Víkurfréttir - 18.07.2019, Blaðsíða 6
„Ég hef verið með í þessu
verkefni í fjögur ár og
hef verið opinn fyrir
verkefninu frá upphafi.
Mér fannst strax þetta
Samferða verkefni efla
með mér sjálfstraust og
virðingu fyrir starfinu
og vinnustaðnum. Það er
mikilvægt að allir gestir
okkar fái sama viðmót í af-
greiðslunni, sama hver er
á vakt. Þetta vorum við að samræma
og efla í fari hópsins. Ég er stoltari
og öruggari starfsmaður en starf í
íþróttamiðstöð er ábyrgðarmikið
starf og stundum er um líf að tefla
ef eitthvað kemur upp á. Sumir halda
að þetta starf gangi út á það að sitja
og gera ekki neitt, er dálítið stimplað
svoleiðis en það er öðru nær. Þetta er
mjög faglegt starf. Við erum ekki að
röfla yfir engu þegar við biðjum til
dæmis sundlaugargesti að virða ör-
yggisreglurnar. Við erum
stundum að sporna við
hættulegum slysum, því
það þarf ekki mikið að
fara úrskeiðis, til dæmis í
vatninu, mannslíf er í húfi
á hverri vakt. Starfsfólk
þarf ávallt að vera viðbúið
og fylgjast vel með því sem
er að gerast. Við förum öll
á skyndihjálparnámskeið
og í sundpróf á hverju ári
sem er sérhæft fyrir sundstaði. Við
verðum einnig að vera í góðu standi
til þess að geta brugðist fljótt og vel
við ef það verður slys. Þessar verklags-
reglur vorum við að skerpa í náminu
og efla fagþekkingu í starfi okkar. Ég
var mjög ánægður með þetta nám
og allt fólkið mitt. Hansína stóð sig
frábærlega, hún gerði þetta mjög
áhugavert og fjölbreytt í alla staði.
Hún var með nútímalega kennslu-
hætti og frábært nám.“
Starfsmenn íþróttamiðstöðva Suður-
nesjabæjar hafa undanfarin fjögur ár
tekið þátt í starfsþróunarverkefninu
Samferða, þar sem megináhersla var
lögð á að auka faglega færni og vel-
líðan á vinnustað. Verkefnið Samferða
var afar fjölbreytt og meðal annars
byggt upp af hefðbundum verklegum
og bóklegum námskeiðum, æfingum
og heimaverkefnum ásamt starfs-
kynningarferðum innanlands og er-
lendis. Síðastliðin ár hefur hópurinn
hannað, skipulagt og skrifað Húsbók,
þar sem flest allir vinnuferlar eru
skráðir og /eða myndaðir. Auk þessa
unnu starfsmenn nokkur vönduð
stutt kennslumyndbönd sem ætluð
eru til að auka samræmingu, bæta
Að byggja upp öfluga starfsmenn
Skref fyrir skref ehf. hefur rúmlega 30 ára reynslu af hönnun, skipulagningu
og framkvæmd starfsþróunarverkefna og rannsókna m.a. á sviði fullorðins-
fræðslu, bæði hérlendis sem og erlendis. Fyrirtækið hefur tekið þátt í og
stýrt stórum erlendum verkefnum á vegum Erasmus, Nord Plus og NORA
og NATA. Samstarfsaðili í þessu verkefni var Hansína B. Einarsdóttir sem
hefur verið búsett í Suðurnesjabæ undanfarin átta ár.
„Við hjónin fluttum hingað í Suður-
nesjabæ m.a. vegna nálægðar við
Leifsstöð en starfsvettvangur okkar
er bæði hér heima og erlendis. Héðan
er stutt í flug og okkur líkar afar vel að
búa hér suður frá. Fyrirtækið, Skref
fyrir skref, er starfsþróunarfyrir-
tæki sem hefur starfað í rúmlega 35
ár og er í eigu okkar hjóna, mín og
eiginmanns, Jóns Rafns Högnasonar.
Spurt er hvað gerum við vel og hvern-
ig getum við gert betur? Og hvernig
má gera það enn frekar sýnilegt það
sem við gerum vel. Námskeiðin og
verkefnin okkar eru ávallt hönnuð
innan frá og byggja á því sem er þegar
að gerast, sérsniðið að stofnunum og
fyrirtækjum. Í hverju fyrirtæki er
ákveðin „fyrirtækjamenning“ og það
er afar mikilvægt fyrir þann sem er
að þjálfa starfsmenn að þekkja eitt-
hvað til þessarar menningar. Þann-
ig er hægt að hanna efni sem allir
geta nýtt sér strax á eigin vinnustað
auk þess sem flestir starfsmenn fara
saman í gegnum efnið. Skemmtilegt
dæmi um þessi vinnubrögð var þegar
að ég þjálfaði skipstjóra Eimskips á
sínum tíma en þá sigldi ég með þeim í
nokkurn tíma, til þess að skilja störfin
þeirra og síðan hvernig bæta mætti
þekkingu þeirra og vinnuaðstæður til
sjós. Verkefni okkar með Suðurnes-
jabæ er gott dæmi um starfsþróunar-
verkefni á vinnustað þar sem notast
er við óhefðbundnar leiðir til þess að
þjálfa fullorðið fólk með mismunandi
bakgrunn og reynslu. Suðurnesjabær
er annað sveitafélaga á Íslandi til þess
að nýta sér samningsákvæði úr kjara-
samingum frá 2015 þar sem mögulegt
er að sérhanna 150 stunda nám fyrir
starfsmenn. Í þessu samhengi hefur
sveitarfélagið sýnt mikla framsýni
og er því til fyrirmyndar. Fyrirtæki
okkar notar óhefðbundnar leiðir til
þess að efla starfsfólk vinnustaða
og fagmennsku,“ segir Hansína sem
hefur mikla reynslu á þessu sviði og
menntun sem hefur nýst henni vel til
þess að reka þetta framsækna fyrir-
tæki Skref fyrir skref.
„Þetta er búið að vera
mjög skemmtilegt og
fræðandi finnst mér.
Persónulega finnst
mér sjálfstraust mitt
hafa aukist frá fyrsta
degi þegar við byrj-
uðum í náminu og
einnig fagmennska
í starfi. Þetta hefur
verið hópefli í leið-
inni fyrir okkur
starfsfólkið. Námsferðirnar voru
frábærar bæði hér innanlands og
utan þegar við vorum að skoða
sundlaugar til dæmis
og hvernig aðrir gera.
Í þessum skoðunar-
ferðum sáum við hvað
við gætum gert betur
og hvað við vildum ekki
gera, því þá vorum við
að gera betur en aðrir.
Þegar við komum heim
úr þessum skoðunar-
ferðum þá uppveðraðist
maður allur og vildi
prófa nýjar hugmyndir á vinnu-
staðnum okkar, eitthvað sem hafði
reynst vel annars staðar. Þessi fjögur
ár í verkefninu hafa haft svo góð
áhrif á vinnuandann hjá okkur og er
búið að slípa mig til sem starfsmann
og manneskju í leiðinni. Maður fer
að spá í margt, til dæmis hvernig
viðmót við sýnum gestum okkar,
hvernig við tölum við börnin sem
koma til okkar og aðra. Hvað það
skiptir máli að vera kurteis og al-
mennilegur við alla. Við höfum áður
verið í samstarfi með grunnskól-
anum vegna skólastefnu þeirra sem
nefnist Uppeldi til ábyrgðar og þetta
Samferða verkefni tónar vel við þær
hugmyndir.“
„Þessi þjálfun hófst árið 2016 og kemur í kjölfar áfalla sem urðu á stuttum
tíma hjá okkur. Vegna þess óöryggis sem áföllin sköpuðu innan hópsins
vildi ég gera eitthvað til að styrkja starfsfólkið sem starfar í íþróttamið-
stöðvum bæjarins en við byrjuðum fyrst í Sandgerði með þetta verkefni og
seinna bættist við starfsfólkið í Garðinum þegar við sáum hvað verkefnið
var öflugt og gott.
Í upphafi fór ég og ræddi við Sigrúnu
bæjarstjóra og bað hana að finna aðila
með verkefni sem gæti styrkt hópinn,
liðsheildina. Hún benti mér á Hansínu
B. Einarsdóttur, sem rekur starfs-
þróunarfyrirtækið Skref fyrir skref.
Við fréttum að Íþróttamiðstöðin í
Mosfellsbæ hafði farið í gegnum þessa
þjálfun með þessu sama fyrirtæki
með góðum árangri og sóttum um
fjárveitingu hjá bænum fyrir þessu
og fengum. Það varð úr að bærinn
styrkti verkefnið Samferða í þessi ár
sem í dag er að skila sér með útskrift
nemendanna, starfsfólks íþróttamið-
stöðva í Suðurnesjabæ. Við erum öll
mjög ánægð en við erum með langa
vinnudaga og þess vegna teygðist á
þessu verkefni með okkur í fjögur ár.
Við vildum ekki að þetta nám myndi
bitna á þjónustu miðstöðvanna. Við
byrjuðum Sandgerðismegin og af því
að ég sá að þetta var að skila árangri
og við vorum að auka fagþekkingu
og öryggi í starfi, þá vildi ég að allir
fengju þessa starfsþjálfun. Þetta verk-
efni er starfstengt nám sem skilar sér
í meiri vellíðan starfsfólks. Í gegnum
vinnuferlið þá fórum við út í að búa
til Húsbók sem er eins konar vegvísir
sem samræmir starfið, að allir séu
að gera eins og taka eins á reglum
íþróttamiðstöðvanna. Nefni sem
dæmi hvernig við þrífum klefana,
að allir geri það eins en því er lýst
nákvæmlega í Húsbókinni. Þegar við
vorum komin lengra í verkefninu þá
fórum við að búa til myndbönd um til
dæmis klórprufur. Allar hreinlætis-
kröfur eru mjög strangar og því mikil-
vægt að fólk geri eins. Þessi Húsbók
gagnast mjög vel þegar nýir starfs-
menn byrja hjá okkur en í bókinni er
starfslýsing mjög skýr. Síðasta verk-
efni okkar var að stofna áfallateymi
í sitthvorri íþróttamiðstöðinni með
samræmdum verkferlum. Þá erum við
búin að skilgreina hvernig við tökum
á svona málum ef þau koma upp. Það
má geta þess að við höfum unnið náið
með grunnskólunum í þessu verkefni.
Þetta hristir fólk saman. Við höldum
að við séum annað sveitarfélagið sem
klárum þetta nám. Okkur hefur líkað
mjög vel og erum búin að græða hell-
ing á þessu verkefni. Ég mæli hiklaust
með þessu við önnur sveitarfélög.“
Hansína B. Einarsdóttir er umsjónaraðili Samferða verkefnisins:
Hvað gerum við vel,
hvað getum við gert betur?
Jón Hjálmarsson, forstöðumaður íþróttamiðstöðva í Suðurnesjabæ:
Vildi efla starfsfólk sitt
Ólöf Ólafsdóttir, vaktstjóri Íþróttamiðstöðvarinnar í Sandgerði:
Mjög skemmtilegt og fræðandi
Einar Karl Vilhjálmsson, vaktstjóri Íþróttamiðstöðvarinnar í Garði:
Meira sjálfstraust
og meiri virðing
fyrir starfinu Mar ta Eiríksdóttir
marta@vf.is
VIÐTÖL
gæði, efla öryggismál og einfalda ný-
liðaþjálfun. Þann þrettánda júní var
komið að lokum þessa verkefnis og
af því tilefni var boðið til málþings og
útskriftar þar sem starfsfólkið kynnti
verkefni undanfarinna ára.
Víkurfréttir voru á staðnum og tóku
nokkra tali sem verið hafa í þjálfun
þeirri sem Hansína B. Einarsdóttir
leiddi en hún starfar hjá starfsþró-
unarfyrirtækinu Skref fyrir skref, sem
staðsett er í Suðurnesjabæ.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar
í Sandgerði.
Starfsfólk Íþróttamiðstöðvar í Garði.
6 MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.