Morgunblaðið - 23.04.2019, Page 29

Morgunblaðið - 23.04.2019, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. APRÍL 2019 hann eyddi mörgum mánuðum í námunum í Carrara að velja falleg- asta og hvítasta marmara sem völ var á, en þá stóð til að minnisvarðinn yrði í sjálfri Péturskirkjunni. Gegnum árin var Michelangelo ítrekað kallaður að öðrum verkum, fyrst í stað í Sixtusarkapellunni fyrir sama páfann, en svo er Júlíus var lát- inn árið 1513 var smám saman dreg- ið úr fé til verksins – ekki síst vegna kostnaðar við Péturskirkjuna – og að lokum endaði minnisvarðinn sem réttur fjórðungur þeirrar stærðar sem Michelangelo hafði áætlað, og sem veggverk, ekki frístandandi – og ekki í Péturskirkjunni heldur í lítt þekktri kirkju sem stendur á frekar fáförnum stað, San Pietro e Vincoli á Esquiline-hæðinni, en þar var Júlíus áður kardínáli og var grafinn þar. Það er skýring á hornunum Michelangelo hafði séð fyrir sér að minnisvarðinn um Júlíus yrði eitt af lykilverkum sínum og hjó hann út fyrir hann nokkrar glæstar en trag- ískar fígúrur sem komust svo ekki að í endanlegri útgáfu en má sjá stakar í dag, til að mynda þrælana sem eru í Louvre-safninu í París og Acca- demia-safninu í Flórens. En Móses hélt sér frá upphaflegri hönnun minnisvarðans, situr þar fyrir miðju, innan um fígúrur sem aðstoðarmenn meistarans hjuggu út. Michelangelo var afar ánægður með það hvernig honum tókst til með hann; svo ánægður segir sagan, að honum hafi þótt Móses svo lifandi að hann hafi slegið hamri í hné hans og sagt „og talaðu þá!“ – Mun marka fyrir högg- inu í marmaranum. Þótt kirkjan með Mósesi sé frekar út úr hefðbundnum leiðum ferða- manna í Róm gera þó margir sér ferð til að skoða verkið. Og eitt vekur sífellt áhuga þeirra sem standa frammi fyrir glæsilegu sköpunar- verkinu, eins og ég heyrði glögglega rætt þar í vikunni, bent á og spurt: Hvað er þetta með hornin? Því Móses er með horn; tvo hnýfla sem minna á þá sem standa upp úr haus hrútlamba er líður á sumarið. Og er óneitanlega sérkennilegt. En það er skýring á þessum horn- um, sem þóttu alls ekki skrýtin á sín- um tíma því þau byggðust á lestri heilagrar ritningar – sem var því miður þó rangt þýdd úr hebresku á latínu á miðöldum. Þar sagði að Mós- es hefði snúið af Sínaífjalli eftir sam- ræður við Guð, með tvö horn á höfð- inu. Um svipað leyti og verk Michelangelos var afhjúpað fyrir miðja sextándu öld voru þarlendir biblíuskýrendur að átta sig á því að það sem hafði verið þar viðtekinn sannleikur um aldur, að horn hefðu vaxið á Móses á fjallinu, þýddi þess í stað að hann hefði orðið fyrir slíkri uppljómun að geislum hefði stafað af höfði hans. En þær upplýsingar bár- ust myndhöggvaranum snjalla of seint og því sjáum við og dáumst að, enn í dag, hornum stingast upp úr steindum hárlubba söguhetjunnar. Hnýflar Horn standa upp úr höfði Mósesar í hinni frægu höggmynd og er ástæðan misskilningur í þýðingu. Hylling Rafael setti Michelangelo inn í sitt frægasta myndverk sem er í einu herbergja páfa í Vatíkaninu. Varð minna Höggmynd Michelangelos af Mósesi er fyrir miðju í verkinu sem hann skapaði á gröf Júlíusar II páfa í kirkju í Róm. Upphaflega ætlaði Michelangelo að gera miklu mun stærra og frístandandi verk yfir gröfina. Morgunblaðið/Einar Falur Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík 414 84 00 www.martex.is Góð þjónusta byrjar með flottum fatnaði. Fatnaður fyrir fagfólk Nú finnur þú það sem þú leitar að á FINNA.is IÐNAÐARMENN VERSLANIR VEITINGAR VERKSTÆÐI BÓKHALDSÞJÓNUSTA OG FLEIRA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.