Morgunblaðið - 23.04.2019, Page 2

Morgunblaðið - 23.04.2019, Page 2
Morgunblaðið/Árni Sæberg Veðurblíða yljaði Reykvíkingum í gær og þeir nýttu sér sólina sem endranær. Fjöldinn allur af fólki var í Nauthólsvík þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að garði. Þótt kalt hafi verið í skugganum var hlýtt í sólinni og fólk stakk sér í sjóinn til kælingar eða skemmtunar. Útlit er fyrir að annan blíðviðrisdag beri upp í vikunni og það á sumardaginn fyrsta. Trausti Jónsson veðurfræðingur segir raunhæfan möguleika á því að hitamet verði slegið í höfuðborginni á þessum fyrsta degi sumars. »8 Sóla sig á íslenskri strönd í aprílmánuði 2 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 ANDY FLOSS POPP KORN ANDLITS MÁLUN ÓTRÚLEG LEIKFÖNG TILBOÐ MÖGNUÐSKEMMTIATRIÐI HOPPU KASTALI BLÖÐRU BRELLUR OPNUNARHÁT ÍÐ 25. APRÍL KL.1 2 - FJÖLDI OPN UNARTILBOÐA Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf. Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Mikil óánægja var í Vestmannaeyj- um í gær með að ekki hefði verið byrjað að dýpka Landeyjarhöfn fyrr en í hádeginu í gær, þrátt fyrir að veðurskilyrði til dýpkunar hefðu ver- ið til staðar frá því á páskadag. Framkvæmdastjóri Björgunar segir að veður hafi gengið mun hraðar nið- ur en menn höfðu gert áætlanir fyrir og að tekið hafi sinn tíma að koma verkinu af stað. „Við erum ósátt við að verktakinn sinni ekki því hlutverki sem hann er ráðnn í, og það er að dýpka þegar færi gefst til dýpkunar,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vest- mannaeyjum, en boðað hefur verið til aukafundar í bæjarráði Vest- mannaeyja í hádeginu í dag, þar sem málið verður rætt. Segir Íris að ósk- að hafi verið eftir því að vegamála- stjóri komi inn á fundinn til að fara yfir stöðuna með bæjarráði og það hvernig framhaldinu verði háttað. Íris segir að í samningnum við Björgun séu ákveðin skilyrði við dýpkun tiltekin, þau snúi að öldu- hæð, öldulengd og vindhraða og að vitað hafi verið að þau yrðu innan marka í fyrradag. Hún spyr því hvers vegna ekki hafi verið byrjað að dýpka höfnina fyrr en í hádeginu í gær. Þá sé hún ósátt við að áhöfn dýpkunarskipsins Dísu hafi ekki ver- ið í Vestmannaeyjum þannig að skip- ið gæti siglt út um leið og tækifæri gafst. Hún bendir á að ekkert helgi- dagaákvæði sé í samningnum við Björgun, heldur beri fyrirtækinu að dýpka þegar færi gefst. Íris segir að tækjakostur Björg- unar sé ekki mikill og því þurfi að nýta hvern klukkutíma sem gefist vel. „Samfélagið í Eyjum verður fyr- ir miklu tjóni hvern dag sem ekki tekst að opna höfnina. Það er því óskiljanlegt hvers vegna þeir fóru ekki út á sunnudaginn,“ segir Íris. Útlitið þokkalegt næstu daga Lárus Dagur Pálsson, fram- kvæmdastjóri Björgunar, segir að veðurútlit næstu daga sé þokkalegt og að vonandi náist sá árangur sem þurfi til að hægt að sé að opna Land- eyjahöfn fyrir Herjólfi. Hann vill þó ekki segja hversu langan tíma verkið geti tekið, það verði að ráðast af að- stæðum. „Þetta eru krefjandi að- stæður en við verðum klárir.“ Lárus Páll segir ýmsar ástæður vera fyrir því að ekki var hafist handa á sunnudeginum. „Við förum aldrei af stað fyrr en Vegagerðin hefur mælt fyrir hverri vinnulotu,“ segir Lárus og bendir á að það hafi verið gert síðast fyrir um tíu dögum. „Og þá voru veðurskilyrðin verulega yfir þeim skilyrðum sem mælt er fyr- ir í útboðsgögnum. Nú gekk veðrið mun hraðar niður en menn reiknuðu með og Vegagerðin ákveður að mæla í gær [sunnudag] en ekki í dag og við fáum mælinguna í gærkvöldi. Það hefur tekið sinn tíma að koma okkur af stað en ég er bjartsýnn á að næstu dagar gefi góðan árangur.“ Ekki um samningsbrot að ræða Lárus Páll segir enn fremur að ölduhæðin á sunnudag hafi ekki ver- ið góð fyrir hin skip félagsins sem koma að dýpkuninni, annars vegar gröfuprammann Reyni og hins veg- ar efnisflutningaprammann Pétur mikla. Þá hafi áhöfn Dísu ekki átt bókað flug til Eyja fyrr en í dag. „Þannig að menn héldu sig við það plan sem var gert fyrir páska. Mögulega má gagnrýna það að við höfum ekki verið komnir þarna fyrr,“ segir Lárus Páll. Hann neitar því hins vegar að um samningsbrot hafi verið að ræða. Óánægja með meintan seinagang Morgunblaðið/RAX Milli Eyja og lands Herjólfur fór fyrstu ferð sína í Landeyjahöfn í júlí 2010.  Bæjarráð Vestmannaeyja fundar í dag um stöðuna í Landeyjahöfn  Eyjamenn ósáttir með að Björgun hafi ekki hafist handa við að dýpka höfnina fyrr þrátt fyrir að veðuraðstæður hafi leyft það Atli Heimir Sveinsson tónskáld lést á laugar- daginn, áttræður að aldri. Atli Heimir fædd- ist í Reykjavík 21. sept- ember árið 1938. Hann stundaði nám í píanóleik við Tónlistarskólann í Reykjavík og lauk loka- prófi í tónsmíðum og tónfræði frá Staatliche Hochschule für Musik í Köln árið 1963. Hann nam raftónlist í Hollandi 1964 og sótti Kölner Kurse für neue Musik hjá Karlheinz Stock- hausen í fyrsta skipti sem þeir voru haldnir árið 1965. Atli Heimir var eitt af fjölhæfustu tónskáldum Íslands og liggur eftir hann mikill fjöldi tónverka. Þar á með- al eru tíu einleikskonsertar og sex sin- fóníur, auk fjölda ein- leiks- og kammerverka. Þá samdi hann mikinn fjölda sönglaga og kór- verka auk tónlistar fyrir leikverk. Atli Heimir samdi fimm óperur, þar á meðal Silkitrommuna sem var frumsýnd í Þjóðleikhúsinu árið 1980 og síðar á leiklistarhátíð í Venesúela, sjónvarps- óperuna Vikivaka, sem var sýnd samtímis um öll Norðurlöndin 1982 og Tunglskinseyjuna, sem frumsýnd var í Peking 1996 og síðar í sett upp í Þjóð- leikhúsinu. Árið 1976 hlaut Atli Tón- skáldaverðlaun Norðurlandaráðs fyrstur Íslendinga fyrir flautukonsert sinn. Árið 1978 hlaut hann síðan L’ordre du merite culturel frá Póllandi og var var kjörinn nefndarmaður í Konunglegu sænsku tónlistarakadem- íuna árið 1993. Hann hélt fyrirlestra við ýmsa háskóla víða um heim og var gestakennari við CalArts í Los Angel- es og Brown-háskólann í Providence, Rhode Island í Bandaríkjunum. Atli Heimir var staðartónskáld Sinfón- íuhljómsveitar Íslands 2004-2007. Atli Heimir kenndi tónsmíðar og tónfræði við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann var formaður Tón- skáldafélags Íslands árin 1972-1983 og formaður norræna tónskáldaráðsins 1974-1976. Hann skipulagði tónlistar- hátíð og aðalfund hins alþjóðlega fé- lags nútímatónlistar árið 1973 og Nor- ræna músikdaga 1976. Þá stofnaði Atli Myrka músikdaga árið 1980. Sif Sigurðardóttir eiginkona Atla lést árið 2018. Synir Atla Heimis eru Teitur f. 1969 og Auðunn f. 1971. Barnabörnin eru sjö. Andlát Atli Heimir Sveinsson tónskáld

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.