Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Blaðsíða 12
HEILBRIGÐISKERFIÐ 12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2019 B æklunarlæknirinn Hjálmar Þor- steinsson kom heim eftir 12 ára dvöl við nám og störf í Svíþjóð árið 2016. Þar stýrði hann síðustu fjög- ur árin einkaspítalanum Capio Movement í Halmstad og þar áður var hann forstöðulæknir bæklunardeildar Sjúkrahússins í Halmstad í þrjú ár. Sérhæfing hans er á sviði liðskipta í mjöðmum og hnjám og hefur hann því víðtæka reynslu af stjórnun og skipulagi í kringum þessa tegundir aðgerða. Hann tekur vel á móti blaðamanni og sýnir honum fullkomna aðstöðu Klíníkurinnar til skurðaðgerða og legudeild sem líkist hóteli og er reyndar hluti af Hótel Íslandi, og aðstöðu til sjúkraþjálfunar. Við setjumst inn á skrifstofu og ræðum mál sem liggja honum á hjarta; þá staðreynd að fólk þarf að bíða mánuðum og ár- um saman eftir liðskiptaaðgerð á spítölum landsins. Aðgerð sem hægt er að gera án tafar á Klíníkinni og þar með létta fólki lífið og létta á biðlistum landsins. Þörfin eykst sífellt „Árið 2016 er farið að gera aðgerðir sem eru í takt við það sem við þurfum að vera að gera og ef við skoðum Akureyri, Akranes og LSH, það sem var gert á þeim tíma var bara að halda vatni. Það sem gerði það að verkum að hluti af biðlistunum styttist var að hluti fólksins fór út og svo er Klíníkin búin að gera um 200 lið- skiptaaðgerðir hér í húsinu frá því að fyrsta að- gerðin var gerð hér í byrjun febrúar 2017. Þess- ar aðgerðir hafa sjúklingarnir greitt fyrir algjörlega sjálfir og það munar nú um minni fjölda í því átaki að stytta biðlista,“ segir Hjálm- ar. „Við erum þjóð sem er að eldast tiltölulega hratt þannig að aldurshópurinn 65 ára og eldri, sem er í mestri þörf fyrir þessa tegund aðgerða, er að stækka mjög hratt. Þannig ef maður skoð- ar fimmtán ár aftur í tímann hafa að jafnaði ver- ið sjö hundruð manns sem hafa verið að bætast í hópinn 65 ára og eldri; sjö hundruð á ári. Næstu 15 ár mun þessi tala þrefaldast á ári. Það eru miklu stærri árgangar að koma upp núna.“ Hjálmar segir vandamálið ekki liggja í að- gengi að læknum. „Það er í raun aðgengi að skurðstofu og legurými sem hefur valdið þess- um biðlistum. Ef við skoðum Landspítalann þá er þar verulegur vandi vegna aðstöðu og það er ekkert að fara að breytast næstu 4-5 árin.“ Lendum í orrahríð Á Klíníkinni eru gerðar ýmsar aðgerðir sem Sjúkratryggingar Íslands borga en liðskipta- aðgerðir eru ekki þar á blaði. „Við erum með samning við Sjúkratrygg- ingar Íslands alveg eins og allar aðrar lækna- stofur. En allar aðgerðir sem krefjast innlagnar eftir aðgerð eru ekki til samningar um fyrir ut- an sjúkrahúsin. Við erum í raun fyrsta lækna- stofan sem hefur samþykki fyrir legudeild og er það okkar sérstaða.“ En nú eru þið með samninga vegna BRCA- aðgerða, þurfa þær konur ekki að leggjast inn? „Jú, við vissar tegundir af enduruppbygg- ingu brjósta er þess þörf og það merkilega er að ef sjúklingur þarf að leggjast inn borga þeir sjálfir fyrir leguna. SÍ borgar bara fyrir aðgerð- ina. Þetta er algjörlega fáránlegt. Hérna er ver- ið að skapa aðstöðu sem eykur öryggi sjúklinga; hér getur sjúklingur jafnað sig í umsjá lækna og hjúkrunarfræðinga í stað þess að vera send- ur beint heim eftir aðgerð upp á von og óvon. Og með því að auka öryggið lendum við í orra- hríðinni.“ Ásættanleg bið 90 dagar Ef sjúklingur þarf að bíða lengur en í þrjá mán- uði eftir aðgerð á Íslandi á hann rétt á að sækja um að hún sé gerð erlendis. Hjálmar útskýrir þetta fyrir blaðamanni. „Í grunninn er þetta þannig að innan Evrópusambandsins var ákveðið að jafna að- gengi að heilbrigðisþjónustu og við í EES föll- um undir þetta. Grunnhugsunin er að eitt aðild- arríki getur ekki haft óeðlilega langa biðlista og haldið niðri kostnaði við heilbrigðisþjónustu þannig. Þá geta þegnar fært sig til til að fá heil- brigðisþjónustu innan ásættanlegs biðtíma. Ís- land var frekar seint að skrifa undir en það merkilega samt er að við skrifuðum fyrst undir það sem kallast biðtímatilskipun og það var gert 2012. En það var ekki fyrr en árið 2016 að landlæknisembættið skilgreindi hvað væri ásættanlegur biðtími. Þáverandi landlæknir, Birgir Jakobsson, skar á þann hnút og skil- greindi ásættanlega bið eftir aðgerð að hámarki 90 daga, eftir viðtali hjá sérfræðingi 30 daga og hjá heimilislækni 7 daga,“ segir hann. „Svo gerist það líka árið 2016 að skrifað var undir valfrelsisákvæði sem þýðir að þú mátt velja þér, án tillits til biðtíma, heilbrigðisþjón- ustu í öðru landi innan EES. Þá borgar viðkom- andi sjálfur ferðakostnað og uppihald og ríkið borgar lægri reikning af tveimur mögulegum,“ segir Hjálmar og meinar að sé þjónustan dýrari erlendis fær viðkomandi greitt sömu upphæð og þjónustan kostar hérlendis og öfugt. Klár mismunun „Það að setja 90 daga regluna er í raun gert til að vernda þegna landsins,“ segir Hjálmar. „Við eigum að vernda þá sem mega sín minnst. Ef reglan er þannig að þú getir ekki nýtt hana öðruvísi en að flýja land er það þannig að gamla fólkið og fólk sem er með aðra grunnsjúkdóma en sína slitgigt, eins og sykursýki og hjarta- sjúkdóma, getur ekki nýtt sér það úrræði að fara út. Og það er þetta fólk sem þarf mest á því að halda að fá aðgerð innan ásættanlegs bið- tíma. Ég hef skrifað flest af þessum vottorðum fyrir sjúklinga sem óskað hafa eftir að nýta sér þennan rétt sinn og sumum hreinlega treysti ég ekki í þetta ferðalag. Ég treysti því ekki að áhættan af heimferðinni verði ásættanleg og eins hafa meðferðaraðilar úti sagt nei við suma sjúklinga þar sem eru grunnsjúkdómar fyrir.“ Það er þá í raun verið að mismuna sjúkling- um? „Algjörlega, það er algjörlega á hreinu.“ Hefur einhver hreinlega farið í mál vegna þessarar mismununar? „Nei, en það er töluverður fjöldi sem hefur farið með mál sitt fyrir kærunefnd velferðar- mála og enginn unnið það þar. Þetta er klár mismunun og alls ekki allir sem sitja hér við sama borð. Það var til dæmis eitt mjög sérstakt tilvik, og ég veit að þú hefur talað við þennan mann en hann var búinn að fá samþykki að fara út. Hann var búinn að kaupa flugmiða, bóka hótel en svo sagði meðferðaraðilinn á síðustu stundu nei. Málið er að þegar fólk fer út er eng- in eftirfylgni þar,“ segir Hjálmar og bendir á að ef eitthvert óöryggi er í stöðunni, eins og undir- liggjandi sjúkdómar, er ekki óeðlilegt að með- ferðaraðilinn hætti við. Enda vilja þeir ekki taka þá áhættu að senda sjúkling í flug heim þegar hætta er á t.d. blóðtappa, eins og í tilviki Sigurðar Sigmannssonar, sem er í viðtali hér á næstu síðu. Aldrei heyrt nein rök Nú sýnist manni það vera öllum í hag ef samið væri við ykkur um þessar aðgerðir, þó ekki væri nema tímabundið. Hver eru rök heilbrigðis- ráðherra að vilja ekki semja við ykkur? „Ég hef aldrei heyrt nein rök sem halda „Þetta er klár mismunun“ Hjálmar Þorsteinsson bæklunarlæknir hjá Klíníkinni telur að biðlista í liðskiptaað- gerðir megi stytta eða útrýma ef Sjúkratryggingar Íslands semdu við Klíníkina um greiðslu fyrir þessar aðgerðir, þótt ekki væri nema tímabundið. Á síðustu tveimur ár- um hafa verið gerðar þar 200 liðskiptaaðgerðir á kostnað sjúklinganna sjálfra. Án þessara aðgerða væri bið í aðgerðir á spítölum landsins enn lengri en hún er í dag. Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Enn bíða þúsund manns á biðlistum eftir liðskiptaaðgerðum hér á landi. Hér má sjá lækni í Svíþjóð halda á eyddri mjaðmakúlu úr íslenskri konu sem endaði í Halmstad í aðgerð því biðin reyndist henni ofviða. Hjálmar Þorsteinsson bækl- unarskurðlæknir skilur ekki rök heilbrigðisráðherra og segir fárán- leikann fullkomnaðan með því að senda sjúklinga sem ekki geta beð- ið lengur á einkastofnun í Svíþjóð. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.