Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 17
UMRÆÐAN 17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019 Ýmsir hafa tjáð sig í fjölmiðlum síðustu daga og hafa viljað greina ástæðurnar fyrir falli WOW. Fyrir mér hafa margir með þessum greiningum verið að leita langt yf- ir skammt. Í viðtali við Morg- unblaðið 31.3. 2019 virtist helzti punktur Gylfa Zoëga prófessors – sem þó hefur fjallað um krónuna og gjald- miðlamálin af mikilli þekkingu og skynsemi – verið sá að ef höf- uðstöðvar WOW hefðu verið er- lendis hefði mátt bjarga félaginu þar sem með þessum hætti hefði íslenzk vinnulöggjöf og íslenzkir kjarasamningar ekki gilt. Auðvit- að er nokkuð til í þessu en í mín- um augum er þetta þó ekki aðal- atriðið. Fyrrverandi stjórnarmaður í WOW, Ben Baldanza, reyndur maður í flugvélarekstri, kemur líka með sína greiningu. Hann tel- ur upp fimm rekstraratriði sem hefðu mátt betur fara, sem eflaust er rétt, en sér samt greinilega ekki heldur skóginn fyrir trjánum. Aðrir kenna miklum sveiflum í eldsneytisverði og háum íslenzk- um launakostnaði um. Hér verður þó að hafa í huga að hækkun elds- neytiskostnaðar bitnar á öllum flugfélögum með svipuðum hætti og hefur hún því ekki bein áhrif á samkeppnisstöðu og með góðri starfsmannastýringu tókst WOW að halda launakostnaði félagsins mjög niðri. Hann var t.a.m. 18% síðasta eðlilega rekstrarárið, 2017, en þá var hann 31% hjá Icelandair. Hér er aftur um rétt atriði að ræða sem nokkurt vægi hafa en þetta eru samt heldur ekki aðalatriðin. Rekstur WOW byggðist að mestu á tekjum í dollurum, en stærsti hluti gjalda var í íslenzk- um krónum. Er því ljóst að gengi dollars gagnvart krónu hafði af- gerandi þýðingu fyrir þróun, rekstur og afkomu félagsins. Á árunum 2012 til 2016 sveifl- aðist gengi krónunnar gagnvart dollar á bilinu 120 til 130 krónur í dollar. Meðalgengi þessi fimm ár var stöðugt; um 123 krónur í doll- ar. Var því eðlilegt að far- gjaldastýring félagsins í dollurum svo og rekstrar- og afkomu- áætlanir byggðust á þessu gengi. Einhvern veginn er það svo að sú von virðist seint deyja að loks komist stöðugleiki í krónuna enda eiga menn með rekstur hér ekki marga aðra kosti. En svo gerist það 2017 að svika- tólið krónan hleypur enn einu sinni óvænt út undan sér; doll- arinn hrekkur allt í einu niður í um 105 krónur í dollar að með- altali. Krónutekjur félagsins lækka um 15%, nánast eins og hendi sé veif- að og án þess að fé- lagið gæti með nokkr- um hætti fengið rönd við reist. Flest stærri félög sem eru í alþjóðlegum rekstri og samkeppni stefna á 10% tekju- afgang fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og skatta. Meira leyfir hörð alþjóðleg sam- keppni yfirleitt ekki. Þetta endar oft í því að hreinar og endanlegar rekstrartekjur verða 2-4% af brúttóveltu. 15% tekjutap á ársgrundvelli er því heiftarlegt högg. Sérstaklega fyrir nýtt félag sem er í uppbyggingu og hefur enn ekki náð að mynda sterka eigin- fjárstöðu. Auðvitað nær þetta tekjutap ekki til gjalda í dollurum en það leggst af fullum þunga á launakostnað og allan innlendan kostnað sem virðist t.a.m. 2016- 2017 hafa verið um eða yfir tveim- ur þriðju af heildargjöldum. Árið 2017 aflaði félagið tekna upp á 486 milljónir dollara. Ef gengið hefði verið 123 krónur í dollar, eins og það var að meðaltali árin fimm þar á undan, hefðu tekjur WOW í krónum orðið 59,8 milljarðar það ár. En þar sem raungengi WOW það ár var ekki nema 107 krónur í dollar varð veltan í krónum ekki nema 52 milljarðar króna, í stað 59,8 milljarða. Þannig varð WOW fyrir tekjutapi upp á 7,8 milljarðar króna bara af því að krónan sveik. Ef dollar/krónugengið hefði haldist svipað 2017 og árin fimm þar á undan hefði WOW hagnast um 5,4 milljarða króna árið 2017 en vegna „svika“ krónunnar varð fé- lagið að taka á sig tap upp á 2,4 milljarða króna. Þetta tap, sem fór að brenna á félaginu í vaxandi mæli 2018 og komst svo í algleyming og vaxandi neikvæða fjölmiðlaumræðu í fyrra- sumar/haust, varð svo upphafið að endinum hjá þessu ágæta félagi en svikatólið krónan felldi það svo endanlega á dögunum. Ef hér hefði verið evra eða doll- ar, ekki króna, væri WOW enn í fullu fjöri, sennilega á hraðri frek- ari uppleið, ekki bara eigendum og starfsmönnum WOW, heldur líka öllum landsmönnum og merkinu Ísland, til góðs. Krónan felldi WOW Eftir Ole Anton Bieltvedt »En svo gerist það 2017 að svikatólið krónan hleypur enn einu sinni óvænt út und- an sér; dollarinn hrekk- ur allt í einu í um 105 krónur að meðaltali. Ole Anton Bieltved Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslu- maður og stjórnmálarýnir. Kjarni kærleikans er hjarta Guðs sem breytir refsingu í fyr- irgefningu, vonleysi og myrkri í von og ei- líft líf. Hann er ljósið í heiminum. Höfundur himins og jarðar, lífs- ins, kærleikans, von- arinnar og friðarins. Hann sem er ljósið sem blásið var á en logar nú blítt og yljar og vermir þeim sem í það leita. Uppspretta lífsins Kærleikans Guð vill nefnilega fá að veita okkur að teyga af lind hins sanna lífs sem aldrei tekur enda. Fá að dreypa af þeirri kær- leikslind sem aldrei þornar upp. Er sí fersk, svalandi og lífgefandi. Hann býður okkur að nærast af sínu lífsins vatni og endurnærast svo við komumst af. Hann vill líka að við njótum þess að bera gefandi ávöxt í lífinu. Jafnvel margfaldan ávöxt, svo fleiri fái notið ávaxtanna sem hann vill prýða okkur með. Ávaxta sem blessa náungann og í umhverfinu. Ávaxta kærleika og vonar, fyrirgefningar og frið- ar. Það er svo und- ursamlegt að fá að ausa án afláts af þeim lífsins brunni sem við flest þráum. Að teyga þakklát úr þeirri lind hjálpræðisins. Leyndardómur Kærleikurinn sem er æðstur allra dyggða er himneskur leynd- ardómur gjafar Guðs til mín og til þín. Við erum að tala um kærleik- ann sem sér í þér og í mér eilífðar verðmæti. Kærleikann sem veitir þann frið sem enginn annar getur veitt. Kærleikann sem enginn skil- ur en allir mega og geta upplifað. Meðtekið, hvílt í og notið. Með kærleikann sem á upp- sprettu í hinni sönnu og eilífu lind lífsins að vopni, verður nefnilega allt eitthvað svo miklu ljúfara, áhyggjulausara, notalegra, þægi- legra og betra. Þá tökum við að sjá okkur sjálf og samferðamennina með augum hins lífgefandi kær- leika. Í augum Guðs ert þú nefnilega ekki eitthvað sem var. Heldur verðmæti sem eru og munu verða. Sama hvað. Algóður Guð býðst til að anda ferskum blæ kærleika síns á þig svo þú fáir notið og hreinlega kom- ist af. Látum því eftir okkur að elska okkur sjálf og hvert annað svo ljómi kærleikans fái stafað geislum sínum yfir okkur og allt okkar og þeirra sem á vegi okkar verða. Með vonarríkri kærleiks- og friðarkveðju og þakklæti fyrir að fá að vera með. Lifi lífið! Kjarni kærleikans Eftir Sigurbjörn Þorkelsson »Kærleikans Guð vill veita okkur að teyga af lind hins sanna lífs sem aldrei tekur enda. Fá að dreypa af þeirri kærleikslind sem aldrei þornar upp. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er ljóðskáld og rithöfundur og aðdáandi lífsins. SVALALOKANIR Svalalokanir frá Glerborg eru nýtískulegar og falla vel að straumum og stefnum nútímahönnunar. Lokunin er auðveld í þrifum þar sem hún opnast inná við. Hægt er að fá brautirnar í hvaða lit sem er. Svalalokun verndar svalirnar fyrir regni, vindi og ryki og eykur hljóðeinangrun og breytir notkun svala í heilsársnotkun. Glerborg Mörkinni 4 108 Reykjavík 565 0000 glerborg@glerborg.is www.glerborg.is 2291árfregalgeps&nupílsrelg,raggulg,relG FÁÐU TILBOÐÞÉR AÐKOSTNAÐAR-LAUSU Óseyrarbraut 12, 220 Hafnarfirði | Klettagörðum 5, 104 Reykjavík | stolpigamar@stolpigamar.is Gámaleiga Er gámur lausnin fyrir þig? Við getum líka geymt gáminn fyrir þig 568 0100 stolpigamar.is HAFÐU SAMBAND Búslóðageymsla ❚ Árstíðabundinn lager ❚ Lager ❚ Sumar-/vetrarvörur Frystigeymsla ❚ Kæligeymsla ❚ Leiga til skemmri eða lengri tíma

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.