Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Page 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Page 22
Fyrir 4 400 g nautalund góð ólífuolía salt og pipar klettasalat sítróna parmesanostur 100 g ristaðar furuhnetur Hreinsið nautalundina mjög vel og skerið í eins þunnar sneiðar og þið get- ið. (Það er gott ráð að setja lundina í frysti í 30-40 mínútur áður, en með því er enn betra að skera kjöt- ið þunnt.) Fletjið kjötið út með kökukefli og leggið á diska. Stráið salti og pipar yfir kjötið, dreypið góðri ólífu- olíu yfir og kreistið smá sí- trónusafa yfir kjötið í lokin. Ristið furuhnetur á pönnu. Skolið og þerrið kletta- salat, leggið salatið yfir kjötið. Rífið niður parmesanost og stráið ristuðum furu- hnetum yfir réttinn. PIPARRÓTARSÓSA 1 dl rjómi salt og pipar 3 tsk piparrótarmauk ½ tsk hunang Þeytið rjóma, bætið piparrótarmauki og hun- angi saman við. Kryddið til með salti og pipar. Setjið sósuna í sprautu- poka og sprautið á diskana eða notið tvær teskeiðar og mótið fínar kúlur. Berið strax fram og njót- ið! Frá evalaufeykjaran.is Nauta-carpaccio með piparrótarsósu 22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2019 LÍFSSTÍLL Páskalamb og pavlova Páskarnir eru á næsta leiti og ekki úr vegi að fara að huga að páskamatnum. Fátt er betra en páskalamb í aðalrétt og pavlova í eftirmat. Og hnetusteikin klikkar seint! Ásdís Ásgeirsdóttir asdis@mbl.is Fyrir 4-6 1 lambahryggur ca 2,5 kg, úrbeinaður FYLLING 1 krukka sólkysstir tómatar 3 msk ólífutapenade 70 g ristaðar furuhnetur ½ laukur 2 hvítlauksrif 1 msk fersk steinselja salt og nýmalaður pipar 1 msk jómfrúarolía börkur af hálfri sítrónu 2 tsk smátt saxað rósmarín ½ l vatn GRÆNMETI 2 laukar 4 hvítlaukar, heilir 4-6 gulrætur Látið kjötborðið úrbeina lambahrygginn. Setjið öll hráefnin sem eiga að fara í fyllinguna í matvinnsluvél og maukið vel. Setjið fyllingu á milli hryggjarvöðvanna og legg- ið lundirnar þar ofan á. Mótið rúllu og vefjið seglgarni utan um rúlluna og kryddið hrygginn með salti, pipar og sítrónu- berki. Saxið einnig niður ferskt rósmarín og sáldrið yfir. Skerið grænmetið í grófa bita og leggið í eld- fast mót, setjið lamba- hrygginn yfir og hellið hálf- um lítra af soðnu vatni í fatið og inn í ofn við 180°C í 45-50 mínútur. Þegar 15 mínútur eru eftir af eldunartímanum er ágætt að hækka hitann í 200-210°C. Leyfið kjötinu að hvíla í 10 mínútur áður en þið skerið það og berið fram, hellið soðinu frá og geym- ið fyrir sósugerð. OFNBAKAÐAR KART- ÖFLUR Í ANDAFITU 10-15 kartöflur að eigin vali 2-3 msk andafita 4-5 hvítlauksrif 3-4 rósmaríngreinar Afhýðið kartöflurnar og sjóðið í vel söltu vatni í 10 mínútur. Eftir þann tíma takið þær upp úr pottinum og leggið í eldfast mót. Skerið niður hvítlauksrif og saxið ferskt rósmarín. Setjið 2 msk af andafitu í formið og veltið kartöflun- um upp úr fitunni. Kryddið til með salti og pipar. Bakið í ofni við 180°C 30-35 mínútur eða þar til kartöflurnar eru gullinbrúnar, það er gott ráð að snúa þeim við endr- um og eins. SOÐSÓSA 300-400 ml soð ½ nautakraftsteningur salt og pipar 500 ml rjómi 2 tsk hveiti 1 msk olía Sigtið soðið í pott og blandið nautakrafstening og rjóma saman við. Kryddið til með salti og pipar. Leyfið sósunni að ná suðu og hrærið vel í á meðan. Blandið saman í skál hveiti og olíu og þykkið sósuna með hveitiblönd- unni. Berið strax fram með kjötinu. Frá evalaufeykjaran.is Páskalambið

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.