Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Blaðsíða 4
Á krossgötum merkinga Í ár eru sextíu ár frá stofnunSjálfsbjargar, landssambandshreyfihamlaðra, og efndu sam- tökin til samkeppni meðal nemenda Listaháskóla Íslands um nýtt merki. Þykir fyrirhuguð breyting merkileg fyrir þær sakir að merki félagsins hefur fylgt því frá stofnun árið 1959 og hefur merkinu lítið verið breytt á þessum sextíu árum, nema í þeim til- gangi að auðvelda lestur með því að breyta letrinu úr höfðaletri í latn- eskt letur. Þá má segja að merkið sé tákn- rænt fyrir baráttu samtakanna og sýnir það karlmann sem glímir við ókleifan hamar. Mörgum þykir óneitanlega vænt um merki Sjálfs- bjargar sem teiknað var fyrir sam- tökin af Ríkarði Jónssyni mynd- höggvara árið 1958. En það er auðvitað spurning hvort merki með karlmann í aðalhlutverki eigi heima í nútímasamfélagi með það í huga að samtök af þessu tagi eru til þess fall- in að höfða til allra. Ekki síður er spurning hvort hið gamla góða merki höfði til yngri kynslóða. Tíðarandinn Formaður Sjálfsbjargar, Bergur Þorri Benjamínsson, segir það einn þeirra þátta sem hefur verið rætt um í sambandi við breytingu á merki samtakanna, en einnig eru þó ákveðnar hagnýtar ástæður svo sem nothæfi merkis við prentun kynning- arefnis, á vefnum og öðru slíku. „Það hafa öll samtök á einhverju tímabili skipt um merki og það er bara part- ur af því að fylgja tíðarandanum,“ segir Bergur sem bendir á mikilvægi þess að samtök höfði til nútímans og horfi til framtíðar. Þá hafa öll systur- samtök Sjálfsbjargar á Norður- löndum tekið upp ný merki. Þótti við hæfi að leita til ungs fólks í Listaháskólanum, sem hefur lagt fyrir sig merkjafræði, til þess að nútímavæða einkenni samtakanna. Sextán tillögur bárust samtökunum frá nemendum skólans og stendur nú valið milli þriggja tillagna sem valið verður á milli á landsfundi Sjálfsbjargar 4. maí. Eins og nefnt hefur verið eru merkjum oft bundn- ar miklar tilfinningar og hafa mynd- ast líflegar umræður um málið á Facebook-síðu Sjálfsbjargar, þó verður að segjast að flestir virðast nokkuð sáttir við áformin. Þetta kann að virðast ómerkilegt þrætu- epli að mati sumra, en samtök sem hafa skipt marga landsmenn miklu máli í áraraðir tengjast líklega mönnum miklum tilfinningalegum böndum. Bergur bendir á að breytingin verður ekki til þess að hið gamla verði gleymt, heldur mun það verða viðhaft við sérstök tilefni enda vel þekkt og eru merkinu bundnar miklar tilfinningar. „Þetta er náttúr- lega listaverk,“ bætir hann við. Fagna afmælinu Stofnþing Sjálfsbjargar var haldið 4. júní 1959 í Þingholtsstræti 27 í Reykjavík og sótti 21 fulltrúi þingið frá fimm félagsdeildum, að því er segir í umfjöllun Morgunblaðsins á þeim tíma. Ályktað var á fundinum að beina áskorun til Alþingis um að örorkulífeyrir yrði greiddur án tillits til tekna og hann hækkaður um 30%, að sjúkrabætur yrðu greiddar jafnt húsmæðrum sem eiginmönnum og að hjónum sem væru bæði örorkulíf- eyrisþegar yrði greiddur tvöfaldur einstaklingslífeyrir. Samtökin hyggjast halda afmælis- hóf 1. júní og verður örugglega búið að ná sátt um merkjamálið fyrir þann tíma og öllum fært að fagna þeim merka áfanga í sögu samtak- anna í sátt og samlyndi. Landssamband hreyfihamlaðra verður sextíu ára á þessu ári. Samtökin boða ferska ímynd þrátt fyrir háan aldur og verður nýtt merki Sjálfsbjargar valið á landsfundi þeirra í maí. Gunnlaugur Snær Ólafsson gso@mbl.is Tillögurnar þrjár verða bornar upp á landsfundi Sjálfsbjargar í maí. Eru þær sagðar vera merki um breytta tíma. Hið sígilda merki Sjálfsbjargar 1959-2019 HEIMURINN 4 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21.4. 2019 Páskar eru hátíð upprisunnar. Þá fagnakristnir menn því þegar Jesús reis uppfrá dauðum. Sennilega er þetta mesta hátíð kristinnar trúar. Í raun miklu merkilegri en jólin, enda miklu merkilegra að lifna við en fæðast. Og að sjálfsögðu miklu sjaldnar sem það gerist. En kannski hafa jólagjafirnar að- eins ruglað okkur í þessum samanburði. Viku fyrir páskadag fengum við hinsvegar aðra tegund af upprisu. Heldur veraldlegri og sennilega ómerkilegri en samt svo merkilega að milljónir manna um allan heim fylgdust agndofa með manni að keppast við það að kom- ast í frekar óklæðilegan jakka í lit sem er fyrir löngu farinn úr tísku. Þetta var Tiger Woods. Hann er 43 ára Bandaríkjamaður sem iðkar þá göfugu íþrótt sem golfið er. Útum allan heim felldi fólk tár af gleði. Áhorf á golf hefur ekki verið meira árum sam- an og það má gera ráð fyrir að svo að segja allir, nema nánustu ættingjar annarra kepp- enda, hafi haldið með honum. Það sem gerir þessa sögu merkilega er að hann var nánast útskúfaður. Hann fór frá því að vera einhver dáðasti íþróttamaður heims yf- ir í að vera allt að því glæpamaður. Farsælt hjónaband á yfirborðinu var semsagt bara þar. Í ljós kom flókinn vefur framhjáhalds, vændis- kvenna og klámstjarna. Allt náði þetta há- punkti í nóvember 2009 þegar fyrrverandi eiginkona hans braut afturrúðuna í bíl hans (með golfkylfu, en ekki hverju?) eftir að hann hafði ekið, drukkinn, frá heimili þeirra. Þá hafði hún semsagt komist að því að hann var ekki allur þar sem hann var séður. Í kjölfarið fylgdi eitt mesta hrun íþrótta- manns sem um getur í sögunni. Hann var nán- ast útskúfaður, missti flesta auglýsingasamn- inga sína, var á barmi taugaáfalls sjálfur og djúpt sokkinn í lyfjaneyslu vegna stöðugra álagstengdra bakmeiðsla. Ofaní kaupið virtist hann ekki kunna lengur að spila golf. Í kjölfarið kom eyðimerkurgangan. Maður- inn sem hafði unnið öll mót komst ekki einu sinni hálfa leið. Náði ekki gegnum niðurskurð og var sendur heim eftir tvo hringi af fjórum. Meiðslin gerðu það að verkum að hann hætti leik aftur og aftur. Maðurinn sem hafði svo gríðarlega yfirburði var skyndilega orðinn að- hlátursefni. Fyrir tveimur árum virtist svo komið að endalokunum. Eftir enn eina bakaðgerðina var hann stöðvaður af lögreglu, ófær um akstur vegna notkunar verkjalyfja. Þá stóðu sérfræð- ingarnir í röðum með yfirlýsingar um að þessi maður myndi aldrei sigra á golfmóti framar, hvað þá risamóti á borð við The Masters. Tæpum tíu árum eftir útskúfunina stóð hann svo á 18. flötinni á National Augusta-vellinum í Georgíu og hrópaði til himins, eftir að hafa sett niður síðasta púttið. Áhorfendur sem höfðu haldið niðri í sér andanum fögnuðu ógurlega og margir felldu tár. Hið ómögulega hafði gerst og endurkoman var kraftaverki líkust. Vitanlega er ekki hægt að bera síðustu helgi saman við atburði fyrir rúmlega tveimur þús- undum ára en það var eitthvað biblíulegt við þessa stund. Og hún hefur örugglega endur- vakið trú einhverra á mátt upprisunnar. Svona í hinu daglega lífi okkar dauðlegra. ’Milljónir manna um allanheim fylgdust agndofa meðmanni að keppast við það að kom-ast í frekar óklæðilegan jakka í lit sem er fyrir löngu farinn úr tísku. Á meðan ég man Logi Bergmann logi@mbl.is Upprisan á golfvellinum 1 SKRIFSTOFUHÚSGÖGN Síðumúli 35 | 108 Reykjavík | S. 568 2828 | www.holmris.is Bjóðum uppá húsgögn eftir marga fræga húsgagnahönnuði. Mörg vörumerki. 1. Sigurlaun á Mastersmótinu er ekki bikar, eins og á flestum golfmótum, heldur grænn jakki sem sigurveg- arinn er klæddur við sérstaka athöfn að móti loknu.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.