Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.07.2019, Page 9

Víkurfréttir - 18.07.2019, Page 9
KEILIR // ÁSBRÚ // 578 4000 // www.keilir.net // keilir@keilir.net Skemmtileg sumarnámskeið í Keili í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið Keilir hefur sett saman röð námskeiða í samstarfi við Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Námskeiðin eru liður í aðgerðum stjórnvalda sem miða að uppbyggingu á Suðurnesjunum í kjölfar falls WOW Air í vor. Grunnnámskeið - Einka- og atvinnuflugnám fyrir fullorðna Fer fram dagana: 22. - 26. júlí Námskeiðin eru öllum opin og eru án endurgjalds. Athugið að takmarkað pláss er í námskeiðin. Skráning og nánari upplýsingar á heimasíðu Keilis: www.keilir.net/namskeid Miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs Grunnnámskeið - Fjallamennska & jöklaferðir 18 ára og eldri Fer fram dagana: 23. júlí - 1. ágúst Tölvuleikjagerð Námskeið fyrir ungt fólk, 13 - 15 ára Fer fram dagana: 12. - 16. ágúst Útivist og umhverfi Námskeið fyrir ungt fólk, 13 - 15 ára Fer fram dagana: 6. - 21. ágúst Flugtengd störf Námskeið fyrir ungt fólk, 13 - 16 ára Fer fram dagana: 29. - 31. júlí áfangaskipti verkefninu en í hug- myndum hennar að fyrsta áfanga er þétting byggðar á miðsvæði og bygging skóla sem væri rekinn sem leik- og grunnskóli. Í grunnskólanum yrðu börn í 1. til 4. bekk. Annar áfangi gerir einnig ráð fyrir þéttingu byggðar og fólksfjölgun. Þar er gert ráð fyrir uppbyggingu lýðháskóla í þorpinu. ,,Lýðháskólinn á Flateyri hefur reynst vel til að fjölga íbúum og auka fjöl- breytni“. Rúmlega 500 manna þorp Grunnurinn að skipulagstillögu fyrir Hafnir er að gera ráð fyrir að íbúar verði rúmlega 500 talsins. Það má segja að í Reykjanesbæ hafi hugmynd Margrétar þegar verið framkvæmd í Innri Njarðvík. „Hún var áður kölluð Týnda-Njarðvík en um leið og þar var byggður skóli var kominn for- senda fyrir því að fólk myndi flytja þangað. Það er einmitt takmarkandi þáttur fyrir Hafnir í dag að það er enginn ávinningur að flytja þangað. Af hverju að flytja þangað ef það er ekk- ert þangað að sækja,“ spyr Margrét. Í vinnu sinni byggir Margrét upp skipulag í kringum fjölskyldur og leggur áherslu á að það verði skóli í Höfnum. Tillagan gerir ráð fyrir einbýlishúsum og parhúsum. Þá er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum í kringum lýðháskólann en hann sér Margrét þar sem nú er samkomuhús íbúa í Höfnum. Engar byggingar eru hærri en tvær hæðir, auk kjallara. „Við erum ekki að fara að byggja upp Dubai í Höfnum,“ segir Margrét og hlær. Hún vill halda í sjarmann sem er þegar yfir byggðinni en í Höfnum er hverfisvernd sem kemur í veg fyrir að innanum núverandi bygg- ingar rísi aðrar sem stinga í stúf. „Þessar hugmyndir þurfa að falla vel að núverandi byggð. Nú þarf að fara í áframhaldandi vinnu en í dag er ekkert deiliskipulag í Höfnum og næsta skref er Reykjanesbæjar að vinna deiliskipulag fyrir Hafnir,“ segir Margrét. Hún segir Hafnir hafa margt til brunns að bera sem íbúastaður. Þarna er kraftur í náttúrunni sem erfitt er að upplifa annarsstaðar. „Ég hef áhuga á að hitta íbúa í Höfnum og sjá hvað þeim finnst. Ég vil virkja íbúalýðræðið í Höfnum þegar kemur að frekari skipulagsvinnu á svæðinu. Þegar við ýtum við grasrótinni þá fáum við gott samfélag.“ Hún segist að endingu vonast til að geta unnið áfram með hugmyndirnar. Hún hafi fengið góða aðstoð frá starfsmönnum bæjarins þegar hún vann að meistara- ritgerðinni. „Þau eru viskubrunnar og hafa mikla þekkingu á samfélaginu og Reykjanesbær sýndi þessu verkefni mínu mikinn áhuga, sem er ánægju- legt,“ segir Margrét Lilja Margeirs- dóttir í samtali við Víkurfréttir. Um er að ræða tímabundin störf. Eldhús og afgreiðsla Annars vegar er óskað er eftir starfskrafti til að sjá um eldhús og að sinna reglubundnum störfum við afgreiðslu safnsins. Markaðsmál Hins vegar er óskað eftir starfskrafti til að sjá um markaðsmál fyrir Víkingaheima. Um er að ræða hálfsdagsstarf. Umsóknir sendist til elisabet@vikingworld.is VIKINGWORLD ICELAND Starfskraftar óskast til Víkingaheima Margrét vill halda í sjarma em er þegar yfir byggðinni en í Höfnum er hverfisvernd sem kemur í veg fyrir að innanum núverandi byggingar rísi aðrar sem stinga í stúf. „Þessar hugmyndir þurfa að falla vel að núverandi byggð“. 9FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.