Víkurfréttir - 18.07.2019, Blaðsíða 8
[Academic use only]
Akvegur
Göngustígur
Núverandi
byggð
Framtíðar
byggð
Mkv. 1:5.000
Fræðslusetur
Léttur iðnaður
Bílstöð
Miðsvæði
Söguleið
Mikilvægt fuglalíf
Leiksvæði
Söguleið
Sjávarleið
Kirkjuvogskirkja
Leik- og grunnskóli
Sjávarleið
Sjávarleið
Smábátahöfn
A1
B1
B2
C2
C1
A2
Verslun
Lýðháskóli
Keflvíkingurinn Margrét Lilja Margeirsdóttir varði á dögunum meistararitgerð sína
í skipulagsfræði við Auðlinda- og umhverfisdeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Margrét
valdi sér viðfangsefni úr Reykjanesbæ en ritgerðin nefnist „Hafnir á Suðurnesjum. Grunnur
að skipulagstillögu.“ Í ágripi sem Margrét Lilja ritar sem inngangsorð ritgerðarinnar lýsir
hún Höfnum, þessum þéttbýliskjarna á suðvesturhorni Íslands, sem fyrir aldarfjórðungi
sameinaðist Keflavík og Njarðvík.
„Lítil uppbygging hefur átt sér stað í
Höfnum, íbúðarhús var síðast byggt
þar árið 2012. Grunnþjónusta á borð
við skóla, verslanir og afþreyingu
er ekki til staðar og þurfa íbúar að
sækja alla sína þjónustu í Keflavík,
Ytri-Njarðvík eða Innri-Njarðvík.
Markmið verkefnis er að setja fram
grunn að skipulagi í Höfnum á Suður-
nesjum. Markmiðið er að leysa skipu-
lagið í anda sjálfbærrar þróunar.
Áherslur verkefnis eru þríþættar þ.e.
náttúrufarslegar-, manngerðar- og
hagrænar forsendur. Þessir þættir eru
mikilvægir og nauðsynlegt er að skoða
þá og samþætta svo að úr verði gott
skipulag. Skipulag svæðisins kallar
á samþættingu ólíkra þátta og eru
Heimsmarkið Sameinuðu þjóðanna
um sjálfbæra þróun höfð að leiðarljósi
við verkefnið.
Forsendur fyrir skipulagi voru niður-
stöður greininga á Höfnum á Suður-
nesjum, sem var mikilvægur þáttur í
undirbúningsvinnu fyrir skipulags-
tillöguna. Grunnur að skipulagstillögu
var lögð fram með áherslu á þéttingu
byggðar og aukna þjónustu í samræmi
við náttúru og umhverfi,“ segir Mar-
grét í inngangságripi að ritgerð sinni.
„Ég er uppalin í Reykjanesbæ og er
með miklar rætur hingað og þess
vegna vildi ég fjalla um eitthvað sem
tengist Reykjanesbæ. Ég hef áður
unnið BS-verkefni um grunnskóla-
lóðir í Reykjanesbæ. Mér finnst mikil-
vægt að maður reyni að nýta sína
krafta í sitt heimasamfélag,“ segir
Margrét í samtali við Víkurfréttir.
Hún segist hafa mikinn áhuga á skipu-
lagsfræðum og það hafi ráðið miklu
þegar hún ákvað að takast á við þetta
nám við Landbúnaðarháskóla Íslands.
Hafnir falin perla
„Mér finnst Hafnir vera falin perla.
Þó svo ég sé alin hérna upp, þá
fór ég ekki mikið í Hafnir
en í gegnum námið,
þegar ég sá
hvað hægt er
að gera mikið
fyrir svona
lítil þorp, þá
fannst mér
þetta kjörið.
Eftir að ég
l a u k v i ð
verkefnið
þá langar
mig bara
að eiga
heima
þarna,“ segir Margrét og brosir og
augljóst að hún er orðin skotin í litla
100 manna þorpinu við Kirkjuvog.
Hún segir sorglegt hversu lítil upp-
bygging hafi átt sér stað í Höfnum
eftir sameiningu sveitarfélaganna
1994. Íbúafjöldinn stendur nokkurn
veginn í stað í Höfnum. Þar hafa á
síðustu áratugum búið frá 80 og upp
í 120 manns. Um þessar mundir eru
íbúar í Höfnum nálægt 110.
„Það er engin stefna eða þjónusta.
Strætó gengur þangað tvisvar á dag
og ef íbúar ætla á öðrum tímum
þurfa þeir að hringja og panta bíl“.
Margrét segist hafa komist að því
í sínum rannsóknum að íbúar í
Höfnum búi við skerðingar sem aðrir
íbúar Reykjanesbæjar búi ekki við og
myndu ekki sætta sig við.
Í ritgerðinni gerði Margrét saman-
tekt á gögnum um Hafnir og vann
eftir Heimsmarkmiðum Sameinuðu
þjóðanna um sjálfbæra þróun. Hún
vann með stöðu Hafna í dag, núver-
andi stöðu Reykjanesbæjar í skipu-
lagsmálum og hver væri möguleg
framtíðarsýn Hafna miðað við Heims-
markmið Sameinuðu þjóðanna um
sjálfbæra þróun.
Hún gerði greiningar á náttúrufars-
legum forsendum, skoðaði veðurfar
og vistgerðir, jarðfræði og náttúruvá,
sem Margrét segir vera til staðar í
Höfnum. Of langt mál er að telja upp
alla þá þætti sem Margrét skoðaði en
afrakstur vinn-
u n n a r
er grunnur að skipulagstillögu fyrir
Hafnir. Skjalið sem hún vann er
hugmynd um hvernig byggja má
upp í Höfnum til fram-
tíðar. Margrét
„VIÐ ERUM EKKI AÐ FARA AÐ BYGGJA UPP DUBAI Í HÖFNUM“
Margrét Lilja Margeirsdóttir skrifaði meistararitgerð um Hafnir.
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
VIÐTAL
Hér má sjá hugmynd Margrétar Lilju að því
hvernig skipulag gæti verið í Höfnum. Grænu
reitirnir eru núverandi byggingar en þær
appelsínugulu eru framtíðar byggð. Þá eru
merktar inn á myndina byggingar eins og
skólar, verslun og jafnvel „bílstöð“ sem er með
orkugjafa fyrir ökutæki nánustu framtíðar.
Séð yfir Hafnir. Myndirnar voru teknar í síðustu viku með flygildi.
8 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.