Fréttablaðið - 10.07.2019, Page 18
lóns um hagkvæma uppbyggingu.
„Þeir hafa verið að byggja fyrir
okkur fyrsta fjölbýlishúsið í Urr-
iðaholti með íslenskum undirverk-
tökum til að koma sér fyrir og læra á
það sem er séríslenskt eins og reglu-
gerðir. Það er margslungið verk og
f lókið að byggja gott og vandað
íbúðarhúsnæði fyrir íslenskar
aðstæður og fyrir íslenskar reglu-
gerðir. Nú eru þeir farnir að f lytja
inn undirverktaka frá Ítalíu fyrir
f lísalagningu, múrverk og f leira,“
segir Jónas Þór.
Þið sjáið fram á að þetta samstarf
muni verða til þess að lækka bygg-
ingarkostnað?
„Já, samstarfið býður upp á fleiri
möguleika til að lækka kostnaðinn.
Það er ekkert nýtt að allir á bygg-
ingamarkaðinum leiti leiða til þess
að draga úr kostnaði og láta dæmið
ganga upp en með þessu erum við
að skapa okkur sterkt samkeppnis-
forskot. Það er vegna þess að ítalska
fyrirtækið býr yfir ýmiss konar
tækni og þekkingu sem íslenskir
verktakar búa ekki yfir og eins
sjáum við fram á sparnað í inn-
kaupum á byggingarefni. Við erum
að nýta okkur þeirra sambönd til
að kaupa flísar, hellur og alls kyns
byggingarefni,“ segir Jónas. Spurður
hvernig samstarfið hafi komið til
svarar hann að það megi rekja til
persónulegra tengsla eins eiganda
Kaldalóns og eigenda ítalska fyrir-
tækisins. Þannig hafi boltinn byrjað
að rúlla fyrir um einu og hálfu ári
síðan.
Eru f leiri tækifæri fólgin í sam-
starfinu?
„Já, við væntum mikils af þessu
samstarfi. Það er rétt að hefjast en
hefur átt sér langan aðdraganda.
Þeir eru búnir að klára þessar 90
íbúðir í Urriðaholti og næsta mál
á dagskrá er að semja við þá um
fyrstu íbúðablokkina í Vogabyggð-
inni. Svo eru þeir sjálfir að vinna í
verkefnum á Kef lavíkurf lugvelli
og að leita að f leiri verkefnum. Ef
svona fyrirtæki kemur til landsins
á annað borð þá ætlar það sér stóra
hluti vegna þess að fyrst um sinn er
þetta ekkert nema kostnaður. Það
er mikil skuldbinding fólgin í því að
mæta á svæðið,“ segir Jónas. Hann
bætir við að ítalska fyrirtækið hafi
stofnað íslenskt félag til að halda
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Jónas Þór Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Kaldalóns, segist vænta þess að skráning félagsins á First North markaðinn muni auðvelda því fjármögnun fyrir framtíðarvöxt. Félagið muni vaxa umtalsvert eftir skráninguna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Þróunarfélagið Kalda-lón er í sóknarhug. Handan við hornið er skráning á First North markaðinn sem mun auðvelda fjármögnun
fyrir framtíðarvöxt að sögn Jón-
asar Þórs Þorvaldssonar, nýráðins
framkvæmdastjóra Kaldalóns, en
hann segir að fjármálastofnanir
hafi á síðustu misserum dregið úr
útlánum til uppbyggingar. Jónas
Þór telur að nýtt samstarf Kalda-
lóns við reynslumikinn alþjóðlegan
verktaka skapi félaginu sérstöðu
í hagkvæmri uppbyggingu íbúða
og tækifæri til að taka virkan þátt
í þeirri innviðauppbyggingu sem
fram undan er.
Kaldalón er ungt félag, stofnað
árið 2017, og sérhæfir sig í byggingu
hagkvæms íbúðarhúsnæðis. Félagið
hefur fjárfest í lóðum á höfuðborg-
arsvæðinu þar sem gert er ráð fyrir
að byggðar verði hátt í 900 íbúðir en
þær koma inn á markaðinn á næstu
tveimur til sjö árum. Um er að ræða
lóðir á Kársnesi í Kópavogi, Vestur-
bugtinni í miðbænum, Urriðaholti
í Garðabæ, Hnoðraholti í Garðabæ,
Vogabyggð og á Steindórsreitnum í
vesturbæ Reykjavíkur.
„Metnaðurinn stendur til þess
að svara eftirspurn stærsta hluta
markaðarins eftir gæðahúsnæði á
góðum staðsetningum og á sam-
keppnishæfu verði. Við vitum að
til þess þarf að leita allra leiða til
að hagræða,“ segir Jónas Þór en
Kaldalón hefur samið við alþjóð-
legt verktakafyrirtæki, Rizzani
De Eccher, sem er 100 ára gamalt
ítalskt fjölskyldufyrirtæki með yfir
milljarð evra í árlega veltu og starf-
semi í f leiri en 100 löndum. Jónas
Þór segir að samstarfið sé lykil-
þáttur í að ná markmiðum Kalda-
Hefja samstarf við
alþjóðlegan verktaka
Kaldalón hefur hafið samstarf við alþjóðlegan verktaka sem mun lækka
byggingarkostnað félagsins að sögn Jónasar Þórs Þorvaldssonar fram-
kvæmdastjóra. Hann reiknar með umtalsverðum vexti eftir skráningu á
First North markaðinn. Félagið horfir til uppbyggingar á innviðum.
utan um starfsemina hér á landi.
Kaldalón sé eigandi að litlum hlut
í félaginu og Ítalirnir muni kaupa
lítinn hlut í Kaldalóni þegar fram
í sækir.
Hafa Ítalirnir furðað sig á íslensk-
um byggingarreglugerðum?
„Já, þeir hafa gert það en aftur á
móti eru þeir ýmsu vanir enda með
verkefni um allan heim. Ég held að
hluti af háum byggingarkostnaði
og háu fasteignaverði hér á landi
sé fólginn í því að byggingarreglu-
gerðirnar eru og hafa verið óþarf-
lega íþyngjandi. Þær eru að mörgu
leyti úreltar, sérstaklega í saman-
burði við hin Norðurlöndin sem við
eigum hiklaust að miða okkur við.
Þar er búið að fara í gegnum reglu-
gerðirnar og taka út það sem er ekki
að skila neinu til íbúðareiganda
nema hærra verði.
Hér erum við með alls konar
algildar kröfur og lítinn sveigjan-
leika. Brunareglugerðir hafa til
dæmis ekki breyst í áratugi þó svo
að þær séu gjörbreyttar í Noregi,
Svíþjóð og Danmörku. Það eru ekki
nema nokkur ár síðan opnað var
fyrir möguleikann á því að byggja
undir 40 fermetrum. Sjáðu til, einn
þriðji af allri íbúðaþörfinni í dag er
fyrir einstaklinga sem þurfa ekki
meira en stúdíóíbúðir eða litlar
tveggja herbergja íbúðir. Svo standa
menn gapandi og skilja ekki af
hverju það er svona erfitt fyrir ungt
fólk að komast úr foreldrahúsum.“
Kaldalón greindi frá áformum
sínum um skráningu á First North
markaðinn í byrjun júní. Tillagan
var samþykkt á aðalfundi félagsins
en undirbúningsvinnan hefur þó
staðið yfir í nokkra mánuði. Jónas
Þór segir að verið sé að ganga frá
formsatriðunum og að stefnt sé að
því að skráningin gangi í gegn öðru
hvoru megin við næstu mánaða-
mót. Þá er einnig verið að ganga
frá um 400 milljóna króna hluta-
fjáraukningu frá bæði nýjum og
núverandi hluthöfum til þess að
Hluthafarnir í Kaldalóni
Í lok árs 2018 var stærsti hluthafi
byggingafélagsins Kaldalóns
einkahlutafélagið RES með
tæplega 18,6 prósenta hlut í
eigu hjónanna Nönnu Bjarkar
Ásgrímsdóttur og Sigurðar
Bollasonar. Þá eiga Gunnar
Henrik B. Gunnarsson og Lovísa
Ólafsdóttir 16,2 prósenta hlut í
gegnum Investar.
Viðskiptafélagarnir Þórarinn
Arnar Sævarsson og Gunn-
ar Sverrir Harðarson, sem eru
meðal annars eigendur fast-
eignasölunnar RE/MAX á Íslandi,
eiga alls 26,4 prósenta hlut í
gegnum tvö félög; Loran
og Premier eignarhaldsfélag.
Ingibjörg Pálmadóttir, sem á
Torg, útgáfufélag Fréttablaðsins,
og Jón Ásgeir Jóhannesson,
eiga 7 prósenta hlut í gegnum
24 Development Holding. Þá
á Gunnar Þór Benjamínsson
3,5 prósenta hlut í gegnum GG
optics, sem og Eiríkur Ingvar
Þorgeirsson í gegnum ET sjón,
Linda Björk Ólafsdóttir í gegnum
Sindrandi og Davíð Freyr Al-
bertsson í gegnum DFT.
Kvika banki fór með 9,9 pró-
senta hlut í Kaldalóni, sam-
kvæmt ársreikningi bygginga-
félagsins.
1 0 . J Ú L Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN
1
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
5
-E
4
E
0
2
3
6
5
-E
3
A
4
2
3
6
5
-E
2
6
8
2
3
6
5
-E
1
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K