Fréttablaðið - 18.06.2019, Side 11
Don't enlarge the this template.
The size of this template can be reduced.
NISSAN MICRA Í
TEKNA LÚXUSÚTGÁFU
Á EINSTÖKU VERÐI
Staðalbúnaður í TEKNA er m.a.: BOSE personal hljómkerfi með
6 hátölurum, íslenskt leiðsögukerfi, 17" álfelgur, lykillaust
aðgengi, sjálfvirk loftkæling, 360° myndavélakerfi o. m.fl.
BL ehf
Sævarhöfða 2 / 110 Reykjavík
525 8000 / www.bl.is
Bílasalan Bílás
Akranesi
www.bilas.is
431 2622
Bílasala Akureyrar
Akureyri
www.bilak.is
461 2533
Bílaverkstæði Austurlands
Egilsstöðum
www.bva.is
470 5070
IB ehf.
Selfossi
www.ib.is
480 8080
BL söluumboð
Vestmannaeyjum
481 1313
862 2516
NISSAN MICRA TEKNA
Bensín, sjálfskiptur, 100 hestöfl
Verð áður: 3.190.000 kr.
Verð: 2.850.000 kr.
Afsláttur 340.000 kr.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
9
4
3
6
4
N
is
s
a
n
M
ic
ra
5
x
2
0
j
u
n
n
Á hverjum degi sjáum við myndir af fólki úti í nátt-úrunni, ekki síst á fésbók-
inni, Instagram, snappi og f leiri
miðlum. Fólk póstar myndum
af sjálfu sér þar sem það stendur
hamingjusamt við læk, í hrauni,
uppi á fjöllum eða annars staðar í
náttúrunni.
Þegar við erum úti í hreinni og
tærri náttúru, f innum ilminn,
þá finnst okkur eins og við séum
órjúfanlegur hluti hennar. Á slíkum
stundum höfum við líka fundið til
tilvistaröryggis.
Ég man eftir því þegar ég var barn
á Húsavík, að fjölskyldan fór eitt
sinn í útilegu í Vaglaskóg. Það var
hreint út sagt dásamlegt. Þá voru
tré í landinu ekki eins algeng sem
nú er og því var þessi ferð enn eftir-
minnilegri fyrir vikið. Þá var bara
ein hugsun: „Mikið er þetta dásam-
legt, það er svo gaman.“
Nú er þetta öðruvísi því hætta
steðjar að trjánum og lífríkinu öllu.
Þegar við í dag förum út í náttúruna
skyggir hugsunin um alla mengun-
ina á. Jörðin er nú orðin illa veik af
því að við í fullkominni vanþekk-
ingu eða græðgi og jafnvel hroka
höfum hagað okkur þannig. Jörðin
er veik vegna mannanna neyslu
og gjörða. Þegar við vöknum að
morgni ættum við að spyrja okkur
sjálf hvernig við getum læknað
og hjúkrað jörðinni sem best. Í
rauninni ætti þetta að vera fyrsta
morgunspurning allra ríkisstjórna,
stofnana og fyrirtækja. Ljóst er að
mjög mun reyna á hugrekki og
staðfestu stjórnmálaflokka, stjórn-
málamanna og fulltrúa ýmiss konar
hagsmunasamtaka og fjöldahreyf-
inga á þessum sviðum. Brýnast er
að allir tileinki sér sömu hjálpar-
sýn gagnvart jörðinni og sjálfum
sér. (Öll grunnlög (stjórnarskrár á
ísl.) ættu að fela í sér afdráttarlaus
ákvæði um helgi jarðarinnar.)
Það er full ástæða til að taka
undir með þeim sem segja að
umhverf ismál séu ekki lengur
einkamál fárra, að ekki sé meira
sagt og nauðsynlegt er að við tökum
öll þátt í umræðunni, látum málið
okkur varða og að allir áhrifahópar
hafi lækningu og hjúkrun jarðar
sem fyrsta stefnumál sitt.
Rétt er og skylt að benda á þau
vandamál og hættur sem nú blasa
við og að steðja. En varasamt er
að bera slíkt þannig fram að börn,
unglingar og fólk almennt fyllist
vonleysi og skelfingu sem getur
alveg gerst. Sú hugsun má heldur
ekki kvikna að allt sé hvort eð er
of seint og því skipti ekki lengur
máli hvernig við högum okkur. Það
er aldrei of seint. Allt skiptir máli,
sérstaklega að við séum meðvituð
um hegðun okkar og neyslu og að
við tökum sporin að nýju hugar-
fari og lífsháttum til þess að jörðin
og við verðum heil á ný og að við
getum fundið öryggi, þakklæti og
gleði fyrir að fá að dvelja sem íbúar
á henni.
Breyting hugarfars
Alþjóðavinnumálastofnunin, ILO, varð 100 ára á þessu ári og er því fagnað um allan
heim. ILO reis upp úr rústum fyrri
heimsstyrjaldar á tímum þegar
heimsbyggðin þráði frið, öryggi og
stöðugleika. Hlutverk ILO var að
tryggja að sú endurreisn byggði á
sanngjörnum og öruggum vinnu-
kjörum. Þegar Sameinuðu þjóð-
irnar voru stofnaðar í kjölfar seinni
heimsstyrjaldarinnar varð ILO
fyrsta sérstofnunin innan samtak-
anna. ILO er jafnframt eina alþjóða-
stofnun Sameinuðu þjóðanna sem
lýtur ekki aðeins stjórn ríkisstjórn-
anna heldur einnig verkafólks og
atvinnurekenda. Allt til þessa dags
er þríhliða uppbygging ILO eins-
dæmi innan alþjóðakerfisins. Að því
leyti er hún ólík öðrum stofnunum
SÞ og minnir á rétt verkafólks og
almenn mannréttindi.
Virkir borgarar eru forsenda lýð-
ræðis. Í hinu þríhliða skipulagi sitja
fulltrúar almennings (verkafólks),
f jármála- og efnahagsstofnana
(fyrirtækja) og ákvörðunarvaldsins
(ríkisstjórnanna) við sama borð
og ræða lausnir á stórum viðfangs-
efnum hins daglega lífs. Segja má
að þarna fari fram lýðræðisstarf í
sinni einföldustu mynd sem jafn-
framt er undirstaða áframhaldandi
starfs í anda lýðræðis. Sagan hefur
sýnt okkur að líkan sem byggist á
þríhliða samráði aðila vinnumark-
aðarins og ríkisvaldsins er þjálla og
sveigjanlegra en önnur líkön þegar
straumhvörf verða og við lifum svo
sannarlega á tímum mikilla breyt-
inga. Fjórir meginstraumar þróast
samhliða; hnattvæðingin, lýðfræði-
legar breytingar, tækniframfarir og
loftslagsbreytingar. Áskoranir af
þeirra völdum hafa ekki einungis
áhrif á stefnumótun í löndunum og
alþjóðlega heldur einnig á alþjóðleg-
ar framleiðslukeðjur og vinnuafls-
þörf. Auk þess þurfum við að tryggja
að jörðin okkar verði byggileg fyrir
komandi kynslóðir. Félagslegt rétt-
læti og vönduð almannaþjónusta
eru árangursríkustu leiðirnar til
að dreifa auði, berjast gegn mis-
rétti og greiða fyrir símenntun og
jafnri þátttöku allra á vinnumark-
aði. Áskoranirnar krefjast aðgerða
á ýmsum vígstöðvum. Þær kalla
á sjálf bæra og ábyrga framleiðslu
og neyslu. Þær kalla á símenntun
og þjálfun fólks í að skilja og vinna
með tækninýjungar sem hafa jafn-
vel ekki enn litið dagsins ljós. Þær
kalla á ákveðið öryggi sem gerir
fólki kleift að aðlaga sig síbreyti-
legum vinnumarkaði. Þær kalla
með öðrum orðum á sanngjörn
umskipti. Nú þegar breytingar verða
á líkamlegri vinnu og eftirspurnin
eykst eftir færni til að leysa verkefni,
vera skapandi og eiga samskipti við
annað fólk vex þörfin á að styðja fólk
og veita því ráðrúm til að endurnær-
ast andlega og félagslega. Þess vegna
verður ILO í framtíðinni að leggja
aukna áherslu á viðfangsefni sem
skapast í kjölfar nýrra starfshátta og
breyttra þarfa. Þegar upp er staðið
snýst málið um mannleg hugtök í
margslungnum heimi: vinnutíma,
aðbúnað, sanngjörn laun, tilgang
vinnunnar og þau samfélagslegu
gildi sem við viljum að störf okkar
endurspegli.
Með þetta í huga hvetjum við
alla félagsmenn stéttarfélaga og
samstarfsfólk, stjórnmálamenn og
atvinnurekendur til að beita sér fyrir
öf lugu samráði aðila vinnumark-
aðarins um allan heim og tryggja
bjarta framtíð fólks og plánetunnar.
Batnandi heimur í hundrað ár
Drífa Snædal
forseti ASÍ
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
formaður BSRB
Þórunn Sveinbjarnardóttir
formaður BSRB
og aðrir formenn norrænna
heildarsamtaka launafólks.
Karl
Matthíasson
sóknarprestur
í Grafarholts-
prestakalli
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 11Þ R I Ð J U D A G U R 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9
1
8
-0
6
-2
0
1
9
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
3
B
-F
A
7
4
2
3
3
B
-F
9
3
8
2
3
3
B
-F
7
F
C
2
3
3
B
-F
6
C
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K