Morgunblaðið - 23.04.2019, Síða 4
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
Þótt fáir vinnudagar séu fram und-
an í þessari viku er margt á döfinni
hjá þeim verkalýðsfélögum sem enn
eiga eftir að semja.
Kristján Þórður Snæbjarnarson,
formaður Rafiðnaðarsambands Ís-
lands og talsmaður iðnaðarmanna í
kjaraviðræðum við Samtök atvinnu-
lífsins, segir að ef ekki verði samið
fyrir helgi verði kosið um verkfalls-
aðgerðir félagsmanna.
„Við höfum sett okkur það mark-
mið að ef við erum ekki komin mjög
nálægt enda á samningum fyrir lok
vikunnar munum við fara að undir-
búa atkvæðagreiðslur um að-
gerðir.“
Kristján segir því þétta viku fram
undan. „Við munum eiga fund hjá
sáttasemjara á miðvikudaginn, þar
er allur dagurinn undir. Það verður
einhver vinnufundur á morgun [í
dag] í afmörkuðum hópi. Svo geri ég
ráð fyrir að það verði fundað alveg
fram að helgi.“
Kristján fer vongóður inn í við-
ræðurnar. „Ég skynja að það er vilji
til þess að ræða við okkur og reyna
að klára málin áður en kemur til
átaka svo maður heldur enn í vonina
og fer bjartsýnn inn í þetta.“
Árni Stefán Jónsson, formaður
stéttarfélagsins Sameykis, segir
nokkuð langt í land í samningavið-
ræðum þess við ríkið.
Sameyki stígur á bensíngjöfina
„Ég á von á því að það verði fullt
gas eftir fyrsta maí en samt erum
við með fundi í þessari viku, bæði
við ríkið, Reykjavíkurborg og
Isavia. Svo það er verið að gefa í.“
Árni býst við að samið verði í júní
og að viss sigur hafi unnist með til-
komu lífskjarasamningsins. Sam-
eyki leggi þó áherslu á annars konar
útfærslu á styttingu vinnuvikunnar.
Hvað Bandalag háskólamanna
varðar segir formaður þess, Þórunn
Sveinbjarnardóttir, að áhersla verði
lögð á viðræður við fjármálaráðu-
neytið í þessari viku. „Vonandi fer
að færast þungi í viðræðurnar núna
eftir páska.“
Slöpp kjörsókn hjá Afli
Kosningu um kjarasamning
Starfsgreinasambandsins annars
vegar og Afls starfsgreinafélags
hins vegar lýkur klukkan fjögur síð-
Kjaraviðræður fara aftur af stað
BHM vonast eftir „fullum þunga“ í viðræðurnar Iðnaðarmenn grípa til aðgerða ef ekki er samið
fyrir helgi Langt í land hjá Sameyki Kosningu hjá Afli og Starfsgreinasambandinu lýkur í dag
degis í dag. Starfsgreinasambandið
mun kynna niðurstöður atkvæða-
greiðslunnar á morgun.
Kjörsókn hjá Afli er afar dræm,
að því er fram kemur í frétt á vef
starfsgreinafélagsins, og er ekki
nema rúmlega 18% kjörsókn vegna
kjarasamnings verslunarmanna og
rúm 16% vegna kjarasamnings
verkafólks. Um helgina bárust
fréttir þess efnis að ýmis fyrirtæki
hygðu á hækkanir á vöruverði
vegna launahækkana af völdum lífs-
kjarasamningsins. Drífa Snædal,
forseti Alþýðusambands Íslands,
sagði í samtali við mbl.is um helgina
gríðarlega alvarlegt að fyrirtæki
skuli boða verðhækkanir meðan á
atkvæðagreiðslu um kjarasamninga
stendur. Hermann Stefánsson, for-
stjóri heildsölu- og framleiðslufyrir-
tækisins ÍSAM, segir hækkanirnar
eðlilegar þó að tímasetningin hafi
verið óheppileg. Ekki sé um klofn-
ing innan samtaka atvinnulífsins að
ræða eins og Björn Snæbjörnsson,
formaður Starfsgreinasambands-
ins, hélt fram.
Morgunblaðið/Hari
Lífskjör Halldór Benjamín Þorbergsson, formaður Samtaka atvinnulífsins,
við undirritun margumrædds lífskjarasamnings. Formaður Sameykis segist
ósáttur við þann hluta samningsins sem lýtur að styttingu vinnuvikunnar.
Lífskjarasamningurinn verður sveitarfélögunum dýrari en ríkinu, hvað
launagreiðslur varðar. Þetta kemur fram í minnisblaði Sigurðar Ármanns
Snævars fyrir Samtök íslenskra sveitarfélaga. Kjarasvið sambandsins
áætlar að launahækkanir lífskjarasamningsins muni kosta sveitarfélögin
fjórum milljörðum krónum meira yfir samningstímann en þær muni
kosta ríkið.
„Þetta er vegna samsetningar starfsmannahópsins okkar, við erum
með fleira fólk í láglaunastörfum. Samsetningin á okkar starfsmanna-
hópi er bara þannig að það er alltaf dýrara fyrir okkur,“ segir Inga Rún
Ólafsdóttir, sviðsstjóri kjarasviðs sambandsins.
Lífskjarasamningurinn sveit-
arfélögunum þyngri baggi
KOSTAR SVEITARFÉLÖGIN 4 MA.KR. MEIRA EN RÍKIÐ
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019
laugavegi 47 www.kokka.is kokka@kokka.is
PappelinaMono gólfmotta
27 litir og 8 stærðir
Verð frá 14.500 kr.
a.
595 1000
AlicanteFlugsæti
Bir
tm
eð
fyr
irv
ar
au
m
pr
en
tvi
llu
r.
He
im
sfe
rð
ir
ás
kil
ja
sé
rr
étt
til
lei
ðr
étt
ing
aá
slí
ku
.A
th.
að
ve
rð
ge
tur
br
ey
st
án
fyr
irv
ar
a
Báðar leiðir m/tösku og handfarangri
Flugsæti frá kr.
39.850
Verð m.v. 10. maí til 17. maí
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Katrín Jakobsdóttir forsætisráð-
herra er í 17. sæti yfir launahæstu
þjóðarleiðtoga heimsins sam-
kvæmt lista bandaríska dagblaðs-
ins USA Today sem birtist á
páskadag. Hún er ein af fjórum
konum á listanum, en listinn miðar
við þá einstaklinga sem teljast yfir
framkvæmdavaldi eða ríkisstjórn
hvers lands, frekar en þjóðhöfð-
ingja.
Úttekt blaðsins miðar við laun
hvers þjóðarleiðtoga á síðasta ári,
og eru árslaun Katrínar á árinu
2018 sögð hafa verið 242.619
Bandaríkjadalir, en miðað var við
gengi krónunnar í apríl 2018.
Í umfjöllun blaðsins segir að ef
árslaunum Katrínar væri deilt út á
alla Íslendinga myndi hver fá í
sinn hlut 73 sent. Þá er bent á að
þó að forseti lýðveldisins fái hærri
laun sé hlutverk hans að mestu
leyti hátíðlegt. Einnig er fjallað
örstutt um feril Katrínar og bent á
að hún hafi verið bæði í fjölmiðlum
og að hún hafi kennt við ýmsa há-
skóla í Reykjavík.
Skammt á eftir Löfven
Athyglisvert er að samkvæmt
úttekt USA Today er Katrín með
ögn lægri laun en bæði Lars
Løkke Rasmussen, forsætisráð-
herra Danmerkur og Stefan Löf-
ven, forsætisráðherra Svíþjóðar,
sem sitja í 15. og 16. sæti listans.
Lars Løkke er sagður vera með
249.774 Bandaríkjadali á ári í laun
og Löfven, sem blaðið bendir á að
hafi verið logsuðumaður á árum
áður, var með 244.615 Bandaríkja-
dali á síðasta ári.
Einungis fjórar konur eru
nefndar á listanum, en Angela
Merkel Þýskalandskanslari og
Jacinda Ardern, forsætisráðherra
Nýja-Sjálands, skipa sjötta og sjö-
unda sæti hans. Merkel er sögð
vera með 369.727 Bandaríkjadali á
ári, eða sem nemur rúmlega 36
milljónum króna, og Ardern með
339.862 dali á ári, eða um 33 millj-
ónir króna á ári.
Carrie Lam, framkvæmdastjóri
Hong Kong er hins vegar launa-
hæsta konan á listanum, en hún
situr í öðru sæti með 568.400
Bandaríkjadali í árslaun, eða sem
nemur rúmum 55 milljónum ís-
lenskra króna.
Enginn kemst þó í hálfkvisti við
Lee Hsien Loong, forsætisráð-
herra Singapúr, en hann var með
1.610.000 Bandaríkjadali í árslaun
á síðasta ári, sem er ígildi þess að
hann hafi verið með rúmar 13
milljónir króna í mánaðarlaun.
Af öðrum sem nefna má á lista
blaðsins er Donald Trump, sem
situr í fjórða sæti, en árslaun hans
nema 400.000 Bandaríkjadölum.
Tekið er hins vegar fram að
Trump hafi látið það fé renna til
góðgerðarmála eins og hann lofaði.
Einn af fjórum launa-
hæstu kvenleiðtogunum
Katrín Jakobsdóttir sögð í 17. sæti yfir launahæstu
þjóðarleiðtoga heims Þrjár Norðurlandaþjóðir á listanum
2. Carrie Lam
7. Jacinda Ardern
4. Donald Trump
6. Angela Merkel
12. Justin
Trudeau
15. Lars Løkke
Rasmussen
17. Katrín
Jakobsdóttir
16. Stefan
Löfven
1. Lee Hsien Loong er með um 13
milljónir króna í mánaðarlaun.