Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.07.2019, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 18.07.2019, Blaðsíða 2
 FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 // Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmóa 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 // Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is // Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is // Blaðamenn: Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is // Marta Eiríksdóttir, sími 421 0002, marta@vf.is // Sólborg Guðbrandsdóttir, sími 421 0002, vf@vf.is // Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, sími 421 0001, andrea@vf.is // Útlit & umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson, johann@vf.is // Afgreiðsla: Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is, Dóróthea Jónsdóttir, dora@vf.is // Prentun: Landsprent // Upplag: 9000 eintök // Dreifing: Íslandspóstur // Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið andrea@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17:00 á mánudegi fyrir útgáfudag, sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga er á vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15:00 á mánudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum. Dreifing blaðsins tekur að jafnaði tvo daga og er dreift inn á öll heimili á Suðurnesjum. Efni til Víkurfrétta skal berast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða greinar birtast í prentaðri útgáfu Víkurfrétta. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta Reykjanesbær - 29. júlí Heyrnartækni | Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Landsbyggðaþjónusta | Sími 568 6880 Vantar þig heyrnartæki? Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður í Reykjanesbæ við heyrnarmælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum. Bókaðu tíma í síma 568 6880 eða á www.heyrnartaekni.is 68 þinglýstir kaupsamningar á Suðurnesjum Fjöldi þinglýstra kaupsamninga um fasteignir á Suðurnesjum var 68 í nýliðnum júnímánuði. Þetta kemur fram í gögnum frá Þjóðskrá Íslands. Þar af voru 45 samningar um eignir í fjölbýli, 17 samningar um eignir í sérbýli og 6 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 2.356 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,6 milljónir króna. Af þessum 68 kaupsamningum voru 57 samningar um eignir í Reykja- nesbæ. Þar af voru 42 samningar um eignir í fjölbýli, 11 samningar um eignir í sérbýli og 4 samningar um annars konar eignir. Heildarveltan var 1.957 milljónir króna og meðalupphæð á samning 34,3 milljónir króna. Milda áhrif hækk- unar fasteigna- mats í Grindavík „Grindavíkurbær hefur ávallt haft það að leiðarljósi að milda áhrif hækkunar fasteignamats vegna fast- eignagjalda og mun gera það á árinu 2020,“ segir í afgreiðslu bæjarráðs Grindavíkur á fasteignamati fyrir árið 2020. Tekið var fyrir bréf frá Þjóðskrá Ís- lands vegna fasteignamats 2020 sem er að hækka um 9,6% frá árinu 2019. Þá hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvatt sveitarfélög til þess að hækka gjaldskrár sínar um 2,5% að hámarki á árinu 2020, en minna ef verðbólga verður lægri. Ferðamálastofa hefur gefið út nýja skýrslu með úrvinnslu og samantekt á upplifun og ferðahegðun erlendra ferðamanna fyrir árið 2018. Í skýrslunni kemur fram að nærri þrír af hverjum fimm ferðamönnum heimsækja Suðurnes. Gistinætur voru að jafnaði 0,8 talsins á Suðurnesjum en það er lægsta hlutfall landsins en landsmeðaltal er 1,7 nótt. Hæst var hlutfallið á Norðurlandi og í höfuðborginni eða 2,5 nætur. www.visitreykjanes.is greinir frá þessu. Langflestir heimsóttu höfuðborgar- svæðið árið 2018 eða ríflega níu af hverjum tíu svarendum. Þrír fjórðu heimsóttu Suðurlandið og nærri þrír af hverjum fimm Suðurnes. 56,8% heimsóttu Suðurnes 2018. Af þeim gistu 47,4% á Reykjanesi. Til samanburðar þá er hlutfallið aðeins hærra á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurlandi. Þegar kemur að ánægju varðandi ein- staka landshluta þá skora Suðurnes lægst ásamt Reykjavík, Vestfjörðum og Austurlandi. Dreifing ferðamanna um Suðurnes er eftirfarandi: • 58% Bláa lónið • 44% Reykjanesbær • 23% Grindavík • 23% Gunnuhver • 11% Krísuvík Þegar svarendur voru inntir eftir því hvers vegna þeir væru líklegir að mæla með Íslandi sem áfangastað nefndu flestir eða ríflega helmingur náttúruna eða landslagið og það hversu fallegt væri á Íslandi eða um tveir af hverjum fimm svarendum. Þegar svarendur voru inntir eftir því hvað þyrfti að gera til að ferðamenn yrðu líklegri til að mæla með Íslandi sem áfangastað nefndu langflestir verðlag. Þannig nefndi helmingur verðlag almennt, ríflega fjórðungur verð á mat og einn af hverjum tíu verð á gistingu. Auk þess voru margir á því að bæta þyrfti innviði og upplýsinga- gjöf eða um fimmtungur. Náttúruböð voru vinsælasta afþrey- ingin 2018. Þar á eftir komu ýmiss konar dekurmeðferðir, heimsóknir á söfn og sundferðir. Þegar svarendur voru beðnir um að tilgreina hvaðan hugmyndin að Ís- landsferð hefði komið nefndu um níu af hverjum tíu náttúru landsins eða einstök náttúrufyrirbæri. Átta af hverjum tíu sögðust hafa langað að prófa eitthvað nýtt eða þá hefði alltaf langað að heimsækja landið. Umhverfis- og skipulagsráð Reykja- nesbæjar hefur samþykkt umsögn skipulagsfulltrúa fyrir hönd Reykja- nesbæjar um Suðurnesjalínu 2 milli Hamraness í Hafnarfirði og Rauða- mels í Grindavík á frummatsskýrslu frá því í maí 2019. Gunnar Kr Ottósson skipulagsfulltrúi Reykjanesbæjar skrifar umsögnina en þar segir m.a.: „Reykjanesbær leggur áherslu á að þó framkvæmdir sé nauðsynlegar þá valdi þær sem minnstum spjöllum og skerði eins takmarkað og unnt er ásýnd og náttúru landsins. Þess vegna mælir sveitafélagið með valkosti A jarðstrengur meðfram Suðurnesjalínu eða valkosti B jarðstrengur meðfram Reykjanesbraut. Núverandi lína er hógvær og lítt áberandi í landi en það er mat sveitafélagsins að með ann- arri línu og umfangsmeiri samhliða Suðurnesjalínu 1 verði áhrif á ásýnd landsins sterkari“. Reykjanesbær mælir með Suðurnesjalínu 2 sem jarðstreng Á fundum Umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar undanfarið hafa verið ræddar tillögur um að hafa hundagerði á grasbalanum við smábáta- höfnina í Grófinni í Keflavík. Hundagerði þarf hins vegar gott landrými svo hundar geti hlaupið um og þá hentar svæðið í Grófinni ekki. Þeirri hug- mynd hefur verið varpað fram að staðsetja hundasvæðið á Patterson-vellinum. Sú hugmynd hefur fengið góðan hljómgrunn. Á meðfylgjandi mynd má sjá yfir Patterson-völl. Þarna er örugglega ein lengsta hunda-hlaupabraut landsins eins og sjá má :) LENGSTA HUNDA-HLAUPABRAUT LANDSINS Á PATTERSON-VELLI Þrír af hverjum fimm heimsækja Suðurnes 2 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.