Víkurfréttir - 18.07.2019, Page 14
Spjald-gulur
Keflavíkursigur
Gulu spjöldin voru sex sinnum á
lofti í Keflavík á mánudagskvöld
þegar Keflavík og Fylkir mættust
í Pepsi Max-deild kvenna. Heima-
konur úr Keflavík fóru með sigur af
hólmi, 2:0. Fimm leikmenn Kefla-
víkur fengu gult spjald í leiknum og
einnig þjálfarinn.
Keflvíkingar hafa núna nælt sér í 9
stig í deildinni og hafa unnið þrjá
af síðustu fimm leikjum. Keflavík
er í 7. sæti en Keflavík á næst leik
gegn HK/Víkingi á föstudagskvöld
á Víkingsvelli.
Sjöunda jafntefli
Grindavíkur
Grindavík og ÍA skildu jöfn í Pepsi
Max-deild karla í knattspyrnu á
mánudagskvöld. Lokastaðan varð
1:1 en þetta er sjöunda jafntefli
Grindavíkur í sumar. Grindvíkingar
eru í 9. sæti deildarinnar með 13
stig.
Þróttur vann en
Víðir tapaði
Þróttur V. vann Völsung 2-0 á Voga-
ídýfuvelli í 2. deild Íslandsmótsins
í knattspyrnu um sl. helgi. Sigvaldi
Þór Einarsson skoraði í eigið net
á 8. mínútu áður en Alexander
Helgason gulltryggði sigurinn
fimmtán mínútum fyrir leikslok.
Þróttur er í 7. sæti með 16 stig.
Dalvík/Reynir vann Víði 1-0 í Bog-
anum. Þröstur Mikael Jónsson
gerði sigurmarkið í upphafi síðari
hálfleiks. Víðir er í 6. sæti með 16
stig.
Jafnt hjá Reynis-
mönnum
Reynismenn gerðu jafntefli við
KV í leik liðanna í 3. Deild Íslands-
mótsins í knattspyrnu í Sandgerði
sl sunnudag. Lokatölur urðu 2-2 í
hörku leik.
Reynismenn undir stjórn Haraldar
Guðmundssonar eru í 5. sæti
með 18 stig og í ágætum málum í
deildinni.
Verið velkomin
á samkomu
alla sunnudaga
kl. 11.00
Hvítasunnu-
kirkjan í Keflavík,
Hafnargötu 84
Bílaviðgerðir
Smurþjónusta
Varahlutir
Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík
sími 421 7979
www.bilarogpartar.is
Ástkær móðir okkar tengdamamma,
amma og langamma
MAGNDÍS GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR
Njarðarvöllum 6, Reykjanesbæ,
lést í faðmi fjölskyldunnar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
þann 22. júní.
Útförin fór fram 4. júlí í kyrrþey að hennar ósk.
Ingimundur Magnússon
Magnús Magnússon
Svanbjörg Kristjana Magnúsdóttir
Arnar Magnússon
Dagrún Njóla Magnúsdóttir
Björk Magnúsdóttir
Brynja Bjarnfjörð Magnúsdóttir
Ingibjörg Þorsteinsdóttir
Jóhanna Hafsteinsdóttir
Gissur Baldursson
Kristbjörg Eyjólfsdóttir
Einar S. Sigurðsson
Tómas Árni Tómasson
Ólafur M. Sverrisson
ömmu og langömmubörn.
Störf í boði
hjá Reykjanesbæ
Bókasafn Reykjanesbæjar – bókasafns- og
Leikskólinn Holt – sérkennslufræðingur
Háaleitisskóli – grunnskólakennari á miðstigi
Fjármálasvið – launafulltrúi í launadeild
Vinnuskólinn – ný umsókn fyrir 8., 9. og 10. bekk
Umsóknir um auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum
vef Reykjanesbæjar undir Stjórnsýsla: Laus störf.
Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf
og á facebook síðunni Reykjanesbær – laus störf.
Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað.
Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki.
Almennar umsóknir eru geymdar í gagnagrunni okkar
í sex mánuði.
uppl.fræðingur
Viðburðir
í Reykjanesbæ
Duus Safnahús – sýningar í gangi
Gryfjan: Varnarlið í verstöð, myndir og munir úr sögu
Varnarliðsins. Stendur til 4. nóvember.
Listasalur: Fjölskyldumyndir, verk eftir Erlu S.
Haraldsdóttur. Stendur til 18. ágúst.
Stofan: Fimmföld sýn. Upplifun fimm listamanna af
Suðurnesjum. Tvívíðir miðlar og verk á pappír.
Stendur til 18. ágúst.
Bíósalur: Verk úr safneign – málverk, skissur og steindir
gluggar. Stendur til 18. ágúst.
Duus Safnahús eru opin alla daga kl. 12-17.
Sundmiðstöð/Vatnaveröld – sumaropnun
Klukkan 6:30 – 21:30 virka daga
Klukkan 9:00 – 18:00 laugardaga og sunnudaga
Háaleitisskóli óskar eftir
grunnskólakennara á miðstigi
Háaleitisskóli óskar eftir að ráða metnaðarfullan og áhugasaman
grunnskólakennara í 100% stöðu. Kennsla, umsjónarkennsla á miðstigi
og samfélagsfræði á unglingastigi.
Háaleitisskóli er staðsettur á Ásbrú með um 300 nemendur í 1.-10. bekk. Í Háaleitis-
skóla viljum við finna og rækta hæfileika sérhvers nemanda svo hann nái að þroskast
og mótast af gildum lýðræðislegs samstarfs sem einkennist af mannhelgi, réttlæti
og félagsanda, virði mismunandi einstaklinga og leyfi einkennum þeirra að njóta sín.
Einkunnarorð Háaleitisskóla eru menntun og mannrækt.
Menntunar- og hæfniskröfur:
■ Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla
■ Góð hæfni í mannlegum samskiptum
■ Góðir samstarfshæfileikar
■ Metnaður til að ná góðum árangri í skólastarfi
■ Áhugi á þróun skólastarfs
Umsóknarfrestur er til og með 24. júlí 2019. Umsókn fylgi afrit af leyfisbréfi og ferilskrá
ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Karlmenn jafnt sem konur eru hvattir til að
sækja um störfin. Sækja skal um starfið á vef Reykjanesbæjar, www.reykjanesbaer.is
undir Laus störf.
Frekari upplýsingar veitir Jóhanna Sævarsdóttir, skólastjóri Háaleitisskóla
á netfangið johanna.saevarsdottir@haaleitisskoli.is
Magnús Sverrir Þorsteinsson, eigandi og forstjóri Blue Car Rental ehf. og
fyrrum leikmaður Keflavíkur, og Jónas Guðni Sævarsson, framkvæmdar-
stjóri knattspyrnudeildar skrifuðu á dögunum undir tveggja ára fram-
lengingu á samstarfssamningi sínum en Blue Car Rental ehf. hefur verið
einn af dyggustu bakhjörlum knattspyrnudeildarinnar undanfarin ár.
Blue Car Rental er í dag ein af öflugri
bílaleigum á landinu. Fyrirtækið er í
eigu og rekið af sönnum Keflvíkingum
og þar starfar mikill fjöldi heima-
manna en þess má geta að fyrirtækið
hefur gefið gríðarlega mikið af sér til
nærsamfélagsins undanfarin ár – svo
eftir hefur verið tekið.
Jónas Guðni Sævarsson:
„Það er okkur í Keflavík mikils virði
að eiga öfluga bakhjarla sem að-
stoða okkur við að halda úti starf-
inu. Það er sérstaklega ánægjulegt
þegar öflug fyrirtæki af Suðurnesjum
ákveða að koma inn með okkur með
svona myndarlegum hætti eins og
Blue hefur gert. Maggi Þorsteins er
auðvitað stór hluti af Keflavíkurfjöl-
skyldunni og hefur alla tíð verið enda
lék hann yfir 300 leiki í Keflavíkur-
treyjunni á sínum knattspyrnuferli.“
Magnús Sverrir Þorsteinsson:
„Það er okkur ánægja hjá Blue Car
Rental að styðja við öflugt starf knatt-
spyrnudeildarinnar í Keflavík. Það
er uppbyggingarstarf í gangi karla
megin og stelpurnar eru að gera fína
hluti í eftstu deild. Það er mikilvægt
fyrir okkur sem íbúa bæjarins og Kefl-
víkinga að hér þrífist öflugt íþrótta-
starf. Keflavík er líka mitt félag, hérna
byrjaði þetta allt, hér iðka börnin
mín og börn vina minna íþróttir og
því gaman að fá tækifæri til að styðja
við það góða íþróttastarf sem hér
er unnið.“
Blue Car Rental og Knattspyrnudeild Kefla-
víkur framlengja samstarfssamning sinn
Úr nágrannaslag Víðis og Þróttar Vogum í Garðinum á dögunum. Þróttur vann þann leik.
Fleiri úrslit á
vf.is
14 ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.