Víkurfréttir


Víkurfréttir - 18.07.2019, Page 11

Víkurfréttir - 18.07.2019, Page 11
við kenna þeim ensku og swahili, stærðfræði, verkfræði, forritun, markaðssetningu, vöruþróun, heilun, jóga, hugleiðslu, öndun, núvitund, kælingu, sjálfstyrkingu, fjármálalæsi, grafíska hönnun svo eitthvað sé nefnt. Einnig erum við með dýr sem þarf að sjá um og þar koma börnin að. Nú viljum við bjóða fyrirtækjum að koma og verða styrktaraðilar að þessu skemmtilega verkefni, þannig að ég geti farið aftur til Keníu til að reisa skólann með þeim og byrjað að kenna sjálfur. Því fleiri sem koma að verkefninu, því fyrr getum við byrjað að byggja, að kenna og þjálfa fleiri kennara. Við bjóðum fyrirtækjum að koma að verkefninu með því að styrkja okkur mánaðarlega. Ef vel gengur þá getum við byrjað að kenna í byrjun næsta árs, árið 2020,“ segir Húni og bendir á söfnunarreikning sem félagasamtökin Skólinn Jabez í Keníu heldur utan um með kenni- tölu 470119-0200 og reiknings- númer 0142-15-020037. Við getum sent greiðsluseðla beint í heima- banka þeirra sem vilja styrkja eða tekið á móti einstökum styrkjum inn á bankareikning okkar,“ segir Húni. Hvað mun kosta að byggja skól- ann? „Áætlun okkar gerir ráð fyrir að þetta muni kosta um 15 milljónir íslenskar krónur, það er að byggja húsin og allt sem þarf innandyra, rafvæða með sólarrafhlöðum, fá aðgang að hreinu vatni og fráveitu sem framleiðir metangas. Það verður grænt tún í miðjunni sem við notum sem aðstöðu til kennslu utandyra. Þegar allri byggingar- vinnu lýkur, áætlum við að við þurfum á milli 200.000 til 300.000 kr. á mánuði til að viðhalda svæð- inu, kaupa mat og nauðsynjar fyrir skólann. Þarna reiknum við með að geta hýst 50 börn, fætt þau og klætt og menntað þau. Það er allt mun ódýrara í Keníu en hérna á Íslandi og þess vegna er hver króna mun meira virði þar,“ segir Húni. S TA R F S S T Ö Ð : K E F L AV Í K U M S Ó K N I R : I S AV I A . I S/AT V I N N A U M S Ó K N A R F R E S T U R : 12 . ÁG Ú S T Isavia óskar eftir að ráða flugvallarstarfsmenn á Keflavíkur- flugvöll. Helstu verkefni eru björgunar- og slökkviþjónusta, eftirlit með flugbrautum og flugvallarmannvirkjum, umsjón og framkvæmd snjóruðnings og hálkuvarna ásamt ýmiskonar tækjavinnu sem og önnur störf tengd rekstri flugvallarins. Umsækjendur þurfa að standast læknisskoðun og þolpróf áður en til ráðninga kemur. Um er að ræða vaktavinnu. Nánari upplýsingar veitir Guðjón Arngrímsson þjónustustjóri á netfangið gudjon.arngrimsson@isavia.is. Hæfniskröfur • Aukin ökuréttindi er skilyrði og stóra vinnuvélaprófið er kostur • Reynsla af slökkvistörfum er kostur • Reynsla af snjóruðningi og hálkuvörnum er æskileg • Bifvéla-, vélvirkjun eða önnur iðnmenntun sem nýtist í starfi er kostur • Góð tök á íslenskri og enskri tungu, standast þarf mat í ensku F L U G V A L L A R S T A R F S M E N N V I L T Þ Ú V E R Ð A H L U T I A F G Ó Ð U F E R Ð A L A G I ? Vegna kröfu reglugerðar um flugvernd þurfa umsækjendur að fylla út og skila inn umsókn vegna bakgrunnsskoðunar lögreglu og vera með hreint sakavottorð. Nánari upplýsingar er að finna á isavia.is. Hjá Isavia starfar öflugur hópur fólks sem allt hefur það að markmiði að vera hluti af góðu ferðalagi þeirra sem fara um flugvelli félagsins og íslenska flugstjórnarsvæðið. Isavia ber Jafnlaunamerkið með stolti enda er það staðföst trú okkar að launaákvarðanir skuli ávallt byggja á faglegum og málefnalegum rökum. Dæmisögur úr starfinu í Afríku „Einn daginn ákvað ég að kenna krökkunum reiki heilun og tók það um það bil 15-20 mínútur að útskýra fyrir þeim hvernig við hjálpum öðrum að heila sig. Svo næsta dag var ég að horfa á krakkana spila fótbolta þegar einn drengurinn datt og meiddi sig svo illa á hnénu að hann gat ekki staðið upp. Ég ákvað að bíða átekta og sjá hvað krakkarnir myndu gera fyrir hann og var þá að hugsa um heilunina sem ég hafði kennt þeim. Þegar krakkarnir sáu að ég var að horfa á þau, mundu þau eftir kennslunni deginum áður, hlupu að drengnum og lögðu öll hendur yfir hnéð á honum. Eftir um það bil 30 sekúndur, stóð drengurinn upp án þessa að haltra. Ég vissi að börn eru öflug en þetta kom mér samt skemmtilega á óvart. Annan daginn var ég að vinna með þeim í sjálfstyrkingu. Ég bað þau að koma inn á mitt gólfið og spurði þau hvernig þau ætli að breyta heiminum þegar þau yrðu eldri. Þarna stóð Cynthia og hvíslaði að hún ætlaði að gera það með því að verða kennari. Ég heyrði ekki hvað hún sagði og spurði aftur. Eftir nokkur skipti voru krakk- arnir farnir að hvetja hana til að tala hærra og loks sagði hún hátt og skýrt að hún ætlaði að verða kennari. Þá bað ég hana að sýna mér hvernig hún mun bera sig þegar hún er orðin kennari. Hún byrjaði þá að ganga um gólfið, með hangandi haus, axlirnar niðri og bogið bak. Ég sagði henni að nú væri hún orðinn kennari sem væri að breyta heiminum til hins betra, frábær kennari og börnin sem hún væri að kenna væru svo þakklát fyrir hana. Þá rétti hún úr sér, tók stærri skref og brosti. Hún gekk um gólfið eins og þetta væri nú þegar búið að gerast. Þvílík breyting sem varð á henni á þessum stutta tíma. Henni leið vel með sjálfa sig eftir að fá að upplifa sýnishorn af framtíð sinni. Næstu daga, var hún allt önnur, glaðari og stoltari en hún hafði áður verið. Árið 2017 fundum við þessa sömu Cynthiu á götunni og engin vildi neitt með hana hafa. Hún var yfirgefin af foreldrum sínum sem lítið barn og hafði verið á götunni í nokkurn tíma áður en við fundum hana og tókum hana inn í fjölskylduna okkar hjá Jabez. Í dag gengur hún um eins og sigurvegari og hlakkar til að byrja að breyta heiminum til hins betra,“ segir Húni Húnfjörð.Myndir úr einkasafni Húna frá Afríku. 11MANNLÍF Á SUÐURNESJUM f immtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.