Fréttablaðið - 18.06.2019, Síða 23

Fréttablaðið - 18.06.2019, Síða 23
Það er þannig að viðskipta­vinur hjá mér, Sigurrós Lilja, hringir í mig af því hún er komin með risastóran skallablett og veit ekki hvað hún á að gera. Bletturinn stækkaði og stækk­ aði og litlir blettir bættust við í kringum hann,“ segir Solveig. Lilja sagði sögu sína í Fréttablað­ inu fyrr á árinu. Eftir árangurs­ litlar ferðir til húðlækna á Íslandi og í Þýskalandi ákvað hún að birta færslu á Facebook. Þar sagði hún alla söguna og birti myndir af blettunum þar sem sást hvernig þeir voru í upphafi og hvernig þeir höfðu stækkað. „Þessi færsla var í raun partur af hennar sorg. Þetta er kona með sítt hár og svo allt í einu er hún komin með rúmlega lófastóran skalla­ blett. Hún er dökkhærð þar að auki svo þetta var mjög áberandi,“ segir Solveig. Frænka Lilju sá færsluna og benti henni á Nourkrin sem þá var nýkomið á markað á Íslandi. Lilja ákvað að láta reyna á þetta fæðubótarefni og árangurinn hefur ekki látið á sér standa. „Ég fylgdist með þessu þar sem ég tók allar myndirnar af hárinu á Lilju og ég hef bara aldrei, hvorki fyrr né síðar, séð annan eins árangur,“ segir Solveig. „Ég hef bent fólki á hinar og þessar lausnir við venjulegu hárlosi. Það er auðvitað eðlilegt að fá hárlos tvisvar á ári, en þetta var eitthvað miklu meira en það,“ bætir hún við. En það var eiginlega eins og við manninn mælt. Eftir nokkrar vikur var orðinn sýnilegur árangur hjá Lilju og hárið farið að vaxa aftur í blettunum. „Það liggur við að ég geti sagt að það hafi liðið nokkrir dagar þar til ég fór að sjá ný hár á litlu blettunum. Stóri bletturinn var aðeins seinni að taka við sér,“ segir Solveig. Magnað fæðubótarefni Í samtali við Fréttablaðið í febrúar sagði Lilja að hárið væri allt komið aftur. „Það er mögnuð upplifun. Eftir einn mánuð á Nourkrin Woman fór strax að móta fyrir nýjum hárum og eftir fáeina mánuði voru komin hár í alla litlu blettina. Lengstan tíma tók að fá hárin til að vaxa í stóra skalla­ blettinum en þau eru nú orðin sex sentimetra löng sem þykir eðli­ legur hárvöxtur á náttúrulegum hárvaxtartíma,“ sagði hún. „Þessi árangur hjá Lilju sýnir mér bara hversu magnað þetta efni er og ég mæli hiklaust með því fyrir fólk sem er að missa hárið,“ segir Solveig. „Síðan ég kynntist Nourkrin hef ég mælt með því við mína viðskiptavini. Hárlos veldur fólki mjög miklum áhyggjum og ég er spurð að því mörgum sinnum á dag hvað hægt sé að gera í því.“ Solveig hefur svo mikla trú á þessu fæðubótarefni að hún ætlar að hefja sölu á því sjálf. En auk þess fæst það í öllum apótekum og ýmsum heilsu­ búðum. „Ég sé bara hversu gríðar­ lega mikill munur er á konum sem eru að taka þetta. Ég var með viðskiptavin sem var með mjög viðkvæmt hár. Ég benti henni á efnið og hún tók það í nokkra mánuði. Það varð alveg stórbreyting á hárinu á henni. Ég hef því miður ekki kynnst karlmönnum sem hafa prófað Nourkrin. Hárlos er líka viðkvæmt mál fyrir þá og þeir virðast feimnari við allt svona. En Nourkrin er til fyrir karla og konur svo af hverju ekki að prófa Nourkrin Man?“ segir hún. Solveig segist ætla að taka vin­ konu sína, sem er með mjög þunnt hár, í prufu. „Hárið er of boðslega þunnt og sjálfstraustið þar af leiðandi lítið. Hún hefur reynt að fela hversu þunnt það er, en það er mjög áberandi. Fyrir 25 árum fór hún og lét greina hársekkina með smásjá. Henni var sagt að hún væri með einvers konar kölkun í hársekkjunum og þar af leiðandi eiginlega með karlmanns skalla,“ segir Solveig. Stefnan er því að hún prófi Nourkrin og Solveig ætlar að fylgjast með og taka myndir af árangrinum. „Ég ætla að leyfa Hef aldrei séð annan eins árangur Solveig Pálmadóttir hársnyrtimeistari kynntist bætiefninu Nourkrin árið 2018 þegar viðskiptavinur hennar fór að nota það við skallablettum. Solveig mælir hiklaust með Nourkrin við viðskiptavini sína. Hér sjá skallablettirnir í hári Lilju. Stærsti blettur- inn var stærri en lófi. Hárið byrjað að vaxa aftur. Hárið er allt komið aftur. Sigurrós Lilja fékk hárið til baka með notkun Nourkrin. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR henni að prófa þetta henni að kostnaðarlausu í nokkra mánuði. Það er talað um að það taki sex mánuði að sjá raunverulegan árangur, en ég hef séð það gerast á mikið styttri tíma.“ Lilja segir Nourkrin hafa valdið straumhvörfum í sínu lífi. „Ég sýndi svo rosalega góð við­ brögð. Hefðbundin meðferð með Nourkrin eru sex mánuðir en ég þori ekki að hætta því það er greinilegt að í því er eitthvað sem líkama minn vantaði og mér líður undurvel.“ Nourkrin inniheldur bætiefnið Marilex sem er byltingarkennt, einkaleyfisvarið bætiefni. Marilex er unnið úr sjávarríkinu og inni­ heldur rétt hlutfall af próteóglýk­ önum, sem næra hársekkina svo þeir geti viðhaldið hinum eðlilega hárvaxtarhring. Önnur helstu innihaldsefni Nourkrin eru bíótín, acerola kirsuberjaþykkni, kísill og klóelftingarþykkni. KYNNINGARBLAÐ 5 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 HÚÐ OG HÁR 1 8 -0 6 -2 0 1 9 0 6 :0 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 3 C -1 3 2 4 2 3 3 C -1 1 E 8 2 3 3 C -1 0 A C 2 3 3 C -0 F 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 6 4 s _ 1 7 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.