaldþrota. Margir eru þegar
komnir með vinnu.
BAKSVIÐ
Pétur Hreinsson
peturhreins@mbl.is
Flugmönnum, flugstjórum og flug-
virkjum sem störfuðu hjá WOW air
sem varð gjaldþrota í lok síðasta
mánaðar gengur vel að finna sér
nýja vinnu en hana er mestmegnis að
finna erlendis. Samtals voru 188
flugmenn og flugstjórar starfandi
hjá WOW undir það síðasta og 61
flugvirki.
Flugfélögin Cargolux, Japan Air
og Silk Way Airlines frá Aserbaídjs-
an hafa öll borið víurnar í flugmenn
WOW air að sögn Vignis Arnar
Guðnasonar, formanns Íslenska
flugmannafélagsins, ÍFF, sem er
stéttarfélag flugmanna WOW air.
Hann segir ýmsa vera búna að fara í
viðtöl en störfin séu ekki í hendi.
„Ekkert í boði hérna“
„En vissulega erum við eftirsóttur
starfskraftur. En menn þurfa að fara
út fyrir landsteinana. Það er ekkert í
boði í hérna,“ segir Vignir í samtali
við Morgunblaðið. Það séu þá svo-
kallaðir túrar sem séu í boði. Annars
þurfi fólk að flytja til útlanda með
öllu því sem tilheyrir. „Auðvitað vilja
menn búa hér og vinna. Sjálfur sá ég
fyrir mér að vera hjá WOW air út
starfsferilinn. Það er ekkert grín
þegar því er kippt undan manni á
einni nóttu,“ segir Vignir.
„Bankinn var búinn að gefa það út að hann myndi
ekki láta krónuna veikjast vegna útflæðis aflands-
króna. Bankinn fór því á móti útflæði aflandskróna
hinn 5. mars þegar aflandskrónufrumvarpið tók gildi.
Hann greip svo inn í að nýju 26. mars en hann gerði það
einnig 28. mars í kjölfar gjaldþrots WOW air.“
Halldór Kári segir að það veki nokkra eftirtekt að
síðastnefnda inngripið hafi ekki náð milljarði króna.
„Þetta voru um 830 milljónir króna en yfirleitt nema
inngripin að minnsta kosti milljarði. Það er í raun for-
vitnilegt að ekki hafi þurft meira til að styðja við gengi
krónunnar í kjölfar þessara tíðinda.“
Bendir Halldór Kári raunar á að frá því að flug-
félagið fór á hausinn hafi gengi krónunnar styrkst um
2,5% en seigla krónunnar undanfarið skýrist vænt-
anlega hvað helst af afnámi bindiskyldunnar.
Heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri nam
235 milljónum evra í marsmánuði en það jafngildir 32,2
milljörðum króna. Veltan hefur ekki verið meiri síðan í
júlí árið 2017 en þá nam hún 329 milljónum evra.
Af þessari veltu nam inngrip Seðlabanka Íslands
jafnvirði ríflega 4,5 milljarða króna. Hlutur Seðlabank-
ans í veltu mánaðarins var því 14,1%. Inngrip bankans
hafa ekki verið meiri síðan í maí 2017 en þá var bank-
inn aftur á móti að draga úr styrkingu. Reyndar stapp-
aði inngrip hans í desember síðastliðnum nærri þeirri
fjárhæð sem nú varð raunin en þá nam það tæplega 4,5
milljörðum króna.
Halldór Kári Sigurðarson, sérfræðingur hjá grein-
ingardeild Arion banka, segir að bankinn hafi þrívegis
gripið inn í markaðinn í mánuðinum til að styðja við
gengi krónunnar.
Seðlabankinn beitti 4,5 milljörðum
Krónan styrkst um 2,5% frá falli WOW air í lok mars
Morgunblaðið/Golli
Millibankamarkaður Heildarveltan
nam 32,2 milljörðum í marsmánuði.
● Arion banki hækkaði um 4,23% í 666
milljóna króna viðskiptum í Kauphöll í
gær. Langmest var velta með bréf
Haga eða 1.397 milljónir. Haggaðist
gengi bréfa félagsins þó lítið, hækkaði
um 0,34%. Velta með bréf símans nam
618 milljónum króna og hækkuðu bréf
félagsins um 1,74%. Marel hækkaði
um 1,95% í 271 milljónar króna við-
skiptum og Festi hækkaði um 1,28% í
30 milljóna króna viðskiptum.
Icelandair Group lækkaði um 1,8%
í 167 milljóna viðskiptum. Aðeins eitt
annað félag lækkaði í Kauphöll í gær.
Það var fasteignafélagið Reitir. Gengi
þess seig um 0,13% í 326 milljóna við-
skiptum.
Arion hækkaði um
4,23% í Kauphöllinni
9. apríl 2019
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 118.68 119.24 118.96
Sterlingspund 155.13 155.89 155.51
Kanadadalur 88.72 89.24 88.98
Dönsk króna 17.846 17.95 17.898
Norsk króna 13.793 13.875 13.834
Sænsk króna 12.778 12.852 12.815
Svissn. franki 118.57 119.23 118.9
Japanskt jen 1.0616 1.0678 1.0647
SDR 164.52 165.5 165.01
Evra 133.23 133.97 133.6
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 164.2735
Hrávöruverð
Gull 1288.9 ($/únsa)
Ál 1863.0 ($/tonn) LME
Hráolía 69.13 ($/fatið) Brent
● Í marsmánuði flutti Icelandair 268
þúsund farþega eða 3% fleiri en í sama
mánuði 2018. Framboð félagsins var
aukið um 6% frá sama tímabili og leiddi
það til þess að sætanýting minnkaði
úr 81,9% í 81,2%. Í tilkynningu frá fé-
laginu segir að ferðamannamarkaður-
inn íslenski hafi verið stærsti markaður
félagsins í mars eða 45% af heildar-
farþegafjölda. Segir félagið að farþeg-
um á þessum markaði hafi fjölgað mest
miðað við marsmánuð árið áður eða
um 13%.
Farþegum Air Iceland Connect
fækkaði um 19% í mars frá sama mán-
uði í fyrra og voru þeir 23 þúsund. Mun-
aði þar mestu að flugi sem boðið var
upp á til Aberdeen og Belfast hefur ver-
ið hætt.
Farþegum Icelandair
fjölgaði um 3% í mars
STUTT