Fréttablaðið - 18.06.2019, Page 41
Þarna erum við
kominn með tvö
efni, annað sem ver
húðina gegn sólargeisl-
um og minnkar bólgur í
húðinni og hitt sem
viðheldur raka.
dr. Lilja Kjalarsdóttir
AstaSkin, frá KeyNatura, er sérsniðið fyrir ljómandi og heilbrigða húð. Blandan,
sem kemur í hylkjaformi, inni-
heldur meðal annars Astaxanthin
sem ver húðina fyrir sól og dregur
úr fínum línum, seramíð, sem við-
heldur raka í húðinni, og kollagen,
sem er byggingareining húðar,
hárs og nagla auk þeirra vítamína
sem húðin þarfnast til að viðhalda
heilbrigði og raka.
Dr. Lilja Kjalarsdóttir, aðstoðar-
framkvæmdastjóri, hjá Key-
Natura, segir að AstaSkin sé
fæðubótarefni en uppruninn er
nokkuð merkilegur. „Við erum
að rækta smáþörunga í Hafnar-
firði sem framleiða efni sem við
sækjumst eftir og heitir Astaxant-
hin. Það hefur ýmsa eiginleika og
einn áberandi eiginleiki í öllum
rannsóknum sýnir að Astaxanthin
ver húðina fyrir geislum sólar-
innar. Í rauninni getur það komið
í veg fyrir ótímabæra öldrun
húðarinnar vegna útfjólublárra
geisla. Við hér í KeyNatura höfum
mikinn áhuga á Astaxanthin og
erum að vinna mikið með það efni
og höfum gaman af eiginleikum
þess,“ segir hún.
AstaSkin er nýjasta varan í
f lóru KeyNatura en fyrir voru
AstaEnergy, AstaCardio, Asta-
Lýsi og AstaFuel. Lilja segir að
AstaSkin hafi slegið í gegn og sé nú
söluhæsta varan. „Við erum með
öflugan og góðan hóp af matvæla-,
efna- og sameindalíffræðingum
auk fólks sem er með annaðhvort
doktors- eða mastersgráðu hér
innanhúss. Öll höfum við mikinn
áhuga á heilsu og efnum sem
koma úr náttúrunni. Við lögðumst
aðeins undir feld og fórum að
hugsa hvað við gætum búið til sem
væri algjör sprengja fyrir húðina
og útkoman úr þróunarvinnunni
er AstaSkin blandan.
Sýnt hefur verið fram á í klín-
ískum rannsóknum að skammt-
urinn, sex milligrömm af Astax-
anthin, hafi góð áhrif á húðina
og verji hana fyrir útfjólubláu
geislunum. Síðan erum við með
öfluga seramíð-blöndu sem heitir
Myoceram og er klínískt rannsak-
að innihaldsefni þróað í Japan. Það
gefur húðinni þann eiginleika að
hún verður vatnsheldari. Seramíð
er í ysta lagi húðarinnar og ver
húðina fyrir vökvatapi en eftir því
sem fólk eldist þá minnkar magn
seramíða í húðinni og það verður
viðkvæmara fyrir vökvatapi. Þess
vegna er húðin á fullorðnu fólki
þurrari en hjá krökkum til dæmis.
Ef við tökum dæmi um fólk
sem fer í sund og í klór þá þurfa
krakkar ekkert að bera á sig krem
en fullorðna fólkið verður stíft í
húðinni. Þessi blanda hefur verið
rannsökuð í klínískri rannsókn á
fólki og sýnt hefur verið fram á að
hún viðhaldi rakastigi og auki það.
Þarna erum við komin með tvö
efni, annað sem ver húðina gegn
sólargeislum og minnkar bólgur
í húðinni og hitt sem viðheldur
raka. Við erum líka með kollagen
sem er uppbyggingarefni í húðinni
og síðan öll möguleg vítamín sem
eru góð fyrir húðina.“
AstaSkin kemur í hylkjaformi
en það er hugsað bæði fyrir full-
orðnar konur og karla. „Þetta er
í hylkjaformi því við héldum að
karlmenn vildu frekar taka inn
hylki í staðinn fyrir að bera eitt-
hvað á húðina. Konur eru auð-
veldari markhópur og til í margt
til að viðhalda fallegri húð,“ bendir
hún á.
Eftir að AstaSkin kom á markað
hafa Lilja og hennar teymi fengið
mikla endurgjöf frá notendum.
Þar vakti ein aukaverkun sér-
staka eftirtekt. „Ég hef heyrt að
fólki finnist það fá heilbrigðara
hár og neglurnar verði harðari.
Það er eitthvað sem við vorum
ekki að hugsa út í þegar þetta var
hannað. Þetta eru óvæntar og
skemmtilegar aukaverkanir og
gerist stundum þegar maður er að
stunda rannsóknir og setja saman
skemmtilegar blöndur. Það er sett
saman fyrir einn tilgang en síðan
kemst maður að því, oftast nær
fyrir tilviljun, að það hefur óvænta
virkni.“ Hún segir að flestir finni
og sjái mun eftir að hafa tekið
AstaSkin í 2-3 vikur.
„Við höfum verið að hugsa hvort
við ættum, út af endurgjöfinni
um neglurnar, að koma með nýja
blöndu sem væri byggð á AstaSkin
en myndum þá bæta við fleiri
efnum sem væri góð fyrir neglur.
Byggja ofan á virkni AstaSkin
og koma með blöndu sem væri
sérstaklega gerð fyrir neglur. Við
erum stöðugt að skoða hvað sé
hægt því það virðist vera mark-
aður fyrir neglur.“
Skemmtilegir eiginleikar sem
koma sér vel fyrir húðina
Astaxanthin, sem KeyNatura ræktar úr smáþörungum í Hafnarfirði, er sannkallað undraefni en
fyrirtækið nýtir það til að framleiða vörur fyrir fæðubótar- og lyfjamarkaðinn. AstaSkin er nýjasta
afurð KeyNatura og er þegar orðin söluhæsta varan með óvæntar en gleðilegar aukaverkanir.
Páll Arnar Hauksson, vöruþróunarstjóri KeyNatura, og dr. Lilja Kjalarsdóttir aðstoðarframkvæmdastjóri sem hönnuðu AstaSkin saman og halda hér á vörunni.
AstaSkin er nýjasta varan í flóru
KeyNatura en fyrir voru Asta-
Energy, AstaCardio, AstaLýsi og
AstaFuel. AstaSkin hefur slegið í
gegn og er nú söluhæsta varan.
KYNNINGARBLAÐ 7 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 HÚÐ OG HÁR
1
8
-0
6
-2
0
1
9
0
6
:0
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
3
C
-1
8
1
4
2
3
3
C
-1
6
D
8
2
3
3
C
-1
5
9
C
2
3
3
C
-1
4
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K