Fréttablaðið - 10.07.2019, Síða 14

Fréttablaðið - 10.07.2019, Síða 14
Félag í eigu Kára Guðjóns Hall-grímssonar, stjórnanda á skuldabréfasviði fjárfestinga- bankans JP Morgan í London, var í hópi þeirra fjárfesta sem keyptu undir lok síðasta mánaðar samtals um nítján prósenta hlut Arion banka í fjárfestingarfélaginu Stoðum. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins nam fjárfesting Kára í Stoðum yfir þrjú hundruð milljónum króna sem tryggir honum vel yfir eins prósents eignarhlut í félaginu. Tilkynnt var um sölu Arion banka föstudaginn 28. júní síðastliðinn en sjóðir í stýringu Stefnis, dóttur- félags bankans, fóru fyrir fjárfesta- hópnum og keyptu samanlagt um átta prósenta hlut í Stoðum. Sam- kvæmt heimildum Markaðarins samanstóð kaupendahópurinn af nærri tuttugu sjóðum og fjárfestum. Hlutafé Stoða var aukið um hátt í 3,7 milljarða króna í lok maí- mánaðar og nam eigið fé félagsins í kjölfarið um 22 milljörðum króna. Miðað við það má áætla að bókfært virði eignarhlutar Arion banka hafi verið um 4,4 milljarðar króna. Kári hefur starfað hjá ba nd a r ísk a fjárfestingarbank- anum í sautján ár og undanfarið sem framkvæmdastjóri á skuldabréfasviði ba n k a n s . Fél ag ið V i n d h a m a r , sem er í eigu Kára, var á meðal fjár- MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR 588 80 40 www.scanver.is RAFMÓTORAR Kári kaupir í Stoðum fyrir um 300 milljónir  22 milljörðum króna nemur eigið fé Stoða eftir að hlutafé félagsins var nýlega hækkað. Vinna stendur nú yfir i n n a n S e ðl a b a n k a Íslands, samk væmt heimildum Markað-arins, sem miðar að því að Íbúðalánasjóði verði ekki lengur heimilt að ráðstafa lausu fé sjóðsins til fjárfestinga í bundnum innlánum í Seðlabankanum. Þess í stað þyrfti Íbúðalánasjóður þá að leita annarra fjárfestingarkosta, meðal annars í innlánsreikningum í viðskiptabönkunum, sértryggðum skuldabréfum bankanna og ríkis- skuldabréfum. Innlán sjóðsins í Seðlabankanum nema í dag samtals hátt í hundrað milljörðum króna. Markmiðið með þessum breyt- ingum, sem væntingar eru um að geti orðið að veruleika innan fárra vikna og væru í reynd ígildi aukins peningamagns í umferð, eru einkum að reyna að auka framboð á lánsfjár- magni á fjármálamarkaði. Lausa- fjárstaða stóru bankanna í krónum hefur versnað mjög á síðustu mán- uðum og misserum, en fjármála- stöðugleikaráð sá ástæðu til að vekja sérstaklega athygli á þeirri þróun í síðustu fundargerð sinni. Viðmælendur Markaðarins innan bankakerfisins segja að vegna þröngrar lausafjárstöðu hafni þeir nú í f leiri tilfellum en áður að fjár- magna verkefni sem þeir hefðu að öðrum kosti kosið að fjármagna. Bankarnir vilji ekki að lausafjár- hlutfall þeirra í krónum verði lægra. Vextir á sjö daga bundnum inn- lánum í Seðlabankanum, sem eru iðulega nefndir meginvextir bank- ans, eru í dag 3,75 prósent en vextir Seðlabankans hafa verið lækkaðir um samanlagt 0,75 prósentur á síð- ustu tveimur mánuðum. Í árslok 2018 námu innlán Íbúðalánasjóðs í Seðlabankanum um 68 millj- örðum en samkvæmt heimildum Markaðarins hafa þau aukist tals- vert sem af er árinu og nema nú hátt í hundrað milljörðum. Hið mikla lausafé sem sjóðurinn er með bundið á innlánsreikningum í Seðla- bankanum, og hefur aukist verulega síðustu ár, er í raun peningamagn sem hefur verið tekið úr umferð. Vaxtalækkanir skila sér illa Vinna Seðlabankans miðar þess vegna að því, að sögn þeirra sem þekkja vel til, að með því að heim- ila ekki lengur Íbúðalánasjóði að ávaxta þetta fé á innlánsreikningum í Seðlabankanum heldur að beina því í aðra fjárfestingakosti, eins og í innlán í viðskiptabönkunum, væri það til þess fallið að bæta lausafjár- stöðu bankanna og um leið auka útlánagetu þeirra. Þá væri það eins til þess að lækka vexti á markaði ef þessir fjármunir myndu að hluta til leita í fjárfestingar í ríkisskuldabréf- um eða sértryggðum skuldabréfum bankanna. Lausafjáreignir bankanna í krón- um hafa dregist saman um tugi pró- senta síðustu ár og fór lausafjárhlut- fall þeirra allra undir 100 prósent í lok síðasta árs. Í lok fyrsta ársfjórð- ungs var hlutfallið lægst hjá Lands- bankanum, 46 prósent, 93 prósent hjá Íslandsbanka og 106 prósent í tilfelli Arion banka. Til samanburðar var sambærilegt hlutfall á bilinu 90 til 193 prósent á árinu 2016. Í nýlegri skýrslu hagfræðideildar Landsbankans um stöðu íslensku viðskiptabankanna er bent á að lágt lausafjárhlutfall bankanna þýði að þeir muni hafa takmarkað svigrúm til þess að stækka útlánasöfn sín. „Reglur um lausafé eru nú að okkar mati orðnar meira hamlandi fyrir lánavöxt og arðgreiðslur en eigin- fjárkröfur,“ segir í skýrslu hagfræði- deildarinnar. Stefán Broddi Guðjónsson, for- stöðumaður greiningardeildar Arion banka, sagði í samtali við Markaðinn síðasta miðvikudag að „háar eigin- fjár- og lausafjárkröfur, auk arðsemi bankanna, gerðu það að verkum að aðgerðir til þess að lækka vexti, til að mynda rýmkun heimilda til þess að eiga veðlánaviðskipti við Seðla- bankann, skila sér ekki í eins miklum mæli og annars væri.“ Nýleg breyting á reglum Seðla- bankans sem felur í sér að sértryggð skuldabréf bankanna eru nú orðin hæf til trygginga í endurhverfum við- skiptum þeirra við Seðlabankann sé afar jákvætt skref en marki þó engin tímamót. hordur@frettabladid.is Fái ekki að setja fé í innlán í Seðlabankann  Seðlabankinn vinnur að breytingum sem miða að því að Íbúðalánasjóður fái ekki lengur að ávaxta lausafé sitt á bundnum innlánum í bankanum. Þurfi að leita annarra fjárfestingarkosta. Ætti að auka lánsfé og lækka vexti á markaði. Már Guðmundsson lætur af embætti seðlabankastjóra í næsta mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 100 milljarðar tæpir er sú fjár- hæð sem sjóðurinn er með bundna í innlánum í Seðla- bankanum. Hagfræðideild Landsbankans hefur hækkað verðmat sitt á Símanum um tólf prósent frá því í desember í fyrra og metur nú gengi hlutabréfa í fjarskiptafélag- inu á 5,2 krónur á hlut. Sérfræðingar bankans segja félagið hafa brugðist vel við tekjusamdrætti með hag- ræðingaraðgerðum og gera nú ráð fyrir auknum tekjum á næstu árum. Gengi hlutabréfa í Símanum stóð í 4,58 krónum á hlut við lokun markaða í gær en það hefur hækkað um sextán prósent á undanförnum tveimur mánuðum. Í verðmati hagfræðideildar Lands- bankans, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að kostnað- araðhald hafi verið „mál málanna hjá Símanum og hefur tekist vel að halda kostnaði í skefjum þrátt fyrir miklar launahækkanir á tímabilinu“. Verðstríð, brottfall reiki- og heild- sölutekna og sala á rekstri hafi valdið samdrætti í sölu síðustu ár en engu að síður hafi EBITDA – afkoma fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta – vaxið ár frá ári frá árinu 2015. Greinendur bankans spá 2,5 pró- senta tekjuvexti hjá fjarskiptafélag- inu á þessu ári, meðal annars vegna sóknar félagsins í nýja viðskiptavini og möguleika þess til tekjusköp- unar í kringum sýningar á enska boltanum. Jafnframt gæti áhrifa af brotthvarfi heildsölu- og reikitekna ekki lengur. Þá telja sérfræðingarnir enn frem- ur að EBITDA Símans verði 10.556 milljónir króna í ár en til saman- burðar gera stjórnendur félagsins ráð fyrir að EBITDA verði á bilinu 10.200 til 10.700 milljónir króna. – kij Snarhækka verðmat sitt á Símanum Orri Hauks- son, forstjóri Símans. festa sem tóku þátt í þrjú hundruð milljóna króna hlutafjáraukningu hátæknifyrirtækisins Valka á síð- asta ári. Stoðir, sem eru á meðal stærstu hluthafa í tryggingafélaginu TM, Arion banka og Símanum, högn- uðust um 1.100 milljónir króna á síðasta ári. Stærsti hluthafi Stoða er eignarhaldsfélagið S121 sem er meðal annars í eigu félaga á vegum Jóns Sigurðssonar, stjórnar- formanns Stoða, Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs, og Örvars Kjærnested, fjárfestis og stjórnarformanns TM. Aðrir helstu hluthafar Stoða eru Landsbankinn með fimmtán pró- senta hlut og Íslandsbanki á tvö prósent í félaginu. – hae Kári Guðjón Hallgrímsson 1 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 1 0 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 5 -D 6 1 0 2 3 6 5 -D 4 D 4 2 3 6 5 -D 3 9 8 2 3 6 5 -D 2 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 9 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.