Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 11.04.2019, Blaðsíða 20
20 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 11. APRÍL 2019 Þann 11. apríl gefur Pósturinn út sjö frímerki. Um er að ræða ferðamannafrímerki, frímerki tileinkuð ungviði íslensku húsdýranna og Evrópufrímerkin 2019, þar sem þemað er fuglar. Einnig kemur út frímerki til að minnast þess að Ljósmæðrafélag Íslands er 100 ára í ár. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Togarinn Sturlaugur H. Böðvarsson AK hefur nú fengið nafnið Mars RE 13, en Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti skipið af HB Granda í byrjun febrúar. Runólfur Viðar Guðmunds- son, framkvæmdastjóri ÚR, segir að stefnt sé að því að gera skipið út og sé ýmislegt í skoðun í þeim efnum. Kaupverðið fékkst ekki gefið upp, en skipið var smíðað hjá Þorgeir & Ell- ert hf á Akranesi 1981 og er því tæp- lega 40 ára gamalt. Nefna má að einn af nýsköpunar- togurunum bar nafnið Marz og kom hann til Reykjavíkur 1948. Hann og systurskipið Neptúnus voru þá stærstu togarar flotans. Sturlaugur fór í sinn síðasta túr fyrir HB Granda í febrúar í fyrra, en nýsmíðin Akurey AK leysti skipið af hólmi. Skipið var smíðað fyrir Grund- firðinga og hét þá Sigurfari SH. Har- aldur Böðvarsson hf. á Akranesi eignaðist síðan skipið og fékk það þá þá Sturlaugsnafnið. Eftir sameiningu Granda og Haraldar Böðvarssonar í HB Granda hefur skipið verið gert út undir merkjum félagsins. Skipið liggur nú við bryggju við Grandagarð og þar liggur einnig Grandaskipið Helga María AK 16, en það var tekið úr rekstri í byrjun febr- úar í ár. Ægir Páll Friðbertsson, framkvæmdastjóri HB Granda, segir það vera í skoðun hvað gert verður við skipið. Það hefur þó ekki verið sett í formlega sölumeðferð. Helga María var smíðuð 1988 í Flekkefjord í Noregi og bar fyrst nafnið Haraldur Kristjánsson HF. Skipið var ásamt systurskipinu Sjóla HF einn af fyrstu frystitogurunum sem smíðaðir voru fyrir Íslendinga. Haraldur Böðvarsson hf á Akranesi eignaðist skipið 1999 og fékk það þá nafnið Helga María. Það varð síðan hluti af flota HB Granda og var breytt í ísfisktogara í Póllandi 2013. Morgunblaðið/Sigtryggur Sigtryggsson. Við bryggju Ísfisktogararnir Mars RE og Helga María AK voru báðir lengi gerðir út frá Akranesi. Sturlaugur verður Mars  Útgerðarfélag Reykjavíkur kaupir skipið af HB Granda  Helga María við bryggju í tvo mánuði  Framhaldið óljóst Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Gott verð hefur fengist fyrir grá- sleppu á vertíðinni, en aflabrögð munu víða vera svipuð og tvö síðustu ár. Eftirspurn eftir grásleppu til vinnslu hefur verið mikil og fiskur- inn keyrður landshorna á milli ef því hefur verið að skipta. Í vor hafa fersk hrogn verið flutt með flugi til Danmerkur. Ágætur kraftur hefur verið í ver- tíðinni fyrir norðan og norðaustan land undanfarið og eru um 140 bátar byrjaðir veiðar, sem er lítils háttar fjölgun frá því í fyrra. Í heildina hef- ur afli glæðst frá fyrstu dögum ver- tíðar og veður orðið skaplegra. Veið- arnar eru bundnar sérleyfum til grásleppuveiða og má hver bátur róa í 44 daga samfellt frá því að hann leggur netin. Um 40% verðhækkun Til þessa hefur mestu verið land- að á Drangsnesi, samkvæmt upplýs- ingum Landssambands smábátaeig- enda. Þar eru komin á land um 118 tonn af þeim 952 tonnum sem búið er að landa. Örn Pálsson, fram- kvæmdastjóri LS, segir að meðal- verð á kíló sem selt er í gegnum fisk- markaðina hafi verið 288 krónur í vor. Það sé um 40% hækkun frá síð- asta ári þegar meðalverðið var á sama tíma 206 krónur, en verðið hækkaði nokkuð er leið á vertíðina. Óskar Torfason, framkvæmda- stjóri Drangs á Drangsnesi, sagði að veiðar og vinnsla grásleppu gengju ljómandi þessa dagana. Nóg væri að gera, en alls eru 18 manns í vinnu hjá Drangi, þó ekki allir í fullu starfi. Það er stór hluti vinnandi fólks á Drangsnesi og nágrenni þar sem íbúar eru um 100. Síðustu daga hafa átta heimabátar landað á Drangs- nesi, en að auki er afli tveggja báta frá Akranesi keyrður norður til verkunar hjá Drangi. Eins og áður sagði er grásleppan í mörgum tilvikum keyrð um langan veg, en nánast allir landa heilli grá- sleppu. Þannig nefndi Óskar að grá- sleppa frá nágrönnum þeirra á Hólmavík færi til vinnslu í Búðardal og grásleppa sem landað væri á Ísa- firði væri meðal annars unnin á Djúpavogi. Grásleppa frá Akranesi hefur meðal annars verið unnin á Vopnafirði í vor, þar sem er slæging og söltun á hrognum í húsakynnum HB Granda. Á Akranesi framleiðir Vignir Jónsson hf., dótturfyrirtæki HB Granda, kavíar úr hrognum alls staðar að af landinu. Verkendur duglegir að hringja „Ég held að það sé óhætt að segja að það hafi verið slagur um hverja útgerð og hvert kíló af hrognun,“ segir Óskar. „Verkendur hafa verið duglegir að hringja í kalla sem eiga grásleppuveiðileyfi og það er von- andi gott fyrir kallana. Þeir hafa verið að fá gott verð, algengt að borgaðar hafi verið 285 krónur fyrir kílóið og upp í 300 krónur hef ég heyrt. Í vor höfum við sent talsvert af ferskum hrognum með flugi til Dan- merkur og ég gæti trúað því að allt að helmingur hrognanna hafi farið til Kaupmannahafnar. Þetta fer væntanlega á veitingastaði og mér skilst að þetta sé borðað sem ein- hvers konar kavíar, en líka notað sem skraut. Þetta er lúxusvara og ætti að skila talsvert hærra verði,“ segir Óskar. Unnið alla daga Hjá Drangi er unnið alla daga ef það þarf að slægja eða salta hrogn. Netin eru í sjó alla daga frá upphafi vertíðar og dregið er daglega ef veð- ur leyfir. Páskahátíðin breytir litlu þar um. Drangur er með tvo báta á grásleppu, en í plássinu eru nokkrir gamalgrónir í grásleppuútgerð. Að lokinni grásleppuvertíð róa bátar Drangs með línu, en nýverið festi fyrirtækið kaup á 15 metra hálfyfir- byggðum plastbát frá Rifi. Hann bar áður nafnið Þorsteinn SH, en núna Benni ST. Grásleppan flutt lands- horna á milli Ljósmynd/Óskar Torfason Nóg að gera Tomas, Veronika og Unnur Ágústa við verkun á grásleppu hjá Drangi á Drangsnesi í gærmorgun.  „Slagur um hverja útgerð og hvert kíló“  Fersk hrogn flutt út til Danmerkur Ljósmynd/Þorgeir Baldursson Á Árskógssandi Haraldur Ólafsson við löndun úr Særúnu í síðasta mánuði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.