Fréttablaðið - 18.06.2019, Síða 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sighvatur
Arnmundsson
sighvatur@frettabladid.is
Næstu 75
árum þarf
svo sannar
lega ekki að
kvíða miðað
við áherslur
og málflutn
ing ungmenn
anna sem
komu saman
í Alþingishús
inu í tilefni
lýðveldis
afmælisins.
Unga fólkið
sem fyllti
þingsalinn í
Alþingishús
inu var með
skýr og öflug
skilaboð.www.artasan.is
Fæst í næsta
apóteki og helstu
stórmörkuðum
Mundir þú eftir að
bursta og skola í
morgun?
Tannlæknar mæla með GUM tannvörum
GUM Orginal 2x10 copy.pdf 1 26/01/2018 12:51
Íslendingar fögnuðu í gær 75 ára afmæli lýð-veldisins. Það hafa vissulega skipst á skin og skúrir á lýðveldistímanum en þrátt ýmis áföll er staða landsins góð í alþjóðlegum samanburði. Næstu 75 árum þarf svo sann-arlega ekki að kvíða miðað við áherslur og
málf lutning ungmennanna sem komu saman í
Alþingishúsinu í tilefni lýðveldisafmælisins.
Tæplega 70 ungmenni á aldrinum 13-16 ára tóku
þar þátt í sérstökum þingfundi. Unga fólkið hafði
undirbúið sig vel og unnið málefnavinnu í þremur
málaf lokkum sem þeim finnst skipta mestu máli;
umhverfis- og loftslagsmálum, jafnréttismálum
og heilbrigðismálum. Í ályktun fundarins sem var
af hent forsætisráðherra er ekki aðeins að finna
lýsingu á þeim vandamálum sem við stöndum
frammi fyrir, heldur líka lausnir.
„Ungmenni telja löngu tímabært að íslensk
stjórnvöld taki til hendinni og verndi náttúruna
fyrir frekari skaða,“ segir í niðurlagi ályktunar
um umhverfis- og loftslagsmál. Þannig leggja
ungmennin áherslu á lausnir eins og endurheimt
votlendis, fækkun óumhverfisvænna bíla, meng-
unarskatt á bensínbíla, aðgerðir gegn matarsóun
og bætta f lokkun sorps.
Sem betur fer virðist hér vera að vaxa úr grasi
kynslóð sem leggur áherslu á jafnréttismál í sinni
víðtækustu mynd. Kynslóð sem hafnar úreltum
lögmálum á borð við launamun kynjanna og
slæma stöðu fatlaðra í samfélaginu. Kynslóð sem
skilur ekki af hverju innf lytjendur eru í verri
stöðu þegar kemur að vinnumarkaði og þátttöku
í íþróttum. Þá benda þau líka á það áhyggjuefni
að Ísland sé að dragast aftur úr varðandi réttindi
hinsegin fólks.
Í ályktun um heilbrigðismál beinir unga fólkið
sjónum að mikilvægi forvarna og virkrar þátttöku
barna og unglinga í íþrótta- og æskulýðsstarfi.
Þá er ánægjulegt að sjá ungmennin sjálf segja að
skoða verði snjalltækjanotkun og áhrif hennar á
þroska barna.
Eins og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
benti réttilega á þegar hún tók við ályktun ung-
mennanna fyrir hönd ríkisstjórnarinnar væri
öðruvísi um að litast í heiminum ef áherslur barna
og ungmenna hefðu meira vægi. Það er mikilvægt
að þeir sem eru við stjórnvölinn hlusti á raddir
þessa hóps eins og raddir annarra hópa. Í gær voru
ekki sett nein lög á Alþingi en vonandi var ein-
hverjum fræjum sáð til framtíðar. Vonandi hafa
sem f lestir þingmenn fylgst með umræðunum því
þær einkenndust bæði af víðsýni og umburðar-
lyndi. Það eru viðhorf sem eru því miður allt of
sjaldan ríkjandi í þessum sal.
Lög unga
fólksins
Umhverfi, jafnrétti og heilbrigði voru þema á sérstökum þingfundi ungmenna á þjóð-hátíðardeginum í gær. Unga fólkið sem fyllti
þingsalinn í Alþingishúsinu var með skýr og öflug
skilaboð til okkar sem fylgdumst með. Ég treysti því
að þau rati víðar á næstu dögum.
Ungt fólk hefur heldur betur látið í sér heyra
undanfarið þegar kemur að umhverfis- og loftslags-
málum. Sem betur fer. Og skilaboðin frá þinghúsinu
í gær voru líka sterk. Eins var með jafnréttismálin.
Ungmennin beindu kastljósinu að hverju málefninu
á fætur öðru þar sem við þurfum að gera betur;
stöðu fatlaðra, réttindum hinsegin fólks, launamis-
rétti kynjanna og stöðu innflytjenda.
Það var hins vegar nálgun þessa f lotta hóps í heil-
brigðismálum sem hafði mest áhrif á mig.
Merkilegt nokk snerist umræðan ekki um
hvernig skipulagið við að lækna sjúka eigi að vera.
Ekki hvort það sé betra að þessi en ekki hinn sinni
þjónustunni. Hvernig viðkomandi eining eigi að
vera samsett, hvar staðsett og hvernig rekin. Hverjir
hljóti pólitíska náð fyrir augum ráðamanna og
hverjir ekki. Líklega var þetta ekki nefnt af því að
þessum hópi þótti annað vera mikilvægara þegar
kemur að heilbrigðismálum þjóðar. Að minnsta
kosti þegar kemur að umræðu og ákvörðunum í
þingsal.
Í þingsalnum í gær tók þessi hópur ungmenna
umræðu um heilbrigðismál upp á annað og hærra
plan. Þau höfðu meiri áhuga á því að viðhalda heil-
brigði. Umræðan um heilbrigðismál snerist þannig
um samgöngur og lýðheilsu. Hvernig stjórnvöld geti
búið um hnútana svo að fólk eigi þess kost að ferðast
á heilnæman hátt á milli staða. Hvernig tryggja
megi börnum og unglingum virkan þátt í íþrótta- og
æskulýðsstarfi. Áhrif snjalltækjanotkunar á þroska
barna í fjölbreyttu samhengi. Í stuttu máli; hvernig
við búum hér til aðstæður og umhverfi sem styðja
við heilbrigðan lífsstíl, vellíðan og hamingju.
Komið fagnandi með ykkar heilbrigðu sýn á heil-
brigðismál!
Unga fólkið og aðalatriðin
Hanna Katrín
Friðriksson
þingflokks-
formaður
Viðreisnar
Meintar fjöldaúrsagnir
Andstæðingar orkupakkans
eru stöðug uppspretta furðu-
legheita og samsæriskenninga,
sem er synd miðað við að sumir
leiðtoga þeirra eru vel máli
farnir og málefnalegir. Nýjasta
útspilið hjá sumum úr þeirra
hópi er að láta eins og allir
sannir Sjálfstæðismenn séu að
yfirgefa f lokkinn. Á þeim merki-
lega vef Fréttatímanum birtist
um helgina risastór frétt um að
Guðmundur Franklín Jónsson,
Söguinnhringjandi og andstæð-
ingur Hillary Clinton, hafi yfir-
gefið Sjálfstæðisf lokkinn eftir
30 ár vegna þriðja orkupakkans.
Sem er merkilegt miðað við að
sá hinn sami leiddi framboðið
Hægri grænir gegn Sjálfstæðis-
f lokknum fyrir minna en áratug.
Valkvíði
Alþingi kemur aftur saman til
fundarhalda í dag eftir langa
helgi þar sem þingmenn hafa
vonandi getað hlaðið batteríin
fyrir lokaátökin. Á dagskrá eru
mörg stór mál en orkupakkinn
er geymdur þar til síðast. Áður
en að honum kemur gefast
Miðflokksmönnum hins vegar
mörg tækifæri til að henda í gott
málþóf. Veiting ríkisborgara-
réttar, fiskeldi, innflutningur á
fersku kjöti og sameining Seðla-
bankans og Fjármálaeftirlitsins.
Það er bara spurning hvaða anda
lýðveldisafmælið hefur blásið
Miðflokksmönnum í brjóst og
hvað af þessum álitlegum málum
þeir velji. arib@frettabladid.is
1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
8
-0
6
-2
0
1
9
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
3
C
-0
9
4
4
2
3
3
C
-0
8
0
8
2
3
3
C
-0
6
C
C
2
3
3
C
-0
5
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K