Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.04.2019, Blaðsíða 26
26 ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019 skornirthinir.is LYTOS LE FLORIANS 4 SEASONS VATNSHELDIR SKÓR Vibram sóli 100% vatnsheldir Tilboðsverð: 9.997 Verð áður: 19.995 Stærðir 36-47 tir 50% afsláttur til 30. apríl 5 li HANDBOLTI Olís-deild kvenna Undanúrslit, annar leikur: ÍBV – Fram........................................... 29:34  Staðan er 2:0 fyrir Fram. Haukar – Valur..................................... 20:24  Staðan er 2:0 fyrir Val. Dominos-deild karla Undanúrslit karla, annar leikur: ÍR – Stjarnan ........................................ 85:76  Staðan er 1:1. NBA-deildin Toronto – Miami ............................... 117:109 Cleveland – San Antonio.................... 90:112 Minnesota – Oklahoma City ............ 126:132 Detroit – Charlotte............................. 91:104 Indiana – Brooklyn............................. 96:108 Memphis – Dallas .................... (frl.) 127:129 Houston – Phoenix ........................... 149:113 Milwaukee – Atlanta ........................ 115:107 Boston – Orlando.............................. 108:116 New York – Washington.................. 113:110 Golden State – LA Clippers ............ 131:104 Portland – Denver............................ 115:108 Sacramento – New Orleans............. 129:133 LA Lakers – Utah ............................ 113:109  Fimmtán lið hafa tryggt sér sæti í úr- slitakeppninni: Milwaukee, Toronto, Gol- den State, Denver, Houston, Portland, Philadelphia, Utah, Boston, Oklahoma, In- diana, San Antonio, LA Clippers, Brooklyn og Orlando.  Detroit, Charlotte og Miami berjast um sextánda og síðasta sætið. KÖRFUBOLTI EYJAR/ÁSVELLIR Guðmundur Tómas Sigfússon Jóhann Ingi Hafþórsson Fram er komið í 2:0 í einvígi sínu gegn ÍBV í undanúrslitum Íslands- móts kvenna í handknattleik eftir sigur í Eyjum í gærkvöld, 34:29. Þrjá vinninga þarf til að komast áfram í úrslitaeinvígið og verður að teljast líklegt að Fram hreppi þriðja vinninginn á fimmtudagskvöld. Eftir góða byrjun Framara, sem leiddu 9:3, kom slæmur kafli hjá þeim sem hefði átt að gefa góð fyr- irheit fyrir afganginn af leiknum en allt kom fyrir ekki. Þrátt fyrir að ÍBV hafi minnkað muninn í 11:12 misstu Framkonur ekki dampinn og sigu fram úr hægt og bítandi. Ragnheiður Júlísdóttir og Stein- unn Björnsdóttir áttu stórkostlegan leik í gærkvöldi og léku á als oddi. Ragnheiður gerði þrettán mörk úr sínum fimmtán skotum, skotin voru mörg hver uppi í samskeytunum og óverjandi fyrir markvörð ÍBV. Steinunn spilaði ótrúlega varnarlega og var frábær sóknarlega, hún gerði sjö mörk úr sjö skotum, stal bolta, blokkaði skot og stöðvaði margar sóknir heimakvenna. Framkonur spiluðu góða vörn þrátt fyrir að gefa Eyjakonum ekki mikið af fríköstum, þær þvinguðu leikmenn ÍBV í erfið skot og náðu markverðir Fram að verja tólf skot, fimm fleiri en Andrea í marki ÍBV. Leikmenn ÍBV náðu sér ekki á strik í upphafi leiks og þrátt fyrir góða kafla inn á milli var sigurinn verðskuldaður. Að auki má nefna að 70% skota ÍBV komu að utan, þær áttu erfitt með að finna góð færi og því fór sem fór. Haukar létu Val hafa fyrir sigri Deildar- og bikarmeistarar Vals eru einnig einum sigri frá því að komast í úrslit eftir 24:20-sigur á Haukum á útivelli. Valur hefur oft spilað betur en í gær, en gæði liðsins eru það mikil að þrátt fyrir það var sigurinn öruggur. Haukar spiluðu gríðarlega fasta vörn í byrjun leiks og virtist Vals- konum brugðið. Þegar fyrri hálf- leikur var hálfnaður hafði Valur að- eins skorað þrjú mörk. Haukar voru hins vegar klaufar í sókninni og gátu Valskonur þakkað fyrir að fá aðeins fimm mörk á sig á þeim kafla. Þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik fékk Ragnheiður Sveinsdóttir, fyr- irliði og einn besti varnarmaður Hauka, beint rautt spjald fyrir ljótt brot. Í kjölfarið varð leiðin að marki Hauka greiðari fyrir Val. Það var ljóst að Haukar ætluðu að láta Valskonur finna fyrir því með hörðum varnarleik, en Ragnheiður fór yfir strikið og var refsað. Haukar voru ekki líklegir til afreka eftir rauða spjaldið. Heimakonur gátu helst þakkað Ástríði Glódísi Gísla- dóttur fyrir að sigur Valskvenna var ekki stærri. Markmaðurinn ungi varði 14 skot og þar af tvö vítaköst. Karen Helga Díönudóttir var sömu- leiðis mjög öflug. Sandra Erlings- dóttir var nokkuð sein í gang, eins og aðrir leikmenn Vals, en eftir því sem leið á leikinn sýndi hún snilli sína sem leikstjórnandi. Ef hún var ekki að brjótast í gegn sjálf átti hún fallegar sendingar á liðsfélaga sína, nánast í hverri sókn. Valur er með betra lið en Haukar og þarf Hafnar- fjarðarliðið á einhverju ótrúlegu að halda til að eiga möguleika á að fara í úrslit. Eitt skref eftir hjá Fram og Val  Stefnir í úrslitaeinvígi nágrannanna Morgunblaðið/Eggert Dauðafæri Valskonan Anna Úrsúla fer inn af línunni í gær. Rúnar Alex Rúnarsson, landsliðs- markvörður í knattspyrnu, er í úr- valsliði franska íþróttadagblaðsins L’Equipe í 31. umferð frönsku 1. deildarinnar sem var leikin um helgina. Rúnar átti þá stórgóðan leik í marki Dijon sem vann mjög óvæntan útisigur á Lyon, 3:1. Fram kemur hjá L’Equipe að fimm sinn- um í leiknum hafi Rúnar varið mjög vel en hann er annar tveggja leik- manna í deildinni sem fengu 8 í ein- kunn hjá blaðinu í þessari umferð. Lið hans er í harðri fallbaráttu og er í 18. sæti af 20 liðum. Rúnar Alex í liði umferðarinnar AFP Frakkland Rúnar Alex Rúnarsson í leik með Dijon í vetur. Frakkar, gestgjafar heimsmeist- aramóts kvenna í knattspyrnu í sumar, sýndu styrk sinn í gærkvöld með því að vinna stórsigur á silfur- liði síðasta Evrópumóts, Dönum, 4:0, í vináttulandsleik sem fram fór í Strasbourg. Delphine Cascarino skoraði tvö fyrstu mörkin, Griedge Mbock það þriðja og Valerie Gauv- in skoraði fjórða markið þegar enn voru 25 mínútur eftir af leiknum. Þær frönsku fylgdu með þessu eftir sigrum gegn Bandaríkjunum og Japan fyrr á þessu ári og koma greinilega sterkar til leiks á HM. Frakkarnir fóru létt með Dani AFP Tvenna Delphine Cascarino fagnar öðru marka sinna gegn Dönum. Schenker-höllin, undanúrslit kvenna, 2. leikur, mánudag 8. apríl 2019. Gangur leiksins: 0:2, 2:3, 5:3, 6:5, 7:5, 7:9, 9:10, 10:14, 11:15, 14:18, 15:22, 20:24. Mörk Hauka: Karen Díönudóttir 5, Berta Harðardóttir 5/5, Maria Pe- reira 4, Ramune Pekerskyte 2, Hekla Ámundadóttir 2, Vilborg Pétursdóttir 1, Þórhildur Braga Þórðardóttir 1. Varin skot: Ástríður Glódís Gísla- dóttir 14/2, Saga Sif Gísladóttir 1. Utan vallar: 6 mínútur (Ragnheiður Haukar – Valur 20:24 Sveinsdóttir rautt spjald). Mörk Vals: Sandra Erlingsdóttir 4/1, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Íris Ásta Pétursdóttir 4, Ragnhildur Þórðardóttir 3, Morgan Þorkelsdóttir 3, Lovísa Thompson 2, Díana Magn- úsdóttir 2, Ásdís Ágústsdóttir 2/1. Varin skot: Íris Björk Símonard. 8. Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar Óli Gústafsson. Áhorfendur: 429.  Staðan er 2:0 fyrir Val. Vestmannaeyjar, undanúrslit kvenna, 2. leikur, mánudag 8. apríl 2019. Gangur leiksins: 0:3, 2:7, 5:9, 8:11, 11:15, 14:20, 17:23, 18:23, 20:28, 23:29, 26:32, 29:34. Mörk ÍBV: Ester Óskarsdóttir 8, Greta Kavaliauskaite 6, Arna Sif Pálsdóttir 6/2, Sunna Jónsdóttir 3, Sandra Dís Sigurðardóttir 3, Karol- ína Bæhrenz Lárudóttir 2, Kristrún Hlynsdóttir 1. Varin skot: Andrea Gunnlaugsd. 8. Utan vallar: 4 mínútur. ÍBV – Fram 29:34 Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 13/3, Steinunn Björnsdóttir 7, Þórey Rósa Stefánsdóttir 6, Unnur Ómars- dóttir 3, Karen Knútsdóttir 2, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Hildur Þor- geirsdóttir 1, Elva Þóra Arnardóttir 1. Varin skot: Erla Rós Sigmarsdóttir 8/1, Sara Sif Helgadóttir 3. Utan vallar: 2 mínútur. Dómarar: Bjarni Viggósson og Jón Karl Björnsson. Áhorfendur: 173.  Staðan er 2:0 fyrir Fram. Martin Her- mannsson lands- liðsmaður í körfuknattleik spilar í kvöld sinn stærsta leik á ferlinum til þessa með félagsliði. Alba Berlín, lið hans í Þýska- landi, er komið til Valencia á Spáni þar sem fyrsti úr- slitaleikur Evrópubikarsins fer fram í kvöld. Tvo sigurleiki þarf til að hreppa titilinn sem jafnframt veitir keppnisrétt í Evrópudeildinni (Euro- league) næsta vetur. Liðin mætast aftur í Berlín á föstudagskvöld en oddaleikur verður í Valencia á mánudag ef til hans kemur. Úrslitaleikur hjá Martin Martin Hermannsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.