Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019 ✝ GuðbrandurÞórðarson fæddist í Hergilsey á Breiðafirði 24. október 1933. Hann lést á Dvalarheimil- inu Barmahlíð, Reykhólum, 27. mars 2019. Foreldrar hans voru hjónin Þórður Valgeir Benjamíns- son, fæddur í Flatey á Breiðafirði 2. ágúst 1896, d. 10. nóvember 1985, bóndi í Hergils- ey og í Flatey og síðar verkamað- ur í Stykkishólmi, og Þorbjörg Sigurðardóttir, fædd á Brjáns- læk á Barðaströnd 26. október 1899, d. 27. mars 1987. Guðbrandur var 11. í röð 16 systkina: Valborg Elísabet, Sig- urður, Dagbjört Guðríður, Björg Jóhanna, Auður, Benjamín, Guð- mundur Sigurður, Ari Guð- mundur, Sigríður Hrefna, Jó- hannes, Ásta Sigrún, Ingunn, Gunnar, Gunnar Þórbergur og Sigurbjörg. Guðbrandur kvæntist Mörtu Þorsteinsdóttur frá Jörva í Haukadal. Börn Guðbrands og Mörtu: 1) Margrét, f. 9. mars 1957, gift Stefáni Bjarnasyni. Börn þeirra: a) Bjarki Elvar, f.1977, kvæntur Emelíu Braga- börn þeirra: Halldór Logi, and- vana fæddur, Sóley Þrá. c) Brynjar Örn, f. 1988. d) Tómas Freyr, f. 1992. Börn Bjarnheið- ar: a) Sunnefa, f. 1987, gift Ósk- ari Erni Eggertssyni, dóttir þeirra Elísabet Freyja. b) Máni, f. 1996. c) Dagur, f. 2001. 5) Þor- steinn, f. 7. mars 1968, kvæntur Theodóru Skúladóttur, börn þeirra: Hafsteinn Andri, f. 1991, og Dagbjört Lilja, f. 1995. Guðbrandur ólst upp í Hergilsey og síðar í Flatey á Breiðafirði. Hann fór ungur að vinna fyrir sér, má þar t.d. nefna byggingarvinnu við frystihúsið í Flatey, vertíð í Stykkishólmi og Ólafsvík og síldarvertíð á Siglu- firði. Hann fór 17 ára suður og vann um tíma í byggingarvinnu í Reykjavík, frystihúsi í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli hjá hernum. Hann flutti snemma árs 1955 í Dalina, þá 21 árs og bjó þar alla tíð síðan. Hann starfaði lengst af hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar í Búðardal við verslunarstörf. Hann stofnaði nýbýli með Mörtu úr landi Jörva sem var nefnt Jörvi 2. Hann byggði þar upp stóra hlöðu og ræktaði upp tún sem þóttu stór á þeim tíma, auk þess var hann stoð og stytta tengdaforeldra sinna við búskapinn að Jörva. Hann fór út í Flatey bæði að vori og hausti að aðstoða foreldra sína við nýtingu hlunninda í Her- gilsey. Útför Guðbrands fer framfrá Fríkirkjunni Hafnarfirði í dag, 9. apríl 2019, klukkan 13. dóttur, börn þeirra: Sigríður Margrét, Þórdís Unnur og Stefán Bragi. b) Hel- ena Marta, f. 1983, gift Teiti Birgissyni, dóttir þeirra Bryn- hildur Björk. c) Svanberg Addi, f. 2002. 2) Þorbjörg, f. 5. nóvember 1959, gift Þórði Pálssyni, börn þeirra: a) Em- ilía, f. 1977, gift Magnúsi Hjalte- sted. Börn þeirra: Sól, Elísa, Lár- us og Þórður. b) Marta, f. 1980, gift Guðna Rafni Eiríkssyni. Börn þeirra: Bryndís, Þórður, Þor- steinn Óli og Þór. c) Guðbrandur, f. 1987, d. 2. maí 1990. d) Ólafur, f. 1991. e) Hergils, f. 1993. 3) Svanberg, f. 14. nóvember 1962, kvæntur Þóru Skúladóttur. Son- ur Svanbergs, Ragnar Hrafn, f. 1982. Börn Þóru: Birna, f. 1970, og Ragnar, f. 1980. Þóra á þrjú ömmubörn: Emmu, Róbert og Andreu og tvö langömmubörn: Nellie og Aliciu. 4) Reynir, f. 12. febrúar 1964, kvæntur Bjarn- heiði Jóhannsdóttur. Synir Reyn- is: a) Sævar Már, f. 1983, kvæntur Hrafnhildi Ægisdóttur, börn þeirra: Ægir Þór og Katrín María. b) Oddur Logi, f. 1986, trú- lofaður Heklu Björk Jónsdóttur, Elsku pabbi minn er farinn frá okkur. Hann hefur verið lélegur til heilsunnar síðustu árin og mamma hefur passað einstaklega vel upp á hann. Það var okkur fjöl- skyldunni þungbært að hann, sem var alltaf boðinn og búinn að hjálpa öllum, þyrfti svo að verða fyrir því að það væri hvergi pláss fyrir hann í sinni heimabyggð þeg- ar hann var orðinn of veikur til að vera heima. Ég vil færa starfsfólk- inu á Barmahlíð bestu þakkir fyrir þá umönnun sem hann fékk hjá þeim þessar síðustu vikur. Pabbi var hörkuduglegur til vinnu og féll sjaldan verk úr hendi, vann langan vinnudag, tók sér aldrei sumarfrí og leysti þau verk- efni af alúð sem hann tók að sér. Hann talaði aldrei illa um fólk og var alltaf til í að aðstoða þá sem leituðu til hans. Það var alltaf gaman að fylgjast með pabba í vinnunni, en hann vann í pakkhúsi Kaupfélags Hvammsfjarðar í fjöldamörg ár. Fyrst þar sem Leifsbúð er núna, en svo flutti það uppeftir og þá var mikið pláss og mjög gaman að fylgjast með þegar verið var að af- greiða bændur með alla mögulega hluti svo sem byggingarvörur, fóðurvörur og áburð. Fyrir tíma lyftaranna var mikið puð að tæma vöruflutningabíla og vinna í upp- skipun þegar flóabáturinn Baldur kom í Búðardal með vörur. Pabbi var mjög gestrisinn og tók iðulega bændur heim í hádeg- inu sem komu langt að en það var ekki sími heima á þeim tíma svo hann gat ekki látið mömmu vita. Hún eldaði því alltaf fyrir nokkra aukalega í hádeginu. Það voru engir barnastólar til heima og ég man eftir pabba sitja með bræður mína hvorn á sínu lærinu og bita matinn ofan í þá og mata þá líka. Þegar pabbi var ekki í vinnunni var hann iðulega að hjálpa öðrum eða ömmu og afa á Jörva en hjá þeim var ég í sveit frá sex til 15 ára. Ég sat oft á Massey Fergu- son-inum hjá honum þegar hann var að vinna hin ýmsu sveitastörf á Jörva. Ég man oft eftir að hafa fylgst með bílum sem voru á leið fram Haukadalinn og beið spennt eftir að pabbi kæmi því þá gat ég skottast með honum og lært að umgangast vélarnar og hrossin og ýmislegt annað. Þær gátu orðið langar vikurnar í sveitinni ef pabbi kom ekki. Við fórum stundum að veiða saman í Haukadalsvatni eða ánni. Pabbi hafði mörg áhugamál og var virkur í félagsstarfi í Búðar- dal. Hann var kirkjurækinn en átti það til að sofna í kirkjunni og fór þá gjarnan að hrjóta en það fannst mömmu ekki mjög skemmtilegt afspurnar svo hún vildi ekki alltaf fara með. Pabbi var mjög ættrækinn og gladdist mjög þegar eitthvað af fólkinu hans kom í heimsókn. Við heimsóttum líka afa og ömmu í Stykkishólmi. Við krakkarnir sát- um aftur í Landrover-num sem passaði vel fyrir sjö manna fjöl- skylduna. Þetta var töluvert ferðalag á þeim tíma og vegirnir frekar lélegir. Í Hólminum heim- sóttum við systkini hans og for- eldra og þáðum veitingar hjá öll- um. Það var einstaklega gaman að koma með honum út í Flatey og læra að veiða lunda, skarf og þorsk og fara í allar eyjarnar í dúntekju og heyra um lífið þegar hann var að alast upp þar. Ég mun alltaf geyma með mér allar góðu minningarnar um þig. Þín dóttir Margrét. Pabbi flutti snemma árs 1955 í Dalina, þá 21 árs og bjó þar alla tíð síðan. Hann kom með rússneska kassamyndavél með sér sem hann keypti sér þegar hann var yngri. Það voru ófáar myndirnar sem teknar voru á þessa vél næstu ár- in. Hann tók bílpróf 17 ára og keypti sér vörubíl með mági sín- um í Stykkishólmi sem sá um bíl- inn þar. Hann keypti sér Willy’s- jeppa um 1960 en áður fór hann á milli Búðardals og Jörva á drátt- arvélinni. Seinna keypti hann sér Landrover og átti hann alls þrjá svoleiðis bíla næstu árin. Árið 1956 keyptu pabbi og mamma hús í Búðardal, Bogahús (Thomsenshús), en þar bjuggu þau til ársins 1967, þá fluttu þau í nýtt hús í Búðardal sem þau keyptu fok- helt og gerðu það íbúðarhæft. For- eldrar pabba og bræður aðstoðuðu þau mikið við þessa uppbyggingu. Fjölskyldan frá Hergilsey var mjög samheldin og stóð vel með sínum. Foreldrar mínir stofnaðu nýbýli úr landi Jörva sem var nefnt Jörvi 2. Sumarið 1958 byggði hann hlöðu og ræktaði upp mikil tún á Jörva 2 næstu árin. Þeim var úthlutað 30 lömbum til að byrja búskap með haustið 1958. Þá um veturinn var mamma og eldri dóttir þeirra Mar- grét á Jörva. Mamma hugsaði um kindurnar þeirra og aðstoðaði einnig foreldra sína, en þá var óþarfi að hafa vetrarmann fyrst hún fékk að búa hjá þeim og gat sinnt búverkum með föður sínum. Þann vetur var pabbi inni í Búð- ardal við vinnu. Pabbi var nýjunga- gjarn og var ávallt með fyrstu mönnum til að kaupa og fram- kvæma nýja hluti. Hann lagði vatnsleiðslur í fjárhúsin á Jörva og smíðaði heyskera til að auðvelda vinnuna á bænum, keypti Massey Ferguson 35, tætara, sláttuvél, múgavél og smíðaði sér heyvagn. Þessi tæki voru bylting í sveitinni. Það voru ófá skiptin sem við systk- inin fengum að sitja í traktornum með honum við heyskap. Áður voru orf, ljár og hrífur notaðar á Jörva og bundið í bagga og borið heim af hestum. Einnig nutu sumir sveit- ungar góðs af að flytja hey heim á heyvagninum árum saman. Hann átti fjölda hesta í gegnum árin enda var nægt landrými til beitar fyrir þá á Jörva. Pabbi fór í smalamennsku og var gjarnan langt á undan þeim sem yngri voru upp fjallið. Alltaf var pabbi boðinn og búinn til að að- stoða samfylgdarmenn sína í gegn- um árin, gerði hann það alla tíð og taldi það ekki eftir sér meðan heils- an leyfði. Fáir voru greiðviknari. Hlaðan sem pabbi byggði á Jörva er nú hluti af íbúðarhúsi sem Reyn- ir sonur þeirra og Bjarnheiður kona hans búa nú í. Þar eru þau með leirmunaverkstæði. Pabbi starfaði lengst af hjá Kaupfélagi Hvammsfjarðar í Búð- ardal við verslunarstörf. Þetta var á þeim tíma sem fólk úr sveitunum kom í kaupstað að versla. Þá var daglegt brauð að pabbi kom heim með menn úr sveitunum í hádeg- ismat. Einnig voru margir sveit- ungar sem fengu að halda til og dvelja hjá þeim í Búðardal meðan þeir voru við vinnu, fast eða til dæmis unnu í sláturhúsinu í Búð- ardal. Við munum ávallt minnast þín fyrir allt það sem þú stóðst fyrir. Þorbjörg, Þórður og fjölskylda. Með örfáum orðum langar mig að minnast pabba og ýmislegs af því sem hann tók þátt í. Það var alltaf eitthvað nýtt sem pabba datt í hug og framkvæmdi. Eitt vorið stundaði hann grá- sleppuveiðar í Hvammsfirði. Vet- urinn áður keypti hann sér bát og setti upp mörg grásleppunet og viðaði að sér því sem til þurfti við veiðar og vinnslu. Ekki fór miklum sögum af aflanum þetta vorið, veð- ur voru ekki hagstæð til veiða. Eftir að kaupfélagið leið undir lok vann hann hjá Esso í Búðardal. Þá sá hann þörfina fyrir að aðstoða heimamenn og ferðafólk sem kom og þurfti aðstoð við umfelgun eða dekkjaviðgerðir svo það gæti hald- ið ferð sinni áfram. Hann setti upp dekkjaverkstæði í bílskúrnum heima hjá sér og rak meðan hann hafði heilsu til. Síðasta árið sem hann var með dekkjaverkstæðið aðstoðaði Marta eiginkona hans hann við að lyfta upp þungum dekkjum og fleira. Síðustu 20 árin voru þau með skógrækt í landi Jörva og plöntuðu þar fjölda trjáa sem orðin eru að myndarlegum skógi. Hann tók þátt í öllu sem um var að vera bæði í starfi og leik. Ófá voru félögin sem hann lagði lið í gegnum árin. Ungmennafélög, verkalýðsfélög, hestamannafélög, leikfélag, hann var bíóstjóri í Dalabúð og mjög oft dyravörður á ýmsum skemmtunum. Einnig má nefna bridsfélag, björgunarsveit, slökkviliðsstörf, Rauða krossinn, Félag skógareiganda á Vestur- landi, Vesturlandsskóga, Félag eldri borgara og margt fleira. Í gegnum árin fór pabbi oft og tók hann þátt í lífi og starfi í Breiðafjarðareyjunum. Pabbi að- stoðaði foreldra sína við nytjar hlunninda frá Hergilseyjarlönd- um. Hann tók að sér ásamt systk- inum sínum uppbyggingu, viðhald á húsum, bátum og rekstur eyjabúskaparins þegar foreldrar hans drógu sig í hlé. Enn þann dag í dag sér stór- fjölskyldan um nýtingu þessara hlunninda í sameiningu. Við erum ófá í stórfjölskyldunni frá Hergil- sey sem eigum þaðan ógleyman- legar minningar og athvarf enn í dag. Pabbi hafði mikla unun af að stunda fiskveiðar, selveiði, veiðar á lunda, skarfi og eggjatöku að ógleymdri dúntekjunni sem var ávallt í fyrsta sæti. Pabbi var stöðugt að kenna okkur systkinunum eitthvað nýtt í gegnum árin – að spila og tefla, heyskap, hestamennsku, veiðar og margt fleira. Við búum að þessu og getum kennt afkomendum okk- ar margt af þessu. Hvíl í friði, elsku pabbi, þín dóttir, Þorbjörg. Nú hefur kvatt þetta jarðlíf Guðbrandur Þórðarson tengda- faðir minn. Okkar leiðir lágu fyrst saman fyrir um 43 árum þegar við Magga dóttir hans urðum par. Mér var vel tekið af þeim Mörtu og Guðbrandi og aldrei hefur bor- ið skugga á okkar vináttu síðan. Það var ýmislegt nýtt sem ég lærði við að koma í Dalina úr minni Öræfasveit, t.d. að fara í sil- ungsveiði í vötnum á heiðunum í Dalasýslu en Guðbrandur var mikill veiðimaður hvort sem var með byssu, stöng, færi eða lunda- háf og voru margir silungar, laxar, rjúpur og lundar sem féllu og svo veiddi hann minka með Snotru sinni. Við fórum eina skemmtilega veiðiferð í Vatnsfjörðinn um síð- ustu aldamót. Svo var eyjalífið úti í Flatey þar sem þeir bræður, Jói og Guðbrandur, sáu um dúnleit sem ég kynntist og aðstoðaði við sem var alveg nýtt fyrir mér. Við fórum á skak og lögðum haukalóð fyrir lúðu sem ég sveitamaðurinn var alger nýgræðingur í en lagði mig fram um að læra handtökin af þeim bræðrum, en í lundaveiði var ég hins vegar vanur maður og vel liðtækur. Hann var kappsamur í handfæraveiðunum og vildi aldrei hætta fyrr en karið var orðið fullt. Hann keypti bátinn Gust með Jó- hannesi bróður sínum sem gerður var út á smábátaveiðar og grá- sleppu. Guðbrandur hafði yndi af því að hlusta á alls konar tónlist og átti mikið safn af alls konar músík. Hann var alltaf þakklátur þegar ég tók upp nikkuna og langaði þá helst að dansa gömludansana sem hann hafði svo gaman af. Eitt skildi ég alls ekki; hvernig hann mundi heilu ljóðabálkana utan að og gat farið með án minnispunkta. Síðast er við heimsóttum hann á Barmahlíð fyrir u.þ.b. mánuði fór hann með ljóðið um Bakka- bræður eftir Jóhannes úr Kötlum og mundi það allt reiprennandi. Guðbrandur var nýjungagjarn og alltaf til í að kaupa nýjar græj- ur, keypti tölvu fyrir Mörtu í upp- hafi tölvualdar. Hann tók þátt í ýmsum verkefnum sem sum heppnuðust en annað lifði skemur, má þar nefna grásleppuveiði, ræktun kræklings og dekkjaverk- stæði í bílskúrnum heima. Hann var vinnusamur athafnamaður og ávallt tilbúinn að hjálpa ættingj- um og samferðafólki. Fram að Jörva fór hann oft eftir vinnu í kaupfélaginu til að hjálpa tengda- Guðbrandur Þórðarson Elskuleg dóttir okkar, systir, mágkona og föðursystir, BJÖRG ARADÓTTIR rafmagnsverkfræðingur og tölvunarfræðingur, andaðist á krabbameinsdeild Landspítalans föstudaginn 5. apríl. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstudaginn 12. apríl klukkan 15. Díana Þ. Kristjánsdóttir Ari G. Þórðarson Þórður Arason Elínborg G. Sigurjónsdóttir Kristján M. Arason Andrea J. Mohr-Arason Ari, Sigurjón, Bjarmi, Benjamín, Elías og Helgi Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIÐUR VILHELMSSON, Stekkjargötu 35, Innri-Njarðvík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, föstudaginn 5. apríl. Útförin fer fram frá Innri-Njarðvíkurkirkju fimmtudaginn 11. apríl klukkan 14. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Fyrir hönd aðstandenda, Börn hins látna Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, STEINGRÍMUR SIGURJÓN GUÐMUNDSSON, lést sunnudaginn 31. mars. Útför Steingríms fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 11. apríl klukkan 13. Ólafur B. Guðmundsson Laufey S. Sigmundsdóttir Bergþór Guðmundsson Jiraporn Yuengklang Vilhelmína I. Eiríksdóttir Reimar Kjartansson Stefán Guðmundsson Hlíf Ragnarsdóttir Halldór Guðmundsson Ásta Ágústsdóttir Kristinn Kristinsson Jóhanna Sigurðardóttir Eyrún Sigurðardóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NIKULÁS Þ. SIGFÚSSON læknir, lést sunnudaginn 31. mars. Útförin fer fram frá Hallgrímskirkju föstudaginn 12. apríl klukkan 13. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartavernd. Guðrún Þórarinsdóttir Sigfús Þór Nikulásson Hjálmfríður L. Nikulásdóttir Ari Harðarson Sigríður A. E. Nikulásdóttir Jón Hörður Jónsson Sigrún Nikulásdóttir Sólveig Nikulásdóttir Arnar Arnarsson barnabörn og barnabarnabörn Elsku faðir okkar, tengdafaðir, bróðir, afi og langafi, PÁLL BREKKMANN ÁSGEIRSSON frá Grundarfirði, er lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands 30. mars, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju 12. apríl klukkan 13. Ásdís Svala Pálsdóttir Magnús Daðason Páll Th. Pálsson Markan Alfa Lind Markan Ásdís Ásgeirsdóttir Ragnhildur Ásgeirsdóttir Daði, Kjartan Már, Arnar, Björgvin, Þórir, Helena Lilja, Jón Brynjar, Mía, Mikael, Viktor og Atlas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.