Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.07.2019, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 18.07.2019, Blaðsíða 15
OKKUR VANTAR FLEIRI Í HÓPINN Á VÉLAVERKSTÆÐI ÍAV WE WANT MORE TO JOIN OUR GROUP AT THE IAV WORKSHOP FÆRNI | FRUMKVÆÐI | FAGMENNSKA ÍAV hf. | Höfðabakka 9 | 110 Reykjavík | s. 530 4200 | www.iav.is ÍAV er eitt stærsta og öflugasta verktakafyrirtæki landsins sem hefur starfað samfleytt frá 1954 á öllum sviðum byggingariðnaðarins. Við sýnum fagmennsku í verki og byggjum á áratuga reynslu á öllum sviðum við mannvirkjagerð. Við leggjum mikla áherslu á að ráða til okkar kraftmikla einstaklinga sem sýna frumkvæði og fagmennsku í verki og hafa góða hæfni í mannlegum samskiptum. Hjá okkur starfa yfir 300 manns með mikla færni og við erum stolt af starfsandanum og þeim metnaði sem hjá okkur ríkir. ÍAV óskar eftir starfsmönnum á vélaverkstæði ÍAV is looking for a mechnic ÍAV óskar eftir að ráða vél- og bifvélavirkja á verkstæði félagsins í Reykjanesbæ. Starfið fellst meðal annars í almennum viðgerðum og viðhaldi á bifreiðum og vinnuvélum ÍAV. ÍAV er með vel á þriðja hundrað bifreiðar og vinnuvélar í daglegum rekstri. ÍAV wishes to hire a mechanic for machine and vehicle repair work in the company’s workshop in Reykjanesbær. The work includes, among other things, general repairs and maintenance of vehicles and machines at ÍAV. ÍAV has well over two hundred vehicles and machines in daily operation. Verkstæði okkar á Holtsgötu í Reykjanesbæ er vel búið og þar starfar samheldinn hópur með ástríðu fyrir vélum og tækjum Hæfniskröfur og menntun: - Sveinspróf í vélvirkjun eða bifvélavirkjun - Vinnuvélaréttindi er kostur - Þekking, reynsla og sjálfstæði í starfi - Reglusemi og stundvísi Nánari upplýsingar veitir Heiðar Jón Heiðarsson í síma +354 693 4222 eða Þórmar Viggóssson í síma +354 660 6225. Umsóknum skal skilað á vefinn www.iav.is. Við hvetjum konur jafnt sem karla að sækja um. Umsóknarfrestur er til 2. ágúst. OHSAS 18001 Occupational Health and Safety Management OHS 606809 ISO 9001 Quality Management FM 512106 We realise ideas Starfsmannafélag ÍAV rekur öflugt félagsstarf með fjölda viðburða á hverju ári ásamt því að leigja út bústað í Grímsnesi og íbúð á Akureyri. Við leggjum áherslu á öflugt skipulag og verkefnastjórnun, góðan undirbúning verkefna sem skilar sér í ánægðum viðskiptavinum. ÍAV er eina verktakafyrirtækið á Íslandi sem hefur bæði ISO 9001 gæðavottun og OSHAS 18001 öryggisvottun. Our workshop at Holtsgata in Reykjanesbær is well equipped and employs a cohesive group of mechanics with a passion for machinery and equipment. Skills Requirements and Education: - Certificate in mechanics or motor vehicle engineering - Machine operation license is an advantage - Knowledge, experience and independence at work - Dependability and punctuality For further information please contact Heiðar J Heiðarsson, tel. +354 693 4222 or Þórmar Viggóssson, tel. +354 660 6225 Applications must be submitted on the website www.iav.is. We encourage both women and men to apply. The deadline for applications is August 2. Njarðvíkingar munu leika í Njarðtaks-gryfjunni næstu tvö tímabil en körfu- knattleiksdeild Njarðvíkur og Njarðtak/Íslenska gámafélagið undirrituðu í dag nýjan samstarfssamning. Í fyrsta sinn í sögu körfuknattleiks- deildar Njarðvíkur mun heimavöllur Njarðvíkurljónanna bera nafn sam- starfsaðila deildarinnar og er það afar viðeigandi að Njarðtak hafi tryggt sér nafnið. Ólafur Thordersen eigandi Njarðtaks og aðstoðarforstjóri Ís- lenska gámafélagsins sagði við tilefnið að nafni sinn og faðir hefði verið for- maður bygginganefndar Ljónagryfj- unnar og því við hæfi að Njarðtak myndi undirstrika samstarf sitt við Njarðvíkurljónin með þessum hætti. „Uppbygginarstarfið í Njarðvík hefur vakið verðskuldaða eftirtekt síðustu tímabil og vilja Njarðtak og Íslenska gámafélagið liðsinna deildinni við enn frekari uppbyggingu og taka þannig þátt í að koma Reykjanesbæ aftur í fremstu röð í íþróttum,“ sagði Ólafur Thordersen. Jón Björn Ólafsson stjórnarmaður hjá körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur sagði að um nokkur kaflaskil væri að ræða hjá Njarðvíkingum. „Í fyrsta sinn ber heimavöllur okkar Njarð- víkinga nafn samstarfsaðila eins og þekkist víðast hvar annars staðar í boltagreinum hérlendis. Njarðtaks- gryfjan mun áfram innihalda Njarð- víkur-ljónin og í ljónagryfju heimilum við ekki auðsótt stig á okkur. Það er virkilega gaman að fá Njarðtak inn með þessum hætti enda er markmiðið hér á bæ aðeins eitt, að berjast um alla titla sem í boði eru. Við teflum fram sterku liði í vetur í Domino´s-deild karla og mjög efnilegu liði í 1. deild kvenna svo það verður engin long- molla í Njarðtaks-gryfjunni næstu tímabil.“ Ólafur Thordersen hefur starfrækt Njarðtak um árabil og á meðan keppnishúsið mun bera nafn Njarð- taks munu merkingar vallarins tengj- ast Íslenska gámafélaginu. Njarðtaks-gryfjan nætu tvö tímabil Frá vinstri efri röð: Vala Rún Vilhjálmsdóttir gjaldkeri KKD UMFN, Júlía Scheving Steindórsdóttir fyrirliði kvennaliðs Njarðvíkur, Logi Gunnarsson fyrirliði karlaliðs Njarðvíkur og Haukur Aðalsteinsson rekstrarstjóri ÍGF á Suðurnesjum. Neðri röð frá vinstri: Jón Björn Ólafsson ritari stjórnar KKD UMFN og Ólafur Thordersen aðstoðarforstjóri Íslenska gámafélagsins og eigandi Njarðtaks. Grindavík er í 7. sæti Inkasso-deildar kvenna í knattspyrnu þegar átta umferðir eru búnar í deildinni og eru með 11 stig. Þær töpuðu síðasta leik sínum gegn Haukum með fjórum mörkum gegn engu. Í kvöld, fimmtudagskvöld, taka Grindavíkurkonur á móti Þrótti R. á Grindavíkurvelli. Þróttur er í toppbaráttunni og eru í 2. sæti deildarinnar og því gæti leikurinn orðið erfið viðureign. Myndin hér að ofan er úr viðureign Grindavíkur og ÍR þar sem Grindavík vann örugglega með þremur mörkum gegn engu. 15ÍÞRÓTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.