Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Tæknibreyt-ingar hafaverið hrað-
ar á liðnum árum,
ekki síst á sviði
fjölmiðlunar sem
hefur skilað sér í
hraðari og meiri
straumi upplýsinga til almenn-
ings en nokkurn tímann fyrr í
sögunni. Hraðinn er raunar
orðinn slíkur og áreitið svo
mikið og stöðugt að talið er að
þetta kunni að hafa ófyrir-
sjáanleg áhrif á almenning og
hafi þegar haft neikvæð áhrif á
andlega heilsu. Þetta eru von-
andi skammtímaáhrif sem
fjara út eftir því sem fólk lærir
að stýra tækninni í stað þess
að láta tæknina stýra sér. Þá
má einnig vonast til að eftir
standi betri og meiri upplýs-
ingar sem gagnist fólki og þar
með þjóðfélögum í heild sinni
að þroskast og þróast á já-
kvæðan hátt.
Í öllu þessu umróti er aug-
ljóst að þýðing hefðbundinna,
vandaðra og ritstýrðra fjöl-
miðla er síst minni en áður.
Segja má að enn brýnna sé en
áður, þegar hraðinn var minni,
að einhverjir séu til sem taki
að sér að greina hismið frá
kjarnanum og tryggja eftir
fremsta megni að almenningur
hafi aðgang að réttum upplýs-
ingum.
Morgunblaðið hefur alla tíð
sinnt þessu hlutverki og lagt
áherslu á vönduð fréttaskrif og
fréttaskýringar auk þess að
hafa í ritstjórnargreinum
skoðanir á ýmsu því sem rætt
er hér á landi og annars staðar.
Þá hefur það verið lifandi vett-
vangur skoðanaskipta og flests
þess sem skiptir landsmenn
máli, hvort sem það er af alvar-
legra tagi eða skemmtiefni og
afþreying.
Allt er þetta mikilvægt og
verður verkefni Morgunblaðs-
ins hér eftir sem hingað til, en
eins og áherslur hafa breyst í
gegnum tíðina taka þær breyt-
ingum í dag og munu án efa
gera það áfram eftir því sem
tíminn krefst.
Í blaði dagsins sjá dyggir
lesendur þess nokkrar breyt-
ingar, ekki stórvægilegar þó,
en þróun sem ekki er ólík því
sem hefur verið að gerast í
löndunum í kringum okkur.
Eitt af því er til dæmis að
íþróttaefnið er ekki lengur í
sérstöku blaði heldur hluti af
aðalblaðinu og þá hafa orðið
tilfærslur og breytingar á ein-
stökum efnisþáttum.
Með þessum breytingum
eykst sveigjanleiki í rekstri og
vinnslu blaðsins og betri tök
eru á að leggja áherslu á það
sem brýnast er
hverju sinni. Þetta
þýðir að blaðið
getur eftir sem áð-
ur sinnt mikil-
vægum umfjöll-
unarefnum af
þeirri yfirsýn og
umfangi sem lesendur þess
þekkja og kunna vel að meta.
Annað sem nýlega var gert
til að bæta rekstur blaðsins er
að útgáfufélag þess, Árvakur
hf., keypti meirihluta í dreif-
ingarfyrirtækinu Póstmiðstöð-
inni ehf. sem meðal annars
dreifir Fréttablaðinu. Með
þessu var, jafnframt því að
skjóta styrkari stoðum undir
reksturinn, tryggt betur að
dreifing til áskrifenda yrði
sem öruggust hér eftir sem
hingað til. Nú stendur samein-
ing dreifikerfanna yfir og hafa
sumir áskrifendur orðið fyrir
óþægindum af þeim sökum.
Morgunblaðið biðst velvirð-
ingar á því og keppist við að
laga hratt og vel þá hnökra
sem upp hafa komið.
Hluti af þeim breytingum
sem segja má að tíminn krefj-
ist af fjölmiðlum er að nálgast
notendur sína á fleiri máta en
áður. Í þessu skyni hóf Árvak-
ur snemma að gefa út frétta-
og afþreyingarvefinn mbl.is,
sem hefur vaxið og dafnað og
er fyrir löngu orðinn fastur
punktur í tilveru langflestra
landsmanna og mest lesni vef-
ur landsins.
Árvakur hefur einnig hafið
útvarpsrekstur til að koma
efni sínu á framfæri við stærri
hóp og hefur K100 vaxið jafnt
og þétt frá því að útsendingar
hófust á vegum Árvakurs fyrir
rúmum tveimur árum.
Þá er áhersla lögð á að koma
efni Morgunblaðsins til áskrif-
enda með fjölbreyttari hætti
og margir sem nýta sér aðgang
að Mogganum sínum hvenær
sem er og hvar sem þeir eru
staddir í veröldinni. Þannig
hefur blaðið og efni þess verið
gert aðgengilegt á snjall-
tækjum og símum, hluti þess
hefur verið gerður aðgengileg-
ur með Hljóðmogganum fyrir
þá sem eru á ferðinni eða hafa
af öðrum ástæðum ekki að-
stæður til að lesa, auk þess
sem efnið hefur nýlega verið
gert aðgengilegra á mbl.is.
Allt er þetta gert í því skyni
að auka þjónustu við áskrif-
endur og tryggja þeim greiðan
aðgang að Morgunblaðinu því
eins og áður sagði eru rit-
stýrðir og vandaðir miðlar á
borð við þá sem Árvakur gefur
út helsta trygging almennings
fyrir því að eiga aðgang að
réttum upplýsingum.
Morgunblaðið
þróast en leggur
jafnan áherslu á
að greina hismið
frá kjarnanum}
Ekki eru allar
upplýsingar eins
Þ
að var áhugavert að fylgjast með
umfjöllun Landans á RÚV um
liðna helgi um ungmennaráð Suð-
urlands. Af þeim áhugaverðu mál-
efnum sem unga fólkið á Suður-
landi fjallaði um nefndi það skatta sérstaklega.
Einn viðmælandi þáttarins hafði orð á því að
það vantaði aukna fræðslu um skatta. Ungt
fólk áttaði sig á því þegar það færi að vinna að
það væri búið að taka stóran hluta launa þeirra
í skatt.
Það bregður sjálfsagt öllum sem koma nýir
inn á vinnumarkaðinn þegar þeir skoða launa-
seðilinn sinn. Stór hluti teknanna er tekinn í
skatt og launþegar meðhöndla aldrei þá upp-
hæð. Það er að vísu nokkuð sem mætti skoða,
hvort ekki sé réttara að launþegar fái útgreidd
brúttólaun sín og standi sjálfir skil á skatt-
greiðslum. Þannig kann að vera erfiðara fyrir
hið opinbera að hækka skatta. Ég hef lagt fram þings-
ályktunartillögu þar sem hvatt er til þess að hið opinbera,
bæði stofnanir og fyrirtæki, aðgreini skiptingu útsvars og
tekjuskatts á launaseðlum starfsmanna sinna til að varpa
betra ljósi á það hvernig skattheimtu er háttað.
Það er rétt hjá unga fólkinu á Suðurlandi að það vantar
meiri fræðslu um skatta. Þeir sem fylgdust með öðrum
þætti á RÚV vikuna áður, Silfrinu, fengu þar kennslu-
stund í því hvernig maður ætti ekki að horfa til skatta og
skattheimtu. Í umræðu um stöðu ferðaþjónustunnar
ítrekaði Oddný Harðardóttir, þingflokksformaður Sam-
fylkingarinnar, fyrri stefnu flokksins um að
hækka skatta á þessa mikilvægu atvinnu-
grein. Oddný, sem er fyrrverandi fjár-
málaráðherra, sagði að ferðaþjónustan nyti
enn skattaafsláttar þar sem meginþorri henn-
ar væri í neðra þrepi virðisaukaskatts. Hún lét
þess ógetið að ferðaþjónustan greiðir, ein út-
flutningsgreina, virðisaukaskatt og skilar
þannig umtalsverðu fjármagni í ríkiskassann.
Hún lét þess líka ógetið að störf í ferðaþjón-
ustu hafa nær tvöfaldast á innan við áratug
sem aftur skapar hinu opinbera tekjur, að
ónefndum öllum óbeinu áhrifunum sem ferða-
þjónustan hefur til hins betra á íslenskt efna-
hagslíf.
Það væri hægt að halda langa tölu um það
hversu miklar tekjur ferðaþjónustan skapar
opinberum aðilum í núverandi skatta-
umhverfi. Það viðhorf sem birtist til skatta er
sem fyrr segir ekki síður dýrmæt lexía um það hvernig
maður ætti ekki að horfa á skattheimtu. Það er rangt að
líta á innheimtu á neðra þrepi virðisaukaskatts sem
skattaafslátt eða einhvers konar opinberan styrk, sér-
staklega þar sem útflutningsgreinar (sem ferðaþjónustan
er) greiða almennt ekki virðisaukaskatt.
Það er vond kennslustund ef skilaboðin eru þau að öll
skattheimta undir 100% sé gjöf frá ríkinu.
Áslaug Arna
Sigurbjörns-
dóttir
Pistill
Vond kennslustund
Höfundur er formaður utanríkismálanefndar og
ritari Sjálfstæðisflokksins. aslaugs@althingi.is
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen
SVIÐSLJÓS
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Fjármála- og efnahagsráðu-neytið fellst ekki á þærhugmyndir SeðlabankaÍslands og fleiri aðila að
verðandi Þjóðarsjóður verði hýstur
í Seðlabankanum eða í vörslu bank-
ans sem hluti af gjaldeyrisforða
bankans.
Eins og greint var frá hér í
blaðinu fyrr í vetur setti Seðlabank-
inn m.a. fram þá skoðun í umsögn
við frumvarp fjármála- og efnahags-
ráðherra að það gæti bæði verið
heppilegt og hagkvæmt ef Seðla-
bankinn sæi um daglegan rekstur
og umsýslu Þjóðarsjóðsins. Í frum-
varpinu er hins vegar gengið út frá
því að öllum rekstri sjóðsins verði
útvistað til einkaaðila.
Fjármála- og efnahagsráðu-
neytið hefur nú svarað marg-
víslegum ábendingum og gagnrýni
á frumvarpið með nýju minnisblaði
til efnahags- og viðskiptanefndar
Alþingis. Ráðuneytið er t.a.m.
ósammála þeirri skoðun í umsögn
Seðlabankans að markmiðið með
stofnun Þjóðarsjóðsins séu sum þau
sömu og búa að baki vörslu gjald-
eyrisvaraforða Seðlabankans.
„Ráðuneytið lítur ekki svo á að
gjaldeyrisvaraforða á vegum Seðla-
bankans hafi verið haldið úti til að
mæta áföllum á borð við alvarlegar
afleiðingar sjúkdómsfaraldurs, vist-
kerfisbrests eða náttúruhamfara,
sem Þjóðarsjóði er ætlað að mæta,“
segir á minnisblaði ráðuneytisins.
Stærð og handbærni gjaldeyr-
isforðans lúti öðrum þjóðhagslegum
viðmiðum en eigi við um Þjóðarsjóð,
enda hlaupi kostnaður við forðann á
annan tug milljarða króna árlega
þar sem ávöxtun af honum sé afar
lítil. Þá geti breytingar á gengi
krónunnar haft mikil áhrif til lækk-
unar eða hækkunar.
,,Fremur virðist þá koma til
álita að skoða hvort draga mætti úr
umfangi forðans og kostnaði við
hann. Loks er vandséð að til þess
gæti komið að tekjutap eða útgjöld
ríkissjóðs af mótvægisráðstöfunum
í kjölfar efnahagsáfalls, t.d. vegna
alvarlegs mengunarslyss á fiskimið-
unum, væru greidd úr gjaldeyr-
isforða Seðlabankans,“ segir ráðu-
neytið.
Þjóðarsjóðurinn á að vera vörn
fyrir þjóðina ef stórfelld áföll ríða
yfir og til hans eiga að renna tekjur
ríkisins af arðgreiðslum og auð-
lindaafnotagjöldum orkuvinnslufyr-
irtækja. Talið er að arðgreiðslur
Landsvirkjunar gætu á nokkrum ár-
um orðið 10-20 milljarðar kr. á ári. Á
nýafstöðnum aðalfundi Landsvirkj-
unar var samþykkt að greiða 4,25
milljarða kr. í arð til eigendanna.
Umsýsla lánsfjármála ríkis
frá Seðlabanka til ráðuneytis
Ráðuneytið telur ekki heppilegt
að fela bankanum umsýslu Þjóðar-
sjóðsins, verkefnin tilheyri ekki
hlutverki hans við framfylgd pen-
ingastefnu og fjármálastöðugleika
og óþarft sé að hann verði milliliður
fyrir ráðuneytið ,,í umgjörð sem
ætlunin er að verði fremur einföld
og skilvirk í sniðum“.
Í umfjöllun ráðuneytisins á
minnisblaðinu til þingnefndarinnar
er vikið að því að ráðuneytið hafi fal-
ið Seðlabankanum með samningi að
hafa umsýslu með lánsfjármögnun
ríkissjóðs. Nú sé verið að endur-
meta þann samning í ljósi reynsl-
unnar. ,,Þegar hefur verið ákveðið
að færa samskipti við lánshæfis-
fyrirtæki til ráðuneytisins. Á árinu
verður einnig til skoðunar að um-
sýsla með lánsfjármálum ríkissjóðs
og upplýsingamiðlun um hana færist
aftur til ráðuneytisins eða til stofn-
unar á vegum þess,“ segir á minnis-
blaðinu.
Áföllum ekki mætt
með gjaldeyrisforða
Morgunblaðið/Ómar
Seðlabankinn Ráðuneytið segir stærð og handbærni gjaldeyrisforðans
lúta öðrum þjóðhagslegum viðmiðum en eiga við um Þjóðarsjóðinn.
Fjármála- og efnahagsráðu-
neytið vísar á bug þeim skoð-
unum í umsögnum að í stað
varúðarsjóðs gæti þjóðin stað-
ið af sér áföll með því að grípa
til gjaldeyrisforðans, lántöku
og með atbeina öflugra
lífeyrissjóða. „Lífeyrismál
landsmanna væru í uppnámi ef
verja ætti t.d. þriðjungi eigna
lífeyrissjóða til að mæta af-
leiðingum efnahagsáfalls eða
vistkerfisbrests, sem væri
reyndar óheimil eignaupptaka
samkvæmt lögum,“ segir í at-
hugasemdum við umsögn Við-
skiptaráðs. ,,Ríkið hefur engan
umráðarétt yfir eignum lífeyr-
issjóða landsmanna og getur
ekki ráðstafað þeim í kjölfar
áfalls, enda fæli það í sér
eignaupptöku. Lífeyrisréttindi í
lífeyrissjóðum eru stjórnar-
skrárvarin eignaréttindi,“ segir
um umsögn Frosta Sigurjóns-
sonar að við áfall gæti ríkið
gripið til fjármuna lífeyrissjóða
eða gjaldleyrisforðans.
Ráðstafa ekki
lífeyrissjóðum
SVARA GAGNRÝNI