Morgunblaðið - 09.04.2019, Page 27

Morgunblaðið - 09.04.2019, Page 27
í stúkunni. Við sækjum orku þangað en auk þess er jákvætt að fá þrjá daga á milli leikja,“ sagði Matthías sem dró vagninn í sókninni hjá ÍR í fyrri hálfleik og skoraði þá 12 stig. Félagar hans spiluðu ekki nægi- lega vel í sókninni í fyrri hálfleik en í þriðja leikhluta kviknaði á Kevin Capers, því hæfileikaríka ólíkinda- tóli. Capers skoraði 18 stig í þriðja leikhluta og smám saman hresstust einnig Gerald Robinson og Sigurður Þorsteinsson. Ein af hetjum ÍR í gær var þó Daði Berg Grétarsson. Spilaði hann sinn fyrsta leik í langan tíma og stóð sig mjög vel í því að valda snillinginn Brandon Rozzell sem skoraði aðeins níu stig. Telst það lítið á þeim bænum. Bæði lið spiluðu raunar góða vörn í fyrri hálfleik en þá var baráttan í fyrirrúmi og lítið skorað. Stjarnan lék ekki beinlínis illa í þessum leik nema þá helst á síðustu fjórum mín- útunum og ekki var um slaka frammistöðu þeirra að ræða á heild- ina litið. ÍR er einfaldlega stuðlið sem getur unnið hvaða lið sem er á heimavelli. Það eru ekki ný tíðindi. Þannig hefur það verið í mörg ár. Sækja orku í stúkuna  ÍR komst í stuð í síðari hálfleik  Jafnaði rimmuna gegn Stjörnunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Stigahæstur Kevin Capers skorar tvö af 32 stigum sínum fyrir ÍR í Breið- holtinu í gær. Hlyni Bæringsson fyrirliða Stjörnunnar líst ekki á blikuna. Í BREIÐHOLTI Kristján Jónsson kris@mbl.is ÍR-ingar eru engin lömb að leika sér við á heimavelli sínum í Hellinum í Breiðholti og jöfnuðu í gær rimmuna gegn Stjörnunni í undanúrslitum Ís- landsmóts karla í körfuknattleik. ÍR sigraði 85:76 eftir að hafa komist í stuð í sókninni í síðari hálfleik og er staðan nú 1:1. Næsti leikur verður í Garðabænum en vinna þarf þrjá leiki til að komast í úrslit. „Menn eru ferskir og sérstaklega ferskir í höfðinu. Menn vilja vera í þessari stöðu og það skiptir miklu máli,“ sagði ÍR-ingurinn Matthías Orri Sigurðarson í samtali við Morg- unblaðið þegar sigurinn var í höfn. Eftir að hafa spilað fimm leiki gegn sterku liði Njarðvíkur, og nú tvo gegn deildar- og bikarmeisturum Stjörnunnar, segir Matthías þreytu ekki vera vandamál. „Maður verður ekki þreyttur þeg- ar maður spilar í stemningu þar sem maður heyrir varla í sjálfum sér vegna þess að allir eru bandbrjálaðir Hertz-hellirinn, undanúrslit karla, 2. leikur, mánudag 8. apríl 2019. Gangur leiksins: 3:4, 8:13, 11:13, 16:16, 18:16, 20:24, 23:31, 28:34, 34:40, 39:46, 47:54, 57:56, 62:68, 69:70, 77:72, 85:76. ÍR: Kevin Capers 32/8 stoðsend- ingar, Matthías Orri Sigurðarson 20, Gerald Robinson 15/10 fráköst, Sig- urður Gunnar Þorsteinsson 12/11 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurkarl Róbert Jóhannesson 6. Fráköst: 24 í vörn, 6 í sókn. ÍR – Stjarnan 85:76 Stjarnan: Hlynur Elías Bæringsson 22/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 15/4 fráköst/5 stoðsendingar, Antti Kanervo 12, Collin Anthony Pryor 11/6 fráköst, Brandon Rozzell 9/8 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Filip Kramer 2, Tómas Þórður Hilmarsson 2. Fráköst: 21 í vörn, 7 í sókn. Dómarar: Kristinn Óskarss., Jóhann- es Friðrikss., Gunnlaugur Briem. Áhorfendur: 863.  Staðan er 1:1. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 2019 NÝTT – Veggklæðning Rauvisio Crystal • Mikið úrval lita og áferða • Auðvelt í uppsetningu og umgegni • Framleiðum eftir óskum hvers og eins • Hentar fyrir heimili, vinnustaði og almenningssvæði Fanntófell hefur sérhæft sig í framleiðslu á borðplötum og sólbekkjum síðan 1987. Fanntófell ehf. | Gylfaflöt 6-8 | 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Ég hef fylgst spenntur með gengi KA í Olís-deildinni í vetur. Tímabilið hefur gengið upp og ofan en markmið liðsins um að halda sæti sínu í deildinni náð- ist. Það var ljóst þegar einni umferð var ólokið og gáfu KA- menn það strax út að þeir ætl- uðu að enda tímabilið á algjörri veislu í lokaleik liðsins gegn FH. Heimir Örn Árnason spilaði þar sinn síðasta leik og Sverre Andreas Jakobsson var dreginn inn í leikmannahópinn. Þeir voru báðir í þjálfarateymi liðsins. Það vantaði bara að Jónatan Magn- ússon birtist í KA-búningnum til að fullkomna veisluna. Í viðtali eftir leik sagði Sverre að hann og Heimir hefðu séð mikinn sjarma í því að spila saman nokkrar varnir. Þeir spiluðu eina vörn saman í leikn- um. Heimir sagðist hafa fengið gæsahúð þegar Sverre kom inn á og það hefðu verið mistök að láta hann ekki spila meira. Eins og alltaf þegar leikmaður kemur inn í hóp þá fer annar út. Sá var búinn að taka hundrað aukaæfingar á þessu tímabili, spila frábærlega með U-liði KA og stimpla sig inn í aðalliðið með góðri frammistöðu þar. Persónulega finnst mér það mjög ófaglegt hjá þjálfarateym- inu að henda slíkum manni úr leikmannahópnum svo að gömul kempa getið sungið sinn svana- söng í tuttugu sekúndur. Ég veit að margir KA-menn eru mér sammála og þar á með- al eru leikmenn og stjórn- armenn. Þjálfarar eiga ekki að misnota stöðu sína til að búa til eitthvað sjarmerandi sem þjónar þeirra einkahagsmunum. Þeir eiga að hlúa að sínum leik- mönnum í stað þess að særa þá. BAKVÖRÐUR Einar Sigtryggsson sport@mbl.is Mauricio Pochettino, knattspyrnu- stjóri Tottenham, segist vera á leið í einhvern mikilvægasta leik sinn á ferlinum í kvöld. Tottenham tekur þá á móti Manchester City í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á nýja leik- vanginum sínum í London. „Það er gríðarlegur bónus fyrir okkur að vera komnir svona langt í þessari keppni. Við munum spila djarft og ákveðið og freista þess að sigra City,“ sagði Pochettino í gær. Í kvöld mætast einnig Liverpool og Porto á Anfield. Einn mikilvægasti leikurinn minn AFP Spenntur Mauricio Pochettino stýr- ir Tottenham gegn City í kvöld. Eden Hazard skaut Chelsea upp í þriðja sæti ensku úrvalsdeild- arinnar í knattspyrnu í gærkvöld þegar hann skoraði bæði mörk liðs- ins í 2:0-sigri á West Ham á Stam- ford Bridge. Fyrra markið var sér- lega glæsilegt, á 24. mínútu, þegar hann brunaði í gegnum miðja vörn West Ham og skoraði. Seinna mark- ið gerði hann á lokamínútum leiks- ins eftir sendingu frá Ross Barkley. Hazard hefur nú skorað 16 mörk í deildinni í vetur og auk þess lagt upp 12 mörk fyrir Lundúnaliðið. vs@mbl.is Hazard kom Chelsea í 3. sæti AFP Tvenna Eden Hazard fagnar ásamt Ross Barkley og Jorginho. Íslenska karlalandsliðið í hand- knattleik mætir Norður-Makedóníu í 3. riðli undankeppni EM annað kvöld í Laugardalshöll. Allir leik- menn sem nú skipa hópinn eru leik- færir og klárir í slaginn en þetta staðfesti Guðmundur Þ. Guðmunds- son, þjálfari íslenska liðsins, í sam- tali við mbl.is á æfingu landsliðsins í Safamýrinni í gær. Landsliðsfyrirliðinn Guðjón Val- ur Sigurðsson hefur glímt við veik- indi en hann ætti að vera orðinn leikfær á morgun líkt og Aron Pálmarsson, sem æfði ekki með lið- inu í gær. Aron kom til Íslands í gærkvöldi en hann varð spænskur bikarmeistari með Barcelona á sunnudaginn. Báðir eru þeir reynd- ir leikmenn sem þekkja hugmynda- fræði Guðmundar vel og því ætti fjarvera þeirra á æfingunni í gær ekki að trufla þá í sínum undirbún- ingi. Ísland er í efsta sæti 3. riðils með fjögur stig eftir tvo leiki. Grikkland og Norður-Makedónía eru í öðru og þriðja sæti riðilsins með tvö stig og Tyrkir reka lestina án stiga. Sigur annað kvöld ætti því að fara langleiðina með að tryggja Íslandi efsta sæti riðilsins. bjarnih@mbl.is Allir leikfærir gegn Norður-Makedóníu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.