Fréttablaðið - 10.07.2019, Síða 28
Stjórnar-
maðurinn
03.07.2019
MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is
Miðvikudagur 10. júlí 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL |
PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is
PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar,
endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar
viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn.
Hafðu samband því þinn árangur er mikils virði.
Hámarkaðu árangurinn þinn
og verðmæti með því að nýta þér
fjölbreytta þekkingu og víðtæka
reynslu PwC á öllum sviðum rekstrar
Verðmæti
Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar
Ég veit ekki hvort það
endurspeglar eignarhaldið
eða hvort þetta er gömul stofnana-
menning. Hitt veit ég að
slíkt myndi ekki viðgang-
ast í einkafyrirtæki. Það
hefði ekki efni á því.
Birgir Jónsson,
forstjóri Íslandspósts
Kaffitár tapaði 115 milljónum króna á síðasta
ári samkvæmt nýlegum ársreikningi kaffi-
húsakeðjunnar, en til samanburðar varð 40
milljóna króna tap á rekstri keðjunnar árið
2017.
Kaffihúsakeðjan, sem rekur sjö kaffihús á
höfuðborgarsvæðinu auk tveggja handverks-
bakaría undir nafni Kruðerís, skilaði rekstrar-
tekjum upp á alls 1.073 milljónir króna á síðasta ári
og drógust tekjurnar saman um 8,3 prósent frá fyrra
ári þegar þær voru um 1.170 milljónir króna.
Rekstrartap Kaffitárs nam tæplega 18 milljónum
króna í fyrra, að því er fram kemur í ársreikn-
ingnum, borið saman við rekstrarhagnað upp
á 25 milljónir króna árið 2017.
Eignir keðjunnar voru 1.338 milljónir
króna í lok síðasta árs en á sama tíma var
eigið fé hennar um 483 milljónir króna og
eiginfjárhlutfallið því 36 prósent.
Samkeppniseftirlitið samþykkti sem kunnugt er
í lok mars síðastliðins kaup Nýju kaffibrennslunnar,
systurfyrirtækis heildsölu Ó. Johnson & Kaaber, á
Kaffitári en seljandi var Aðalheiður Héðinsdóttir sem
stofnaði kaffihúsakeðjuna árið 1990. – kij
Kaffitár tapaði 115 milljónum
Hlutabréf í streymiþjónustunni
Netflix hafa hækkað 8.500-falt í
verði undanfarinn áratug. Þrátt
fyrir gríðarlega fjölgun áskrifenda
og almenna velgengni hefur verð-
matið á engan hátt endurspeglað
afkomu eða aðrar kennitölur
Netflix. Verðlagning hefur byggst á
framtíðarvæntingum, og hugmynd
um að Netflix sé framtíð sjónvarps.
Auðvitað er rétt að Netflix hefur
náð undraverðri útbreiðslu. Áskrif-
endur eru um 140 milljónir talsins.
Það er ekki nema brot af þeim
heimilum sem bitist er um, enda
heimurinn undir. Þrátt fyrir þessa
ótvíræðu vaxtarmöguleika eru nú
ýmsir sem spá því að erfiðir tímar
séu fram undan. Verð á bréfum
félagsins er eilítið lægra en fyrir ári.
En hver er ástæðan? Velgengni
Netflix byggðist á því að hafa verið
fyrstir til að kveikja á streymismód-
elinu. Netflix framleiddi ekki neitt
í fyrstu heldur keypti sýningarrétt
á efni sem aðrir framleiddu. Þar
leituðu þeir í smiðju stóru stúdíó-
anna í Hollywood, Warner, Disney,
Fox og svo mætti áfram telja. Smám
saman kveiktu stóru kapparnir á
perunni. Hvers vegna að búa til risa-
keppinaut þegar þú getur skapað
eigin streymiþjónustu. Það var fyrst
reynt með Hulu, síðar HBO, og nú
síðast Warner og Disney. Þjónustu
þess síðastnefnda, Disney+, er beðið
með eftirvæntingu en ýta á henni úr
vör með haustinu. Allir þessir stóru
selja Netflix ekki lengur efni eða
eru að vinda ofan af samningum.
Netf lix hefur löngu séð þennan
möguleika fyrir. Þeirra krókur
á móti bragði var að hefja fram-
leiðslu eigin efnis. Þótt ýmislegt
hafi tekist vel í þeim efnum er ekki
nægileg dýpt að baki til að eigið efni
standi undir Netflix í þeirri mynd
sem við þekkjum. Framleiðsla á
eigin efni er dýrt spaug og engar
líkur á að fjárstreymi og efnahags-
reikningur Netflix standi undir
mikilli aukningu frá því sem nú er.
Það gerir hins vegar bakland inter-
netrisanna Apple og Amazon. Hinn
síðarnefndi rekur Amazon Prime
og Apple ýtir Apple + úr vör í haust.
Þar bætist því enn ein risahindr-
unin við á vegferð Netflix. Vasarnir
verða ekki dýpri.
Einhver sagði að sjaldnast nytu
þeir eldanna sem fyrstir kveiktu
þá. Spennandi verður að sjá hver
verður hlutskarpastur í streymis-
baráttunni. Gömlu Hollywood-
risarnir hafa allavega hvergi nærri
sagt sitt síðasta. Nýrri risar eins
og Apple og Amazon munu heldur
ekki skjóta neinum púðurskotum.
Streymisbarátta
1
0
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
6
5
-D
1
2
0
2
3
6
5
-C
F
E
4
2
3
6
5
-C
E
A
8
2
3
6
5
-C
D
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
4
0
s
_
9
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K