Víkurfréttir - 18.07.2019, Side 4
Rafverkstæði IB ehf, óskar eftir að ráða:
Rafvirkja með sveinspróf
Aðstoðarmann rafvirkja
Viðkomandi þurfa að hafa ríka
þjónustulund, vera góður í samskiptum
og geta unnið sjálfstætt.
Íslenskukunnátta, bílpróf og hreint
sakavottorð skilyrði.
Fyrirspurnir og ferilskrá sendist
á netfangið rafib@mitt.is
Fitjabakka 1A • 260 Reykjanesbær
Sími: 421 2136 • Gsm: 660 3691 • Netfang: rafib@mitt.is
Tilboð óskast í búslóð
og tilheyrandi. Einnig veiðidót.
Upplýsingar í síma 692-8659
Gagnvirkt hljóðmælingakerfi hefur verið starfrækt við Keflavíkurflugvöll
undanfarin misseri og talsverð reynsla er komin á kerfið. Kerfið er opið
öllum í gegnum vef Isavia og hægt er að fá upplýsingar um flug sem nýlega
hefur farið um flugvöllinn auk þess sem hægt er að sækja upplýsingar
aftur í tímann.
Settir voru upp þrír fastir mælar,
tveir í Keflavík og einn á Ásbrú. Auk
þessara þriggja mæla var keyptur
færanlegur mælir þannig að hægt
sé að mæla á öðrum stöðum t.d. ef
ábendingar berast frá ákveðnum
svæðum í bænum eða í bæjarfélögum
sem eru fjær flugvellinum en Reykja-
nesbær.
Kerfið birtir upplýsingar hljóðmæla í
byggðinni í kringum flugvöllinn og er
því hægt að fylgjast með hljóðstyrk frá
flugumferð og fá helstu upplýsingar
um flug til og frá flugvellinum. Í kerf-
inu er sérstakur tilkynningahnappur
þar sem hægt er að senda ábendingu
um flug tiltekinnar flugvélar. Með
þessu móti verða ábendingar vegna
flugumferðar nákvæmari og betur
skráðar auk þess sem auðveldara er
að greina það hvort tiltekið flug hafi
farið eftir þeim flugferlum sem skil-
greindir hafa verið í kringum flug-
völlinn.
Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi
Isavia, segir að það sem af er þessu
ári hafi borist tugir ábendingar eða
kvartanir vegna hávaða frá flugi. Í
fyrra hafi einnig borist nokkrir tugir
kvartana vegna flugs. Þær voru flestar
í ágúst og september og voru vegna
herflugs og fræsingu flugbrauta. Þá
þurfti að nota austur/vestur-brautina,
sem hefur flugstefnu sem liggur yfir
Njarðvík, á nokkrum góðviðrisdögum.
Að sögn Guðjóns tóku íbúar vel eftir
því.
Sambærilegt kerfi til hljóðmælinga er
notað á mörgum stórum flugvöllum,
til dæmis London Heathrow, Manc-
hester flugvelli og Kaupmannahafnar-
flugvelli. Margskonar niðurstöður má
svo fá út úr hljóðmælingakerfinu. Það
getur tekið saman hvaða flugvélateg-
und framkallar mestan hávaða, hvaða
flugbrautir eru að valda mestum
óþægindum og svo framvegis.
Á Keflavíkurflugvelli er reynt að
stjórna fluginu þannig að það valdi
sem minnstu ónæði fyrir nágranna
flugvallarins en veður, brautarskil-
yrði, framkvæmdir og fleira getur
þó haft áhrif þannig að beina þurfi
flugi á brautir þar sem nágrannar
flugvallarins verða frekar varir við
ónæðið.
Á síðasta ári var ráðist í innleiðingu
nýrra flugferla við Keflavíkurflugvöll.
Guðjón segir breytinguna þar áhuga-
verða en áhrifasvæði ónæðis af flugi
er miklu minna eftir innleiðingu nýju
ferlanna eins og sjá má á myndinni
hér að neðan.
Isavia hvetur fólk í nágrenni Kefla-
víkurflugvallar til að kynna sér hljóð-
mælingakerfið. Vegna mikillar gagna-
greiningar og sendingar gagna yfir net
þá eru mælingar birtar 30 mínútum
eftir flug.
Þá er rétt að taka fram að ekki að
marka mælingar þegar vindur nálg-
ast 10 m/s. Þá er svo mikill hávaði í
rokinu sem hefur áhrif á mælingar.
Veitingastaðurinn Hjá Höllu er fyrstur aðila í Flugstöð Leifs Eiríkssonar
til þess að hljóta nafnbótina Geopark fyrirtæki en Hjá Höllu og Reykjanes
Geopark gerðu með sér samkomulag þess eðlis á dögunum. Þau Helga
Dís Jakobsdóttir rekstrarstjóri Hjá Höllu í Leifsstöð og Daníel Einarsson
forstöðumaður Reykjaness Geopark handsöluðu samstarfið á nýjum og
glæsilegum stað Höllu í Leifstöð.
Með samstarfinu er m.a. stuðlað að
því að fyrirtæki á svæðinu noti merki
Reykjanes UNESCO Global Geopark
sem upprunamerkingu og styrki
þannig við ferðaþjónustu og fram-
leiðslu á Reykjanesskaga.
„Við leitumst við að nota hráefni úr
héraði og reynum eftir fremsta megni
að miðla sögu okkar og svæðisins í
gegnum okkar starfsemi. Halla notast
t.d. við uppskriftir frá ömmu sinni og
starfsfólk tekur virkan þátt í því að
móta vörur sem við bjóðum upp á.
Fyrirtækið byggist á heimafólki og
fyrir vikið myndast ákveðinn andi sem
okkur finnst mikilvægt að viðhalda
og skilar sér vonandi áfram til við-
skiptavina okkar. Markmið Reykjanes
Geopark spegla okkar markmið og
því erum við mjög ánægð að leggja
okkar af mörkum til þess að halda
merki Reykjaness á lofti með þessum
hætti,“ sagði Helga Dís um samstarfið.
Tæplega 30 manns starfa á veitinga-
stöðum Hjá Höllu í Grindavík og í
Leifsstöð en fyrirtækið hefur vaxið
og dafnað á þeim rúmu fimm árum
sem það hefur verið starfandi hér á
Reykjanesi. Hjá Höllu býður upp á
eldbakaðar súrdeigspítsur, ferskan
fisk frá Grindavík, fersk salöt sem og
úrval rétta til að taka með sér í flug.
Búið er að koma fyrir stórum gasel-
dofni þar sem pítsurnar eru bakaðar
við háan hita á aðeins 90 sekúndum.
Reykjanes Geopark vinnur að því að
kveikja áhuga íbúa og gesta á Jörð-
inni, m.a. með því að vekja athygli
á áhugaverðri jarðsögu, fræða og
annast landið. Hugtakið Geopark er
skilgreint af alþjóðlegum samtökum
Geoparka sem nefnast Global Geop-
arks Network og starfa þau undir
verndarvæng UNESCO.
„Það er mikið ánægjuefni að veitinga-
staðurinn Hjá Höllu sé fyrsta skráða
Geopark fyrirtækið í Leifsstöð, það
eykur sýnileika jarðvangsins og von-
andi verður Reykjanes Geopark sýni-
legri í Leifsstöð í framtíðinni enda er
hann eini alþjóðaflugvöllurinn sem
staðsettur í jarðvangi,“ sagði Daníel
Einarsson frá Reykjanes Geopark við
þetta tækifæri.
HJÁ HÖLLU VERÐUR FYRSTA GEOPARK
FYRIRTÆKIÐ Í FLUGSTÖÐ LEIFS EIRÍKSSONAR
Daníel og Helga með
Geopark-platta sem mun
sóma sér vel upp á vegg
Hjá Höllu í Flugstöðinni.
- Reynsla komin á hljóðmælingakerfi við Keflavíkurflugvöll
Auðvelt að fylgjast með
hljóðstigi frá flugvélum
SUNNUDAGSKVÖLD KL. 20:30 Á HRINGBRAUT OG VF.IS
SUÐUR MEÐ SJÓ
Stakksberg hefur opnað samráðsgátt vegna vinnslu frummatsskýrslu um-
hverfismats kísilverksmiðju fyrirtækisins í Helguvík. Með samráðsgáttinni
vill Stakksberg stuðla að auknu samráði við almenning, umfram það sem
lög og reglur gera ráð fyrir, og er þetta í fyrsta sinn sem framkvæmdaraðili
stendur fyrir samráði með þessum hætti á meðan á vinnslu frummats-
skýrslu stendur. Með auknu samráði vonast Stakksberg til þess að fram
komi athugasemdir frá almenningi sem stuðli að betri og vandaðri frum-
matsskýrslu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Samráðsgátt Stakksbergs
Samráðsgátt Stakksbergs sækir fyrir-
mynd sína í samráðsgátt stjórnvalda.
Öllum er frjálst að senda inn athuga-
semd eða ábendingu en til þess þarf
að skrá sig inn með innskráningar-
kerfi island.is, Íslykli eða rafrænum
skilríkjum. Líkt og í samráðsgátt
stjórnvalda eru athugasemdir í sam-
ráðsgátt Stakksbergs birtar opinber-
lega og undir nafni.
Þrjú mál hafa nú þegar verið birt
í samráðsgátt Stakksbergs: sam-
félagsleg áhrif, ásýnd og hljóðvist.
Fleiri atriði matsins verða birt eftir
því sem vinnu við frummatsskýrslu
vindur fram.
Samráðsgáttin er aðgengileg á slóð-
inni www.samrad.stakksberg.is og
einnig frá heimsíðu Stakksbergs,
www.stakksberg.com/umhverfis-
mat/
Að samráðstímabili loknu verður gerð
grein fyrir úrvinnslu athugasemda
með samantekt á síðu hvers máls.
Tekið verður tillit til athugasemda við
vinnslu frummatsskýrslu eins og við
á og auk þess mun samantekt fylgja
sem viðauki við skýrsluna. Þegar
frummatsskýrslu hefur verið skilað
til Skipulagsstofnunar verða mál á
samráðsgátt Stakksbergs, ásamt at-
hugasemdum og öðru innsendu efni,
tekin úr birtingu.
Umhverfismat vegna
endurbóta á kísilverksmiðju í
Helguvík
Stakksberg vinnur að endurbótum á
kísilverksmiðju félagsins í Helguvík
og hluti af því er endurskoðun á um-
hverfismati.
Vinna við nýtt umhverfismat hófst
þann 25. júní 2018 þegar Stakksberg
auglýsti drög að tillögu að matsá-
ætlun vegna nýs umhverfismats.
Tillaga að matsáætlun var birt þann
20. nóvember 2018 og var haldinn
íbúafundur í Hljómahöll í Reykja-
nesbæ til að kynna málið þann 21.
nóvember. Skipulagsstofnun auglýsti
málið og kallaði eftir athugasemdum
og lauk athugasemdafresti þann 15.
desember 2018. Skipulagsstofnun gaf
út ákvörðun um matsáætlun þann
12. apríl 2019.
Nú stendur yfir vinna við gerð frum-
matsskýrslu í samræmi við ákvörðun
Skipulagsstofnunar um matsáætlun
og er áætlað að henni verði skilað til
Skipulagsstofnunar í september 2019.
Stofnunin mun í kjölfarið kalla eftir
athugasemdum og umsögnum við
hana í samræmi við lögbundið ferli.
Nánari upplýsingar um stöðu máls-
ins hjá Skipulagsstofnun er að finna
á vef stofnunarinnar: http://www.
skipulag.is/umhverfismat-framkva-
emda/gagnagrunnur-umhverfis-
mats/nr/997
Samráðsgátt opnuð
vegna endurbóta á kísil-
verksmiðju í Helguvík
4 FRÉTTIR Á SUÐURNESJUM f immtudagur 18. júlí 2019 // 28. tbl. // 40. árg.