Morgunblaðið - 23.04.2019, Page 1
Þétt dagskrá
» Iðnaðarmenn funda í dag og
fram að helgi. Þeir eiga fund
hjá ríkissáttasemjara á
morgun.
» Sameyki fundar með
Reykjavíkurborg, ríkinu og
Isavia í vikunni.
» Bandalag háskólamanna
ræðir við ríkið og sveitarfélögin
í vikunni en leggur áherslu á að
ræða við fjármálaráðuneytið.
„Þeir albjartsýnustu segja að við
semjum í byrjun júní en ég er
hræddur um að við gefum þessu tíma
fram í júní. Það er mikið eftir,“ segir
Árni Stefán Jónsson, formaður
stéttarfélagsins Sameykis.
Iðnaðarmenn gera tilraun til
samninga í vikunni og Bandalag há-
skólamanna sömuleiðis.
Mesti ákafinn virðist þó vera í iðn-
aðarmönnum enda stefndi formaður
Rafiðnaðarsambandsins, sem er
einnig talsmaður iðnaðarmanna í
kjaraviðræðum við Samtök atvinnu-
lífsins, á að semja fyrir síðustu ára-
mót. Ef iðnaðarmenn semja ekki fyr-
ir vikulok munu þeir kjósa um
aðgerðir, að sögn talsmanns þeirra,
Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar.
Kosningu um kjarasamning
Starfsgreinasambandsins annars
vegar og Afls starfsgreinafélags hins
vegar lýkur klukkan fjögur síðdegis í
dag. Starfsgreinasambandið mun
kynna niðurstöður atkvæðagreiðsl-
unnar á morgun.
Kjörsókn hjá Afli er afar dræm, að
því er fram kemur í frétt á vef starfs-
greinafélagsins, og er ekki nema
rúm 18% kjörsókn vegna kjarsamn-
ings verslunarmanna og rúm 16%
vegna kjarasamnings verkafólks.
Formaður Starfsgreinasambands-
ins vildi ekki gefa upp tölur um kjör-
sókn þegar eftir þeim var leitað.
Auknar launagreiðslur vegna lífs-
kjarasamningsins sem ríkisstjórnin
kynnti í byrjun mánaðar munu kosta
sveitarfélögin 2% meira en ríkið, eða
sem nemur fjórum milljörðum króna
yfir samningstímabilið.
„Þetta er vegna samsetningar
starfsmannahópsins okkar, við erum
með fleira fólk í láglaunastörfum,“
segir sviðsstjóri kjarasviðs Sam-
bands íslenskra sveitarfélaga.
Mikið eftir í kjaraviðræðum
Ákafi í iðnaðarmönnum Dræm kjörsókn hjá Afli Launahækkanir vegna
lífskjarasamnings kosta sveitarfélögin fjórum milljörðum meira en þær kosta ríkið
MKjaraviðræður fara aftur »4
Þ R I Ð J U D A G U R 2 3. A P R Í L 2 0 1 9
Stofnað 1913 94. tölublað 107. árgangur
TIL VITUNDAR-
VAKNINGAR Í UM-
HVERFISMÁLUM KA ÍSLANDSMEISTARI
MÓSESARMYND
MICHELANGELOS
ÚR MARMARA
SÖGULEG STUND HJÁ FÉLAGINU 24 HYRND HETJA 28PLOKKDAGUR 11
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
c
ta
v
is
7
1
1
0
3
0
Betolvex
B-12
H
Fæst án
lyfseðils
Minningarathafnir voru haldnar víða um Srí
Lanka í gær, en 290 manns hið minnsta létust í
skæðum hryðjuverkaárásum á páskadag og rúm-
lega 500 manns særðust. Neyðarlög voru sett á í
landinu í gærkvöldi og hafa 24 verið handteknir
vegna ódæðisins. Talið er að lítt þekktur hópur
íslamista hafi staðið að árásinni, en sjálfvígs-
sprengjumenn létu til skarar skríða á sex mis-
munandi stöðum í höfuðborginni Colombo, auk
þess sem sprengt var við kirkjur og hótel í borg-
inni, sem og í borgunum Negombo og Batticaloa.
Segja yfirvöld á Srí Lanka að hryðjuverkasam-
tökin hafi notið stuðnings erlendra aðila við árás-
irnar.
Allir Íslendingar sem vitað er um á Srí Lanka
eru sagðir óhultir, en staðfest hefur verið að þrjú
dönsk systkini hafi látist í ódæðinu. Guðni Th. Jó-
hannesson, forseti lýðveldisins, sendi í gær sam-
úðarkveðjur til Maithripala Sirisena, forseta Srí
Lanka, og annarra íbúa þar vegna hryðjuverk-
anna. Sagði í kveðju forsetans að hugur okkar
væri hjá þeim sem misst hefðu ástvini eða orðið
fyrir árásum; og að ekkert gæti réttlætt slík
grimmdarverk. Jafnframt kvaðst forseti vona að
umburðarlyndi í trúarlegum efnum, sem fyrir
hendi væri á Srí Lanka, næði að dafna og aukast í
framtíðinni. »13 og 14.
AFP
Beðið fyrir fórnarlömbum árásarinnar
Að minnsta kosti 290 létust í hryðjuverkaárásum á Srí Lanka á páskadag
Katrín Jakobs-
dóttir er í 17.
sæti lista banda-
ríska dagblaðs-
ins USA Today
yfir tuttugu
launahæstu
þjóðarleiðtoga
heimsins. Katrín
er ofar á listan-
um en þeir Leo
Varadkar, for-
sætisráðherra Írlands, Jimmy
Morales, forseti Gvatemala, og
Édouard Philippe, forsætisráð-
herra Frakklands, sem rekur
lestina í 20. sæti. Forsætisráð-
herrar Danmerkur og Svíþjóðar
eru í 15. og 16. sæti fyrir ofan
Katrínu.
Katrín er ein af fjórum konum
á lista blaðsins, en hann náði yfir
kjörna þjóðarleiðtoga eða þá sem
sitja í forsæti ríkisstjórna. Launa-
hæst kvenna er Carrie Lam,
framkvæmdastjóri Hong Kong,
en Lee Hsien Loong, forsætisráð-
herra Singapúr, ber höfuð og
herðar yfir aðra á listanum. »4
Í 17. sæti þeirra
launahæstu
Katrín
Jakobsdóttir
Talið er að elds-
voði í fjölbýli við
Sléttuveg 7 hafi
átt upptök sín í
dekkjum eða
rusli. Slökkvilið-
ið segir varasamt
að geyma mikið
af dekkjum sam-
an þar sem þau
séu mikill elds-
matur. Slökkvi-
liðið fær reglulega útköll þar sem
kviknað hefur í dekkjum.
Eldurinn kom upp í bílageymslu
hússins að morgni sunnudags. 33
íbúðir fyrir öryrkja eru í húsinu og
sérútbúnir bílar hreyfihamlaðra
íbúa urðu fyrir tjóni.
Þessir íbúar eru nú margir án
fararskjóta. Það hamlar þeim mjög,
samkvæmt formanni Sjálfsbjargar,
landssamtaka hreyfihamlaðra. »6
Geymsla dekkja í
fjölbýli varasöm
Slökkviliðsmenn
Mynd af vettvangi.