Fréttablaðið - 18.06.2019, Page 22

Fréttablaðið - 18.06.2019, Page 22
Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Mörg gömul fegrunarráð eru enn í góðu gildi. NORDICPHOTOS/ GETTY Kleópatra bjó yfir mörgum góðum fegrunarráðum. NORDICPHOTOS/GETTYÝmis heimatilbúin ráð hafa verið notuð gegnum aldirnar til að fríska upp á útlitið. Sum eru ennþá notuð í dag en önnur þykja ef til vill frekar undarleg. Hér koma nokkur þeirra: Egg hafa verið notuð í húðum- hirðu í þúsundir ára. Elsta skráða uppskrift að húðkremi frá því árið 600 fyrir Krist inniheldur eggja- hvítur. Eggjahvítur strekkja á húðinni og þegar þær eru bornar á háls og andlit virka þær eins og tímabundin andlitslyfting. Próteinið í eggjunum er einnig rakagefandi og því er það þjóðráð að skella framan í sig eggjahvítum vilji maður fríska upp á húðina. Maya-indíánar notuðu blöndu af eggjahvítu, avókadó, banana og ólífuolíu í hárið til að styrkja það og ná fram auknum gljáa. Blandan var borin í hárið og látin bíða þar í klukkustund áður en hún var skoluð úr hárinu og skildi það eftir heilbrigt og glansandi. Hunang og ólífuolía voru vin- sælustu innihaldsefnin í andlits- möskum Forn-Grikkja. Hunang- inu var blandað saman við örlítið af volgu vatni. Vatnið var notað til að auðveldara væri að smyrja hunanginu á húðina. Því næst var ólífuolíunni hrært út í hunangið og maskinn svo borinn á andlitið. Hunang er talið bakteríudrepandi og ólífuolían mjög græðandi. Grikkirnir vissu greinilega alveg hvað þeir voru að gera. Kleópatra, drottning Egypta til forna, lumaði á ýmsum fegrunar- ráðum. Hún bjó til andlitsmaska úr aloe vera-plöntu og hunangi. Kornamaska bjó hún til úr sjávar- salti og ólífuolíu og hún notaði eplaedik sem andlitshreinsi. Nokkuð sem er enn vinsælt í dag. Hún notaði svo haframjöl sem líkamsskrúbb. Haframjöl er rakagefandi og inniheldur góð næringarefni fyrir húðina og er til- valið að blanda því út í baðvatn og nudda því í húðina. Af öllu hættulegri og ólyst- ugri fegrunaraðferðum má nefna krókódílasaur. Hann var vinsæll í húðmeðferðum Forn-Grikkja. Hann var talinn hafa læknandi áhrif á húðkvilla. Ef saurnum var makað kringum augun var talið að hann gæti lagað ör. Ef saurnum var blandað við leðju og fólk baðaði sig upp úr herlegheitunum var talið að húðin fengi unglegra yfirbragð. Auk þess þótti þessi aðferð góð við vöðvaspennu og stirðleika. Aldagömul fegrunarráð Fyrr á öldum hljóp fólk ekki út í búð og keypti rándýr krem til að viðhalda fallegri og frísklegri húð. • Sólartaflan sem hentar öllum • Veitir vörn gegn sólarexemi • Styrkir húðina í sól • Vörn gegn öldrun • Veitir eðlilegan húðlit í sól Fáðu fallegan húðlit í sólinni með Skin Care Perfect Tan Perfect Tan™ Skin Care™ Perfect Tan MAN bordi copy.pdf 1 10/05/2018 12:51 4 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RHÚÐ OG HÁR 1 8 -0 6 -2 0 1 9 0 6 :0 6 F B 0 6 4 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 3 C -0 4 5 4 2 3 3 C -0 3 1 8 2 3 3 C -0 1 D C 2 3 3 C -0 0 A 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.