Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.07.2019, Page 13

Víkurfréttir - 18.07.2019, Page 13
Framkvæmdastjóri Kalka sorpeyðingarstöð er í eigu sveitarfélaga á Suðurnesjum. Tilgangur fyrirtækisins er að reka móttöku-, flokkunar- og eyðingarstöð Kölku í Helguvík. Brennslugeta Kölku er um 12.300 tonn af úrgangi á ársgrundvelli. Stöðin er búin fullkomnum hreinsunarbúnaði sem sér til þess að mengun frá stöðinni sé haldið í lágmarki og í samræmi við lög og reglugerðir um sorpeyðingu. Hjá Kölku starfa að jafnaði um 17 einstaklingar í fullu starfi, ásamt starfsfólki í hlutastörfum. Verksmiðjan er starfrækt allan sólarhringinn, alla daga ársins. Nánari upplýsingar veita Þórður S. Óskarsson (thordur@intellecta.is) og Thelma Kristín Kvaran (thelma@intellecta.is) í síma 512 1225. Umsóknarfrestur er til og með 22. júlí 2019. Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og þarf henni að fylgja ítarleg starfsferilsskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem trúnaðarmál. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi • Þekking og reynsla af stjórnun og fyrirtækjarekstri • Sjálfstæði og frumkvæði í starfi • Metnaður til að ná árangri • Góð tölvukunnátta • Góð íslensku- og enskukunnátta • Þekking eða reynsla af umhverfis- og sorphirðumálum er kostur • Þekking eða reynsla af breytingastjórnun er kostur Helstu viðfangsefni: • Umsjón með daglegum rekstri • Samningagerð og eftirfylgni • Áætlanagerð og fjármálastjórnun • Samskipti við stjórnsýslu- og umhverfissvið sveitarfélaganna • Ábyrgð á grænu bókhaldi stöðvarinnar • Leit og greining nýrra viðskiptatækifæra • Samskipti við stjórn og framfylgd á stefnumótun stjórnar • Samfélags- og umhverfismál Stjórn Kölku sorpeyðingarstöðvar sf. óskar eftir að ráða öflugan og framsýnan framkvæmdastjóra til starfa. Intellecta - Síðumúli 5, 108 Reykjavík, sími: 511 1225. Nánari upplýsingar um fyrirtækið má finna á www.kalka.is 00 01 -5 98 1 23 0- M VV -1 04 6 X Reykjanesvirkjun Jarðvinna fyrir byggingarmannvirki Útboð nr. F0219004-01 HS ORKA SVARTSENGI 240 GRINDAVÍK 520-9300 HSORKA@HSORKA.IS HS Orka hf. óskar eftir tilboðum í jarðvinnu fyrir byggingarmannvirki við Reykjanesvirkjun á Reykjanesi samkvæmt útboðsgögnum númer F0219004-01. Verkið felur í sér jarðvinnu vegna stækkunar stöðvarhúss og byggingar skiljustöðvar. Þar með talið gröft lausra jarðlaga, losun og gröft fastra jarðlaga, vinnslu uppgrans efnis í burðarhæfar fyllingar, efnisutninga innan vinnusvæðis og niðurlögn, þjöppun og prófun burðarfyllingar undir mannvirki. Skila skal fullprófaðri burðarfyllingu stöðvarhússtækkunar þann 29. nóvember 2019. Skila skal fullprófaðri burðarfyllingu skiljustöðvar þann 30. desember 2019. Vinnu skal vera að fullu lokið 15. janúar 2020. Útboðsgögn eru aðgengileg á útboðsvef HS Orku hf. og skulu bjóðendur senda tölvupóst á netfangið rey4@hsorka.is til þess að fá aðgang að vefnum. Tilboðum skal skila rafrænt á útboðsvefnum fyrir klukkan 14:00 þann 19. ágúst 2019. Tilboð verða opnuð klukkan 14:00 þann sama dag. Ekki verður tekið við tilboðum á annan hátt en í gegnum útboðsvef. Gröftur lausra jarðlaga Losun fastra jarðlaga Vinnsla og niðurlögn burðarfyllinga 18.000 m³ 12.500 m³ 2.500 m³ Helstu kennistærðir eru: Ofanleiti 2 - 103 Reykjavík - 422 8000 - verkis@verkis.is - www.verkis.is Tvær hæðir ofan á SOHO og tvær hæðir við Básveg? Tvær fyrirspurnir liggja nú fyrir hjá skipulagsyfirvöldum í Reykjanesbæ vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á Vatns- nesi í Keflavík. Kiwi veitingar ehf. erumeð fyrirspurn um stækkun á húsinu að Hrannargötu 6 þar sem veitingahús SOHO er staðsett. Tveimur hæðum verður bætt ofan á einnar hæðar byggingu sem fyrir er. Samkvæmt fyrirspurninni verður eldhús á fyrstu hæð en veitinga- salir á hinum tveimur samkvæmt uppdráttum AOK arkitekta. Í fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar segir að breytingin sé umfangsmikil og vegna staðsetningar nokkuð áberandi í bæjarmyndinni, auk þess sem starfsemi eykst um- talsvert með tilheyrandi umferð, en aðkoma er þröng. Umhverfis- og skipulagsráð tekur vel í erindið en vinna þarf deiliskipulag. Undirbúa þarf erindið nánar og afgreiðslu þess frestað. Urta Islandica ehf. hefur lagt inn fyrirspurn um viðbyggingu við Básveg 10. Um er að ræða tveggja hæða byggingu norðan við núverandi húsnæði fyrirtækisins að Básvegi 10. Erindið var samþykkt með fyrirvara um grenndarkynningu án athugasemda. Breikka og endurbæta Grindavíkurveg Nú eru að hefjast framkvæmdir við breikkun og endurbætur á Grindavíkurvegi á tveimur aðskildum vegköflum. Annar kaflin hefst við Seltjörn en hinn við gatnamót hjá Bláalóns- vegi. Hvor vegkafli er tæplega 2 km. Verklok eru áætluð 1. nóvember 2019. Framkvæmdasvæði verktaka á nyrðri vegkafla hefst við gatna- mót hjá Seltjörn og verkmörk á syðri vegkafla framkvæmda eru við gatnamót hjá Bláalónsvegi. Hvor vegkafli er tæplega tveir km að lengd. Framkvæmdum er skipt upp í nokkra áfanga og unnið verður við hlið annarrar akreinar vegar í einu á afmörkuðu svæði. Þrengt verður að umferð ökutækja í gegnum vinnusvæði vegar og hámarkshraði lækkaður á meðan á framkvæmdum stendur. Viðeigandi vinnusvæðamerkingar eru uppsettar meðan á fram- kvæmd stendur, samkvæmt samþykktri merkingaráætlun. Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar, - hraðatakmark- anir og sýna aðgát við akstur í gegnum vinnusvæði. Starfsmenn og tæki verktaka verða að vinna mjög nálægt akbrautum en takmarka þarf breidd þeirra á framkvæmdatíma. Hér eiga byggingar eftir að taka breytingum verði áformin samþykkt. Daglegar fréttir á vf.is 13FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.