Fréttablaðið - 10.07.2019, Síða 2

Fréttablaðið - 10.07.2019, Síða 2
Veður Austan 3-8 m/s, en 8-13 með suðurströndinni. Skýjað að mestu og skúrir á víð og dreif, en þurrt og bjart norðaustan til. Dálítil væta syðst í nótt. SJÁ SÍÐU 16 NÝTT OG SPENNANDI FRÁ HOL TA Hefur þú prófað Holta drumsticks? Töfraveröld Kverkfjalla Í Kverkfjöllum er að finna orkuríkt háhitasvæði. Þangað lagði leið sína þrjátíu manna hópur á vegum Ferðafélags Íslands um liðna helgi. Á svæðinu er að finna allstórt lón í jöklinum, svonefnt Gengissig, þar sem jarðhitinn vinnur á ísnum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ÚTIVIST „Einmitt núna erum við á áttunda degi göngunnar, þvert yfir landið,“ sagði Kristján Helgi Carrasco sem blaðamaður Frétta- blaðsins hitti í Hvannalindum á sunnudaginn var. Kristján og félagi hans, Kristinn Birkisson, eru nú á gönguferð þvert yfir Ísland, frá fjörunni í Lóni að austanverðu, alla leið yfir hálend- ið og niður í Borgarfjörð í vestri. Gangan er ríf lega 500 kílómetra löng og reikna félagarnir með að nota allan júlímánuð til þess að klára hana. Er blaðamaður rakst á Kristján og Kristin höfðu þeir nýlokið við að vaða jökulána Kreppu, sem er með þeim stærri og ógnvænlegri. „Við reyndum að vaða Kreppu í gærkvöldi, en þá var allt of mikið í henni,“ sagði Kristinn „Við slógum upp tjaldi og ákváð- um að bíða til morguns. Í morgun reyndum við aftur við sama vað og í gær, en það gekk ekki hjá okkur. Það liðu samt alls fimmtíu mínútur frá því að við fórum út í þangað til við komumst aftur upp úr jökulvatninu og upp á bakka. Þá þurftum við að hlýja okkur og borða áður en við leituðum að nýju vaði. Þetta gekk þó að lokum.“ Þeir Kristján og Kristinn sögðu heilsuna góða og andann vera léttan. „Hælarnir eiga nú samt dálítið bágt,“ bætti Kristinn við. „Við erum brattir.“ Þeir félagar greina frá því á Facebook-síðu þar sem sagt er frá ferðinni að upphaf lega hug- myndin sé ættuð frá þeim Róberti Marshall, Brynhildi Ólafsdóttur, Páli Ásgeiri Ásgeirssyni, Rósu Sig- rúnu Jónsdóttur og Einari Skúla- syni. Leiðarvalið miðaðist meðal annars við að gengið yrði að mestu um algerar óbyggðir og að á leið- inni yrði að sigrast á talsverðum áskorunum. Nánari upplýsingar og fréttir af ferðum vinanna er að f inna á Facebook-síðunni Kristján og Kristinn á Öræfaleið. sigtryggur@frettabladid.is Göngutúrinn er fimm hundruð kílómetrar Kristján Helgi Carrasco og Kristinn Birkisson ganga þvert yfir Ísland, samtals fimm hundruð kílómetra frá Lóni í austri að Borgarfirði í vestri. Útsendari Fréttablaðsins rakst á þá í Hvannalindum, þá nýbúna að lenda í svaðilförum. Það liðu samt alls fimmtíu mínútur frá því að við fórum út í þangað til við komumst aftur upp úr jökulvatninu og upp á bakka. Kristinn Birkisson göngumaður Kristján Helgi Carrasco og Kristinn Birkisson eftir að hafa komist í hann krappan í Kreppu. Þeir komust yfir að lokum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI VIÐSKIPTI Torg, útgáfufélag Frétta- blaðsins, hagnaðist um tæplega 39 milljónir króna eftir skatta á síðasta ári, samkvæmt nýjum ársreikningi félagsins. Rekstrartekjur Torgs voru 2,57 milljarðar króna á árinu. Þá var EBITDA útgáfufélagsins – afkoma fyrir afskriftir, fjármagns- liði og skatta – jákvæð um 109 millj- ónir króna í fyrra, að því er fram kemur í ársreikningnum. „Frekjulegt inngrip Ríkisút- varpsins í kringum auglýsingasölu í tengslum við Heimsmeistaramótið í knattspyrnu seinni part ársins hafði mjög afdrifarík áhrif á rekst- ur Torgs,“ segir Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, forstjóri og helmings- hluthafi Torgs. „Þrátt fyrir yfirgang RÚV á mark- aði stendur Fréttablaðið framar öllum auglýsingamiðlum á Íslandi, hvort sem um ræðir vef- eða sam- félagsmiðla, og skilar hagnaði á síðasta rekstrarári,“ bætir hún við. Eignir Torgs, sem á og rekur Fréttablaðið, frettabladid.is, mark- adurinn.is, tímaritið Glamour og tengda starfsemi, námu 1,27 millj- örðum króna í lok síðasta árs en á sama tíma var eigið fé félagsins 502 milljónir króna og eiginfjárhlut- fallið því 40 prósent. Sem kunnugt er keypti félag í eigu Helga Magnússonar, fjárfestis og fyrrverandi stjórnarformanns Lífeyrissjóðs verslunarmanna, nýverið helmingshlut í Torgi og tók Helgi í kjölfarið sæti í stjórn útgáfufélagsins. Félög á vegum Ingibjargar fara með helming í Torgi á móti Helga. – kij  Útgáfufélag Fréttablaðsins skilaði 39 milljóna króna hagnaði í fyrra Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir, forstjóri Torgs. Fleiri myndir úr Kverkfjöllum er að finna á +Plús- síðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Frétta- blaðs-appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS STJÓRNMÁL Mennta- og menning- armálaráðuneytið birti í gær drög að frumvarpi um Stuðningssjóð íslenskra námsmanna í Samráðs- gátt þar sem umsagna er óskað. Með frumvarpinu leggur ráðuneytið til að nýtt námsstyrkjakerfi verði innleitt samhliða námslánakerfi og þannig verði gengið „í átt að því að tryggja hagsmuni námsmanna á Íslandi betur“. Fram kemur í drögunum að nafni Lánasjóðs íslenskra námsmanna (LÍN) verði breytt í Stuðningssjóður íslenskra námsmanna (SÍN). Aukin- heldur að lánþegar sem ljúka próf- gráðu innan tilgreinds tíma geti fengið námsstyrk sem nemur þrjátíu prósentum af höfuðstól námsláns í formi niðurfellingar sem kæmi til framkvæmda að námi loknu. – þea LÍN-frumvarp er komið fram 1 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 5 -B 8 7 0 2 3 6 5 -B 7 3 4 2 3 6 5 -B 5 F 8 2 3 6 5 -B 4 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.