Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Page 10

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Page 10
Dráttarbrautin í Keflavík fléttaðist inn í rannsókn málsins. Sást Geirfinnur síðast þar? Boris Quatram, dr. Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur og dr. John Pearse, sálfræðingur og fyrr- verandi rannsóknarlögreglumaður hjá Scotland Yard, spá í spilin. samsæriskenningum og um þær einar og sér mætti í þessu tilviki gera margar myndir.“ Í myndinni ræðir Boris við Hauk Guðmunds- son lögreglumann, sem rannsakaði málið í Keflavík á sínum tíma. „Það var mjög almenni- legt af Hauki að taka á móti mér á heimili sínu. Mér hefur hins vegar frá upphafi þótt ákveðnar þverstæður í hans frásögn og ég gekk mjög hart að honum í samtalinu. Spurði hann meðal ann- ars um það hvers vegna hann hefði farið með eiginkonu Geirfinns í ferðalag til Ísraels eftir að rannsókninni lauk. Ég átti alveg eins von á því að hann myndi henda mér út fyrir að færa þetta í tal; hvað vill þessi þýski bjáni upp á dekk? En það gerðist ekki. Haukur var alveg svellkaldur. Satt best að segja veit ég ekki hvað ég á að halda; mögulega veit Haukur meira en hann lætur uppi, mögulega ekki. Það er erfitt að átta sig á því. En eins og ég segi, best er að halda sig við staðreyndir.“ Boris er jafnframt hugsi yfir aðkomu Karls Schütz að málinu. „Honum er lýst eins og þeim sem valdið hefur. Aðkomumaður sem vissi allt og kunni allt betur en heimamenn.“ – Hann hlýtur að hafa verið hálfpartinn eins og geimvera í augum þeirra sem stóðu að rann- sókninni hér á Íslandi? „Algjörlega. Það er eins og menn hafi verið hálfhræddir við hann og ekki þorað að rengja hann á neinn hátt. Mér finnst eins og hann hafi ekki verið fenginn til að leysa málið, heldur til að loka því.“ Við þetta má bæta að aðstandendur heimild- armyndarinnar hafa undir höndum gögn sem benda til þess að Schütz hafi fengið allt að þre- falt hærri laun fyrir störf sín en ráðuneytis- stjórar á Íslandi á þessum tíma. Það hefur væntanlega ekki dregið úr vigt hans. Vildi einhver hlífa elskhuganum? Einn er sá þráður sem Boris furðar sig á að ekki hafi verið fylgt eftir við rannsókn málsins í upp- hafi. „Í lögregluskýrslum kemur fram að eigin- kona Geirfinns hafi haldið við annan mann þeg- ar maður hennar hvarf. Þessi maður var aldrei skoðaður sérstaklega og ekki tekin af honum formleg skýrsla. Nú er ég ekki að halda því fram að hann hafi vitað eitthvað um málið en hefði ekki í ljósi aðstæðna verið ástæða til að yf- irheyra hann vandlega? Mér segir svo hugur að flestir lögreglumenn hefðu gert það, til að eyða allri óvissu. Í svona málum eru elskhugar sjálf- sögð slóð að fylgja. Var þetta gáleysi eða vildi einhver halda hlífiskildi yfir þessum manni?“ Í lögregluskýrslu, sem Sunnudagsblaðið hef- ur undir höndum, kemur meðal annars fram að téður maður hafi komið heim til eiginkonu Geir- finns sunnudagskvöldið 17. nóvember 1974 eftir að Geirfinnur hafði farið á dansleik í Klúbbnum. Mun hann hafa verið hjá henni til kl. 2 um nótt- ina en þá var von á Geirfinni til baka. Þá mun elskhuginn hafa farið heim til vinkonu eigin- konu Geirfinns. Geirfinnur hvarf 19. nóvember 1974. Sjálfur stóðst Boris ekki mátið og fór að grennslast fyrir um manninn. Kom þá í ljós að hann hafði flutt af landi brott árið 1976 og ekki snúið aftur. Hófst nú leit að manninum sem eftir japl, jaml og fuður skilaði árangri. Hann fannst í Þýskalandi. Af öllum löndum. „Við þurftum að kafa djúpt til að hafa uppi á þessum manni og fá staðfest að þetta væri í raun og veru hann. Leitin var mjög spennandi. Það er mikilvægt að skoða alla fleti og möguleika þegar svona mikið er í húfi og fyrir vikið mátti ég til með að hitta hann. Veit hann eitthvað sem komið gæti að gagni við rannsóknina?“ Maðurinn, sem verður hvorki nafngreindur hér né í myndinni, veitti Boris og Ingvari Þórð- arsyni áheyrn. „Hann kemur ekki fram í mynd en við heyrum í honum.“ – Og? „Það er ekki mitt hlutverk sem blaðamanns að bera menn sökum og mögulega kemur ekk- ert út úr því en nú er boltinn hjá lögreglu. Í ljósi þess hvernig Geirfinnsmálið hefur þróast hlýtur hún að vilja ná tali af þessum manni. Hvort sem hann býr yfir gagnlegum upplýsingum eður ei. Hann hefur aldrei verið yfirheyrður að neinu gagni. Hér er augljóslega um nýja slóð að ræða sem gæti verið tilefni til að opna málið að nýju. Hvort það leiðir síðan til þess að málið leysist er önnur saga.“ – Vonastu til að mynd þín skili einmitt því, nýrri rannsókn? „Já, svo sannarlega. Það er einhver sem veit eitthvað. Jörðin gleypti ekki Geirfinn Einarsson, svo mikið er víst. Og tíminn vinnur ekki beinlínis með okkur, í ár eru 45 ár liðin frá hvarfi hans og þeir sem mögulega vita eitthvað gætu farið að týna tölunni, séu þeir ekki farnir nú þegar. Fjöl- skylda Geirfinns á skilið svör, sexmenningarnir sem sátu inni eiga skilið svör, íslenska þjóðin á skilið svör. Þessu máli þarf að loka. Ég vona líka að lögreglan sjái ástæðu til að rannsaka sjálfa sig í þessu sambandi; ég veit að þetta voru aðrir tímar en vinnubrögð lögreglunnar í þessu máli geta eigi að síður ekki talist boðleg. Til þess að læra og bæta sig þarf fólk að gangast við mistök- um sínum. Þau hafa víðar verið gerð, mistökin. Við Þjóðverjar vitum allt um það. Aðalatriðið er að sjá til þess að þau endurtaki sig ekki. Það er auðvitað ekki mitt hlutverk að leysa Geirfinns- málið en vonandi hefur mér tekist með þessari mynd að leggja eitthvað af mörkum.“ Væri til í að taka upp þráðinn Boris bíður að vonum spenntur eftir viðtökum og viðbrögðum frá íslensku þjóðinni. „Það verð- ur mjög spennandi að sjá hvernig áhorfendur taka myndinni. Ég er á kafi í öðrum verkefnum en komi eitthvað nýtt fram væri gaman að fylgja Geirfinnsmálinu áfram eftir; ég tala nú ekki um ef skriður kemst á rannsóknina og mál- ið leysist loksins.“ – Einn viðmælenda þinna í myndinni hefur á orði að Geirfinnsmálið hafi tilhneigingu til að gleypa þá sem sökkva sér á kaf í það. Og brögð séu meira að segja að því að þeir hafi orðið vænisjúkir. Henti það þig? „Nei, ég er ekki týpan sem verður vænisjúk,“ svarar Boris hlæjandi, „en ég viðurkenni þó að mér stóð ekki alltaf á sama meðan á gerð mynd- arinnar stóð. Hvað ef einhver vill ekki að ég sé með nefið ofan í þessu máli? Hvað ef valdamikil öfl eru á bak við hvarf Geirfinns? Ég get þó ekki sagt að ég hafi orðið smeykur enda held ég að ég sé sanngjarn í garð allra sem við sögu koma. Það er auðvelt að drukkna í svona rannsókn og ég hitti fólk sem hefur gert það enda þótt það komi ekki fram í myndinni. Maður má ekki kafa of djúpt í einstaka þætti svona mála og gleyma sér í smáatriðunum. Eins og ég segi, halda ber sig við staðreyndirnar.“ – Þá stendur bara ein spurning út af: Hvað kom fyrir Geirfinn Einarsson? „Nú get ég auðvitað ekki verið viss, frekar en aðrir, en mig grunar að lógískar skýringar séu á hvarfi hans. Líklegast er að um slys hafi verið að ræða; enginn hafi ætlað sér að myrða hann. Mögulega leiddu slagsmál til dauða Geirfinns og líkinu komið svo vandlega fyrir að það hefur aldrei fundist.“ Hver veit? Sævar Ciesielski og Ómar Ragnarsson fréttamaður í réttarsal. Morgunblaðið/Emilía Þýski afbrotafræðingurinn Karl Schütz var ekki aðgengilegur fjölmiðlum á sínum tíma. Morgunblaðið/RAX Rannsókn Geirfinnsmálsins á fullum skriði. Fjöldi manns kom að málinu á ýmsum stigum. Morgunblaðið/Friðþjófur Helgason Boris Quatram ræðir við Erlu Bolladóttur sem hlaut dóm í Geirfinnsmálinu. SAKAMÁL 10 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2019

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.