Fréttablaðið


Fréttablaðið - 18.06.2019, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 18.06.2019, Qupperneq 2
Veður Norðlæg átt 5-13 m/s. Rigning norðanlands- og síðar einnig austanlands og kólnar í veðri. Skúrir sunnanlands, en þurrt vestanlands. SJÁ SÍÐU 18 Fjallkonan á Austurvelli ldís Amah Hamilton leikkona var fjallkonan í ár og f lutti ljóð eftir Bubba Morthens. Hún hreif áheyrendur með f lutningi sínum á Landið f lokkar ekki fólk. „Ég veit ekki alveg hvað það þýðir að vera Íslendingur nema ég vakna dag hvern með landið mitt á tungunni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Garðtraktorar fyrir þá kröfuhörðu ÞÓR FH Akureyri: Baldursnes 8 603 Akureyri Sími 568-1555 Opnunartími: Opið alla virka daga Lokað um helgar Reykjavík: Krókháls 16 110 Reykjavík Sími 568-1500 Vefsíða og netverslun: www.thor.is MENNING Myndlistarmaðurinn Haraldur Jónsson var í gær útnefnd- ur borgarlistamaður Reykjavíkur 2019. Tók Haraldur við heiðurs- viðurkenningunni við hátíðlega athöfn í Höfða. „Hann hefur undanfarin 30 ár markað afgerandi spor í íslenska listasögu. Leiðarstef í verkum Haraldar er skynjun mannsins á umhverfi sínu og ekki síður skynjun okkar á okkur sjálfum sem fyrir- bærum í umhverfinu. Hann hefur með einstökum hætti og af einurð skoðað tengsl vitundarinnar eins og hún birtist okkur sem farvegur ytra áreitis og innra lífs,“ sagði Pawel Bartoszek, formaður menningar-, íþrótta- og tómstundaráðs, en ráðið var einhuga í valinu á Haraldi. Haraldur fæddist í Helsinki 1961 og stundaði myndlistarnám hér- lendis og í Frakklandi og Þýska- landi. Verk hans hafa verið sýnd á öllum helstu sýningarstöðum landsins sem og alþjóðlega. Þá hefur Haraldur gefið út bækur og fengist við þýðingar auk þess að skrifa útvarpsleikrit og kvikmynda- handrit. – sar Haraldur fékk viðurkenningu Haraldur ásamt borgarstjóra í Höfða í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI UMHVERFISMÁL Í dag verður skrif- að undir þríhliða viljayfirlýsingu stjórnvalda, stóriðjufyrirtækja og Orkuveitu Reykjavíkur um kol- efnishreinsun og bindingu kolefnis. Fyrir hönd stjórnvalda munu forsætisráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, ferðamála-, iðn- aðar- og nýsköpunarráðherra auk mennta- og menningarmálaráð- herra undirrita yfirlýsinguna. Losun frá stóriðju fellur undir evrópskt viðskiptakerfi með los- unarheimildir og er ekki hluti af skuldbindingum sem eru á beinni ábyrgð stjórnvalda. Í aðgerðaáætlun stjórnvalda í loftslagsmálum er engu að síður bent á ýmsar lausnir sem ættu að vera mögulegar til að stóriðja nái að verða kolefnishlutlaus fyrir miðja öldina. Losun frá stóriðju jókst um 106 prósent frá 1990 til 2016 og mun að óbreyttu aukast umtalsvert til 2030. – sar Undirrita viljayfirlýsingu SAMFÉLAG Heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu var veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, á þjóðhátíðardegi Íslendinga. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhann- esson, sæmdi sextán Íslendinga orðunni. Fálkaorðan er heiðurs- viðurkenning sem forseti Íslands veitir tvisvar á ári, þann 1. janúar og á 17. júní. Sérstök orðunefnd tekur ákvörðun um það hverjir hljóta orðuna en allir geta lagt fram tilnefningar til nefndarinnar. Bogi Ágústsson, fréttamaður og formaður Norræna félagsins, er einn þeirra sem sæmdir voru orðunni í ár og tók hann við viður- kenningu á Bessastöðum í gær. Bogi segist stoltur af því að vera í hópi orðuhafa. „Þetta var virkilega gaman. Það var gaman að vera með þessu fólki sem var heiðrað þarna og ég er bara virkilega stoltur af því að fá að vera í þeim hópi.“ Jóhanna Erla Pálmadóttir, verk- efnastjóri og fyrrverandi fram- kvæmdastjóri Textílseturs Íslands, hlaut riddarakross fyrir störf sín í þágu safna og menningar. Hún var stödd á Grikklandi með fjölskyldu sinni þegar Fréttablaðið ræddi við hana í gær og var því vant við látin við af hendingu viðurkenn- ingarinnar. „Því miður komst ég ekki á Bessastaði, það var búið að plana fjölskylduferð til Grikklands fyrir löngu síðan. Það var svolítið sárt að vera ekki þarna að taka við þessari viðurkenningu og þessum heiðri en ég fagnaði hér með fjöl- skyldunni.“ Jóhanna segist vera bæði auð- mjúk og hrærð yfir viðurkenn- ingunni en segir jafnframt að hún standi ekki ein að henni. „Maður stendur ekki einn að svona viður- kenningu. Bæði f jölskyldan og vinnufélagarnir eiga hlutdeild í þessu, það er bara svoleiðis,“ segir Jóhanna og bætir við að viðurkenn- ingin sé stór heiður bæði fyrir hana og textílsamfélagið. „Þetta er mikill heiður og ekki síst viðurkenning fyrir það að textíllinn er kannski að verða við- urkenndur þáttur í okkar lífi,“ segir Jóhanna og bætir því jafnframt við að vinna við textíl hafi verið álitin lítils virði í gegnum tíðina en nú sé það vonandi að breytast. „Textíll er mikilvægur, sjáðu bara þegar barn fæðist, það fyrsta sem er gert er að sveipa það í textíl. Ég lít á þá viðurkenningu sem ég var sæmd á þann hátt að textíl- linn sé að fá viðurkenningu,“ segir Jóhanna að lokum. birnadrofn@frettabladid.is Sextán voru sæmdir fálkaorðunni í gær Hin íslenska fálkaorða var veitt á Bessatöðum í gær. MYND/FORSETI ÍSLANDS Þessi hlutu íslensku fálkaorðuna 17. júní 2019 n Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir n Bára Grímsdóttir n Bogi Ágústsson n Guðrún Ögmundsdóttir n Halldóra Geirharðsdóttir n Helgi Árnason n Hildur Kristjánsdóttir n Hjálmar Waag Árnason n Jakob Frímann Magnússon n Dr. Janus Guðlaugsson n Jóhanna Erla Pálmadóttir n Jón Ólafsson n Skúli Eggert Þórðarson n Tatjana Latinovic n Þórður Guðlaugsson n Þórunn Jarla Valdimarsdóttir Forseti Íslands sæmdi sextán einstaklinga fálkaorðunni á þjóð- hátíðardeginum í gær. Meðal þeirra voru Bogi Ágústsson fréttamaður og Jóhanna Erla Pálma- dóttir, fyrrverandi fram- kvæmdastjóri. Hún segir viðurkenninguna heiður fyrir textílinn. 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 8 -0 6 -2 0 1 9 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 B -D 2 F 4 2 3 3 B -D 1 B 8 2 3 3 B -D 0 7 C 2 3 3 B -C F 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.