Víkurfréttir - 18.07.2019, Page 12
Hlutverk þjónustufulltrúans er mjög fjölbreytt s.s.
símsvörun, mótttaka félagsmanna og veita upplýsing-
ar til þeirra. Eins þarf einstaklingurinn að hafa umsjón
með kaffistofu og fleiri tilfallandi störfum.
Óskað er eftir einstaklingi með mikla þjónustulund
og þarf hann að vera vel að sér í málum stéttarfélaga
og/eða viljugur að fræðast um slíkt.
Góð ensku- og íslenskukunnátta er nauðsynleg,
bæði munnleg og skrifleg og ekki verra ef einstakl-
ingurinn er einnig pólskumælandi.
Vinnutími er virka daga frá kl. 9:00 - 16:15.
Við hvetjum karla jafnt sem konur til að sækja
um starfið.
Nánari upplýsingar gefur Guðbjörg í síma 421-5777.
Umsóknir sendist til gudbjorgkr@vsfk.is eða til:
VSFK b.t. Guðbjargar,
Krossmóa 4a, 4. hæð,
260 Reykjanesbæ.
Umsóknarfrestur er til 31. júlí 2019
Stéttarfélögin Krossmóa 4 auglýsa eftir
ÞJÓNUSTUFULLTRÚA
Í MÓTTÖKU
Minja- og sögufélag Vatnsleysustrandar hefur fest kaup á samkomuhúsinu
Kirkjuhvoli á Vatnsleysuströnd og landareign sem því tilheyrir. Frá þessu
er greint á vef Sveitarfélagsins Voga.
Kirkjuhvoll var byggður af Ung-
mennafélaginu Þrótti og Kvenfélaginu
Fjólu árið 1933. Skortur var á húsnæði
fyrir starfsemi félaganna og almennt
samkomuhald í hreppnum. Haldnar
voru ýmsar samkomur í húsinu í þá
tvo áratugi sem það var starfrækt.
Kirkjuhvoll hefur verið í einkaeign
undanfarin ár og látið mjög á sjá.
Fyrirhugað er að hreinsa út úr húsinu
og loka því áður en vetur gengur í
garð. Endurbætur verða skipulagðar á
næstu mánuðum og hefst uppbygging,
ef allt gengur eftir, að ári.
Það er með tilhlökkun sem Minja-
félagið ræðst í þessa framkvæmd,
segir á vef bæjarins. „Samfélagið allt
nýtur góðs af varðveislu sögunnar,“
segir að lokum.
Minja- og sögufélag Vatnsleysu-
strandar eignast Kirkjuhvol
Svona blasti Kirkjuhvoll við lesendum Víkurfrétta árið 1982.
Jæja, allir fara í sumarfrí, Víkurfréttir og þar með þessir pistlar. Það var bara fínasta veðurblíða þegar sumar-
fríið var tekið. Ekki þó alveg hjá mér. Þegar þessi pistill er skrifaður þá er ég staddur í Berunesi, svo til beint
á móti Djúpavogi á Austurlandi.
Djúpavogur á ansi mikla tengingu
við Suðurnes, aðalega þó í gegnum
Vísi ehf. í Grindavík, sem rak fisk-
vinnslu í bænum í nokkur ár. Einnig
var Stakkavík ehf. með beitningaað-
stöðu á Djúpavogi árið 2013, um
sumarið og fram á haustið.
Ég sjálfur vann þá hjá Stakkavík ehf.
og var á Djúpavogi allt sumarið 2013
við þessa beitningaðstöðu sem ég svo
til rak og stjórnaði. Ansi skemmti-
legur tími fyrir utan þessa bölvuðu
Austfjarðaþoku, sem hímdi ansi
marga daga yfir Djúpavogi.
Næsti bær við Djúpavog til suðurs er
Hornafjörður og þar er núna bátur
sem Suðurnesjamenn þekkta nokkuð
vel, Hvanney SF, sem var smíðaður
fyrst sem Happasæll KE en er núna
kominn með nafnið Sigurfari GK 138
og er því á leið suður. Gamli Sigur-
fari GK er því á sölu og hugsanlega
fer hann til Þorlákshafnar þó það sé
ekki orðið staðfest.
Og þá erum við komin suður og
kanski eins og margir hafa tekið
eftir þá er makríllinn mættur í
Faxaflóann og veiðar byrjaðar við
Keflavíkurhöfn, bæði af bryggjunni
sjálfri frá fólki og líka frá bátum.
Fyrsti báturinn sem landaði afla var
Fjóla GK sem kom með 8,6 tonn í
einni löndun. Annar bátur er líka
kominn á veiðar og er það Sunna
Rós SH. Þó er nokkuð merkilegt að
ekki fleiri bátar séu komnir á þessar
veiðar.
Það er vel þekkt yfir sumartímann
að ufsinn getur gefið sig ansi vel á
svæðinu í kringum Eldey og þá aðal-
ega hjá handfærabátunum. Núna í
sumar þá hafa þrír bátar stundað
handfæraveiðar á ufsa og hefur þeim
öllum gengið vel.
Núna í júlí þá hefur t.d. Tjúlla GK
,sem er ekki nema um 11 tonna
bátur, landað 18,4 tonnum í þremur
róðrum og mest 7,8 tonn í róðri sem
er fullfermi hjá bátnum. Margrét
SU, sem er eikarbátur, hefur líkað
mokveitt og landað núna í júlí 14,2
tonnum í aðeins tveimur róðrum
og mest 7,4 tonn í róðri. Síðan er
það Ragnar Alfreðs GK sem Róbert
Georgsson er skipstjóri á. Ragnar
Alfreðs GK hefur um árabil verið
sá smábátur sem hefur landað
mestum afla af ufsa á hverju fisk-
veiðiári og núna í júlí hefur báturinn
landað 20,4 tonnum í aðeins tveimur
róðrum og mest 10,3 tonn í róðri.
Það má geta þess að síðasta löndun
bátsins uppá rúm 10 tonn var aðeins
eftir 21 klukkutíma höfn í höfn.
Fyrst talað er um ufsann þá er
Grímsnes GK að hefja veiðar aftur
núna eftir sumarstopp en báturinn
mun byrja á því að eltast við ufsann,
en sá eltingarleikur hefur gengið
feikilega vel hjá þeim á Grímsnesi GK
og til marks um það þá var Gríms-
nes GK aflahæstur allra netabáta
á Íslandi árið 2018 með tæp 1800
tonna afla.
Erling KE er kominn á veiðar og
vekur það nokkra athygli en hann
hefur landað 12,6 tonnum í tveimur
róðrum í Sandgerði. Þar er líka
Sunna Líf GK sem er með 14 tonn
í sjö og mest 6,2 tonn í róðri af
skötusel sem vekur nokkra athygli.
Mikil floti af sæbjúgnabátum er
búinn að vera við veiðar skammt
undan Garðskaga og hafa flestir
bátanna landað í Sandgerði sem og
í Keflavík. Friðrik Sigurðsson ÁR er
með 150 tonn í 11 róðrum og mest
20 tonn. Þristur BA 47 tonn í sjö og
Sæfari ÁR 35 tonn í fjórum, báðir að
landa í Sandgerði.
Allavega, makrílinn er mættur og
því má loksins búast við smá lífi í
Keflavíkurhöfn.
AFLAFRÉTTIR Á SUÐURNESJUM
Gísli Reynisson
gisli@aflafrettir.is
AFLA
FRÉTTIR
Sæbjúgu, makríll og ufsinn
VÍKURFRÉTTIR KOMA NÆST ÚT FIMMTUDAGINN 1. ÁGÚST
Við stöndum vaktina á vf.is þangað til! Vöktum ábendingar um áhugavert efni á vf@vf.is
EYSTEINN ORRI NÝR VEITINGASTJÓRI HLJÓMAHALLAR
Reykjanesbær hefur ráðið Eystein Orra Valsson í starf veit-
ingastjóra Hljómahallar. Eysteinn Orri er með stúdentspróf
frá ML, sveins- og meistarapróf í matvælagreinum frá MK.
Á undanförnum árum hefur Eysteinn Orri starfað sem fram-
reiðslumeistari, veitingastjóri, rekstrarstjóri og vaktstjóri
hjá Lava restaurant í Bláa Lóninu, Fiskmarkaðnum, Grill-
markaðnum og Skelfiskmarkaðnum.
INGVAR NÝR TÆKNISTJÓRI HLJÓMAHALLAR
Ingvar Jónsson hefur verið ráðinn sem tæknistjóri Hljóma-
hallar. Ingvar lauk B.Sc gráðu í tæknifræði frá HR um áramót
2008/2009 og er langt kominn með mastersnám við Ála-
borgarháskóla í Danmörku í hljóðverkfræði (e. acoustic).
Frá árinu 1986 hefur Ingvar verið sjálfstætt starfandi hljóð-
maður/hljóðtæknimaður og sinnt fjölda verkefna eins og að
vera aðalhljóðmaður á heimsferðalagi Sigur Rósar, hönnun og
ráðgjöf við hljóðvist í Bergi, einum sala Hljómahallarinnar og
ýmis verkefni með öllum helstu dægurlagahljómsveitum Íslands.
Ingvar starfaði lengi fyrir Exton ehf sem sem verkefnastjóri, hljóðmaður
og hljóðtæknimaður. Þá var hann tæknistjóri hljóðstjórnar Hörpu í þrjú
ár. Ingvar kemur til Hljómahallar frá verkfræðistofunni Verkís en þar kom
hann að hönnun, ráðgjöf og hljóðmælingum við ýmis verkefni sem snerta
hljóð og hljóðvist.
HLYNUR AÐSTOÐARSKÓLASTJÓRI MYLLUBAKKASKÓLA
Hlynur Jónsson hefur verið ráðinn aðstoðarskólastjóri
Myllubakkaskóla. Hlynur tekur til starfa 1. ágúst nk. en
hann leysti af stöðu aðstoðarskólastjóra síðastliðið skólaár.
Hlynur hefur starfað við Myllubakkaskóla frá árinu 2011
sem deildarstjóri og kennari, ásamt því að hafa verið um-
sjónarmaður sérúrræðis og námsvers.
Hlynur lauk námi til B.Sc gráðu í sálfræði við Háskóla Íslands
árið 2009, diplómu í kennslufræði við Háskólann á Akureyri
2011 og M.A. í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst 2015.
12 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.