Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Page 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 14.04.2019, Page 28
missa ekki af bifreið leikkonunnar en markmið þeirra var að komast að því hvar hún og börn hennar hefðu aðset- ur. Í yfirlýsingu sem Johansson sendi frá sér í vikunni segir hún: „Papparassar teygja sig sífellt lengra til að hrella og áreita það fólk sem þeir vilja ná myndum af. Jafnvel eftir sorglegt lát Díönu prinsessu var lögunum aldrei breytt, til að vernda fólk fyrir lögleysu passarassa.“ Vill hún jafnframt að papparassar verði skilgreindir sem glæpsamlegir elti- hrellar í lögum. Fékk nálgunarbann Örlög Díönu prinsessu eru eitt sorglegasta og þekktasta dæmið um áreitni papparassa en margt Scarlett Johansson varar við þvíað eltingarleikir hinna svoköll-uðu papparassa; ljósmyndara sem elta fræga fólkið á röndum til að ná myndum af því og einkalífi þess, muni leiða af sér fleiri dauðsföll svip- uð því og þegar Díana prinsessa lést í bílslysi 1997. Leikkonan sagði frá því í vikunni hvernig hún var elt í gegnum Los Angeles af ljósmyndurum sem settu annað fólk; ökumenn og gangandi vegfarendur, í hættu. Sjálf var hún þá nýkomin úr upptökum á Jimmy Kimmel Live! sjónvarpsþættinum og hafði nýyfirgefið tökustað í bifreið sinni þegar hópur ljósmyndara hóf eftirför, á alls fimm bifreiðum. Virtu þeir rauð umferðarljós og umferðarreglur að vettugi til að frægðarmennið hefur lent í ágangi þeirra og fundist nóg um. Þótt papparassar geti sér sjaldnast frægð sem einstaklingar eru þess þó dæmi. Ron Galella, sem hefur verið nefndur guðfaðir papparassanna öðl- aðist heimsfrægð vegna eltingarleiks síns við Jackie Kennedy Onassis og þá sérstaklega eftir að hún varð ekkja. Stefndi hún ljósmyndaranum fyrir dóm, meðal annars fyrir að leggja börn hennar í lífshættu og voru þau látin vitna. Á móti stefndi ljósmynd- arinn forsetafrúnni fyrrverandi fyrir að láta leyniþjónustu Bandaríkjanna eyðileggja myndavél og filmur hans eftir að hann hafði myndað hana og börn hennar í Central Park í kringum 1970. Galella eltist við forsetafrúna með myndavélina alveg þangað til hún fékk nálgunarbann á hann og varð hann þá að gefa upp eltingarleik sinn við hana fyrir lífstíð. Galella átti þó í góðu sambandi við annað frægðarfólk og var til dæmis í sérstöku eftirlæti hjá Elizabeth Bráðir papparassanna Papparassi er þetta kallað á íslensku, papparazzi víðast hvar annars staðar en orðið er úr mynd Fellini, La Dolce Vita. Þar leikur Walter Santesso fréttaljósmyndara sem ber nafnið Paparazzo en nafnið bjó Fellini til úr öðru ítölsku orði sem táknar hljóð sem er truflandi og pirrandi, svipað og í suðandi moskítóflugu. Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is Jackie Kennedy Onassis varð fyrir meira ónæði af ljós- myndurum sem sátu fyrir henni eftir að hún varð ekkja. Ljósmyndarar í fimm bifreið- um, með skyggðum rúð- um, eltu Scar- lett Johansson. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14.4. 2019 LESBÓK FRÆGÐ Claudia Schiffer segir tískuhönnuðinn Karl Lagerfeld hafa kennt sér mikilvægi þess að vera hún sjálf. Hin 48 ára gamla þýska fyrirsæta líkti Lagerfeld, sem lést fyrr á þessu ári, við Andy Warhol – báðir hafi skilið hversu mikilvægt samband frægðarmenningar- innar og auglýsingabransans er. Í viðtali við breska Vogue ræðir Schiffer jafnframt fyrirsætuferil sinn, hún velji þau fáu fyrirsætuverkefni sem hún taki að sér í dag af kostgæfni og sakni ekki 10. áratugarins þegar hún var á hápunkti ferilsins. „Ég á magnaðar minningar og ég hef alltaf tekið vel- gengni minni af auðmýkt. Ég get valið úr verkefnum og ég nýt þess í dag að prófa aðrar slóðir, svo sem að hanna sjálf.“ Þakklát Lagerfeld Claudia Schiffer á heimsmet í að prýða- forsíður tímarita. AFP SJÓNVARP Stranger Things-stjörnurnar David Harbour, sem leikur lögreglustjórann Jim Hopper, og Millie Bobby Brown, sem fer með hlutverk Eleven, eru ekki aðeins feðgin í þáttunum heldur eiga þau í ekki ósvipuðu sambandi utan skjásins. Þetta segir Harbour í viðtali við Yahoo! Movies en í Stranger Things hefur hann ætt- leitt Eleven og meðan vissulega er kært á milli þeirra rífast þau einnig. „Við eigum einskonar alvöru feðgina- samband, þar sem hún er sú fullorðna og ég er úrillur nöldurseggur, það er okkar háttur á að þrasa,“ segir Harbour í viðtalinu. Þrasa eins og feðgin David Harbour og Millie Bobby Brown mæta á skjáinn 4. júlí. ÍSLANDSMÓTIÐ íPepsí Max-deild karla og kvenna í knattspyrnu sumarið 2019 PÖNTUN AUGLÝSINGA: Fyrir miðvikudaginn 17. apríl. NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir kata@mbl.is | Sími: 569 1105 –– Meira fyrir lesendur 26. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um SÉRBLAÐ

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.