Morgunblaðið - 09.04.2019, Page 32
LISTHÚSINU
Listhúsinu við Engjateig, 105 Reykjavík, sími 551 2050
Opið virka daga kl. 11-18, laugardaga kl. 12-16
„Kona tekin af
lífi – Lesið í
dómsskjöl
Natansmála og
réttarhöldin yfir
Agnesi í bók-
menntum, sam-
félagi og sögu“
nefnist fyrir-
lestur sem
Helga Kress
flytur í Þjóðminjasafni Íslands í dag
kl. 12.05. Hún skoðar endurupptöku
upprunalega dómsmálsins frá 1830
hjá Lögfræðingafélagi Íslands 2017,
fer yfir upprunalegu dómsskjölin
og vitnisburð sakborninganna
Agnesar og Sigríðar, en bæði Helga
og Eggert Þór Bernharðsson hafa
út frá heimildum ályktað að kon-
urnar tvær hafi orðið fyrir harðræði
og ofbeldi af hendi Natans.
„Kona tekin af lífi“
ÞRIÐJUDAGUR 9. APRÍL 99. DAGUR ÁRSINS 2019
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 670 kr.
Áskrift 7.240 kr. Helgaráskrift 4.520 kr.
PDF á mbl.is 6.420 kr. iPad-áskrift 6.420 kr.
ÍR lagði Stjörnuna að velli 85:76 í
öðrum leik liðanna í undanúrslitum
Íslandsmóts karla í körfuknattleik í
Breiðholtinu í gærkvöldi. Staðan í
rimmu liðanna er nú 1:1 en vinna
þarf þrjá leiki til að komast í úrslit.
Næsti leikur verður í Garðabænum.
Stjarnan hafnaði í efsta sæti Dom-
inos-deildarinnar í vetur en ÍR í 7.
sæti. »27
Spennan magnast
hjá ÍR og Stjörnunni
ÍÞRÓTTIR FÓLK Í FRÉTTUM
Reykjavíkurliðin Valur og Fram eru
2:0 yfir gegn Haukum og ÍBV í und-
anúrslitum Íslandsmóts kvenna í
handknattleik eftir leik gærkvölds-
ins. Fram, sem er meistari síðustu
tveggja ára, sigraði ÍBV 34:29 í
Vestmannaeyjum. Valur, sem er
deildarmeistari, lagði Hauka að
velli á Ásvöllum 24:20.
Vinna þarf þrjá leiki til að
komast í úrslit en það
voru einmitt Fram og
Valur sem léku til úr-
slita í fyrra. »26
Valur og Fram 2:0 yfir
í undanúrslitunum
Andri Yrkill Valsson
yrkill@mbl.is
„Við vonumst til þess að geta haldið
fleiri aukasýningar,“ segir Kristín
Lára Torfadóttir, nemandi í Árbæj-
arskóla, en hún fer með hlutverk
Sóleyjar í uppsetningu skólans á
leikritinu Fútlús. Leikritið var frum-
sýnt fyrir viku og voru fjórar sýn-
ingar áætlaðar. Það seldist hins veg-
ar upp á þær allar, og vel það, svo
sett var upp aukasýning í gærkvöldi.
Leikhópurinn vonast til þess að þær
verði enn fleiri.
„Við erum með fullt af flottu fólki í
skólanum sem lagði mikla vinnu í
þetta. Það er búið að vera meira en
uppselt. Það eru 160 sæti í salnum
en við erum búin að selja um 190
miða á hverja sýningu. Við erum
bara búin að redda fleiri stólum og
höfum reynt að finna út úr þessu,“
segir Kristín Lára.
Handritið er fengið frá Versl-
unarskóla Íslands, sem setti upp
sýninguna Fútlúz fyrir tveimur ár-
um. Kristín segir að í uppsetningu
Árbæjarskóla sé hins vegar búið að
bæta við fleiri persónum og um sé að
ræða bætta útgáfu kvikmyndarinnar
Footloose, sem sló í gegn á níunda
áratugnum.
Leiklistarkennari skólans, Ás-
grímur Geir Logason, er leikstjóri,
Kristján Sturla Bjarnason er tónlist-
arstjóri og þeir Andri Már Magna-
son og Brynjar Ingi Unnsteinsson
eru meðal fleiri starfsmanna skólans
sem einnig koma að uppsetningunni.
Þá eru á milli 30 og 40 nemendur í
unglingadeild skólans sem annað-
hvort leika eða koma að ljósa- og
tæknimálum.
Eru eins og lítil fjölskylda
Hlutverkum var útdeilt í nóv-
ember eftir leiklistarprufur fyrir
nemendur í unglingadeild og æfing-
ar hófust strax í byrjun janúar.
„Þetta er svo gaman, það er svo
mikil gleði í þessu og maður er alltaf
svo spenntur að fara að sýna. Stress-
ið er farið og það er svo gaman að sjá
fólkið í salnum. Við erum líka búin
að bæta svo miklu við sýninguna, er-
um með mikinn metnað í söng og
dansi sem kryddar mikið upp á
þetta,“ segir Kristín Lára, og segir
kennara taka fullt tillit til þess að
mikill tími fari í sýninguna. Margir
sem koma að uppsetningunni hafa
svo drauma um frekari frama á sviði.
„Það eru mjög margir sem stefna
að leiklistinni. Við erum mjög þéttur
hópur, eiginlega eins og lítil fjöl-
skylda, sem dreymir um að fara
sömu leiðina,“ segir Kristín Lára og
bendir áhugasömum miðakaup-
endum á að hafa samband við skól-
ann til þess að reyna að þrýsta á um
fleiri aukasýningar.
Morgunblaðið/Eggert
Árbæjarskóli Nemendur voru með fimmtu sýninguna á Fútlús í gær, fyrir fullum hátíðarsal skólans.
Uppselt á allar sýning-
ar og rúmlega það
Fútlús í uppsetningu Árbæjarskóla hefur slegið í gegn