Fréttablaðið - 16.07.2019, Side 1

Fréttablaðið - 16.07.2019, Side 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 6 3 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R Þ R I Ð J U D A G U R 1 6 . J Ú L Í 2 0 1 9 Fréttablaðið í dag SPORT Hraðinn er lykillinn að bætingu segir María Rún. 10 MENNING Minnast skáld- konunnar Huldu á sinn hátt á sýningunni Óþreyju barn, komst inn í lundinn. 16 LÍFIÐ Skoðuðu sögu Þjóðhátíðar í þaula í nýrri heimildarmynd. 22 PLÚS SÉRBLAÐ l FÓLK *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 DÓMSMÁL Starfshópur á vegum dómsmálaráðherra leggur til að hætt verði að bjóða þeim, sem fengið hafa dóm í refsimáli sem kveður á um greiðslu sektar yfir tíu milljónum, að afplána vara- refsingu með samfélagsþjónustu. Fram kemur í skýrslunni að inn- heimtuhlutfall dómsekta er undir 10 prósentum og sérstaklega lágt í tilvikum hæstu sektanna, eða tæp tvö prósent. Efasemdum er lýst um varnað- aráhrif samfélagsþjónustu í til- vikum hæstu sektanna enda þá um að ræða afplánun dóms fyrir brot sem falið hafa í sér mikinn fjárhagslegan ávinning. Fangelsi sem vararefsing er talin mun lík- legri til að hafa hvetjandi áhrif á skuldunauta. Einnig er lagt til að tryggð verði tíu fangapláss til afplánunar vara- refsinga enda forsenda þess hvata sem fangelsisvist á að vera til þess að sektin sé greidd. Starfshópurinn var settur á lagg- irnar í kjölfar athugasemda Ríkis- endurskoðunar við lágt innheimtu- hlutfall sekta. Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar var sterkum grunsemdum lýst um að menn, sem dæmdir hafi verið fyrir skattalaga- brot og önnur svokölluð hvítflibba- brot, hafi fullt bolmagn til að greiða háar sektir, en komi sér undan greiðslunni og afpláni frekar vara- refsinguna. En í stað þess að afplána hana í fangelsi hafa þeir flestir afplán- að með samfélagsþjónustu. Með þeim hætti séu þeir í rauninni að inna af hendi vinnu með gríðarhátt tíma- kaup sé tekið mið af þeim ávinningi sem þeir höfðu af broti sínu. Háar sektir eru til dæmis dæmdar á atvinnurekendur sem hafa ekki staðið skil á virðisaukaskatti eða staðgreiðslu gjalda sem dregin hafa verið af launum starfsmanna. – aá Stórskuldugum gert að sitja sektir af sér Dómþolar hæstu sekta fara í fangelsi borgi þeir ekki, samkvæmt tillögum starfs- hóps. Samfélagsþjónusta verði ekki í boði fyrir þann hóp og fangapláss tryggð vegna vararefsinga. Innheimtuhlutfall hæstu sekta undir tveimur prósentum.  Álagðar sektir alls 11.360.643.594 Greitt 208.549.278 Vararefsing tekin út 6.972.462.116 Afskrifað 672.201.496 Innheimtuhlutfall 1,8% ✿ Sektir yfir 10 milljónum Betolvex Fæst án lyfseðils 1 mg (cyanocobalamin) filmuhúðaðar töflur Betolvex inniheldur 1 mg af cyanocobalamin (B12-vítamíni). Betolvex er gefið við B12-vítamínskorti og þegar hætta er á slíkum skorti. Viðhaldsskammtar/ fyrirbyggjandi meðferð: Venjulega 1 tafla á dag. Töflurnar skal helst taka á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lya- fræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upp- lýsingar um lyfið á www.serlyaskra.is B-12 A ct av is 9 1 4 0 3 2 Siglufjörður hefur á nokkrum árum orðið eitt blómlegasta bæjarfélag landsins og ekki sér fyrir endann á uppbyggingunni þótt hægi á hjólum atvinnulífsins þar sem ungviðið er komið og ætlar að reisa þar kofaþorp á næstu dögum. Sannkallað þorp í þorpinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI LÍFIÐ Svilkonurnar Kate Middle- ton og Meghan Markle létu sig ekki vanta þegar Wimbledon-mótið í tennis var haldið 133. sinn. Mótið er einn af hápunktum samkvæmis- lífsins í Bretlandi. Þær f ylgdu st spennt ar með úrslitaleiknum þa r sem tennis- stjarnan og vinkona Meghan, Serena Wi l l ia m s , laut lægra haldi. – ssþ / sjá síðu 20 Tignar svilkonur á tennismóti UTANRÍKISMÁL „Stjórnmál í Filipps- eyjum eru mjög svæðisbundin og það endurspeglast meðal Filipps- eyinga á Íslandi,“ segir Lilja Védís Hólmsdóttir, frá Filippseyjum sem hefur búið á Íslandi í tuttugu ár. Hún er ein þeirra sem fagnar álykt- un Íslands í Mannréttindaráði Sam- einuðu þjóðanna. – il, kh / sjá síðu 4 Uggur í fólki frá Filippseyjum 1 6 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 1 F B 0 3 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 D -C 9 8 C 2 3 6 D -C 8 5 0 2 3 6 D -C 7 1 4 2 3 6 D -C 5 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 3 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.