Fréttablaðið - 18.06.2019, Side 24
Það verður sífellt
vinsælla að sleppa
sjampóinu alveg og þvo
hárið með hárnæringu
til að bregðast við til-
hneigingu fyrirtækja til
að nota ódýr og skaðleg
hráefni í sjampó. En
dugar hárnæring til að
þrífa hárið?
Sólrún
Freyja Sen
solrunfreyja@frettabladid.is
Skaðleg hreinsiefni í sjampói geta valdið pirringi í hársverði, raskað náttúrulegu
sýrustigi húðarinnar, eytt ysta
lagi húðarinnar og sömuleiðis
mikilvægum olíum hársins. Á vef
síðunni Hairstory er hægt að finna
upplýsingar um skaðsemi ýmissa
innihaldsefna sem í mörgum
hárvörum. Í sjampói má til dæmis
oft finna efni á borð við þvagefni
(úrea), paraben, þalöt og súlföt.
Þvagefni (e. urea)
Þvagefni finnast, eins og nafnið
gefur til kynna, í þvagi en það er
búið til á tilraunastofum úr amm
óníaki og koltvíoxíði þegar það
er notað í hárvörum. Efnið hefur
tvíþættan tilgang. Það er notað til
að hægja á rakatapi í hárvörum
svo þær endist lengur og til að við
halda sýrustigi sem myndi annars
raskast þegar öðrum hráefnum er
bætt við. Þvagefnið breytir upp
byggingu húðarinnar lítillega til að
ýmis hráefni virki betur og hækka
rakastig í ysta lagi húðar til að gera
hana mýkri. Ástæðan fyrir því að
efnið er skaðlegt er vegna þess að
þegar það er búið til á tilrauna
stofum og notað í hárvörur getur
það losað formaldehýð í líkamann
sem er krabbameinsvaldandi efni.
Þessar tegundir af þvagefnum
ber að varast: díasólínidýlúrea,
imidazolidinyl úrea, DMDM
hydantoin og sódíum hyroxy
methylglycinate.
Paraben
Paraben eru mikið notuð sem
rotvarnarefni í andlitsfarða,
rakakremum og sjampó. Ýmsar
rannsóknir hafa sýnt að þessi
efni, sérstaklega langkeðjuefna
samsetningar, geta hermt eftir
ákveðnum tegundum af estrógeni
í frumum líkamans og leitt til
brjóstakrabbameins en paraben
hafa fundist í æxlum í brjóstum.
Þalöt
Þalöt eru flokkur efna sem eru
notuð í ýmsum vörum. Þau eru
meðal annars notuð í hársprey,
raksturskrem, sápur og sjampó
til að viðhalda ilmi. Samkvæmt
ýmsum rannsóknum á dýrum
geta þau skaðað lifur, nýru, lungu,
æxlunarfæri og þá sérstaklega
óþroskuð eistu. Efnið díetýlþalat
eða DEP er eitt þalatefnið sem er
enn almennt notað í snyrtivörum.
Súlföt
Súlföt eru kannski sá efnaflokkur
sem er oftast talað um þegar
kemur að skaðlegum efnum í
sjampói. Súlföt eru sterk hreinsi
efni búin til úr jarðsalti sem
inniheldur súlfúr. Algengust eru
efnin sódíum lárýl súlfat (SLS)
og sódíum laureth súlfat (SLES).
Ástæðan fyrir útbreiddri notkun á
þessum efnum er að þau eru ódýr,
en á sama tíma eyða þau nauðsyn
legum olíum sem vernda hárið og
hársvörð. Þar að auki skola þau
burt náttúrulegum próteinum
jafnt sem húðfitu og eyða ysta lagi
húðar á höfðinu. Súlföt geta valdið
pirringi í hársverði sem gæti leitt
til háreyðingar. Þar að auki geta
þau skaðað hársekki sem leiðir til
slakari hárvaxtar.
Þó að það standi á sjampóbrúsa
að það séu engin súlföt í sjampó
inu þarf það ekki að þýða að það
innihaldi engin skaðleg efni. Til
að geta státað sig af þeim stimpli
að nota ekki súlföt hafa fyrirtæki
brugðið á það ráð að setja í staðinn
efni sem eru náskyld súlfötum.
Fólk ætti að kanna áður en það
kaupir sjampó hvort það inni
haldi áðurnefnd SLS og SLES og svo
aðrar skaðlegar efnasamsetningar
eins og sódíum lárýl sulfoace
tate, sódíum láróýl isoethionate,
sódíum láróýl tárat, sódíum cocoyl
isoethionate, sódíum láróýl metýl
isoethionate, sódíum láróýlsarkós
ínat og dínatríum laureth sulfo
succinate.
Hárnæring ekki nóg
Það verður sífellt vinsælla að
sleppa sjampóinu alveg og þvo
hárið með hárnæringu til að
bregðast við tilhneigingu fyrir
tækja til að nota ódýr og skaðleg
hráefni í sjampó. En dugar hár
næring til að þrífa hárið?
Samkvæmt vefsíðu Hairstory
er það ekki svo. Á meðan hárnær
ing getur styrkt hárið, viðhaldið
rakastigi þess og komið í veg fyrir
að hárið þurrkist upp vegna sjam
pósins, þá þrífur hárnæring ekki
hárið. Þó að hárið verði mjúkt,
ilmandi og laust við svita þá fjar
lægir hárnæringin ekki óhreinindi
sem má rekja bæði til daglegs
lífs og í raun hárnæringarinnar
sjálfrar. Hársekkirnir geta þar að
auki stíflast af hárnæringu sem
kemur í veg fyrir góðan hárvöxt.
Þá má oft finna gerviefnið silíkon í
hárnæringu til að bæta fyrir skaða
af völdum ýmissa efna í sjampói.
Æ meira um vistvæn sjampó
Í raun er hárnæring aðeins nauð
synleg vegna skaðlegra áhrifa
sjampósins. Sum fyrirtæki hafa
brugðist við áhyggjum kaupenda
af hættulegum efnum í hárvörum
með því að framleiða mildari
sjampó. Samt krefjast mörg mild
ari sjampóa þess að maður setji
hárnæringu í hárið eftir á til að
koma í veg fyrir þurrk og pirring í
hársverði.
Það er þó óþarfi að örvænta.
Sífellt f leiri fyrirtæki eru farin að
framleiða hárvörur þar sem öllum
hættulegum efnum er sleppt og
margir eru meira að segja byrjaðir
að sleppa sjampóinu og hárnær
ingunni alveg, og nota þá bara vatn
til að þrífa hárið. Það er mikilvægt
að kúnninn haldi áfram að spyrja
spurninga og sé vakandi fyrir
hættulegum efnum sem standa
honum til boða, þannig eykst
pressan á hárvöruframleiðendur
að leita vistvænni leiða til að fram
leiða vörur sínar.
Skaðleg efni í sjampói
Oft hefur verið talað um efni í sjampói og öðrum hárvörum sem geta verið
hættuleg umhverfinu og líkamanum. Til dæmis geta paraben og þvagefni
verið krabbameinsvaldandi og súlföt eyða náttúrulegum olíum úr hárinu.
Það er skynsamlegt að skoða innihaldslýsingar á sjampóbrúsum.
Ýmis hráefni í sjampói geta skaðað hár og hársvörð. NORDICPHOTOS/GETTY
6 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RHÚÐ OG HÁR
1
8
-0
6
-2
0
1
9
0
6
:0
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
3
C
-1
8
1
4
2
3
3
C
-1
6
D
8
2
3
3
C
-1
5
9
C
2
3
3
C
-1
4
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K