Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 25

Morgunblaðið - 23.04.2019, Side 25
ÍÞRÓTTIR 25 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 Þýskaland Wolfsburg – Duisburg............................. 5:0  Sara Björk Gunnarsdóttir lék allan tím- ann með Wolfsburg. Hoffenheim – Leverkusen...................... 6:2  Sandra María Jessen lék allan tímann með Leverkusen. Rússland Orenburg – Rostov .................................. 3:0  Ragnar Sigurðsson lék allan tímann með Rostov en Björn Bergmann Sigurðarson lék fyrstu 67 mínúturnar. Lokomotiv Moskva – CSKA Moskva ..... 1:1  Hörður Björgvin Magnússon lék allan tímann með CSKA og Arnór Sigurðsson fyrstu 83 mínúturnar. Grikkland AEK Aþena – Larissa.............................. 0:1  Ögmundur Kristinsson lék í marki Lar- issa. Bandaríkin Utah Royals – Washington Spirit .......... 1:0  Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir lék allan tímann með Utah. Chicago Red Stars – Portland Thorns.. 4:4  Dagný Brynjarsdóttir kom inn á á 90. mínútu í liði Portland. Danmörk Midtjylland – Brøndby............................ 1:2  Hjörtur Hermannsson lék allan tímann með Brøndby. Horsens – SønderjyskE .......................... 0:1  Eggert Gunnþór Jónsson fór af velli á 60. mínútu í liði SønderjyskE. Vejle – AGF .............................................. 2:4  Kjartan Henry Finnbogason lék fyrstu 72 mínúturnar fyrir Vejle. Hobro – Vendsyssel................................. 3:2  Jón Dagur Þorsteinsson lék fyrstu 84. mínúturnar fyrir Vendsyssel og lagði upp annað markið. Svíþjóð Sirius – Malmö ......................................... 0:1  Arnór Ingvi Traustason lék síðustu 20 mínúturnar fyrir Malmö. Hammarby – Eskilstuna ......................... 3:1  Viðar Örn Kjartansson lék allan tímann fyrir Hammarby og skoraði eitt mark. Rosengård – Kristianstad ...................... 4:0  Glódís Perla Viggósdóttir lék allan tím- ann með Rosengård.  Sif Atladóttir og Svava Rós Guðmunds- dóttir léku allan tímann með Kristianstad en Þórdís Hrönn Sigfúsdóttir fór út af á 62. mín. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar liðið. Djurgården – Linköping ........................ 2:3  Guðbjörg Gunnarsdóttir, Ingibjörg Sig- urðardóttir og Guðrún Arnardóttir léku all- an tímann með Djurgården og Guðbjörg varði vítaspyrnu.  Anna Rakel Pétursdóttir lék allan tím- ann með Linköping. Noregur Brann – Vålerenga.................................. 1:1  Matthías Vilhjálmsson fór af velli á 77. mínútu í liði Vålerenga. KNATTSPYRNA Á HLÍÐARENDA Kristófer Kristjánsson kristofer@mbl.is Það var taugaspenna í leikmönnum á Hlíðarenda í gærkvöldi er Valur vann Keflavík, 75:63, í fyrsta leik lið- anna í úrslitum Íslandsmóts kvenna í körfuknattleik. Bæði lið skoruðu að- eins eina körfu hvort á fyrstu sex mínútum leiksins og var staðan 2:2 eftir að tæp 20 skot misstu marks. Að lokum voru það Valsarar sem tóku forystuna í rimmunni, en vinna þarf þrjá leiki til að hreppa Íslandsmeist- aratitilinn. Heimakonur færðu sig upp á skaftið eftir þessa rólegu byrjun og virtust um tíma ætla að sigla nokkuð þægilegum sigri í höfn, þrátt fyrir að eiga ekki sinn besta leik. Helena Sverrisdóttir ber iðulega af í leikjum Vals og átti hún afar góðan leik í gær, skoraði 23 stig, tók tíu fráköst og gaf sex stoðsendingar en Heather Butler átti einnig stórleik og reyndist gest- unum afar erfið viðureignar. Vals- arar voru mest 16 stigum yfir en í staðinn fyrir að gera út um leikinn eftir hlé tókst Keflavík að jafna metin. Það gerðist um miðjan þriðja leik- hluta og á langbesta kafla Keflvík- inga sem spiluðu mikið betri varnar- leik eftir hlé jafnframt því sem heimakonur gáfu aðeins eftir. Vanda- mál Suðurnesinga voru þó ekki í eig- in vítateig. Keflvíkingar voru ótrú- lega ragir í sóknarleiknum og virtust of oft ekki hafa trú á eigin getu. Gest- unum gekk ágætlega að koma sér í færi en iðulega illa að setja þau niður en Þóranna Kika Hodge-Carr og Brittanny Dinkins voru stigahæstar í liði Keflavíkur með 13 stig hvor. Það er einfaldlega ekki nóg. Valsarar voru ekki að spila sitt besta í gærkvöldi, langt frá því. Það sem heimakonur gerðu vel var að refsa Keflvíkingum þegar þeir klikk- uðu, ásamt því að hirða aragrúa af sóknarfráköstum, Simona Podes- vova var ein með 11 slík. Valsliðið er ekki ólíklegt til að bæta sig eftir því sem líður á seríuna og því þurfa Keflvíkingar að finna taktinn og það strax. Agaðir Valsar- ar gerðu nóg  Keflvíkingar voru ragir  Heather Butler erfið viðureignar Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrslit Salbjörg Ragna Sævarsdóttir og Hallveig Jónsdóttir eigast við í gær Origo-höllin, úrvalsdeild kvenna í körfu- knattleik, Dominos-deildin, fyrsti úr- slitaleikur. Gangur leiksins: 2:2, 2:2, 11:6, 14:6, 20:13, 27:15, 35:20, 39:28, 39:33, 45:40, 49:47, 61:51, 66:57, 66:61, 71:63, 75:63. Valur: Helena Sverrisdóttir 23/10 frá- köst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Heather Butler 23/5 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 11/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 9/6 fráköst, Simona Po- desvova 4/17 fráköst, Bergþóra Holton Tómasdóttir 3, Ásta Júlía Grímsdóttir Valur – Keflavík 75:63 2/4 fráköst. Fráköst: 27 í vörn, 20 í sókn. Keflavík: Brittanny Dinkins 13/7 frá- köst/5 stoðsendingar, Þóranna Kika Hodge-Carr 13, Sara Rún Hinriksdóttir 11/7 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 8/9 fráköst, Birna Valgerður Benón- ýsdóttir 7/4 fráköst, Elsa Albertsdóttir 4/7 fráköst, Katla Rún Garðarsdóttir 3, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 2/5 frá- köst, Irena Sól Jónsdóttir 2. Fráköst: 32 í vörn, 10 í sókn. Áhorfendur: 236.  Valur er yfir 1:0. Stjarna Gylfa Þórs Sigurðssonar skein skært á páskadag þegar Ever- ton burstaði Manchester United 4:0 í ensku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu. Líkt og venjulega gerði Gylfi United-liðinu lífið leitt, en hann skoraði eitt mark og lagði upp annað. Gylfi hefur þar með komið að níu mörkum á móti Manchester- liðinu á ferli sínum, hefur skorað 5 mörk og lagt upp 4. Þetta var 13. mark Gylfa í deildinni á tímabilinu og fékk hann mikið lof fyrir leik sinn. Gylfi var valinn maður leiksins hjá BBC og Sky Sports og var í liði umferðarinnar hjá báðum miðlum. Gylfi hefur þar með skorað 21 mark í 65 leikjum með Everton í öll- um keppnum frá því hann gekk í raðir félagsins í ágúst 2017, þar af 17 í deildinni. Mörkin í ensku úr- valsdeildinni hjá honum er nú orðin 59 talsins í 244 leikjum og stoðsend- ingarnir 41. Liverpool og City héldu sigur- göngu sinni áfram og ætla að berj- ast til þrautar um Englandsmeist- aratitilinn. Liverpool er með tveggja stiga forskot á City og á þrjá leiki eftir en Manchester City á fjóra leiki eftir og sækir granna sína í United heim annað kvöld. Liverpool vann 2:0 sigur gegn Cardiff og er komið með 88 stig sem er met hjá liðinu í ensku úrvals- deildinni. Georginio Wijnaldum og James Milner út vítaspyrnu skor- uðu mörk Liverpool, sem hefur unnið níu leiki í röð í öllum keppn- um. Hinn 19 ára gamli Phil Foden skoraði sigurmark City í 1:0 sigri gegn Tottenham. Þetta var fyrsta mark hans í deildinni. gummih@mbl.is Stjarna Gylfa Þórs skein skært AFP Fögnuður Gylfi Þór fagnar marki sínu gegn Manchester United. Alfreð Finnbogason gekkst undir vel heppnaða aðgerð á kálfa á skírdag og hann spilar ekki meira með Augs- burg á leiktíðinni. Það sem verra er þá mun Alfreð missa af leikjum ís- lenska landsliðsins gegn Albaníu og Tyrklandi í undankeppni EM á Laug- ardalsvellinum í júní en hann stað- festi það í samtali við Morgunblaðið í gær. Alfreð hefur verið óheppinn með meiðsli og hefur aðeins náð að spila 18 af 30 leikjum Augsburg í deildinni og í þeim leikjum skoraði hann 10 mörk. gummih@mbl.is Alfreð missir af EM-leikjum Ljósmynd/Guðmundur Hilmarsson Úr leik Alfreð Finnbogason verður frá keppni næstu mánuði.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.