Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019
Sími 555 2992 og 698 7999
Hátt hlutfall Omega 3 fitusýra
Gott fyrir:
• Maga- og þarmastarfsemi
• Hjarta og æðar
• Ónæmiskerfið
• Kolesterol
• Liðina
Læknar mæla með selaolíunni
Selaolían fæst í: Apótekum, Þín verslun Seljabraut, heilsuhúsum, Fjarðarkaupum, Fiskbúðinni Trönuhrauni, Hafrúnu og Melabúð
Óblönduð
– meiri virkni Selaolía
Ég heyrði fyrst um Selaolíuna í gegnum kunningja minn en
konan hans hafði lengi glímt við það sama og ég, - stirðleika
í öllum liðum og tilheyrandi verki. Reynsla hennar var það góð
að ég ákvað að prufa. Fyrstu tvo mánuðina fann ég litlar
breytingar, en eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið
niður stiga á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað
áður. Ein góð „aukaverkun“ fylgdi í kjölfarið, ég var
með frekar þurra húð um allan líkamann, en eftir
að ég fór að nota Selaolíuna hvarf sá þurrkur og
húð mín varð silkimjúk. Ég hef nú notað
Selaolíuna í eitt og hálft ár og þakka henni
bætta líðan og heilsu.
Guðfinna Sigurgeirsdóttir.
„Eftir þrjá mánuði var ég farin að geta gengið niður stiga
á vinnustað mínum sem ég hafði ekki getað áður.“
Ragnhildur Þrastardóttir
ragnhildur@mbl.is
„Þetta eru náttúrulega gríðarleg
verðmæti sem liggja undir skemmd-
um og ferðamöguleiki fólks ekki
neinn þessa stundina,“ segir Bergur
Þorri Benjamínsson, formaður
Sjálfsbjargar, landssamtaka hreyfi-
hamlaðra, um eldsvoða sem kom upp
í bílakjallara húsnæðis að Sléttuvegi
7 á sunnudagsmorgun.
Húsnæðið er blokk á vegum
Brynju, hússjóðs Öryrkjabandalags
Íslands, en þar eru 33 íbúðir fyrir ör-
yrkja.
Mikið tjón varð á ökutækjum
hreyfihamlaðra íbúa.
„Maður verður bara að vona það
besta en það er náttúrulega rosalega
viðkvæmur búnaður í mörgum af
þessum bílum,“ segir Bergur.
Eigendur bílanna eiga nú erfitt
með að komast leiðar sinnar.
„Ég trúi ekki öðru en að ferða-
þjónusta fatlaðra standi öllum til
boða en sumardagurinn fyrsti er til
dæmis í næstu viku og ef þú ætlar að
skreppa eitthvað þá er það bara úr
myndinni,“ segir Bergur.
Viðkvæmur búnaður
Í kjallaranum eru að minnsta
kosti þrír sérútbúnir bílar með hjóla-
stólalyftu en búnaðurinn í þeim er
sérstaklega viðkvæmur fyrir reyk og
raka sem er mikill í kjallaranum.
„Þetta er náttúrulega bara í ein-
hverjum sótar- og vatnsmekki þarna
niðri,“ segir Bergur.
Það var mikill erill hjá lögreglu og
slökkviliði á höfuðborgarsvæðinu
um páskahelgina en á laugardag
kviknaði í íbúð í Dalshrauni í
Hafnarfirði.
Töluverður eldur var í íbúðinni
þegar slökkviliðsmenn komu á stað-
inn en bráðabirgðaniðurstaða rann-
sóknar lögreglu sýnir fram á að
kviknað hafi í út frá raftæki.
Óvíst hvort tjónið fáist bætt
Hvað varðar eldsvoðann á Sléttu-
vegi segir Bergur óljóst hvort eig-
endur bílanna fái tjónið bætt upp að
fullu þar sem sérbúnaður fylgi
gjarnan ekki bílunum og þurfi því að
tryggja hann sérstaklega.
„Ef rafbúnaðurinn í öllum þessum
bílunum er ónýtur þá er það svolítið
Sjúkratrygginga að svara fyrir það
hvernig það fæst bætt.“
Talið er að eldurinn hafi átt upp-
tök sín í dekkjum eða rusli í bíla-
geymslunni en íbúar höfðu kvartað
undan hvoru tveggja áður en eldsins
varð vart.
Varasöm varsla dekkja
Samkvæmt upplýsingum frá
Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu
er varasamt að geyma mikið af
dekkjum saman eins gert var á
Sléttuvegi.
„Við mælum eindregið gegn því að
fólk geymi dekk svona mörg saman,“
sagði slökkviliðsmaður á vakt þegar
blaðamaður hafði samband í gær.
Slökkviliðið fær reglulega útköll
þar sem kviknað hefur í dekkjum.
„Stærsti bruninn er náttúrulega
Gúmmívinnustofan hérna um árið
sem var nú aldeilis hressilegt,“ segir
slökkviliðsmaðurinn.
Sá eldsvoði er einn af þeim
stærstu í Íslandssögunni en átt er
við eldsvoðann í Gúmmívinnustof-
unni á Réttarhálsi 1989.
Ekki fengust upplýsingar hjá
slökkviliðinu um það hvort einhverj-
ar reglur gildi um geymslu dekkja í
fjölbýlishúsum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Eldtungur Mikill eldur var í íbúðinni að Dalshrauni. Íbúðarhúsnæðið er aftan við verslun Húsasmiðjunnar en þar lak inn vatn vegna aðgerða slökkviliðsins.
Mikið tjón á sérútbúnum
bílum hreyfihamlaðra
Tveir eldsvoðar sömu helgi Varasamt að geyma mikið af dekkjum í fjölbýli
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Íbúar Húsið við Sléttuveg 7 var rýmt þegar eldur kom upp í bílageymslu hússins. Í húsinu eru íbúðir fyrir öryrkja.
Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur var
valin til þátttöku á Gagnrýnendaviku
(f. Semaine de la Critique) á kvik-
myndahátíðinni í Cannes, en um er að
ræða nýjustu kvikmynd leikstjórans
og handritahöfundarins Hlyns
Pálmasonar. Myndin verður heims-
frumsýnd á Gagnrýnendaviku og er
jafnframt ein af sjö myndum sem
valdar hafa verið í keppni á hlið-
arviðburði kvikmyndahátíðarinnar,
sem fer fram 15.-23. maí.
Ingvar E. Sigurðsson og Ída
Mekkín Hlynsdóttir fara með aðal-
hlutverk í myndinni, en hún fjallar
um Ingimund lögreglustjóra sem hef-
ur verið í starfsleyfi frá því eiginkona
hans lést af slysförum. Í sorginni ein-
beitir hann sér að því að byggja hús
fyrir dóttur sína og afastelpu, þar til
athygli hans beinist að manni sem
hann grunar að hafi átt í ástarsam-
bandi við konu hans. Fljótlega breyt-
ist grunur Ingimundar í þráhyggju
og leiðir hann til róttrækra gjörða
sem óhjákvæmilega bitnar einnig á
þeim sem standa honum næst.
Tökur á myndinni fóru fram á
Hornafirði, Stöðvarfirði, Fáskrúðs-
firði og í Oddsskarði og er leikstjóri
og handritshöfundur myndarinnar
Hlynur Pálmason.
4 íslenskar myndir tekið þátt
Fjórar íslenskar myndir hafa áður
tekið þátt í Gagnrýnendavikunni.
Kona fer í stríð, eftir Benedikt Erl-
ingsson, vann til fernra verðlauna
þegar hún tók þátt í fyrra; SACD-
verðlaunanna fyrir besta handrit,
sem veitt eru að samtökum handrits-
höfunda og tónskálda; Gyllta lestar-
teininn; áhorfendaverðlaun Val-
bonne; og skólaverðlaun kennara og
nema. Þá vann kona fer í strið meðal
annars til LUX-verðlauna Evrópu-
þingsins og Kvikmyndaverðlauna
Norðurlandaráðs. Að auki hafa
myndirnar Ingaló, Vandræðamaður-
inn og stuttmyndin Víkingar tekið
þátt í Gagnrýnendavikunni.
Íslensk kvik-
mynd valin
á Cannes
Hvítur, hvítur
dagur í keppni
á Critics’Week
Ljósmynd/Maria von Hausswolff
Valin Kvikmyndin Hvítur, hvítur
dagur tekur þátt á Cannes.