Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 21.04.2019, Síða 15
21.4. 2019 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 opinbert. Þá opnaði hún Facebook-síðuna Visku ljóssins. Að þjálfa ímyndunaraflið Fyrir um fimm árum stofnaði Hrafnhildur ásamt vinkonu sinni Unni Örnu Jónsdóttur fyrirtækið Hugarfrelsi. „Hún er líka andlega þenkjandi og ég fann sterkt á mér að við ætt- um að vinna saman, en ég vissi bara ekki við hvað. Ég fór í hugleiðsluskóla til Indlands um haustið 2013 og eftir að ég kom heim vissum við það báðar, að við ættum að fara að kenna börnum hugleiðslu. Við uppgötvuðum það á sama tíma. Fyrst bjuggum við til heilræða- spjöld og síðan bjuggum við til námskeið fyrir börn. Þetta hefur vaxið mikið síðan. Núna er- um við í tíu sveitarfélögum með námskeið og kennarar á okkar vegum eru víða. Svo erum við að innleiða í leikskóla og grunnskóla önd- un, slökun, hugleiðslu, jóga og sjálfsstyrkingu. Við kennum fagfólki að nota aðferðirnar með nemendum. Við leggjum mikla áherslu á að kenna þeim djúpa öndun sem er fyrst og fremst notuð til þess að róa hugann og tengj- ast sjálfum sér. Við kennum þeim að veita góð- um og uppbyggilegum hugsunum athygli og þá eru meiri líkur á því að börnunum líði betur og fari í kjölfarið að hegða sér betur. Það er nauðsynlegt að við lærum betur á huga okkar,“ segir hún. „Svo notum við slökunaræfingar og hug- leiðslusögur. Þar erum við að þjálfa ímynd- unaraflið, því þegar krakkar eru mikið í tölv- um og símum þá dregur verulega úr ímyndunaraflinu. Þetta er svo mikilvægt því öll ímyndun er sköpun,“ segir Hrafnhildur, en hún hefur alls skrifað sjö bækur. „Þær eru meira og minna allar sprottnar úr hugleiðsluástandi. Tvær tónlistarbækur, ein stafabók fyrir yngstu börnin og svo fjórar bækur frá Hugarfrelsi. Svo er að koma út bók fyrir ungmenni en hún byggist á því að þú hef- ur val á hverjum degi hverju þú veitir athygli og hvernig þú tekst á við þau verkefni sem lífið færir þér. Mörgum ungmennum reynist snúið að fóta sig í þeim hraða heimi sem við búum í. Þau eiga erfitt með að fylgja sínu eigin hjarta, finna jafnvel fyrir vanlíðan og óöryggi varð- andi framtíðina. Meðfram þessu er ég búin að semja vögguvísu- og bænabók sem kemur út bráðum,“ segir hún. „Við erum með námskeið fyrir ýmsa aldurs- hópa barna og unglinga út um allt land. Þessi námskeið eru bæði forvarna- og sjálfsstyrk- ingarnámskeið. Það eru kennarar á okkar veg- um sem annast námskeiðin en ég er sjálf með tvo hópa. Svo erum við með fyrirlestra fyrir foreldra og fyrir ungmenni,“ segir Hrafnhild- ur sem segist hafa nóg að gera yfir veturinn. Hún segir gott að hafa minna að gera á sumrin og í öðrum fríum því það er að mörgu að hyggja með fimm börn á ýmsum aldri. Börnin bestu kennararnir Hún segir börn sín fimm ekki hafa farið var- hluta af hugleiðslukennslunni. „Þau eru mjög opin fyrir því hvernig ég horfi á lífið og tilveruna,“ segir hún. „Öll börnin mín hafa kennt mér svo margt. Þau eru mjög ólík. Kári er mjög þroskuð sál og ofboðslega flinkur að teikna. Hann er fæddur með hæfileikana. Hann er mjög listrænn og með mikið jafnaðargeð. Svo kemur Óttar sem ég þurfti að hafa meira fyrir, er með stórt og mikið skap. En hann hefur kennt mér svo mikla þrautseigju og að standa fast á mínu. Í dag er hann mjög metnaðarfullur námsmaður. Ásdís er miðjubarnið og hún er með allt á hreinu. Það hefur ekki þurft að ala hana upp, það má segja að hún ali mig upp! Svo kom Theodór Snorri sem er guðsgjöf, en nafnið þýðir einmitt það. Theodór Snorri hefur opnað hjarta mitt, því hann er mjög tilfinninga- og kærleiksríkur. Sigrún Linda hefur kennt mér að sýna öðrum ást og umhyggju. Hún er mjög mikið fyrir knús og faðmlög. Ástæðan fyrir því að ég nefni þetta er að börn eru bestu kenn- arar okkar og við lærum betur á okkur sjálf þegar við speglum okkur í þeim.“ Ekki bölva vekjaraklukkunni Í gegnum alla reynslu sem Hrafnhildur hefur gengið í gegnum er hún orðin viss um að þetta sé ekki okkar eina líf, lífið hér á jörðinni. „Ég trúi því að sálin sé eilíf og hef ég fengið að sjá mörg fyrri líf í gegnum hugleiðslur. Inn- tak kristinnar trúar talar sterkt til mín. Jesús var skapaður í Guðs mynd eins og við öll. Boð- skapurinn gengur út á að opna augu okkar fyrir kærleikanum og hjálpa öðrum. Jesús er frábær fyrirmynd og sannkallaður leiðtogi,“ segir hún. „Við gleymum oft að við erum öll í sama liði og þurfum að stíga inn í kærleikann og hjálp- semina og vera þakklát. Við hjá Hugarfrelsi tölum um það að fólk eigi að byrja daginn á já- kvæðri hugsun. Þegar vekjaraklukkan hringir eigum við ekki að bölva henni heldur að þakka fyrir að geta farið á fætur. Á kvöldin ættum við að venja okkur á að þakka fyrir hvað dagurinn hefur fært okkur,“ segir hún. Ertu með vissu fyrir því að það sé líf eftir þetta líf? „Já, ég veit það. Annar og betri heimur sem hægt er að tengjast á einfaldan hátt. “ Þannig að þú ert ekki hrædd við dauðann? „Nei, hann er ekki til, dauðinn er einungis umbreyting því sálin er ódauðleg.“ Morgunblaðið/Ásdís Hrafnhildur og Arnar Þór eiga fimm börn. Kári Þór er elstur, fæddur 1997, Óttar Egill er fæddur 2001, Ásdís árið 2004, Theodór Snorri 2007 og Sigrún Linda árið 2012.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.