Morgunblaðið - 23.04.2019, Síða 26
26 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019
ÍSLANDSMÓTIÐ
í Pepsí Max-deild karla og kvenna í knattspyrnu
sumarið 2019
PÖNTUN AUGLÝSINGA:
Fyrir miðvikudaginn 17. apríl.
NÁNARI UPPLÝSINGAR: Katrín Theódórsdóttir
kata@mbl.is | Sími: 569 1105
–– Meira fyrir lesendur
26. apríl gefurMorgunblaðið út glæsilegt sérblað um
SÉRBLAÐ
HANDBOLTI
Olísdeild karla
8-liða úrslit, leikir 1 og 2:
Haukar – Stjarnan ............................... 28:19
Stjarnan – Haukar ............................... 33:25
Staðan er 1:1
FH – ÍBV .............................................. 23:28
ÍBV – FH .............................................. 36:28
ÍBV vann einvígið 2:0.
Selfoss – ÍR ........................................... 27:26
ÍR – Selfoss ........................................... 28:29
Selfoss vann einvígið 2:0.
Valur – Afturelding ..................... (frl.) 28:25
Afturelding – Valur .............................. 21:31
Valur vann einvígið 2:0.
Umspil karla, undanúrslit, 2. leikur:
HK – Þróttur ........................................ 27:22
Staðan er 1:1. Þrótti var dæmdur 10:0
sigur í fyrsta leiknum en HK er búið að
kæra.
Umspil kvenna, fyrsti úrslitaleikur:
HK – Fylkir........................................... 22:24
Staðan er 1:0 fyrir Fylki.
Þýskaland
RN Löwen – Flensburg....................... 23:26
Guðjón V. Sigurðsson skoraði 4 mörk
fyrir Löwen, Alexander Petersson ekkert.
Bergischer – Melsungen..................... 25:24
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 4 mörk
fyrir Bergischer.
Minden – Bietigheim........................... 30:26
Hannes Jón Jónsson þjálfar Bietigheim.
Erlangen – Magdeburg ...................... 26:25
Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Erlangen.
B-deild:
Coburg – Lübeck-Schwartau ............ 23:28
Sigtryggur Daði Rúnarsson lék ekki
með Lübeck-Schwartau.
Hüttenberg – Esssen........................... 31:31
Ragnar Jóhannsson skoraði 5 mörk fyrir
Hüttenberg.
A-deild kvenna:
Blomberg-Lippe – Dortmund ............ 24:21
Hildigunnur Einarsdóttir skoraði ekki
fyrir Dortmund.
Neckarsulmer – Bietigheim............... 16:28
Birna Berg Haraldsdóttir skoraði 1
mark fyrir Neckarsulmer.
Spánn
Alcobendas – Teucro .......................... 28:28
Stefán Darri Þórsson skoraði ekki fyrir
Alcobendas.
Danmörk
Ribe-Esbjerg – Lemvig....................... 30:26
Rúnar Kárason skoraði 6 mörk fyrir
Ribe-Esbjerg og Gunnar Steinn Jónsson 4.
Esbjerg – Herning-Ikast .................... 28:24
Rut Jónsdóttir skoraði 2 mörk fyrir Esb-
jerg.
Frakkland
8-liða úrslit, fyrsti leikur:
Toulon – Metz ...................................... 17:28
Mariam Eradze skoraði 1 mark fyrir
Toulon.
EHF-bikar karla
8-liða úrslit karla, fyrri leikur:
H-Burgdorf – Füchse Berlín.............. 26:34
Bjarki Már Elísson skoraði 5 mörk fyrir
Füchse.
HANDBOLTI
Ívar Benediktsson
Jóhann Ingi Hafþórsson
Guðmundur Tómas Sigfússon
Bjarni Helgason
Valsmenn voru fyrstir til þess að
tryggja sér sæti í undanúrslitum
Íslandsmótsins í handknattleik
karla. Þeir unnu Aftureldingu
örugglega með tíu marka mun,
31:21, að Varmá í fyrsta leik ann-
arrar umferðar í dag. Valur var
með yfirhöndina í leiknum frá upp-
hafi og ekki einu sinni í leiknum
náðu heimamenn forystu. Leikur-
inn var þó lengst af jafnari en loka-
tölurnar gefa til kynna. Til að
mynda var aðeins tveggja marka
munur, 13:11, að loknum fyrri hálf-
leik. Slakur upphafskafli í síðari
hálfleik, þar sem Valur náði fimm
marka forskoti, eftir aðeins fimm
mínútur, varð til þess að leikmenn
Aftureldingar sáu fram á að verk-
efni þeirra varð erfiðara en ella eft-
ir að hafa tapað fyrstu viðureign
liðanna á hreint grátlegan hátt á
laugardagskvöldið á heimavelli
Vals.
Sem fyrr segir átti Afturelding
heldur á brattann að sækja gegn
Val í gær. Varnarleikur Mosfell-
inga var viðundandi lengst af. Hins
vegar var sóknarleikurinn ekki við-
unandi, eða var varnarleikur Vals
ef til vill svo góður að Afturelding-
armenn áttu fá vopn til þess að
brjóta hann á bak aftur? Kannski
var það raunin. Það er alveg ljóst
að eins og sóknarleikur Aftureld-
ingar var að þessu sinni þá átti liðið
ekkert erindi lengra í keppninni.
Von liðsins virtist fara út í veður og
vind við tapið í fyrsta leiknum.
Meiri von og trú vantaði í leik liðs-
ins í gær. Við mótlætið varð algjört
hrun. Leikmenn hentu handklæð-
inu inn í hringinn síðustu tíu mín-
útur leiksins og létu fara illa með
sig.
Valsmenn eru til alls líklegir í
framhaldinu þrátt fyrir að skörð
hafi verið höggvin í leikmannahóp
liðsins. Varnarleikur liðsins var og
er til fyrirmyndar. Markvarslan
var e.t.v. ekkert sérstaklega góð í
gær en Daníel Freyr Andrésson
minnti þó vel á sig þegar á þurfti
að halda í gær. Valsliðið verður
seint sakað um að skemmta áhorf-
endum sínum með sóknarleik sín-
um. Skemmtanagildið er hins veg-
ar ekki aðalatriðið heldur
árangurinn. Hann var og er góður.
Það skiptir öllu máli þegar dæmið
er gert upp. Það þekkja Valsmenn
e.t.v. best frá því að þeir urðu Ís-
landsmeistarar fyrir tveimur árum.
Óvæntir yfirburðir
Stjörnunnar
Stjarnan vann óvæntan en afar
öruggan 33:25-sigur á Haukum á
heimavelli og jafnaði í 1:1. Flestir
áttu von á öruggum 2:0-sigri
Hauka í einvíginu og þá sér-
staklega eftir níu marka sigur í
fyrsta leik. Stjörnumenn voru með
bakið upp við vegg og keyrðu þeir
værukæra Haukamenn í kaf.
Stjörnumenn mættu af miklum
krafti í leikinn, gegn Haukamönn-
um sem héldu að þeir gætu klárað
verkefnið með vinstri.
Stjarnan náði snemma fimm
marka forskoti og tókst Haukum
ekki að jafna eftir það. Þeim
tókst að minnka muninn í eitt
mark í fyrri hálfleik, en Stjarnan
var með svör við öllu og náði mest
tíu marka forskot í seinni hálf-
leik.
Aron Dagur Pálsson átti einn
sinn besta leik á tímabilinu. Hann
skoraði sjálfur átta mörk og lagði
upp ófá á liðsfélaga sína. Stjörnu-
menn leituðu hvað eftir annað að
honum og sáu ekki eftir því.
Hjálmtýr Alfreðsson átti mjög
góðan leik í vinstra horninu og
Sverrir Eyjólfsson var sterkur á
línunni. Hvergi var veikan blett
að finna hjá Stjörnumönnum.
Sveinbjörn Pétursson byrjaði í
markinu og varði ágætlega, þang-
að til Sigurður Ingiberg Ólafsson
tók við af honum og varði ótrúlega
vel. Fyrir framan var vörn sem
dansaði á línunni. Hún var mjög
hörð en fór ekki yfir strikið.
Haukamenn hljóta að skammast
sín fyrir frammistöðuna. Fyrir ut-
an Adam Hauk Baumruk spilaði
enginn vel og einkenndist leikur
Hauka af miklu kæruleysi.
Deildarmeistararnir héldu að
Stjarnan yrði auðveld bráð og
fengu það hressilega í andlitið.
Haukar voru seinir á hvern ein-
asta bolta og var sóknarleikurinn
tilviljunarkenndur. Beðið var eftir
því að Adam Haukur eða Tjörvi
Þorgeirsson myndu taka á skarið
og réðu þeir svo engan veginn við
góðan sóknarleik Stjörnumanna.
Haukar hörfuðu gegn harðri
vörn Stjörnumanna og voru hrein-
lega ekki til í slaginn, sem þarf í
hvern einasta leik í úrslitakeppn-
inni.
Þrátt fyrir úrslitin búast flestir
við að Haukar fari áfram. Þeir eru
á heimavelli í oddaleiknum og
hljóta þeir að nýta þessa köldu
vatnsgusu til að efla leik sinn. Það
verður að vera á tánum í úrslita-
keppninni.
Eyjamenn sendu bikarmeistara
FH í sumarfrí í gær þegar liðin
áttust við í Vestmannaeyjum.
Leiknum lauk með átta marka
sigri 36:28 og var í raun aldrei
spurning hvort liðið myndi bera
sigur úr býtum.
Stjarnan
skellti deildar-
meisturunum
Oddaleikur hjá Haukum og Stjörn-
unni Afturelding, FH og ÍR í sumarfrí
TM-höllin, 8-liða úrslit karla, 2. leik-
ur, mánudaginn 22. apríl 2019.
Gangur leiksins: 4:2, 8:4, 11:6, 11:7,
13:10, 15:12, 17:14, 21:18, 25:19,
28:19, 30:22, 33:25.
Mörk Stjörnunnar: Aron Dagur
Pálsson 8, Hjálmtýr Alfreðsson 6,
Sverrir Eyjólfsson 5, Leó Snær
Pétursson 4, Andri Rúnarsson 3,
Árni Sigtryggsson 3, Garðar Sigur-
jónsson 2/2, Birgir Jónsson 2.
Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 9,
Sigurður Ingiberg Ólafsson 6.
Utan vallar: 6 mínútur.
Stjarnan – Haukar 33:25
Mörk Hauka: Adam Haukur Baum-
ruk 8, Tjörvi Þorgeirsson 5, Heimir
Óli Heimsson 3, Darri Aronsson 2,
Atli Már Báruson 2, Einar Pétur Pét-
ursson 2, Orri Freyr Þorkelsson 1,
Halldór Jónasson 1, Ásgeir Örn Hall-
grímsson 1.
Varin skot: Andri Scheving 9, Grétar
Ari Guðjónsson 4.
Utan vallar: 6 mínútur.
Dómarar: Bjarki Bóasson og Gunnar
Óli Gústafsson.
Áhorfendur: 530.
Staðan er 1:1.
Austurberg, Olísdeild karla, 8-liða úr-
slit annar leikur mánudaginn 22. apríl
2019.
Gangur leiksins: 5:2, 8:5, 12:8, 15:10,
17:13, 18:16, 20:20, 23:21, 24:23,
26:25, 27:26, 28:29.
Mörk ÍR: Björgvin Þór Hólmgeirsson
7, Pétur Árni Hauksson 7, Sturla Ás-
geirsson 4/3, Bergvin Þór Gíslason 3,
Þrándur Gíslason Roth 3, Kristján Orri
Jóhannsson 2, Sveinn Andri Sveins-
son 2.
Varin skot: Stephen Nielsen 10/2.
Utan vallar: 8 mínútur.
ÍR – Selfoss 28:29
Mörk Selfoss: Haukur Þrastarson 7,
Hergeir Grímsson 6/3, Árni Steinn
Steinþórsson 4, Elvar Örn Jónsson
4/1, Nökkvi Dan Elliðason 2, Atli Ævar
Ingólfsson 2, Guðni Ingvarsson 2,
Pawel Kiepulski 1, Guðjón Baldur
Ómarsson 1.
Varin skot: Pawel Kiepulski 4, Sölvi
Ólafsson 2.
Utan vallar: 12 mínútur.
Dómarar: Anton Gylfi Pálsson og Jón-
as Elíasson
Áhorfendur: 510.
Selfoss vann einvígið 2:0.