Fréttablaðið - 18.06.2019, Page 16
Tilhugsunin um að vinna við eitthvað sem ég hafði áhuga á og geta ráðið vinnutíma
mínum heillaði mig við einkaþjálf-
unina. Það er svo ótal margt gott
við þessa vinnu. Þú kynnist fullt af
skemmtilegu fólki, enginn dagur
er eins og án þess að vilja hljóma of
væminn þá er það mjög gefandi að
vinna með og reyna að hjálpa fólki
sem er að reyna að bæta heilsuna,“
segir Svavar Ingvarsson, einka-
þjálfari hjá Hreyfingu.
Svavar er þjálfari Tómasar Þórs
Þórðarsonar, íþróttafréttamanns
og ritstjóra Enska boltans hjá
Símanum. Tómas hefur veitt ansi
mörgum innblástur enda búinn
að ná árangri sem eftir er tekið.
„Hann var búinn að ná stórkost-
legum árangri áður en ég kynntist
honum. Hann tók ákvörðun árið
2014 um að bæta líf sitt og hefur
unnið að því daglega síðan. Þegar
hann kom til mín í upphafi þá var
stefnan sett á að halda áfram að
skafa af honum aukakílóin en fyrst
og fremst að byggja upp styrk og
þol. Það hefur hann svo sannarlega
gert og er hvergi hættur.
Að því sögðu þá er hann mann-
legur eins og við hin og við getum
orðað það þannig að þetta sólar-
sumar er ekkert að auðvelda okkur
að ná næstu markmiðum,“ segir
hann og glottir.
Svavar segir að hann hafi verið
orkumikill sem barn og hefði
trúlega verið greindur ofvirkur
og þá orku hafi þurft að beisla
einhvern veginn. Hann ólst upp á
Halldórsstöðum í Bárðardal þar
sem foreldrar hans eiga stórt og
myndarlegt sauðfjárbú. Þess má
geta að einn allra frægasti hrútur
landsins, Viður sem lék Garp í
myndinni Hrútum, kemur frá
Halldórsstöðum.
„Það var mikil orka í mér sem
krakka ef ég á að orða það fallega.
Mamma vildi að ég nýtti orkuna
í eitthvað þannig að hún fór að
keyra mig og bróður minn á frjáls-
íþróttaæfingar þegar ég var um
fimm ára. Það hljómar nú ekki eins
og stórmál en við fórum á æfingar
á Laugum í Reykjadal þannig að
þetta var um 90 kílómetra ferðalag
í hvert skipti.
En þetta gekk eftir og frjálsar
íþróttir urðu að okkar fjölskyldu-
sporti. Einu skiptin sem mamma
og pabbi tóku sér frí frá búinu var
þegar þau fylgdu okkur bræðrum
á íþróttamót,“ segir hann. Bróðir
hans Þorsteinn er einn af okkar
Svavar er alinn upp í Bárðardal og reynir að komast þangað eins oft og mögulegt er. „Ég á alveg ótrúlega góða foreldra þannig að það var held mér bara fyrir bestu,“ segir hann stoltur.
Tómas Þór Þórðarson hefur notið
handleiðslu Svavars og rífur í járnin
undir leiðsögn hans.
5 góð ráð Svavars
til að koma sér af stað
1. Markmiðasetning er mjög mikilvæg. Áður en þú byrjar að djöflast
þá er gott að setjast niður og komast að niðurstöðu um af hverju
þú ert að hreyfa þig og hvað þig langar að fá út úr líkamsræktinni.
Svo er gott að setja sér eitt skammtímamarkmið og eitt langtíma-
markmið. Alls ekki byrja of stórt. Gott skammtímamarkmið er til
dæmis að hlaupa 5 km á undir 20 mínútum eftir mánuð eða geta
gert 5 armbeygjur í næsta mánuði. Eins er gott byrjunar langtíma-
markmið: Eftir hálft ár get ég hlaupið hálfmaraþon/heilt maraþon.
2. Næst er gott að ákveða hvaða daga og hvenær yfir daginn þú ætlar
að mæta í líkamsrækt. Það auðveldar þér svo mikið að vera búin/n
að ákveða það að þú ætlir að mæta, þá er minna pláss fyrir afsak-
anir. Mjög gott líka að vera búin/n að græja töskuna alltaf kvöldið
áður og hafa allt tilbúið.
3. Ef þú hefur aldrei stundað líkamsrækt þá mæli ég með því að leita
þér hjálpar. Það getur verið kostnaðarsamt en það er klárlega þess
virði til að koma sér af stað. Það byggir upp meira öryggi og áhuga
ef þú færð leiðbeiningar varðandi hvað hentar þér best og hvernig
þú nærð sem bestum árangri.
4. Fáðu vin eða annan nákominn með þér í ferðalagið. Það getur verið
sérstaklega mikilvægt fyrir maka að vera á sömu blaðsíðunni.
5. Prófaðu mismunandi hreyfingu, við verðum oft svolítið föst í að
þú verðir að fara í líkamsrækt til þess að komast í form. Það er fjarri
lagi, allt sem fær púlsinn aðeins upp telur. Og mikilvægast í þessu
öllu saman er að finna eitthvað skemmtilegt og við þitt hæfi, ef þú
ert búin/n að stunda eitthvað í dágóðan tíma og finnst það mjög
leiðinlegt, gerðu þá eitthvað annað, hvort sem það er sund, hlaup,
lyftingar, hjólreiðar, fjallgöngur eða jóga.
Skeifan 3j | Sími 553 8282 | www.heilsudrekinn.is
Kung fu
og
kínversku
Sumarnámskeið fyrir börn
og unglinga sem vilja læra
18. júní
til
18. júlí
fremstu frjálsíþróttamönnum og
starfar sem sjúkraþjálfari.
Íþróttir áttu hug Svavars allan
og hafði hann einnig gaman af
körfubolta og handbolta en það
voru því miður svo fáir krakkar í
sveitinni að var erfitt að ná í lið.
„Svo þegar ég byrjaði að stunda
styrktarþjálfun í frjálsunum á
unglingsárunum þá varð ég bitinn
af járnpöddunni.“
Hann reynir eftir fremsta megni
að fara í sveitina. „Það eru alltaf
fastar ferðir sem tengjast búskapn-
um. Á haustin eru það göngur og
smalamennska, sauðburður á
vorin og heyskapur yfir sumartím-
ann, með stöku rúningsferðum.
Sveitin er svolítið hark, Það er
aldrei frí. Ég tel mig kunna að meta
meira ýmis fríðindi sem fylgja
mínu starfi fyrir vikið.“
Svavar er mikill aðdáandi NBA-
körfuboltans og heldur þar með
Chicago Bulls, gamla liðinu hans
Michaels Jordan. „Ég er samt það
ungur að ég missti í rauninni af
gullaldarárum Bulls. En ég man
eftir að hafa séð myndina Space
Jam þegar ég var pinkulítill og
síðan þá hefur mér fundist Michael
Jordan svalasti gæi í heiminum.“
Hvernig kemst fólk í sumarform um
miðjan júní?
Það eru sömu prinsippin sem
eiga við hvort sem það er desember
eða júní. Hins vegar, eftir því sem
tímaramminn er styttri, því minna
svigrúm hefur fólk.
Ef stefnan er sett á að komast í
svakalegt stand á skömmum tíma
þá þarf viðkomandi að æfa eins
og skepna og halda sig við mjög
strangt mataræði. Þó mæli ég ein-
dregið með að fólk gefi sér tíma í
hlutina, það eykur líkurnar á því
að viðhalda árangrinum talsvert
mikið.
Er mikið af fólki sem mætir í
ræktina og gerir bara eitthvað?
Það er rosalega algengt. Líkam-
inn er svolítið skondinn, hann
aðlagast ótrúlega fljótt. Flestir falla
í sömu gryfjuna og detta í þægi-
lega rútínu. Það er eins mannlegt
og það verður. Fólk gerir sömu
æfingarnar, sömu þyngdirnar, með
engin skýr markmið og árangur-
inn er eftir því. Þá mæli ég með að
fólk prófi eitthvað nýtt, einhverja
nýja hreyfingu eða hreinlega hafi
samband við þjálfara sem getur
þá ýtt viðkomandi út úr þæginda-
rammanum.
Skiptir mataræði öllu máli?
Ef fólk vill virkilega ná árangri
þá verður að taka mataræðið
föstum tökum. Það fer eftir mark-
miðum viðkomandi hversu stórt
hlutverk það spilar. Til dæmis ef
viðkomandi ætlar að léttast þá
hefur hann minna svigrúm heldur
en ef hann ætlar að þyngja sig.
Fyrir fólk sem segist vera of
upptekið, of svangt, of orkulítið.
Hvernig á það að bera sig að?
Það eru allir uppteknir, ég hef
sjálfur dottið í þessa gryfju, í
f lestum tilfellum er þetta spurning
um skipulagningu. Reyna að
koma upp rútínu þar sem þú gefur
sjálfum þér tíma yfir daginn til
þess að sinna sjálfum þér og fylgja
því eftir. Það getur verið erfitt en
það er allt hægt.
Hvaða ráð hefur þú handa fólki
sem vinnur mikið bara við að sitja
kyrrt í átta tíma?
Það getur verið duglegt að taka
stigana, ef það er mikið um stiga
í vinnunni eða heima. Svo er
gott að vera dugleg/ur að standa
reglulega upp og ganga um, bara
til að hleypa blóðflæðinu í gang
reglulega. Svo er mikið um skrif-
borð þar sem hægt er að stjórna
hæð borðsins, ég mæli algjörlega
með þeim og svo góðri mottu til
að standa á. Það er gott að skipta á
milli þess að standa og sitja, fyrir
bakið og fyrir fæturna.“
Benedikt Bóas
Hinriksson
benediktboas@frettabladid.is
2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R
1
8
-0
6
-2
0
1
9
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
3
B
-C
E
0
4
2
3
3
B
-C
C
C
8
2
3
3
B
-C
B
8
C
2
3
3
B
-C
A
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K