Fréttablaðið - 18.06.2019, Blaðsíða 44
ELLE segir frá því
að á Íslandi sé alls
ekki umdeilt hvort
hamfarahlýnun sé af
mannavöldum og að
bráðnun jökla, óhefð-
bundið veður og óvenju-
legur hiti dragi athygli
Íslendinga að málefninu.
Bandaríski leikarinn og tísku-ljósmyndarinn Cole Sprouse kom nýlega til Íslands til að
taka tískuljósmyndir fyrir tíma-
ritið ELLE. Myndirnar voru birtar
á vef ELLE fyrir helgi og sýna fyrir-
sætu spóka sig við Sólheimajökul í
ýmiss konar hátískufatnaði.
Myndatakan sinnir tvíþættu
hlutverki, því að henni er bæði
ætlað að sýna hátískufatnað í
f lottu umhverfi og um leið að
vekja athygli á hamfarahlýnun og
áhrifum hennar. Myndatakan var
unnin í samstarfi við Inspired by
Iceland.
Myndirnar sýna fyrirsætuna
Estella Boersma í fatnaði frá
fínum merkjum eins og Prada,
Balenciaga, Alexander McQueen,
Gucci, Burberry, Dior og fleirum.
Þær eru mjög nútímalegar og draga
vel fram andstæðurnar í litríkum
klæðnaðinum og dökku umhverf-
inu.
Jöklarnir verða horfnir
eftir 100-200 ár
Í grein sem fylgir myndunum er
fjallað um áhrif hamfarahlýn-
unar á íslenska jökla, sérstak-
lega Sólheimajökul. Rætt er við
Þröst Þorsteinsson, prófessor í
umhverfis- og auðlindafræði við
Háskóla Íslands, sem segir frá því
að jöklarnir á Íslandi hafi hopað í
Tíska á hjara veraldar
í tímaritinu ELLE
Ljósmyndari á vegum tímaritsins ELLE kom til Íslands til
að taka tískuljósmyndir á Sólheimajökli. Ásamt því að
nýta umhverfið vakti tímaritið athygli á hamfarahlýnun.
Cole Sprouse tók flottar myndir fyrir ELLE við Sólheimajökul. MYNDIR/ELLE/COLE SPROUSE
Cole Sprouse
hefur getið sér
gott orð sem
tískuljósmynd-
ari, en hann er
líka leikari og
menntaður í
fornleifafræði.
NORDICPHOTOS/
GETTY
Myndirnar draga fram andstæðurnar í litríkum klæðnaði og dökkri náttúru.
Í mynda-
tökunni notar
Estella Bo-
ersma föt og
fylgihluti frá
ýmsum fínum
merkjum.
langan tíma og að Sólheimajökull
sé sérstaklega viðkvæmur fyrir
hlýnun jarðar vegna staðsetningar
og lögunar sinnar. Þröstur segir að
vísindamenn spái því að jöklarnir
hverfi á næstu 100 til 200 árum, en
að það sé líklega varlega áætlað og
gæti gerst hraðar.
ELLE segir frá því að á Íslandi,
ólíkt Bandaríkjunum, sé það
alls ekki umdeilt hvort hamfara-
hlýnun sé af mannavöldum og að
bráðnun jökla, óhefðbundið veður
og óvenjulegur hiti dragi athygli
Íslendinga að málefninu.
Sólheimajökull hopaði
um 110 metra á einu ári
Áhrif hlýnunarinnar eru augljós
þegar Sólheimajökull er skoðaður.
Nemendur í Hvolsskóla hafa mælt
hop jökulsins síðan árið 2010 og
á síðasta ári kom í ljós að jök-
ullinn hafði hopað um 110 metra
frá árinu áður. Samtals hefur
hann hopað 379 metra frá því að
mælingar hófust. Það er að vísu
talið að stórir ísklumpar hafi fallið
úr jöklinum á milli 2017-2018 og
það útskýri þetta mikla hop það ár
og það verði minna 2018-2019, en
engu að síður er jökullinn augljós-
lega að hverfa hratt.
Oddur Freyr
Þorsteinsson
oddurfreyr@frettabladid.is
Hair Volume inniheldur jurtir og bætiefni
sem sem eru mikilvæg fyrir hárið og getur
gert það líflegra og fallegra.
Sölustaðir: Flest apótek, heilsuhús og heilsuhillur stórmarkaða Nánar á artasan.is
Aldrei haft jafn þykkt hár
„Eftir að hafa misst allt hár í krabbameinsmeðferð
byrjaði ég að taka Hair Volume frá New Nordic.
Eftir 4-6 vikur fór hárið að vaxa aftur og ég hef
aldrei haft jafnt löng augnhár, þykkar augabrúnir
og þykkt hár eins og núna og það hvarflar ekki
að mér að hætta að taka þetta bætiefni inn.“
Edda Dungal
Hair Volume – fyrir líflegra hár
10 KYNNINGARBLAÐ 1 8 . J Ú N Í 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U RHÚÐ OG HÁR
1
8
-0
6
-2
0
1
9
0
6
:0
6
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
3
B
-F
F
6
4
2
3
3
B
-F
E
2
8
2
3
3
B
-F
C
E
C
2
3
3
B
-F
B
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
6
4
s
_
1
7
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K