Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2019
F
yrir tæpum áratug eignaðist bréfritari
bókina Brief lives sem sagnfræðingur-
inn stórtæki Paul Johnson sendi frá sér.
Þar getur hann ríflega 200 samferða-
manna sinna og fellir um þá palladóma.
Suma hafði hann þekkt vel en aðra
minna og jafnvel aðeins hitt stuttlega, en þó nóg til
þess að hafa eitthvað eftir umræðuefninu. Í seinustu
tilvikunum eru kynnin ekki inntak pistilsins, heldur
annar fróðleikur oft hafður eftir öðrum nafngreindum
samferðamönnum og svo fylgir fróðleikur af öðrum
toga.
Frægur þulur og sífrískur
Þessar mannlýsingar og stundum glefsur eru af þess-
um ástæðum misáhugaverðar. Johnson leynir því
hvergi að þetta er persónulegur fróðleikur, ekki sagn-
fræði. Iðulega er gengið æði nærri þeim sem nefndir
eru til sögunnar og afstöðu höfundarins til þeirra ekki
leynt. Við gætum flest sett saman slíka bók um sam-
ferðamenn til skemmri eða lengri tíma, þó sjálfsagt
ekki af sömu leikni og orðkynngi og Paul Johnson.
Frásagnir Johnsons virðast m.a. lúta þeirri kröfu að
þar fari bærilega þekkt fólk úr breskri eða alþjóðlegri
samtímasögu. Mjög margir og kannski flestir uppfylla
það skilyrði en þó ekki allir.
Johnson hefur lifað lengi og farið víða og átt samleið
með vinstrisinnuðum sálufélögum og síðar á öndverð-
um kvarða eftir því sem hann þroskaðist. Hann um-
gengst stjórnmálamenn, rithöfunda, leikara, myndlist-
armenn og fjölmiðlafólk svo nokkuð sé nefnt. Johnson
er sjálfur liðtækur málari og það hjálpar þessum frá-
sögnum þótt myndir fylgi ekki. Lýsingarnar eru
myndrænar og litríkar og þessi stálminnugi sagnfræð-
ingur er slyngur textamaður án þess að tapa sér í til-
gerð.
Paul skrifar Margréti bréf
Í frásögn af Ronald Reagan, sem Paul Johnson þykir
augljóslega mikið til koma, rifjar hann upp þegar
Reagan sóttist eftir að fá tilnefningu sem frambjóðandi
repúblikana og heyja einvígi við Jimmy Carter um
Hvíta húsið. Johnson var þá gestaprófessor vestra og
heillaðist af frambjóðandanum og skrifaði Margréti
Thatcher forsætisráðherra langt bréf og sagðist sann-
færður um að Reagan yrði útnefndur og myndi svo
vinna Carter með sannfærandi hætti. Hann mælti með
því að Thatcher nálgaðist Reagan svo fljótt sem verða
mætti, því það væri margt sem þau ættu sameiginlegt
og þau gætu orðið mjög öflugir samherjar. „Hún svar-
aði mér með bréfi: Þetta er fjarri því að vera sú mynd
sem dregin er upp fyrir mig af sendiráði okkar (í
Washington). Þeir fullyrða þar að Reagan eigi enga
möguleika á sigri og Carter muni auðveldlega fá
endurkjör. En, bætti hún við: Mér líkar það sem þú
segir mér og ég mun gera það sem þú leggur til.“
Hóflausir búrókratar
Breska utanríkisráðuneytið er mjög öflugt og fjöl-
mennt en bæði Churchill og Thatcher áttu í vandræð-
um með það og diplómataskarann og treystu honum
alla tíð illa. Minni bógar fóru betur í taumi þess. Nú-
verandi forsætisráðherra Breta er óskaeintak fyrir bú-
rókrata heima fyrir og síamstvíbura þeirra í Brussel.
Nýverið birti Daily Telegraph uppsláttargrein sem
vakti athygli. Fyrir henni talaði „nafnlausi embættis-
maðurinn“ og auðvitað vissi ritstjórn blaðsins hver þar
fór og þótti augljóslega mikið til koma. Hann sagði al-
gjörlega vafalaust að breska stjórnkerfið reyndi nú að
eyðileggja útgönguna úr ESB: „Hvernig veit ég það?
Það er vegna þess að ég starfa í sjálfu hjarta stjórn-
kerfisins. Sem embættismaður get ég fullyrt við ykkur
að stór hluti stjórnkerfisins í Whitehall (stjórnarráðið)
vinnur skipulega gegn því að Bretum auðnist að ganga
úr ESB. Ég hef hitt þúsundir opinberra starfsmanna
síðustu ár og minnist aðeins 5 þeirra sem kosið höfðu
með úrsögn.“
Greinin er að öðru leyti eftirtektarverð og þörf
áminning.
Aldrei verra en nú
Vandinn er þegar háttsettur hópur embættismanna,
sem eru í raun æviráðnir og lúta stjórn heimaríkra yf-
irmanna úr sínum hópi, er kominn á skjön við þjóðar-
viljann og er sama um það. Alþekkt er að í sínum hópi
tala þessir raunverulegu valdamenn um „okkur“ og
„þá sem koma og fara“ og eiga þá við stjórnmálamenn-
ina sem hafa varla lært á sín ráðuneyti þegar þeir eru
farnir annað. Flestir enda þeir sem léttavigtarmenn í
sínum ráðuneytum og í versta falli sem sendlar þeirra
sem í orði kveðnu eiga að þjónusta þá. Úr utanríkis-
ráðuneytinu eru mörg nýleg dæmi. Þáverandi ríkis-
stjórn kokgleypti dellubréf þar sem aðildarumsókn Jó-
hönnustjórnarinnar að ESB var að sögn embættis-
manna afturkölluð. Það sýnir hvað menn eru bíræfnir
þegar þeir senda ráðherra sinn með slíkt bréf inn á
fund ríkisstjórnar. En þeim til láns þá virtist ekki
neinn læs maður vera staddur þar á fundi þegar svo
mikilvægt mál var til afgreiðslu. Nú tala ráðherrar um
mál dagsins eins og páfagaukar um „fyrirvara sem
breyti málinu“.
En í ljós kemur að átt er við hjal úr fundargerð þar
sem flest er haft eftir íslensku fundarmönnunum og
nafngreindur kommissar staðfestir að hann hafi verið
viðstaddur hjalið. Ekki vottur af lagalegri þýðingu þar
og ekki heldur pólitískri sem hald væri í og væri það
síðara svo sem marklaust aukaatriði.
Á sama tíma er vitað en ekki viðurkennt að ríkis-
stjórnin er með leynd að hjakka á stjórnarskrá lands-
ins til að gera þjóðina enn varnarlausari en ella gagn-
vart breytingum á henni. Þetta er einhver furðuarfleifð
frá Jóhönnustjórninni. Ætlar þetta aldrei að hætta?
Hvað tryggði sögulegan árangur?
Paul Johnson veltir fyrir sér hvers vegna samstarf og
vinátta þeirra Reagans og Thatcher skilaði svo miklum
árangri sem heimurinn allur býr enn að. Hann segir: „Í
fyrsta lagi höfðu þau bæði mjög skýra sýn á tvö, þrjú
grundvallaratriði stjórnmála samtímans og reyndust í
þeim öllum hafa á réttu að standa og þau fylgdu þeim
eftir af miklu afli og óbrigðulli staðfestu.
Palli skrifar
palladóma og
það gera fleiri
’
Þáverandi ríkisstjórn kokgleypti dellu-
bréf þar sem aðildarumsókn Jóhönnu-
stjórnarinnar að ESB var að sögn embættis-
manna afturkölluð. Það sýnir hvað menn eru
bíræfnir þegar þeir senda ráðherra sinn með
slíkt bréf inn á fund ríkisstjórnar. En þeim
til láns þá virtist ekki neinn læs maður vera
staddur þar á fundi þegar svo mikilvægt
mál var til afgreiðslu. Nú tala ráðherrar
um mál dagsins eins og páfagaukar um
„fyrirvara sem breyti málinu“.
Reykjavíkurbréf12.04.19